Morgunblaðið - 30.06.2016, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 30.06.2016, Blaðsíða 7
Morgunblaðið/Kristinn Benedikt Marine Harvest trónir efst á listanum með um 420.000 tonn af laxi. Mynd úr safni. „Mikilvægt er að halda vel utan um slysin og er þá hægt að taka ýmis- legt verðmætt út úr tölfræðinni. Þess háttar greining hefur t.d. sýnt að slysunum fjölgar á sumrin, þegar fleiri afleysingastarfsmenn eru að störfum, og eins að slysahættan eykst þegar fólk er nýkomið til vinnu eftir frí.“ Eitt mikilvægasta örygg- isverkfærið sem starfsmenn hafa yfir að ráða er áhættumatið. Segir Snæfríður misjafnt hvaða aðferða- fræði er beitt við áhættumatið á hverjum stað en markmiðið sé alltaf það sama: að bera kennsl á hætt- urnar og þannig varða leiðina að slysalausum vinnustað. „Næsta skref er að ganga lengra og áhættu- greina ekki aðeins vinnustaðinn heldur greina hvert starf, og láta starfsmenn taka virkan þátt í áhættumatinu. Einn lykillinn að góð- um árangri í öryggismálum er virk þátttaka starfsmanna og að öryggis- nefndir sem starfa bæði um borð í skipunum og í landi eigi í góðum samskiptum og samstarfi sín á milli.“ Morgunblaðið/Golli MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ 2016 7ATVINNULÍF Mér finnst við vera mjög lánsöm með það hráefni sem við höfum í höndunum, íslenskt kjöt og íslensk framleiðsla, segir Bára sem hefur starfað hjá Norðlenska frá árinu 2012. Himinn og haf sé á milli þessa og þess sem vanalega sé gert erlendis í kjötframleiðslu. Hún starfaði lengi sem dýralæknir í Noregi þar sem hún segir að lyfjanotkun í landbúnaði sé með allt öðru móti en þekkist hér á landi. Þessi gæði sé ekki hægt að meta til fjár. Starf gæðastjóra segir hún að miklu leyti felast í sýnatöku til að tryggja að allt verklag í slátrun hafi verið í lagi og að engar örver- ur séu til staðar í kjötinu. Ekki síð- ur sé það hennar hlutverk að tryggja að aðbúnaður og velferð dýranna sé fullnægjandi og lág- marka smithættu. Frekar fyrir hunda en ketti Bára starfar ennþá sem dýra- læknir í hlutastarfi og segist ekki hafa verið tilbúin til að hætta því alveg þó hún væri komin til starfa hjá Norðlenska. Mér þykir alveg ofsalega vænt um þetta starf og þetta er alveg gríðarlega gefandi starf, segir Bára og tekur jafn- framt fram að það sé erfitt að halda sér við í dýralækningunum ef þeim sé ekki sinnt reglulega. Sí- felld þróun sé í lyfjum og öðru sem tengist meðhöndlun dýranna. Bára var rétt byrjuð í mennta- skóla þegar hún ákvað að leggja starfið fyrir sig enda hafi hún alla tíð umgengist dýr í miklum mæli og tekur sérstaklega fram að hún sé mikill hundavinur. En það er þó ekki bara róm- antík falin í starfinu, segir hún og að það komi oft upp stundir þar sem dýralæknar þurfi að taka erf- iðar ákvarðanir um að svæfa eða aflífa dýr og það geti verið eig- endum dýranna afar þungbært. Stór hluti af starfinu felist í að fara í útköll og sinna burðarhjálp og annað í þeim dúr. Yfirleitt gengur það nú bara vel og þá fær maður orkuna til baka, því það er mjög gefandi, segir Bára. Dýralíf hjá gæðastjóranum Bára Eyfjörð Heimisdóttir hefur starfað með dýr frá unga aldri en hún er gæðastjóri hjá Norð- lenska á Akureyri. En þegar þeirri vinnu lýkur sinnir hún dýralækn- ingum af miklum móð sem hún segir ein- staklega gefandi starf. Bára segir dýralækningarnar vera að mestu leyti gefandi starf þó að stundum þurfi að taka erfiðar ákvarðanir. Norðlenska er eitt stærsta framleiðslufyrirtæki landsins á sviði kjötvöru með starfsstöðvar á Akureyri, Húsavík, Höfn í Hornafirði og í Kópavogi. Tæplega tvö hundruð manns starfa hjá fyrirtækinu sem varð til árið 2000 við sameiningu Kjötiðn- aðarstöðvar KEA og Kjötiðjunnar Húsavík. Ári síðar keypti fyrirtækið kjötvinnslur Goða. Ársvelta Norðlenska árið 2014 var um 5.200 milljónir kr., en fyrirtækið framleiðir yfir 700 mis- munandi vöruliði úr lamba, nauta og grísakjöti. Fjölbreytt framleiðsla FYLGSTU MEÐ FAGFÓLKINU Á MBL.IS Eins og fyrr var getið er HB Grandi þriðja sjávarútvegsfyrirtækið á Ís- landi til að bæta við stöðu sér- staks öryggisstjóra. Nýju stöðu- gildi fylgir kostnaður og úttektir og áhættumöt kalla á tíma og fyrirhöfn. Með þennan kostnað í huga er ekki óeðlilegt að spyrja að hvaða marki forvarnarstarfið skilar sér í beinum ávinningi fyrir reksturinn. Snæfríður segir hafa verið rannsakað og reiknað að fjárfest- ing í bættu öryggi skili sér marg- falt til baka, þó svo að kostnaður aukist vissulega til að byrja með. „En hinn raunverulegi ávinningur verður ekki metinn til fjár. Sem fyrirtæki höfum við þá stefnu að hugsa vel um fólkið okkar og hluti af því að gera allt sem í okkar valdi stendur til að afstýra því að heilsa starfsmannanna skaðist. Slysin valda ekki aðeins fjar- vistum og kostnaði, heldur rýra lífsgæði starfsmannanna og bitna bæði á þeim og fjölskyldum þeirra.“ Sameiginlegir hagsmunir fyrirtækis og starfsmanna Baðaðu þig í gæðunum Opið virka daga frá kl. 8-18 Smiðjuvegi 76 • Kópavogi • Sími 414 1000 • Baldursnesi 6 • Akureyri • Sími 414 1050 • www.tengi.is • tengi@tengi.is Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.