Morgunblaðið - 06.06.2016, Page 14
14 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. JÚNÍ 2016
Mangójógúrt
Ástæða þess að þú átt að velja lífræna jógúrt:
Lífrænar
mjólkurvörur
• Engin aukaefni
• Meira af Omega-3
fitusýrum
• Meira er af CLA
fitusýrum sem byggja
upp vöðva og bein
• Ekkert undanrennuduft
• Án manngerðra
transfitusýra
www.biobu.is
FRÉTTASKÝRING
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Forstjóri Qatar Airways, Akbar Al
Baker, segir að Delta Air Lines
hafi á „illkvittnislegan“ hátt
skemmt fyrir jómfrúarflugi kat-
arska flugfélagsins frá Doha til Atl-
anta í síðustu viku. Risaþota Qatar
Airways, af gerðinni Airbus A380,
fékk ekki að fara upp að hliði svo
að leggja þurfti þotunni dágóðan
spöl frá flugstöðinni og ferja far-
þega til stöðvarinnar með rútum.
A380 er stærsta farþegaþota heims
og getur rúmað rúmlega 850 far-
þega.
Stærð A380 gerir það að verkum
að hún getur ekki lagst að hvaða
hliði sem er. Alþjóðaflugvöllurinn í
Atlanta er aðeins með eitt hlið sem
rúmar slíka risaþotu en þegar vél
Qatar Airways lenti var búið að
leggja mun minni A320-þotu við
hliðið, að því er Bloomberg greinir
frá.
Samkeppni eða oflæti?
Delta Air Lines hefur bækistöðv-
ar sínar í Atlanta og hafa talsmenn
Qatar Airways ýjað að því að uppá-
koman í jómfrúarfluginu hafi verið
ásetningsverk. Til viðbótar við það
að geta ekki lagst upp að hliði eiga
að hafa verið vandamál við innritun
og að koma hreyfihömluðum far-
þegum um borð.
Qatar Airways hafði skotið föst-
um skotum á Delta löngu fyrir flug-
ið. Forstjóri Qatar sagði í viðtali í
maí að flugið til Atlanta ætti að
„núa salti í sárin“ hjá Delta, sem
lagði niður flug á sömu leið í febr-
úar. Forbes greinir frá að fulltrúi
hagsmunasamtaka bandarískra
flugfélaga hafi svarað ummælunum
með því að segja að fjármunum
væri dælt í Qatar Airways, sem
stundaði það að hefja flug á nýjum
leiðum af einskærum oflátungs-
hætti, frekar en á markaðsforsend-
um. Bandarísk flugfélög hafa um
alllangt skeið kvartað yfir því að
flugfélög frá löndunum við Persa-
flóa njóti milljarða dala ríkisstyrkja
sem skekki samkeppni í alþjóða-
flugi.
Upphafleg stóð til að fljúga til
Atlanta á Boeing 777, sem hefði
getað notað venjulegt hlið. Seint í
apríl tilkynnti Qatar að A380 yrði
notuð í staðinn og segja stjórn-
endur flugvallarins að ekki hafi ver-
ið hægt að gera viðeigandi ráðstaf-
anir með svo stuttum fyrirvara.
Leikhúsið í straff
Segir ýmislegt um andrúmsloftið
á milli flugfélaganna að Qatar Air-
ways efndi til fögnuðar í Atlanta í
maí í tilefni af opnun nýju flugleið-
arinnar, þar sem söngkonan Jenni-
fer Lopez tróð upp. Að því er Blo-
omberg greinir frá brást Delta við
með því að tilkynna að flugfélagið
hygðist slíta styrktarsamningi við
leikhúsið þar sem veislan fór fram.
Delta og Qatar elda grátt silfur saman
Qatar Airways fékk ekki hlið fyrir risaþotu á flugvellinum í Atlanta, aðalvelli Delta Delta sleit
styrktarsamningi við leikhúsið þar sem Qatar hélt veislu með Jennifer Lopez í tilefni af nýju flugleiðinni
AFP
Háloftadrama Talsmenn flugvallarins í Atlanta segja Quatar hafa haft of stuttan fyrirvara á því að lenda þar á
A380 risaþotu. Quatar grunar flugvallarstjórnendur og Delta um að hafa viljað spilla jómfrúarfluginu frá Doha.
Aðeins 38.000 ný störf urðu til á bandarískum vinnumark-
aði í maí. Er það mun minna en markaðurinn hafði vænst
en reiknað var með að 164.000 ný störf yrðu til í mán-
uðinum, að landbúnaðarstörfum undanskildum. Að sögn
Market Watch er þetta minnsta fjölgun starfa í einum
mánuði síðan 2010 en frá 2014 hafa bandarísk fyrirtæki að
jafnaði skapað rúmlega 200.000 ný störf í mánuði hverj-
um. Tók að hægja á atvinnusköpuninni í mars en þá fjölg-
aði störfum um 116.000 stöður.
Vaxtaákvörðunarnefnd bandaríska seðlabankans kem-
ur saman dagana 14.-15. júní og að sögn Reuters höfðu
margir talið líklegt að þar yrði ákveðið að hækka stýri-
vexti. Síðast hækkaði bankinn vexti um 25 punkta um
miðjan desember síðastliðinn og virtist markaðurinn
reikna með annarri hækkun í júlí.
Janet Yellen seðlabankastjóri mun á mánudag flytja
erindi á fundi góðgerðarsamtakanna World Affairs Coun-
cil. Má vænta þess að fjárfestar fylgist náið með ræðunni í
leit að vísbendingum um hvort þróunin á vinnumarkaði
verður til þess að vaxtahækkun verði látin bíða um sinn.
ai@mbl.is
Lélegar atvinnutölur í maí
minnka líkur á vaxtahækkun
AFP
Þrýstingur Það gæti reynst erfitt fyrir Janet Yellen að
réttlæt hækkun stýrivaxta eins og staðan er núna.
Norsku stjórnarflokkarnir hafa
sammælst um að stefna að því að
innan áratugar verði bannað að
selja bíla sem losa mengandi loft-
tegundir.
Dagens Næringsliv greindi frá
þessu á föstudag. Verði stefnan
að veruleika er ætlunin að frá og
með 2025 verði í Noregi aðeins
heimilt að selja nýja einkabíla,
strætisvagna og minni vörubíla
sem eru með „núll losun“. Árið
2030 eiga 75% af öllum nýjum
langferðabifreiðum og helmingur
nýrra vöruflutningabíla að vera
losunarlausir.
Fréttirnar bárust meðal annars
til eyrna rafbílajöfursins Elon
Musk, sem lýsti ánægju sinni á
Twitter og kallaði Noreg öllum
fögrum nöfnum.
Í dag er um fjórðungur nýrra
bíla í Noregi rafknúinn og er það
hærra hlutfall en í nokkru öðru
landi.
Á sunnudag vildi næstráðandi
stjórnarflokksins Framfara-
flokksins, Per Sandberg, draga úr
yfirlýsingum fjölmiðla frá því á
föstudag. Vill hann meina að
óraunhæft sé að ná þeim mark-
miðum sem samkomulagið kveður
á um. ai@mbl.is
Norðmenn stefna að
banni á sölu bensínbíla
AFP
Hleðsla Hlutfall rafbíla í Noregi er
nú þegar með því hæsta sem þekkist.
Per SandbergElon Musk
Heimsmarkaðsverð á olíu hefur ver-
ið á uppleið síðan í febrúar en lækk-
aði á föstudag vegna frétta um að
bandarískir olíuframleiðendur
hefðu gangsett nýjar borholur.
Vegna lágs olíuverðs hefur fjöldi
virkra borholna ekki verið minni í
áraraðir. Í Bandaríkjunum bættust
við 9 nýjar borholur í síðustu viku og
er það í fyrsta skipti í 11 vikur sem
ný borhola er opnuð þar í landi.
Bandarísk hráolía með afhend-
ingu í júlí lækkaði um 1,1% á föstu-
dag, eða 55 sent og kostaði 48,62 dali
fatið við lokun markaða á föstudag.
Vikulækkunin nemur 1,4%. Brent-
hráolía lækkaði um 40 sent eða
0,89% og kostar nú 49,64 dali. Nam
vikulækkun Brent-olíu 0,6% að sögn
Wall Street Journal. ai@mbl.is
AFP
Umsvif Bandarískum olíuborholum fjölgaði í fyrsta skipti í 11 vikur.
Olíuverð lækkar vegna
aukinnar framleiðslu