Morgunblaðið - 06.06.2016, Side 27
vítsj eftir að grædd hafa verið í hann
eistu og heiladingull úr látnum
ógæfumanni.
Leikgerðin var um margt sér-
viskuleg, því á sama tíma og mikið
var lagt upp úr að fanga ólíkan frá-
sagnarstíl skáldsögunnar þar sem
sjónarhornið flakkar milli persóna
(sem útfært var með notkun
kvikmyndatökuvélar) var lítið sem
ekkert gert með samfélagslega
ádeilu verksins, sem halda mætti að
væri aðalatriðið. Botninn datt úr
stykkinu þegar ógnin að utan hvarf
og seinni aðgerðinni á hundinum var
sleppt, enda eins og sagan væri að-
eins hálfsögð. Tónlistin var svo yfir-
gengilega hávaðasöm að greinarhöf-
undur þurfti að halda fyrir eyrun
nánast alla sýningu og velti því eðli-
lega fyrir sér hvort þýska vinnueftir-
litið gerði aldrei alvarlegar athuga-
semdir við vinnuaðstæður leikara –
og var þetta ekki í fyrsta skiptið sem
sú hugsun flögraði að rýni á sýningu.
Leikgleði í drullumalli
Rúsínan í pylsuendanum á leikhús-
maraþoninu í Berlín þetta vorið var
sérdeilis frumleg og skemmtileg
uppfærsla á Nathani hinum vísa. Í
samvinnu við leikstjórann nálgaðist
leikhópurinn þetta 17. aldar verk,
sem gerist í Jerúsalem á tímum
krossfaranna, með barnslega ein-
lægni og leikgleði að vopni sem hæfði
innihaldinu einkar vel.
Stytting verksins hafði heppnast
með ágætum, en sex leikarar brugðu
sér í ólík hlutverk til að miðla sög-
unni af gyðingnum Nathani og sam-
skiptum hans við Saladin, leiðtoga
múslima, sem krefur gyðinginn svara
við því hvaða trúarbrögð séu rétt-
hæst og hlýtur að launum fræga
dæmisögu um föður sem arfleiðir
þrjá syni sína að töfrahring og tveim-
ur afsteypum, en enginn veit hvaða
hringur er ekta og kalli velþóknun
guðs yfir eigandann. Vitur maður
ráðleggur bræðrunum að bíða þess
ekki að töfrar hringsins birtist hinum
rétta útvalda heldur skuli þeir allir
haga lífi sínu þannig að það sé guði
þóknanlegt.
Dýpt stóra sviðsins var nýtt með
skemmtilegum hætti þar sem hvítt
baktjald myndaði risastóran hálf-
hnött utan um leikinn, en á miðju
sviði reyndist sannkallaður töfraten-
ingur smíðaður úr tré er var tæpir
fjórir metrar á hverri hlið, sem hægt
var að opna með ýmsum hætti. Leik-
arar voru allir makaðir í drullu frá
toppi til táar, sem reglulega þurfti að
bleyta í með vatni þegar skorpan var
orðin of stökk, og léku sér líkt og
börn með hljóð og framburð orða.
Hvort tveggja gerði það að verkum
að persónur verksins virkuðu eins og
einhvers konar frummanneskjur að
uppgötva heiminn líkt og forvitnir
trúðar. Í anda trúðaleiks voru leik-
arar í miklum og góðum tengslum við
salinn, hlustunin var afbragðsgóð og
leikarar kunnu að bregðast við
óvæntum uppákomum, eins og þegar
leikmyndin skemmdist óvænt á upp-
hafsmínútum seinni hálfleiks og gera
þurfti örstutt hlé til að laga hana.
Þrír tímar af sprúðlandi skemmtileg-
heitum þutu hjá líkt og á örskots-
stundu. Að sýningu lokinni ætlaði
fagnaðarlátunum aldrei að linna og
rýnir fór brosandi allan hringinn út í
vornóttina.
öskurleikstíll
Ljósmynd/Arno Declair
Drullumall Julia Nachtmann, Bernd Moss, Jörg Pose, Nina Gummich, Elias Arens og Natali Seelig fóru á kostum í
frumlegri og skemmtilegri nálgun á Nathani hinum vísa eftir Gotthold Ephraim Lessing í Deutsches Theater.
Ljósmynd/Arno Declair
Hundshjarta Natali Seelig og Helmut Mooshammer
sem hundurinn ólánsami og prófessorinn Filippovítsj.
Ljósmynd/Esra Rotthoff
Ástandið Orit Nahmias í ísraelsku fánalitunum. Upp-
færsla Gorki Theater var hluti af Theatertreffen í ár.
Ljósmynd/Esra Rotthoff
Þrá Taner Sahintürk túlkaði Óþelló.
Ljósmynd/Esra Rotthoff
Ástarsaga Aleksandar Radenkovic.
MENNING 27
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. JÚNÍ 2016
Tónlistarhátíðin Þriðjudagskvöld í
Þingvallakirkju verður haldin í
Þingvallakirkju í 10. sinn næstu
fimm vikur og verða fyrstu tónleik-
arnir haldnir í kirkjunni á morgun,
þriðjudaginn 7. júní. Þá mun mið-
aldasönghópurinn Voces Thules
standa í kórnum og flytja efni allt frá
Sturlungu til síðari tíma með skraut-
legum hljóðfæraslætti, eins og segir
í tilkynningu frá listrænum stjórn-
anda hátíðarinnar, Einari Jóhann-
essyni.
Viku síðar, 14. júní, koma Laufey
Sigurðardóttir fiðluleikari og El-
ísabet Waage hörpuleikari fram og
flytja þjóðlega dagskrá fyrir fiðlu og
hörpu, m.a. verkið „Árferð“ eftir
Báru Grímsdóttur sem byggt er á ís-
lenskum þjóðlögum um árstíðirnar
fjórar.
21. júní fylla hjónin Herdís Anna
Jónsdóttir og Steef van Oosterhout
kirkjuna af strengja- og áslátt-
arhljóðfærum og reiða fram efnis-
skrá af leiknum og sungnum íslensk-
um perlum. Herdís er víóluleikari og
Oosterhout slagverksleikari.
28. júní kemur Tríó Vei fram en
það skipa Einar, listrænn stjórnandi
hátíðarinnar, sem leikur á klarínett,
Ingibjörg Guðjónsdóttir sópran og
Valgerður Andrésdóttir orgelleikari.
Þau munu fylla kirkjuna af unaðs-
legum ómum, eins og Einar lýsir því.
Á lokatónleikunum, 5. júlí, leikur
Arnaldur Arnarson gítarleikari og
verður efnisskrá þeirra tónleika víð-
feðm, m.a. flutt lög eftir Toru Take-
mitsu og Þorstein Hauksson auk
þess sem suðrænir tónar munu
hljóma.
Gestir eru beðnir um að leggja bíl-
um sínum við Flosagjá eða á Valhall-
arreitnum og ganga til kirkju. Flytj-
endur kynna sjálfir verkin og rabba
við tónleikagesti og hefjast tónleik-
arnir allir kl. 20 og standa yfir í tæpa
klukkustund. Aðgangur er ókeypis
en frjáls framlög eru vel þegin.
Morgunblaðið/Golli
Stjórnandinn Einar Jóhannesson klarínettuleikari er listrænn stjórnandi
tónlistarhátíðarinnar í Þingvallakirkju sem hefst annað kvöld.
Þriðjudagskvöld í Þing-
vallakirkju í tíunda sinn
5511200 | Hverfisgata 19 | leikhusid.is | midasala@leikhusid.is
Í hjarta Hróa hattar (Stóra sviðið)
Lau 11/6 kl. 15:00 aukasýn Lau 11/6 kl. 19:30 Lokasýn Sun 12/6 kl. 15:00 aukasýn
Sýningum lýkur í vor!
Mugison (Kassinn)
Fim 9/6 kl. 20:30 Fös 17/6 kl. 20:30 Fös 24/6 kl. 20:30
Fös 10/6 kl. 20:30 Lau 18/6 kl. 20:30 Lau 25/6 kl. 20:30
Sun 12/6 kl. 20:30 Sun 19/6 kl. 20:30 Sun 26/6 kl. 20:30
Fim 16/6 kl. 20:30 Fim 23/6 kl. 20:30
Miðasala á mugison.com
DAVID FARR
MAMMA MIA – „Stórkostlegt“ HA Kastljós.
AUGLÝSING ÁRSINS – ★★★★ – M.G. Fbl.
MAMMA MIA! (Stóra sviðið)
Þri 7/6 kl. 20:00 Sun 19/6 kl. 20:00 Sun 11/9 kl. 20:00
Mið 8/6 kl. 20:00 Þri 21/6 kl. 20:00 Fös 16/9 kl. 20:00
Fim 9/6 kl. 20:00 Mið 22/6 kl. 20:00 Lau 17/9 kl. 20:00
Fös 10/6 kl. 20:00 Fim 23/6 kl. 20:00 Sun 18/9 kl. 20:00
Lau 11/6 kl. 20:00 Fös 24/6 kl. 20:00 Fös 23/9 kl. 20:00
Sun 12/6 kl. 20:00 Lau 25/6 kl. 20:00 Lau 24/9 kl. 20:00
Mið 15/6 kl. 20:00 Sun 26/6 kl. 20:00 Sun 25/9 kl. 20:00
Fim 16/6 kl. 20:00 Fös 9/9 kl. 20:00 Fös 30/9 kl. 20:00
Lau 18/6 kl. 20:00 Lau 10/9 kl. 20:00
Uppselt út leikárið! Sýningar haustsins komnar í sölu.
Njála (Stóra sviðið)
Fim 29/9 kl. 20:00 Mið 5/10 kl. 20:00 Mið 12/10 kl. 20:00