Morgunblaðið - 30.06.2016, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 30.06.2016, Qupperneq 4
HÖFUÐFATIÐ Hann minnir helst á hjálma orr- ustuflugmanna, þessi snotri mót- orhjólahjálmur frá Montblanc. Lesendur þekkja Mont Blanc best fyrir að fram- leiða agalega fína blek- penna en smám saman hefur þetta þýska lúx- usvörufyrirtæki verið að fikra sig inn á önnur svið með úrvali skart- gripa, úra, veskja og taska. Nú bætist sumsé við mótor- hjólahjálmur sem fá má í tveimur útfærslum; með og án munn- hlífar. Hönnunin er minímalísk en um leið full af lúxus og útlitið innblásið af keppnishjálmum 8. áratugarins. Ef hjálmurinn er skoðaður vand- lega má sjá Mont- blanc-stjörnuna yfir andlitsopinu og á teygjunni sem held- ur augnhlífinni á sín- um stað. Hér er loksins kominn hjálmur sem er svo fínn að hann smellpassar við snotrustu jakkaföt og sómir sér vel á skrifborðinu á virðulegustu vinnustöðum. Þá er ekki annað eftir en að festa hjálminn á kollinn, setjast á kröftug- an mótorfák og spana út í sumarfríið í góða veðrinu. ai@mbl.is Mótorhjólahjálmur í stíl við jakkafötin Hér er kominn hjálmur fyrir smekkfólk. Pennarnir frá Montblanc eru ekkert slor. 4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ 2016FRÉTTIR Smiðsbúð 10 • 210 Garðabær • Sími: 554 4300 • Fax: 564 1187 Við höfum framleitt viðhaldsfría glugga og hurðir í 30 ár Nánari upplýsingar á www.solskalar.is Frábært skjól gegn vindi og regni Yfir 40 litir í boði! Hentar mjög vel íslenskri veðráttu Svalaskjól - sælureitur innan seilingar Ekki hefur Þórir Garðarsson getað kvartað yfir verkefnaleysi undanfarin ár. Ferðamönnum fjölgar mjög hratt og mikil eft- irspurn er eftir rútuferðum. Á sama tíma þarf að vinna innan lagaramma sem Þórir segir barn síns tíma. Hverjar eru stærstu áskor- anirnar í rekstrinum þessi misserin? Í þjónustustörfum eins og ferðaþjónustu liggur áskorunin einna helst í því að fara fram úr væntingum viðskiptavina og vera með puttann á púlsinum. Hver var síðasti fyrirlesturinn eða ráðstefnan sem þú sóttir? Stór hluti af starfi mínu yfir vetrarmánuðina felst í að sækja ferðakaupstefnur og fara með viðskiptasendinefndum víða um heiminn þar sem ég hitti oftast áhugasama aðila í ferðaþjónust- unni. Markmið mitt er að selja þeim hugmyndina um Íslands- ferð fyrir þá og þeirra viðskipta- vini. Síðastliðinn vetur fór ég m.a. til Hong Kong, Suður- Kóreu, Filippseyja, Madrídar, Berlínar, Indlands, Dúbaí, Om- an, og Kína. Hver hefur haft mest áhrif á hvernig þú starfar? Jóhannes Georgsson, fyrrver- andi framkvæmdastjóri SAS á Íslandi og Iceland Express, kennari minn úr ferðamálaskól- anum og núverandi samstarfs- maður okkar hjá Allrahanda Gray Line, er með afar góða innsýn í stóru myndina í ferða- bransanum og hann hefur verið óspar á að miðla okkur af þeirri þekkingu sinni í gegnum árin. Hver myndi leika þig í kvik- mynd um líf þitt og afrek? Tvímælalaust Örn Árnason. Hann hefur góða skapið sem ég reyni oftast nær að sýna og svo yrði þetta auðvitað söng- og dansmynd, en á því sviði hef ég nákvæmlega enga hæfileika og það mundi auðvitað fullkomna grínið. Hvernig heldurðu við þekkingu þinni? Með því að umgangast við- skiptavini félagsins og starfs- menn þess, hlusta á skoðanir þeirra taka við ábendingum og útfæra til bætta þjónustu. Ég er einnig í miklum og góðum tengslum við fjölmarga aðra sem starfa í ferðaþjónustunni, ekki síst í gegnum Samtök ferðaþjónustunnar, og þannig fæ ég góða yfirsýn yfir þær áskoranir sem blasa við okkur sem erum að gera okkar besta til að sinna sívaxandi fjölda ferðamanna til landsins. Hugsarðu vel um líkamann? Stutta svarið er: nei. En ég er ánægður með að hafa hætt að reykja fyrir mörgum árum. Ef þú fengir að bæta við þig nýrri gráðu, hvað myndirðu læra? Tungumálum og menning- arlæsi. Í þjónustustörfum skipt- ir miklu máli að þekkja til menningar viðskiptavina, hverj- ar væntingar þeirra eru og jafn- fram að laga þjónustuna að þörfum þeirra og hugmyndum. Hvaða kosti og galla sérðu við rekstrarumhverfið? Ísland er fallegasti áfanga- staður í heiminum og með skýrri framtíðarsýn greinar- innar og stjórnvalda getum við haldið áfram að vera það en tækifærin geta líka snúist í höndum okkar vegna þekking- arleysis og vanhugsaðra ákvarð- ana. Koma ferðamanna og fjölgun þeirra er ekki náttúrulögmál eins og t.d koma makrílsins í ís- lenska lögsögu við getum sjálf haft mest um að segja hvort þeim fjölgi áfram, standi í stað eða fækki og þar er ábyrgð póli- tískra fulltrúa mikil þar sem al- mennar leikreglur verða til á þeirra borði. Vanhugsaðar aðgerðir geta haft mikil áhrif og snúist upp í andhverfu sína og er ég þá sér- staklega að vara við hug- myndum um skattahækkanir á ferðamenn þar sem Ísland er nú þegar dýr áfangastaður, ekki síst eftir skattahækkanir und- anfarin ár með innkomu ferða- þjónustunnar inn í virð- isaukaskattskerfið og styrkingu gengis krónunnar undanfarin ár. Hvað gerirðu til að fá orku og innblástur í starfi? Ferðast um landið og sé þar öll þau tækifæri sem enn eru til staðar fyrir ferðaþjónustuna á Íslandi. Ef þú værir einráður í einn dag, hvaða lögum myndirðu breyta? Lögum um skipan ferðamála sem eru barn síns tíma eftir mikið framfaraskeið undanfarin ár. Sama á við um lög um skipu- lag fólksflutninga. SVIPMYND Þórir Garðarsson, stjórnarformaður Allrahanda – Gray Line „Tækifærin geta snúist í höndum okkar“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Þórir varar við hugmyndum um hækkaða skatta á ferðamenn. Ísland sé nú þegar dýr áfangastaður. NÁM: Ökukennari og ferðamarkaðsfræði IATA/UFTA. STÖRF: Stofnaði Allrahanda Gray Line árið 1989 með æsku- félaga mínum frá Flateyri, Sigurdóri Sigurðssyni, eftir að við höfðum báðir unnið meira og minna sjálfstætt frá árinu 1978 við akstur og ferðaþjónustu. Varaformaður Samtaka ferðaþjónust- unnar, stjórnarmaður hjá SA og hjá Stjórnstöð ferðamála. FJÖLSKYLDUHAGIR: Giftur Ruth Melsted, lyfjatækni og leið- sögumanni, og samtals eigum við fimm börn og þrjú barnabörn. ÁHUGAMÁL: Ferðalög og ferðaþjónusta. HIN HLIÐIN

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.