Víkurfréttir


Víkurfréttir - 26.06.2003, Page 11

Víkurfréttir - 26.06.2003, Page 11
Tilkynning til íbúa Reykjanesbæjar Vegna malbikunarframkvæmda á norður-suðurfluqbrautinni á Keflavíkurflugvelli er óhjákvæmilegt annað en að beina alíri flugumferð inn á austur-vesturflugbrautina. Þetta mun hafa í för með sér aukna flugumferð yfir byggð meðan á framkvæmdum stendur. Framkvæmdir munu standa frá 30. júní til 3. september nk. Flugmálastjómin á Keflavíkurflugvelli 26. júní 2003 X'- FLUCMÁLASTJÓRNIN KEFLAVÍKURFLUGVELLI Flugstöð Leifs Eiríkssonar 235 Keflavíkurflugvelli Sími 425 0600 Fax 425 0610 E-mail: bikf@caa.is www.keflavikairport.com V/ w SANDGERÐISBÆR Auglýsing um skipulag í Sandgerði Miðsvæði Sandgerðis. Breytt aðalskipulag, deiliskipulag. Bæjarstjórn Sandgerðisbæjar auglýsir hér með tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Sandgerðis 1997-2017 samkvæmt 18. gr. Með tilvísun í 1. mgr. 21. gr. Skipulags og byggingarlaga nr. 73/1997. Svæðið sem breytingin tekur til afmarkast af Austurgötu, Strandgötu og Víkurbraut. Tillagan felur í sér breytingu á stærð svæðisins og breytingu á landnotkun. Aðalskipulagsuppdrátturinn er mælikvarði 1:5000 með greinagerð og er hann dagsettur 19. júní 2003. Þá auglýsist jafnframt í samræmi við 25. gr. Skipulags- og byggingarlaga fyrir ofangreint svæði. f tillögunni er gert ráð fyrir byggingareitum fyrir ráðhús bæjarins með bókasafni, sérþjónustu ýmis konar, verslunarrými og íbúðum. Auk þess er gert ráð fyrir torgi, garðsvæði og göngustígum. Deiliskipulagstillagan er sett fram í grunnmynd og sniðmyndum í mælikvarða 1:500 með greinagerð og er uppdrátturinn dagsettur 19. júní 2003. Ofangreindar tillögur verða til sýnis á skrifstofu Sandgerðisbæjar Tjarnargötu 4 frá og með 27. júní - 25. júlí 2003. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar. Frestur til að skila skriflegum athugasemdum er til 8. ágúst 2003. Skila skal athugasemdum á skrifstofu Sandgerðisbæjar Tjarnargötu 4, 245 Sandgerði. Hver sá sem eigi gerir athugasemdir við tillögurnar fyrir tilskilinn frest telst samþykkur þeim. Bcejarstjórí VfKURFRÉTTIR I 26.TÖLUBLAÐ I FIMMTUDAGURINN26.JÚNÍ 2003 111

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.