Víkurfréttir - 26.06.2003, Page 4
Ferskasta blaðið á Suðurnesjum í suinar!
stuttar
FRÉTTIR
Yfirlýsingfrá
fyrrum útvarps-
stjóra á Brosinu
Ragnar Örn Pétursson
fyrrverandi útvarps-
stjóri á Brosinu hef-
ur beðið Víkurfréttir að
koma eftirfarandi á fram-
færi. Maðurinn sem tengist
hinu svokallaða barna-
klámsmáii starfaði um tíma
sem dagskrárgerðarmaður
á útvarpsstöðinni Brosið í
Keflavík. Þar sem nafn
hans hefur ekki verið birt
opinberlega þá óneitaniega
liggja margir fyrrverandi
dagskrárgerðarmenn
Brossins, sem eru á svipuð-
um aldri undir grun.
Það er rétt að taka það fram
að viðkomandi dagskrárgerð-
armaður er ekki Suðumesja-
maður og hefur ekki verið
búsettur á svæðinu eins og
flestir fyrrum dagskrárgerðar-
menn útvarpsstöðvarinnar.
Ragnar Örn Pétursson
Auglýsingasíminn
4210000
Bergþór Baldvinsson hjá Nesfiski og Theódór Cuðbergsson hjá Fiskþurrkun bera saman bækur sínar við upphaf uppboðs.
Tölvustýrt fiskmarkaðsupp-
boðskerfi tekið í notkun
s
slandsmarkaður tók í síðus-
tu viku í notkun tölvustýrt
uppboðskerfi fyrir fisk-
markaði en með kerfinu getur
fiskkaupandi boðið í fisk í
gegnum tölvu frá skrifstofu
sinni. Um hönnun kerfisins sá
belgíska fyrirtækið Aucxis Tra-
ding Solutions en fyrirtækið
sérhæfir sig í hönnun uppboðs-
kerfa og er eitt stærsta fyrir-
tæki á sínu sviði í heiminum.
Ingvar Örn Guðjónsson fram-
kvæmdastjóra íslandsmarkað-
ar segir að heildarkostnaður
við kerfið sé um 30 milljónir
króna.
Ingvar segir að helsti ávinningur
fiskkaupenda sé tímasparnaður.
„Fiskkaupandinn þarf ekki leng-
ur að keyra á uppboðið og bíða
eftir því að uppboð á þeirri teg-
und fisks sem hann vill kaupa
hefjist. Nú getur fiskkaupandinn
setið inn á skrifstofii hjá sér og
sinnt öðrum verkefnum á meðan
uppboðið fer fram og þegar kem-
ur að uppboði á þeirri tegund
sem hann vill bjóða í lætur tölvan
vita. Kaupandinn getur einnig
sett inn tilboð í ákveðnar tegund-
ir.” Ingvar segir að það felist ein-
nig ávinningur með nýja kerfinu
fyrir Islandsmarkað, en þegar
boðið var upp á gamla mátann
þurfti sérstakan starfsmann á
hveijum stað til að halda utan urn
hvert uppboð. „Kerfið minnkar
einnig hættu á skráningarvillum
á uppboðunum því allar upplýs-
ingar fara í gegnum tölvu, en
áður voru þær slegnar inn hand-
virkt,” sagði Ingvar í samtali við
Víkurfréttir.
Fiskverkendur gerast
“tölvunördar"
Víkurfréttir litu við á Fiskmark-
aði Suðurnesja í Sandgerði, en
þar voru fiskkaupendur í óða önn
að tengjast uppboðskerfinu í
gegnum tölvur sínar. Þar sem
áður stóð uppboðssalur stendur
nú nokkurskonar tölvuver sem
fiskkaupendur hafa aðgang að.
Fiskkaupendur sem Víkurfféttir
ræddu við sögðust nokkuð
ánægðir með kerfið, en sögðu að
uppboðin tækju lengri tíma en
áður.
Sveitarstjóri
Vatnsleysu-
strandarhrepps
afsalarsér
launahækkun
✓
Afundi hreppsnefndar
Vatnsleysustrandar-
hrepps þann 10. júní
sl. kom fram að sveitarstjóri
Vatnsleysustrandarhrepps
hefur lýst sig reiðubúna til
að afsala sér síðustu hækk-
un launa samkvæmt kjara-
dómi og var oddvita hrepps-
ins falið að ganga frá nýjum
ráðningarsamningi við
sveitarstjóra. í fundargerð
frá fundinum kemur fram
að í nýja ráðningarsamn-
ingnum verði yfirvinna
lækkuð þannig að heildar-
laun sveitarstjóra verði
óbreytt þrátt fyrir hækkun
þingfararkaups, en tekið
var mið af þingfararkaupi í
gildandi ráðningarsamningi
sveitarstjóra. í nýjum ráðn-
ingarsamningi verður mið-
að við launavísitölu.
Á fundi hreppsnefndarinnar
var jafnframt ákveðið að
nefiidarlaun á vegum hrepps-
ins hækki ekki þrátt fyrir
hækkun kjaradóms á þingfar-
arkaupi.
Glœsileg gata
Þau leiðu mistök áttu sér stað í síðasta blaði að merki íslenskra aðalverktaka féll út úr auglýsingu frá Nesprýði.
Víkurfréttir biðjast velvirðingar á því hér með.
íbúar Reylijanesbæjar
til hamingju með fyrsta áfanga breytinga á Hafnargötu
ÍNesprýdi
Iðavöllum 4b • 230 Keflavík• Sími 421 6269
IAV
Sprengdu þrettán
sprengjur á Háabjalla
Sprengjusérfræðingar
Landhelgisgæzlunnar
sprengdu á laugardags-
morgun 13 sprengjur á Háa-
bjalla við Reykjanesbraut.
Hvellurinn var hár og á svæð-
inu myndaðist stór gígur. Að
Háabjalla er útivistarsvæði
og skógrækt en þar hafa verið
að finnast virkar sprengjur
síðustu áratugi. Nýlega fundu
börn stóra virka sprengju á
svæðinu sem sprengjusér-
fræðingar eyddu.
Landhelgisgæslan var fengin til
að gera óvirka sprengju á svæð-
inu á laugardagsmorgun. Þegar
hún hafði verið sprengd kom
önnur sprengja í ljós í sprengju-
gígnum. Þá var hafist handa við
að kemba svæðið og að lokum
höfðu fundist þrettán sprengjur.
Þeim var öllum eytt.
Þakkirtil eiganda Ráarinnar
Dvalargestir í Dagdvöl
aldraðra, Suðurgötu
12-14 vilja koma á
framfæri sérstöku þakklæti til
Björns Víftls Þorleifssonar eig-
anda Ráarinnar veitingarhúss
við Hafnargötu. Hópur af
dvalargestum fór í gönguferð
Mánudaginn 23 júní og þegar
þau voru að ganga framhjá
Ránni kom Björn út og bauð
öllum inn, sýndi þeim veiting-
arhúsið og bauð síðan upp á
kaffi og tertuhlaðborð.
Bjöm sagði frá breytingunum á
húsinu hjá sér og mörgu fleira,
við viljum þakka Bimi fyrir þá
virðingu og gestrisni sem hann
sýndi okkur.
Fyrír liöitd dvalargesta
Inga Lóa Guðmundsdóttir
Forstöðumaður
4
VfKURFRÉTTlR Á NETINU I www.vf.is I LE5TU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLECA!