Morgunblaðið - 30.06.2016, Page 1

Morgunblaðið - 30.06.2016, Page 1
MIKILTÆKIFÆRI Í FERÐAÞJÓNUSUSKRÁ LÍKA NÆSTUM SLYS Nýr mótorhjólahjálmur frá Mont Blanc setur ný viðmið 4 Unnið í samvinnu við Nýr öryggisstjóri hjá HB Granda segir afar mikilvægt að skrá öll þau atvik sem næstum leiða til slysa. 6 VIÐSKIPTA 4 Þórir Garðarsson hefur rekið Allrahanda Gray Line í 27 ár. Hann segist enn sjá mörg tækifæri í ferða- þjónustunni þegar hann fer um landið. FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ 2016 Endurskoðun • Skattur • Ráðgjöf www.grantthornton.is Grant Thornton endurskoðun ehf. er íslenskt aðildarfélag Grant Thornton International Ltd., sem er eitt af fremstu alþjóðlegu samtökum sjálfstæðra endurskoðunar og ráðgjafarfyrirtækja. Grant Thornton endurskoðun ehf. sérhæfir sig í að aðstoða rekstraraðila við að nýta tækifæri til vaxtar og bættrar afkomu með skilvirkri ráðgjöf. Framsýnn hópur starfsmanna, undir stjórn eigenda, sem ávallt eru aðgengilegir viðskiptavinum, nýta þekkingu og reynslu sína til að greina flókin málefni og finna lausnir fyrir viðskiptavini sína, hvort sem það eru einkarekin, skráð félög eða opinberar stofnanir. Yfir 35.000 starfsmenn Grant Thornton fyrirtækja í meira en 100 þjóðlöndum, leggja metnað sinn í að vinna að hag viðskiptavina, samstarfsmanna og samfélagsins sem þeir starfa í. Jafningjalán hefja innreið sína Móberg ehf. hefur stofnað dóttur- félagið Aktiva sem halda mun utan um fyrstu jafningjalánastarfsemina hérlendis. Með því er átt við að lántakar og lánveitendur eru tengdir saman í gegnum lánatorg án milligöngu fjármálastofnunar. Þetta er gert að erlendri fyr- irmynd og hefur starfsemi sem þessi til dæmis verið áberandi í Bretlandi eftir hrun. Í nýlegri skýrslu Deloitte kom fram að velta jafningjalána nam 2,1 milljarði punda á síðasta ári, jafnvirði 350 milljarða króna, samanborið við 700 milljónir punda fyrir tveimur árum. Vextir af lánum Aktiva byggjast á lánshæfismati lántaka líkt og það er metið af Creditinfo. Fólki sem náð hefur 21 árs aldri og fellur í lánshæfisflokka A1 til C3 býðst að taka lánin en flokkar Creditinfo ná alls niður í E3. Þeir sem eru á van- skilaskrá og hafa slæma greiðslu- sögu ættu því ekki að geta sótt um lán. Vextirnir hækka samkvæmt hverjum flokki og eru á bilinu 8,5% til 14,5%. Hagstæðustu kjörin fá þeir sem hafa bestu greiðslusög- una. Til samanburðar má nefna að almennir vextir á yfirdráttarlánum hjá stóru viðskiptabönkunum þremur eru á bilinu 12,35% til 13,5%. Hægt er að fá lánað allt frá 100 til 500 þúsund krónur og fjárhæð- ina þarf að greiða til baka með mánaðarlegum afborgunum yfir sex til átján mánaða tímabil. Það sem Aktiva hefur á þessu að græða er 3,70% umsýslugjald af höfuðstól allra lána sem tekin eru auk 495 króna afgreiðslugjalds sem lántakar þurfa að greiða við hverja endurgreiðslu. Umsýslugjaldið dregst frá fjárhæð höfuðstóls áður en lánið er afgreitt. Aktiva innheimtir einnig 1,25% umsýslugjald af hverri afborgun sem rennur til lánveitanda og er það dregið frá endurgreiðslunni áð- ur en hún er lögð inn á banka- reikning viðkomandi. Endanleg ávöxtun lánveitanda ræðst af fjárfestingastefnu hans og sá sem leggur pening í lánatorgið stýrir í hvaða áhættuflokka hann rennur. Hægt er að dreifa áhætt- unni í einni fjárfestingu á nokkra mismunandi flokka og þar með á fleiri lántakendur. Lánveitandi hef- ur þó ekki aðgang að persónu- upplýsingum um lántaka og getur hann ekki staðið að innheimtu láns- ins. Aktiva sér um að skrá kröfuna hjá viðskiptabanka lántaka og fer hún í hefðbundið innheimtuferli ef vanskil verða. Dráttarvextir renna til lánveitanda í þessari stöðu. Sunna Sæmundsdóttir sunnasaem@mbl.is Nýtt fyrirtæki hefur nú milli- göngu um skammtímalán, en vextirnir á þeim geta í ákveðnum tilvikum verið mun lægri en þeir sem bjóðast hjá viðskiptabönk- unum. Morgunblaðið/Golli Fyrirtækið Aktiva tengir saman lánveitendur og lántaka á sérstöku lánatorgi. Úrvalsvísitalan EUR/ISK 1.900 1.800 1.700 1.600 1.500 1.400 29. 01. ‘16 29. 01. ‘16 29. 06. ‘16 29. 06. ‘16 1.801,5 1.760,07 144 142 140 138 136 134 137,2 140,9 Hjónin María og Ólafur hafa rekið Veiðihornið í 18 ár. Á þeim tíma hafa ýmsar breytingar orðið í umhverfi verslunar af þessum toga. Þau benda á að konur séu nú stór hluti íslenskra veiðimanna. Svo hafi ekki verið áður. Þá hafi ferðamenn í vaxandi mæli lagt leið sína hingað til að veiða í ám og vötnum landsins. Hrunið hafði líka sín áhrif á eftirspurn veiðimanna eftir veiðivörum og þurftu þau að laga reksturinn að því. Bjóða þurfti upp á vandaða en um leið ódýra vöru. Upp á síðkastið finna þau fyrir auknum kaupmætti og meiri við- skiptum við erlenda ferðamenn. Fjölmargar áskoranir fylgja svona rekstri. Hér á landi er stang- veiðitímabilið fremur stutt. Þau hafa í seinni tíð í auknum mæli bætt við sig vörum fyrir skotveiðimenn. Tímabil skotveiða og stangveiða skarist lítið og fari vel hvert með öðru. Konurnar sækja á í veiðinni Morgunblaðið/Einar Falur Kaupendahópur kvenna stækkar Um fjórðungur lands- manna stundar nú veiði af einhverju tagi. Vaxandi hluti þeirra er konur. 8 Óvissan í kjölfar Brexit hefur ekki gert líf evrópskra banka- fjárfesta neitt auðveldara en áður og var það þó erfitt fyrir. Evrópskir bankar í bölvuðu basli 10 Forsvarsmenn Volkswagen hafa fallist á að greiða Banda- ríkjamönnum 15,3 milljarða dala vegna dísil- hneykslisins. LEX: Volkswagen gengst við gabbinu 11

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.