Víkurfréttir - 26.06.2003, Síða 18
Grindvíkingar
sækjasteftirtveimur
Færeyjingum
Grindvíkingar eru þegar famir að
leita að liðsstyrk í staðinn og
hafa á ný beint sjónum sínum til
Færeyja. Þar eru landsliðsmenn-
imir Jákup á Borg og Hjalgrím
Elttör efstir á óskalistanum, en
Eittör er tvítugur sóknarmaður
og á 8 landsleiki með færeyska
landsliðinu að baki.
Örn Ævar með
landsliðinu til
Hollands
Góð staða Keflavíkur
ífótboltanum
Keflavík sigraði Hauka, 2:0, á útivelli í eina leik 1. deildar
karla í knattspyrnu sem fram fór á þriðjudagskvöld. Magn-
ús Þorsteinsson og Þórarinn Kristjánsson skoruðu mörkin
sitt í hvorum hálfleik. Með þessum sigri styrkir Keflavík stöðu sína
á toppi deildarinnar og eru með 15 stig eftir 6 umferðir.
Grindavík sigraði Þrótt
Grindvíkingar lyftu sér úr fallsæti með langþráðum sigri á
Þrótti í fyrsta leik 6. umferðar í Landsbankadeildinni, 2-1.
Grindavík komst í 2-0 með mörkum frá Paul McShane og
Guðmundi Andra Bjarnasyni en Charles McCormick minnkaði
muninn fyrir Þrótt. Oll mörkin voru skoruð í síðari hálfleik.
Staffan Johannson, landsliðs-
þjálfari í golfi, valdi í gær
landslið íslands, sem leikur í
Evrópukeppni karlaliða í
Hollandi 1. til 5. júlí næstkom-
andi.
Liðið skipa þeir Haraldur H.
Heimisson, Golfklúbbi Reykja-
víkur, Heiðar D. Bragason og
Magnús Lárusson, báðir úr Golf-
klúbbnum Kili í Mosfellsbæ,
Sigmundur Einar Másson, Golf-
klúbbi Kópavogs og Garðabæjar,
Sigurpáll Geir Sveinsson, Golf-
klúbbi Akureyrar og Örn Ævar
Hjartarson, Golfklúbbi Suður-
nesja. Liðstjóri er Ragnar Ólafs-
son.
Stórt hlutfall Suðumesjakvenna
í kvennahlaupi íFlatey
Hið árlega kvennahlaup fór fram umalltlandum síðustu helgi og var einnig hlaupið í Flatey. Þar tóku 42 konur þátt í hlaupinu
og þar af voru 8 konur af Suðurnesjum sem verður að teljast hátt hlutfall. Á myndinni f.v. Helga Jakobsdóttir, Hjördís Óladóttir,
Herborg Valgeirsdóttir, Sonja S. Jónsdóttir, Jófríður Leifsdóttir en hún á sumarhús í Flatey ásamt eiginmanni sínum Einari Karls-
syni, Aldís Eyja Einarsdóttir, Kristrún Halla Rúnarsdóttir, Fanney Einarsdóttir, Hulda María Einarsdóttir.
GÖÐUR LEIKUR
í SANDGERÐI
að voru tvö jöfn lið
sem mættust á Sand-
gerðisvelli s.l. föstudag.
Reynir tók þá á móti Leikni
Reykjavík í toppslag í 3.
deildinni. í fyrri hálfleik fóru
bæði lið varlega var lítið um
opin færi. Eyþór í marki
Reynis varði þó einu sinni
frábærlega þegar gcstirnir
sluppu einir í gegn. Staðan
var 0-0 í hálfleik.
í seinni hálfleiks sóttu Leiknis-
menn framar á völlin sem opn-
aði leikinn. Reynismenn voru
fyrri til að skora. Á 61. mínútu
skallaði Gísli Þórarinsson í
mark Leiknis eftir frábæra
hornspyrnu frá Hafsteini
Helgasyni. Leiknismenn iögðu
þá alit í sóknina og misnotuðu
tvö dauðafæri áður en þeir
jöfnuðu á 71. mínútu með
marki frá Helga Ólafssyni.
Reynismenn voru þó ekki sáttir
við aðdraganda marksins.
Leiknismenn voru í sókn þegar
Reynismaðurinn Amar Jónsson
meiddist á höfði inn í eigin
vítateig. Reynismenn komu
boltanum fram þar sem gestim-
ir unnu hann aftur. í stað þess
að setja knöttinn úr leik sóttu
þeir strax að marki Reynis og
skoruðu. Fannst mörgum að-
dragandi marksins helst til
óprúðmannlegur. Eftir markið
sóttu heimamenn aftur i sig
veðrið og gerðu harða hríð að
marki gestanna. Á 89. mínútu
var Leiknismanninum Matthí-
asi Ólafssyni vísas af velli og
hafði hann þá aðeins verið í níu
mínútur inni á vellinum. Á síð-
ustu sekúndum leiksins hefðu
Reynismenn getað tryggt sér
sigurinn. Smári Guðmundsson
komst upp að endamörkum og
sendi boltan fyrir á Vilhjálm
Skúlason sem var frír á ijær-
stöng en skot hans fór framhjá.
Urslit leiksins voru sanngjöm,
1-1 jafntefli. Það er ljóst að
bæði liðin em sterk, spila fina
knattspymu og gætu spjarað sig
í efri deildum.
Lee Sharpe
hættur hjá
Gríndavík
Lee Sharpe miðvallarleik-
maður Grindavíkur er
mciddur og leikur ekki
meira með félaginu á tímabil-
inu. Sharpe meiddist á aftan-
verðu læri í leik í Visa Bikar
karla fyrr í mánuðinum og
hefur ekki leikið með Grinda-
vfk síðan. Komið hefur í ljós að
meiðslin eru alvarlegri en talið
var í fyrstu og nú er Ijóst að
Sharpe verður frá vegna
meiðslanna næstu 6-8 vikurn-
ar.
Samkomulag hefur náðst milli
Grindavíkur og Sharpe um að
hann fái að snúa til sín heima og
því mun hann halda til Englands
á morgun. Meiðslin eru þau
sömu og Sharpe glímdi við er
hann lék með Leeds United.
Grétar Hjartar-
son leikur ekki
meira með
Grétar Ólafur Hjartar-
son, Ieikmaður Grinda-
víkur í knattspyrnu,
leikur ekki meira með Grinda-
vík á yfirstandandi leiktíma-
bili. Bjarni Jóhannsson, þjálf- <
ari Grindavíkur, staðfesti þetta
á Útvarpi Sögu nú í hádeginu.
Grétar Ólafur, sem hefur verið
aðalmarkaskorari Grindavík-
ur undanfarin ár, hefur átt í 4
erfiðum ökklameiðslum síðan í
vor.
Brotthvarf Grétars Ólafs er mikið
áfall fyrir Grindavík sem hefur úr
mörgum sóknarmönnum að
spila. Um helgina hélt Lee
Sharpe heim á leið til Englands
vegna meiðsla.
Gefur ráð
um meðferð
Næsta laugardag mun
Jun Jun eigandi kín-
versku náttúrulækn-
ingastofunnar á Hafnargötu
taka á móti fólki á milli
klukkan 9 og 11 og gefa ráð
um meðferð. Jun Jun segir
að hún vilji með þessu bjóða
fólki upp á góða þjónustu,
en hefð er fyrir því innan
fjölskyldu Jun að bjóða
fólki upp á tíma sem þessa.
Að auki bíður Jun Jun fólki
undir 18 ára aldri 50% af-
slátt, auk fólks sem er eldra
en 67 ára.
18
VIKURFRÉTTIRÁ NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!