Morgunblaðið - 06.06.2016, Page 10
veiðisumarið – byrjunin gæti í það
minnsta ekki verið betri,“ sagði
Höskuldur.
Misstu marga en veiddu samt
Laxveiðitímabilið hófst í sólskini
og blíðu í Norðurá í Borgarfirði á
laugardagsmorguninn þegar söngv-
ararnir Kristinn Sigmundsson og
Kristján Jóhannsson óðu fyrstir út í
strauminn við Brotið og í Konungs-
streng neðan við Laxfoss, en þar
hafði lax verið að sýna sig dagana á
undan. Aðrir veiðimenn héldu yfir
ána og byrjuðu veiðar við Eyrina.
Kristinn og Ásgerður Þórisdóttir,
eiginkona hans, eru alvanir flugu-
veiðimenn og veiddu saman eins og
venjulega. Kristinn byrjaði með litla
keilutúpu; „Ég fékk hvern laxinn á
fætur öðrum á þessa í fyrra,“ sagði
hann. Og laxinn hafði sýnilega áhuga
á flugunni, reis við henni og sýndi
sig en tók ekki. Hins vegar tók lax á
Eyrinni á móti, var landað snöfur-
mannlega, mældur og sleppt. Rétt á
eftir gall björt rödd tenórsins við í
gilinu: „Sjáðu!“ Kristján lyfti stöng-
inni og strekkti á laxi – en flugan
hrökk úr honum og söngvarinn
hristi höfuðið vonsvikinn.
Kristinn var kominn með nýja
flugu á tauminn, veiddi sig niður
Konungsstreng og skyndilega
drundi í bassanum: „Jæja!“ Og lax
var svo sannarlega á, Kristinn dró
inn línu en rétt eins og hjá Kristjáni
skaust flugan upp úr strengnum.
Kristinn leit brosandi á viðstadda og
var sýnilega hissa. Og þá var öðrum
laxi landað á bakkanum á móti, og
þeim þriðja, og ekki löngu síðar
þeim fjórða. Þá var Kristján búinn
að togast í góða stund á við vænan
lax á Brotinu, en sá slapp líka.
„Þessi var örugglega 35 pund,“
sagði Kristinn brosandi og klappaði
tenórnum á bakið þegar hann steig
vonsvikinn upp á bakkann.
„Ég var með helvítis fiskinn – og
hann var stór!“ kvartaði Kristján.
„Þetta er bara skemmtilegt,“
sagði Einar Sigfússon, sölustjóri
Norðurár, hughreystandi. Það væri
augsýnilega svo mikið komið af laxi
að það væri ekki spurning að fleiri
ættu eftir að taka.
Sigurjóna Sverrisdóttir, eigin-
kona Kristjáns, og Ásgerður köst-
uðu báðar á Brotið, þar sem lax var
að sýna sig, og ein tók flugu Ásgerð-
ar, sem þreytti hann lengi og nálg-
aðist löndun þegar sá lak af. „Hvað
er að gerast?“ kallaði Kristján hissa.
„Við missum allt hérna megin en
þeir landa öllum hinum megin. Ég
held ég fái mér bara vindil,“ og hann
seildist eftir fínum vindlakasa.
„Hvað, ertu sem sagt hættur að
syngja,“ sagði Kristinn þá stríðinn.
Við Eyrina héldu menn áfram að
landa löxum og þegar leið á morg-
uninn rættist heldur betur úr hjá
söngvurunum; Kristinn fékk til að
mynda einn 92 cm langan og þá
STANGVEIÐI
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
Þetta er alveg stórkostleg byrjun,“
sagði Höskuldur B. Erlingsson,
veiðileiðsögumaður á Blönduósi, eft-
ir að hafa fylgst með upphafi lax-
veiðitíðarinnar í Blöndu í gærmorg-
un. 35 löxum var landað á fyrstu
vaktinni og sagði Höskuldur menn
ekki muna jafn góða byrjun veiða í
ánni. „Ætli þetta sé ekki bara Ís-
landsmet, svei mér þá.“
Hinn reyndi veiðimaður Árni
Baldursson var einn þeirra sem tóku
þátt í fjörinu og hann tók undir
þetta, sagðist ekki muna eftir ann-
arri eins byrjun. Árni náði nokkrum
löxum á fyrstu vaktinni og þar á
meðal einum 100 cm löngum, tutt-
ugu pundara, og togaðist lengi á við
annan sem Höskuldur sagði jafnvel
hafa verið stærri.
Laxarnir voru að fást á öllum
veiðistöðum á svæði 1 í Blöndu, þar
sem veiðin hefst alltaf fyrst. „Ég hef
aldrei fyrr séð svona mikið líf á
Breiðunni í júní, þar mátti aftur og
aftur og sjá „head-and-tail“. Þetta er
eins og júlí í venjulegu ári. Þessi
fiskur er að hellast inn enda laxarnir
sem veiddust grálúsugir og með
halalús. Svo er hitt að ég efast um að
hafa séð laxana hér að jafnaði þetta
vel haldna – þeir eru eins og körfu-
boltar í laginu! Þetta er alveg magn-
að,“ sagði Höskuldur.
Gæti ekki verið betri
Allt voru þetta laxar sem hafa ver-
ið tvö ár í hafinu, stórlaxar. Hösk-
uldur sagði veiðimennina tala um
það sín á milli að greinilega væri
ástandið í hafinu ofboðslega gott
fyrir laxinn núna.
Sá fyrsti tók strax í byrjun, í Hol-
unni, og síðan tóku laxar jafnt og
þétt á öllum veiðistöðunum, í Damm-
inum og á Breiðunni beggja vegna.
„Og sama hvað þeim var boðið.
Rúmlega helmingurinn kom á flugu
og megninu var sleppt. Laxarnir
voru líka að rísa og taka flugur í
hefðbundnum maðkastöðunum eins
og Damminum.“
Þá má sjá að laxar ganga af krafti
upp ána; hátt í tvöhundruð eru þeg-
ar farnir um teljarann uppi á svæði
2.
„Þetta veit vonandi á gott fyrir
landaði Anna Sigþórsdóttir 94 cm
hæng í Stekknum. Í fyrra fékk hún
annan jafn stóran á sama stað.
49 laxar á þremur vöktum
Fyrsti dagurinn í Norðurá gaf 27
laxa og morgunvaktin í gær var líka
mjög góð, þá veiddust 22 þannig að
49 veiddust á þremur vöktum.
„Þetta hefur verið frábært og svo
eru laxarnir einstaklega stórir og
þykkir,“ sagði Einar Sigfússon
seinnipartinn í gær. „Þá veiddist
einn smálax, sem okkur finnst vega
gæfumerki, og tveir laxar á milli
fossa, sem er líka afar gott. Ef fram-
haldið verður í þessum dúr eigum
við bara von á góðu.“
Morgunblaðið/Einar Falur
Jæja! Vænn lax hefur tekið flugu Kristins Sigmundssonar söngvara fyrir neðan Laxfoss í Norðurá og Einar Sigfús-
son fylgist með. Sekúndu síðar skaust flugan úr laxinum. Kristinn landaði skömmu síðar stórlaxi, 92 cm löngum.
„Eru eins og
körfuboltar!“
Einstaklega góð byrjun á laxveiðinni
Morgunblaðið/Einar Falur
Sloppinn Eftir að hafa togast á við vænan lax skýst fluga Kristjáns Jó-
hannssonar upp úr ánni. „Ég var með helvítis fiskinn – og hann var stór.“
Ljósmynd/Höskuldur B. Erlingsson
Silfurbjartur Reynir M. Sigmundsson með einn af fyrstu löxum sumarsins
úr Blöndu. Þessi var 93 cm langur en einnig veiddist eins metra langur lax.
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. JÚNÍ 2016
Viðhaldsfríar
hurðir
Hentar mjög vel
íslenskri veðráttu
Viðhaldsfríir sólskálar og svalalokanir
Við höfum framleitt viðhaldsfría
glugga og hurðir í 30 ár
Nánari upplýsingar á www.solskalar.is
Yfir 40 litir í boði!
Smiðsbúð 10 • 210 Garðabær • Sími: 554 4300 • Fax: 564 1187