Morgunblaðið - 06.06.2016, Síða 32

Morgunblaðið - 06.06.2016, Síða 32
MÁNUDAGUR 6. JÚNÍ 158. DAGUR ÁRSINS 2016 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 517 KR. ÁSKRIFT 5613 KR. HELGARÁSKRIFT 3505 KR. PDF Á MBL.IS 4978 KR. I-PAD ÁSKRIFT 4978 KR. 1. Nokkrir fluttir á Landspítala 2. Banaslys í Hvalfjarðargöngum 3. „Villt partý“ Ronaldos fyrir … 4. Viðbragðsáætlun virkjuð á … »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Franska verðlaunamyndin Demain, Á morgun í íslenskri þýðingu, verður sýnd í Bíó Paradís á morgun, 7. júní, kl. 20 og er aðgangur að sýningunni ókeypis. Kvikmyndin hefur farið sig- urför um heiminn og er sýnd í tilefni af Alþjóða umhverfisdeginum sem var 5. júní. Myndin, sem er að hluta tekin upp hér á landi, fjallar um jákvæð við- brögð venjulegs fólks víða um heim við hnattrænum vandamálum á borð við loftslagsbreytingar og ósjálfbæra lifnaðarhætti, að því er segir á vef kvikmyndahússins. Að lokinni sýningu fara fram umræður og taka þátt í þeim Guðni Jóhannesson orkumála- stjóri, Ragna Benedikta Garðarsdóttir lektor og Áslaug Guðrúnardóttir blaðamaður. Yfir milljón manns hefur séð mynd- ina og 150 þúsund manns fylgjast með Facebook-síðu hennar. Leik- stjórar myndarinnar, Melanie Laurent og Cyril Dion, hlutu César, frönsku kvikmyndaverðlaunin, fyrir bestu heimildarmyndina á þessu ári. Myndin er með ensku tali og verður sýnd tvisvar til viðbótar í kvikmyndahúsinu. Á morgun sýnd á morgun í Bíó Paradís  Sýning á málverkum myndlist- arkonunnar Sossu verður opnuð í Washington D.C. í Bandaríkjunum í dag kl. 17.30, í galleríinu half/ Gallery. Sendiherra Íslands í Banda- ríkjunum, Geir H. Haarde, mun opna sýninguna. Gall- eríið verður opið fimmtudaga til sunnudaga kl. 14-18 og lýkur sýning- unni 3. júlí nk. Geir opnar sýningu Sossu í Washington Á þriðjudag Austlæg átt 8-13 m/s með suður- og norðurströnd- inni, annars hægari. Skýjað með köflum og dálítil rigning syðst um kvöldið. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast fyrir vestan. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Fremur hæg breytileg átt og skýjað með köflum en úrkomulítið. Hiti 12 til 18 stig en svalara á annesjum fyrir norðan og austan. VEÐUR Víkingur Ólafsvík, Fjölnir og ÍBV eru í þremur af fjórum efstu sætum Pepsi-deildar karla í knattspyrnu nú þegar tæpum þriðjungi af Íslands- mótinu er lokið. FH-ingar og Ólafsvíkingar eru í efstu tveimur sætunum með 14 stig, en Fjölnir og ÍBV hafa 13. Heil umferð var leikin um helgina og eftir sjö umferðir eru Fylkismenn enn án sig- urs í neðsta sæti deild- arinnar. »2, 4, 6 og 7 Víkingur Ó., Fjölnir og ÍBV í toppslag Íslenska kvennalandsliðið í handbolta tapaði með 12 marka mun, 33:21, fyrir Þýskalandi í loka- leik undankeppni EM í gær. Ágúst Jóhannsson þjálfari segist kveðja lið- ið sáttur, eftir að hafa farið með það tvisvar á stórmót, þó að hann hefði kosið annan endi á tíma sínum með lið- inu. »8 Kveður sáttur en hefði viljað annan endi Íslenska karlalandsliðið í knatt- spyrnu spilar í kvöld sinn síðasta leik áður en það heldur á Evrópumótið í Frakklandi. Leikurinn er við Liechten- stein á Laugardalsvelli en þetta verð- ur síðasti leikur liðsins á þeim velli undir stjórn Lars Lagerbäck. Leik- urinn gæti jafnframt orðið sá síðasti sem Eiður Smári Guðjohnsen leikur á þjóðarleikvanginum. »1 Kveðjustund á Laug- ardalsvelli í kvöld ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Greta Salóme hefur ákveðið að selja kjólinn sem hún klæddist í Eurovisi- on-söngvakeppninni. Kjóllinn er til sölu á Ebay. Allur ágóði sölunnar fer til Step Up-smáforritsins sem er til hjálpar þeim sem verða fyrir ein- elti og sérstaklega neteinelti. „Þetta eru sænsk samtök sem berjast gegn einelti og forritið þeirra er hugsað fyrir krakka, sérstaklega í skólum, þar sem þau geta tilkynnt nafnlaust um einelti. Samtökin eru komin til Bandaríkjanna og stefna að því að opna útibú í 20 löndum á næsta ári,“ segir Greta en hún kynntist fram- kvæmdastjóra samtakanna í Euro- vision. „Hann las um lagið og fannst að boðskapurinn tengdi við það sem samtökin standa fyrir. Úr varð að ég talaði mikið um Speak Up þegar ég var úti. Í kjölfarið tókum við saman höndum og það kviknaði snemma sú hugmynd að setja kjól- inn á uppboð til styrktar samtök- unum.“ Ánægja víða um heim Greta var með í að hanna kjólinn en Elma Bjarney og Filippía Elís- dóttir unnu hann með henni. „Ég er búin að fá margar fyrirspurnir á samfélagsmiðlum eftir að þetta var gert opinbert. Það er ljóst að fólk er ánægt með þetta framtak. Eurovisi- on-heimurinn er í raun miklu stærri en maður gerir sér grein fyrir og grunar. Þetta er mjög trygglyndur hópur og fylgist vel með keppend- um, löngu eftir að keppni er lokið.“ Hún segir að einelti sé sér hjartans mál eins og það ætti að vera öllum, sérstaklega neteinelti. „Það er, sér- staklega neteinelti, orðið að heims- vandamáli og alveg ömurlegt að sjá hvernig það getur farið með fólk, sérstaklega krakka. En það sem er mér meira hjart- ans mál, og eitthvað sem ég lagði sérstaka áherslu á þegar ég var úti í Svíþjóð, er að fólk ætti að passa orð- ræðuna og neikvæðnina. Einelti kemur inn í það. En ég lagði áherslu og nýt þess að slappa af. Árið er pakkað, vægast sagt. Ég myndi segja að það væri varla laus stund. Það gæti verið að ég fengi smá helg- arfrí í nóvember en ekkert fyrir það. Ég er að fara til Disney aftur og er að spila mikið. Svo kemur ný plata í haust og umboðsmaðurinn minn hefur fengið mikið af fyrirspurnum, sérstaklega eftir Eurovision, þannig að það er margt skemmtilegt framundan,“ segir Greta. því áfram alveg klárlega. Fólk svar- ar þessu vel og það hafa alltof marg- ir orðið fyrir neikvæðu umtali á net- inu, sérstaklega þeir sem hafa staðið á sviði. Maður finnur vel fyrir þessu og ég held að það sé mik- ilvægt að við sem þar stöndum beit- um okkur fyrir því að vekja fólk til umhugsunar.“ Ný plata er á leiðinni frá Gretu í haust og er hún nú á Ítalíu að slappa af og hlaða batteríin. „Nú er ég í fríi á að orðum fylgir ábyrgð hvort sem þau eru sögð á netinu eða ekki. Að vera jákvæð rödd fyrir aðra skiptir svo miklu máli og við getum látið gott af okkur leiða þannig. Maður sér ofboðslega grimmd hjá fólki á Facebook og Twitter. Alveg svakalega. En mér finnst samt vera smá vitundarvakning og ef einhver setur eitthvað á netið þarf hann að bera ábyrgð á því. Ég beitti mér fyrir því í Eurovision og mun halda Selur Eurovision-kjólinn  Greta Salóme styrkir smáforrit gegn neteinelti  Ný plata væntanleg í haust Morgunblaðið/Sigurgeir Á sviði Greta Salóme á sviðinu í Globen í Stokkhólmi, syngjandi lagið sitt Hear them calling, íklædd kjólnum fagra.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.