Morgunblaðið - 06.06.2016, Page 26

Morgunblaðið - 06.06.2016, Page 26
26 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. JÚNÍ 2016 AF LEIKLIST Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Þegar undirrituð brá sér til Berlínar fyrir ári til að skoða leikhúslífið þar í borg og skrifa um það sem fyrir augu bar gafst ekki kostur á að sjá neina sýningu í Berliner Ensemble. Úr því var snarlega bætt þetta árið, því rýn- ir sá Pétur Pan eftir James Matthew Barrie í leikstjórn snillingsins Roberts Wilson sem frumsýnd var vorið 2013 og Síðasta segulband Krapps eftir Samuel Beckett í leik- stjórn Peters Stein með Klaus Maria Brandauer í titilhlutverkinu sem frumsýnd var haustið 2014. Húmor í myrkum heimi Uppfærsla Wilson á Dæmisögum Jean de la Fontaine sem rýnir sá í Comédie Française í París fyrir rúm- um áratug er enn fersk í minni, enda bauð hann upp á stórkostlega sýn- ingu þar sem menn og dýr runnu saman í eitt, litagleðin réði ríkjum í allri umgjörð og stílfærður leikur skapaði magnaða kvöldstund. Eftir- væntingin var því mikil þegar kom að Pétri Pan og undirrituð varð ekki fyrir vonbrigðum með ævintýralegt sjónarspil Wilson, sem ekki aðeins leikstýrði heldur hannaði sjálfur leik- mynd og lýsingu, en frábærir bún- ingar komu úr smiðju Jacques Rey- naud. Með látlausum en áhrifaríkum sviðslausnum svifu Vanda og bræður hennar um á skýjum milli raun- og ævintýraheima, Skellibjalla lokaðist inni í ljósaperu, Kapteinn Krókur glímdi við krókódíl og sjá mátti týndu drengina húka neðanjarðar í einfaldri en stílhreinni leikmynd þar sem litagleðin í lýsingunni naut sín afskaplega vel. Ævintýraheimurinn Hvergiland var martraðarkenndur og drunga- legur í útfærslu Wilson. Skemmti- lega var leikið með ýmsa kynferð- islega undirtóna, en sjá mátti leður- klæddan og rauðnaglalakkaðan Kaptein Krók (Stefan Kurt) tjá þá heitustu ósk sína að gera Pétur Pan (Sabin Tam- brea), sem líktist helst ungum David Bowie með glimm- erskreytt appel- sínugult hár sitt, að manni meðan Skellibjalla (Christopher Nell) birtist í líki stórskorins karlmanns íklædds grænu glimmertútú-pilsi og ljósri hárkollu og hóf upp fallega kontra- tenórrödd sína. Þrátt fyrir myrkan heim réði húmorinn ríkjum, en punkturinn yfir i-ið var frábær frum- samin tónlist úr smiðju dúósins CocoRosie sem var skemmtilega ómstríð og þjónaði sögunni ein- staklega vel. Trúður bak við fjórða vegginn Það er ekki á hverjum degi sem færi gefst á því að sjá stórleikara á borð við Klaus Maria Brandauer í eigin persónu á sviði. Nálgun Brand- auer í samvinnu við leikstjórann Pet- er Stein virkaði býsna trú texta Bec- kett, sem frægur er fyrir ítarleg fyrirmæli í handritum sínum. Sér- kennileg var hins vegar sú ákvörðun að klæða Krapp í trúðsgervi með skræka rödd og risastórt brennivíns- rautt gervinef. Sú ákvörðun var ekki síst ankannaleg í ljósi þess að Bran- dauer hundsaði salinn fullkomlega á bak við rammgerðan fjórða vegginn, sem er í nokkurri andstöðu við eðli trúðsins. Fyrir vikið skapaðist furðu- lítil samúð með hinum 69 ára gamla Krapp, sem rifjar upp yngri ár sín og skoðar hvar dagar lífs hans hafa lit sínum glatað. Þó Brandauer fari langt á sviðssjarmanum var hann augljóslega ekki í sínu besta formi umrætt sýningarkvöld sökum krank- leika og reyndi ofurhægt tempó sýn- ingarinnar greinilega á þolrifin því að nokkrir áhorfendur gáfust upp í miðjum leik. Eldfim ádeila á ástandið Greinarhöfundur náði þetta árið að sjá þrjár sýningar hjá Maxim Gorki Theater, sem allar áttu það sameig- inlegt að vera textaðar á ensku. Fyrst ber að nefna The Situation [Ástandið] eftir Yael Ronen og leik- hópinn í leikstjórn Ronen sjálfrar sem frumsýnd var sl. haust; leikgerð á skáldsögunni Óvinir – Ástarsaga eftir Isaac Bashevis Singer, einnig í leikstjórn Ronen, og loks Óþelló, sem byggði á leikriti Williams Shake- speare í leikstjórn Christians Weise, en síðastnefndu sýningarnar voru báðar frumsýndar fyrr á þessu ári. Ekki kemur á óvart að The Situ- ation hafi verið valin hluti af leiklist- arhátíðinni Theatertreffen 2016 enda frábær sýning hér á ferð, allt í senn frumleg, afskaplega fyndin og vel sviðsett með flottum búningum Amits Epstein og snjallri leikmynd Tal Shacham. Til umfjöllunar var eldfimt ástandið fyrir botni Miðjarð- arhafs með fókus á Ísrael og Palest- ínu, en leikið var á ensku, þýsku, ar- abísku og hebresku. Inn í þetta blönduðust áhugaverðar pælingar um flóttamenn og aðlögun þeirra að nýju samfélagi auk þess sem með- ferðin á gyðingum í seinna stríði lá eins og mara yfir öllu. Greinilegt var að umfjöllunarefnið brann á flytjendum, sem töluðu beint inn í samtímann með áhrifaríkum hætti. Verkið byggðist upp á nokkr- um kennslustundum í þýsku fyrir út- lendinga, en nemendur lentu fljótt í vandræðum þegar þeir fengu sem málfræði- verkefni að segja frá upp- runa sínum í þátíð og framtíðar- draumum í framtíð, því hvernig á landlaus Palestínu- maður að ræða um framtíðarhorfur sínar? Leikarar klæddust fötum í fánalit- um landa sinna, sem kallaðist vel á við umfjöllunarefnið. Leikmyndin samanstóð af tveimur flekum á hjól- um sem öðru megin mynduðu gráan múr sem vísaði samtímis til Berlín- armúrsins og múrs Ísraela, en þegar flekunum var snúið við leyndust þar efnismiklar tröppur sem nýttust vel í leik. Húmor verksins var kolbika- svartur sem þjónaði efninu ákaflega vel, enda gömul sannindi að hlátur- inn er besta leiðin að hjarta manns- ins, ekki síst þegar verið er að segja erfiða hluti. Ástríðulaus ástarsaga Í ljósi þess hversu The Situation var frábær sýning mætti undirrituð full tilhlökkunar á Óvinir – Ástarsaga úr smiðju sama leikstjóra en varð fyrir miklum vonbrigðum. Verkið gerist í New York 1949 og fjallar um gyðinginn Hermann Broder (Aleks- andar Radenkovic), sem lifði seinna stríð af í felum hjá fyrrverandi þjón- ustustúlku sinni Yadwigu og giftist henni að launum eftir að þau höfðu flúið til Bandaríkjanna. Hermann á í eldheitu ástarsambandi við Möshu, sem þrátt fyrir erfiða vist í fangabúð- um nasista býr, samkvæmt forskrift höfundar, yfir miklum eldmóði og lífskrafti sem heltekur söguhetjuna. Málin flækjast hins vegar þegar Tamara birtist óvænt, því Hermann hélt að fyrsta eiginkona hans hefði týnt lífinu í stríðinu og reynist því tvíkvænismaður og gerist síðan þríkvænismaður áður en yfir lýkur. Í leikgerðinni tókst hvorki að fanga sýn Hermanns til flókinnar stöðu sinnar né andrúmsloft New York-borgar á árunum eftir seinna stríð. Frábær tónlist bætti ekki upp fyrir daufan sviðsleik þar sem öskur- leikstíll án innistæðu var oft áber- andi. Heilt yfir var sviðsetningin þunglamaleg, þar sem Hermann klifraði látlaust um í stillönsum sem væntanlega áttu að vísa til háhýsa New York. Vandræðagangur sýning- arinnar náði hámarki þegar ein hurð- in hrökk óvænt í baklás skömmu fyr- ir leikslok í hádramatísku atriði og leikarar brugðust afar ófaglega við með flissi og vandræðagangi sem entist sýninguna á enda. Hafi ætlun leikstjórans verið sú að draga fram þau mannskemmandi áhrif sem stríðsrekstur hefur á eftir- lifendur tókst það ágætlega, því lyk- ilpersónur verksins voru allar lausar við hvers kyns ástríðu og lífskraft. Fyrir vikið varð hins vegar óskilj- anlegt hvers vegna Hermann var tilbúinn að yfirgefa ófætt barn þeirra Yadwigu og fylgja Möshu, sem í með- förum Leu Draeger var eins og öskrandi frekur krakki. Biluð vélmenni á sýru Ekki tók betra við í sérviskulegri uppfærslu leikhússins á Óþelló þar sem Soeren Voima hafði endurskrif- að leikrit Shakespeare og gerði sér mikinn mat úr dökkum húðlit titil- persónunnar, er leikin var af Taner Sahintürk sem er af tyrkneskum uppruna og ekki áberandi hörunds- dökkur. Leikstíllinn, sem og bún- ingar, voru undir sterkum áhrifum frá commedia dell’arte-leikhefðinni sem vinsæl var á Ítalíu á 16. öld og rímaði þannig við sögutíma verksins þó að hún hentaði illa innihaldinu. Seint verður sagt að leikhópurinn hafi haft góð tök á leikstílnum og furðuleg var sú ákvörðun að láta karlmenn leika Emilíu og Desde- mónu í mjög svo groddalegum gerv- um, en mikið var lagt upp úr sam- kynhneigðum undirtónum sem við það kviknuðu. Versta ákvörðunin var þó að breyta Jagó í illskeyttan strengjabrúðumeistara sem bók- staflega stjórnaði meðleikurum sín- um sem hreyfðu sig líkt og væru þeir biluð vélmenni á sýru. Eini ljósi punktur uppfærslunnar var flott grafík, en hún ein gat ekki bjargað útkomunni. Kvikmyndavélin í forgrunni Þegar horft er til þeirra ríflegu tuttugu sýninga sem greinarhöfund- ur hefur séð í Berlín á rúmu ári er áberandi hversu mikið dálæti þýskir leikstjórar hafa á hljóðnemum, hringsviðum á sífelldri ferð, kvik- myndatökuvélinni og öskurleikstíln- um. Óhóflegt dálæti á síðasttöldu tveimur atriðum keyrði um þverbak í uppfærslu Volksbühne á Karamazov- bræður eftir samnefndri skáldsögu Fjodors Dostojevskíj í leikgerð Franks Castorf sem jafnframt leik- stýrði, en sýningin var frumsýnd undir lok síðasta árs. Castorf hefur verið listrænn stjórnandi Volks- bühne frá árinu 1992 en hyggst láta af störfum á þessu ári, og því greip rýnir tækifærið til að sjá sýningu úr smiðju hans. Þar sem sýningin var rúmir sex klukkutímar var áhorfendum boðið að deila með sér risastórum grjóna- púðum, sem reyndust hins vegar mun óþægilegri en venjulegir stólar. Sú ákvörðun Castorf að láta leika rúmlega 90% verksins annars staðar en á sviðinu vakti nokkra furðu, en tveir upptökumenn eltu leikarana hvert fótmál með kvikmyndavélar sínar um hina ýmsu rangala leikhúss- ins og jafnvel upp á þak, en myndefn- inu var varpað í rauntíma upp á risa- stórt tjald sem tróndi yfir sviðinu. Þó vissulega væri hægt að dást að vel út- búnum leikrýmum baksviðs varð út- koman hvorki fugl né fiskur. Sem leikhús skorti tilfinnanlega töfrana sem skapast við nálægðina við leik- arana á sviðinu og sem kvikmynd var tæknilega útfærslan vanbúin og hljóðið of lélegt. Sýningin leið fyrir einsleitt tempó þar sem leikarar stóðu á orginu langtímum saman og fóru með textann líkt og á spítti. Það kom því ekki á óvart hversu hratt áhorfendum fækkaði eftir því sem á kvöldið leið. Sérviskuleg leikgerð Hjá Deutsches Theater sá rýnir tvær sýningar, þ.e. leikgerð á skáld- sögunni Hundshjarta eftir Mikhaíl Búlgakov í leikstjórn Lilju Rupp- recht sem frumsýnd var vorið 2016 og Nathan hinn vísa eftir Gotthold Ephraim Lessing í leikstjórn Andr- easar Kriegenburg sem frumsýnd var haustið 2015. Skáldsagan Hunds- hjarta, sem birtir háðsádeilu á sov- éska samfélagsgerð fyrri hluta síð- ustu aldar, hafði verið stytt hressi- lega og persónum fækkað í fjórar þar sem mest fór eðlilega fyrir prófess- ornum Filipp Filippovítsj og hund- inum sem hann gerir tilraunir sínar á og hlýtur nafnið Pólígraf Pólígrafo- Ævintýralegt sjónarspil og Leiklistarrýnir Morgunblaðsins skrifar í seinni grein sinni um leikhúslífið í Berlín um átta ólíkar sýningar á fjölum fjögurra leikhúsa borgarinnar. Í fyrri greininni, sem birtist fyrir sléttri viku, var sjónum beint að sjö sýningum í Schaubühne. Ljósmynd/Lucie Jansch Pétur Pan Kapteinn Krókur (Stefan Kurt) lengst til hægri í efri röð ásamt gengi sínu, en neðanjarðar húka týndu drengirnir ásamt Vöndu (Anna Graenzer) og Pétri Pan (Sabin Tambrea) við sitthvorn borðsendann. Ljósmynd/Jim Rakete Trúður Klaus Maria Brandauer lék Krapp í afar hægu tempói. »Rúsínan í pylsuend-anum á leikhúsmara- þoninu í Berlín þetta vor- ið var sérdeilis frumleg og skemmtileg uppfærsla á Nathani hinum vísa.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.