Víkurfréttir


Víkurfréttir - 26.06.2003, Side 10

Víkurfréttir - 26.06.2003, Side 10
Leikskólakennarí óskast! Leikskólinn Gefnarborg í Garði óskar eftir leikskólakennara eða öðrum starfskrafti. Leikskólinn er í nýlegu húsnæði og öll vinnuaðstaða er mjög góð. Viðkomandi þarf að geta hafið störf 11. ágúst nk. Umsóknarfrestur er til 1. júlí 2003. Nánari upplýsingar veitir rekstraraðili og leikskólastjóri í síma 422 7166 Tveir strákar úr Keflavík í heimsreisu ■ferðadagbókin birtist á vf.is Hermann Helgason og Magnús Olafsson úr Keflavík halda í dag af stað í heimsreisu, en næstu 10 til 11 mánuði munu þeir ferðast til yfir 20 landa. í fyrsta áfanga ferðarinnar fljúga þeir tii London og þaðan til Indlands þar sem þeir munu vera í tvær vikur. Síðan halda þeir ferðinni áfram til fjölmargra landa og enda ferðalagið í Bandaríkjunum. Lesendur Víkurfrétta og vf.is munu á næstu mánuðum fylgjast náið með ferðalagi þeirra Hermanns og Magnúsar en þeir munu skrifa dagbók með reglulegum hætti á vf.is. Með dagbókinni senda þeir einnig mynd- ir úr ferðalaginu og Víkurfréttir munu að sjálfsögðu birta hluta úr ferðasögunni. í næsta Tímariti Víkurfrétta verður ítarlegt viðtal við þá félaga þar sem m.a. mun koma fram til hvaða landa þeir koma til með að ferðast. Fréttavakt allan sólarhringinn ísíma 898 2222 Mannlíf ogfréttir! Verið óhrædd að hringja... Hjallahrauni 2, 220 Hafnarfjöröur. Sími: 555 1027 Fax: 565 2227 Netfang: pottar@trefjar.is Heimasíða: www.trefjar.is Heitir pottar Gæði, úrval og gott verð! • Fást með loki eða öryggishlíf • Fáanlegir meö vatns- og loftnuddkerfum • Margir litir, 10 gerðir sem rúma 4-12 manns • Veitum ráðgjöf um niðursetningu og frágang • Fáanlegur rafhitaður Verö frá aðeins kr. 99.900,- Framleiðum einnig hornbaðker úr akrýli. Komið og skoöið baðkerin og pottana uppsetta í sýningarsal okkar, eða hringið og fáið sendan litprentaðan bækling og verölista. TREFJAR stuttar FRÉTTIR Sumarnámskeið Fjörheima vinsælt Fyrra sumarnámskeiði vinnuskóla Reykja- nesbæjar og félags- miðstöðvarinnar Fjörheima lýkur á morgun föstudaginn 20 júní. Um er að ræða æv- intýranámskeið þar sem áhersla er lögð á að bjóða unglingum í Reykjanesbæ upp á markvisst tómstunda- starf sem lið í auknu for- varnarstarfi. Margvíslegt skemmtilegt er í boði fyrir krakkana t.d. hvalaskoðun, ratleikur, ferð í fjölskyldu- og húsdýragarðinn í boði Rauða krossins og síðast en ekki síst spennandi útilega þar sem unglingamir gista í tjaldi. Uppselt var á það námskeið sem nú er að klárast en nokkur sæti eru enn laus á síðara námskeiðið sem hefst þann 02. júlí og lýkur 11. júlí. Krakkarnir mæta klukkan 10:00 á morgnana virka daga og eru til 15-17 á daginn. Þátt- tökugjald er 3000 krónur á námskeiðið og fer skráning ffam í síma 421-2363. Nýtt merki Kölku Aaðalfundi Sorpeyðing- arstöðvar Suðurnesja sem haldinn var þann 19. júní síðastliðinn var nýtt merki fyrir Kölku kynnt. Stjórn S.S. ákvað að leita til Jóns Agúst Pálmasonar og Braga Einarssonar, um að skila inn 2-3 hönnunartillög- um að merki fyrir Kölku. Æskilegt var að merkið hefði skírskotun til umhverf- ismála, umhverfisverndar, endurnýtingar eða endur- vinnslu. Að mati stjórnar S.S. varð tillaga Jóns Ágústs hlutskörpust. Um merkið segir Jón Ágúst: Tilgangur þessa merkis er að sýna bjarta og jákvæða mynd af Kölku og skírskota til end- urvinnsluþáttarins í starfssem- inni. Guli liturinn í merkinu er tákn uppskerunnar og hring- formin sýna hreyfinguna eða þróunina sem felst í endur- vinnsluferlinu. Litimar verða í samræmi við liti Kölku, sem em gulur og grár. 10 VlKURFRÉTTIRÁNETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.