Morgunblaðið - 30.06.2016, Síða 10

Morgunblaðið - 30.06.2016, Síða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ 2016FRÉTTIR ©The Financial Times Limited 2014. Öll réttindi áskilin. Ekki til endurdreifingar, afritunar eða endurritunar með neinum hætti. Öll ábyrgð á þýðingum er Morgunblaðsins og mun Financial Times ekki gangast við ábyrgð á þeim. Af síðum Þegar breskir kjósendur fóru á kjör- stað á fimmtudag átti hlutabréfa- fjárfestirinn Chris Dyer nákvæm- lega engin bréf í bönkum. Þegar horft er til baka má öfunda hann af þeirri ákvörðun. Í þeirri lækkun sem orðið hefur á mörk- uðum eftir að Bretar kusu að ganga úr ESB hefur hrun hlutabréfa í bönkum valdið hvað mestum skjálfta. Markaðsvirði Barclays og Royal Bank of Scotland hefur lækkað um meira en 30% frá kjördegi. Áhyggj- urnar eru ekki bundnar við Bret- land. Helsta hlutabréfavísitala evr- ópskra banka hafði lækkað um 23% undir lok mánudags og í viðskiptum dagsins fór hún niður í lægsta gengi sem sést hefur síðan krísan á evru- svæðinu reið yfir. En Dyer, sem er sjóðsstjóri hjá Eaton Vance, hafði ekki selt hluta- bréfin sín í skyndi út af niðurstöðum einhverrar skoðanakönnunar eða vegna persónulegs innsæis um niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar. Hann hafði ekki fjárfest í breskum bönkum svo mánuðum skiptir. „Við vorum með neikvæðar horfur á verðþróun hlutabréfa evrópskra og breskra banka allt frá byrjun þessa árs, sem skýrist af óhagfelldu árferði, vaxandi regluverki, auknum eiginfjárkröfum og lágvaxtaum- hverfi,“ segir hann. „Enginn þessara þátta hjálpar til við að auka hagnað bankanna.“ Viðhorf Dyers varpar skýru ljósi á hvernig sú ákvörðun að ganga úr ESB lendir á viðkvæmum tíma fyrir fjármálafyrirtæki, og bætir við nýj- um áhættuþætti fyrir grein sem er þegar undir þrýstingi um að skila hagnaði á sama tíma og ávöxtunar- krafa skuldabréfa hefur hrunið nið- ur að núlli, eða jafnvel undir núll. Bankar seldir fyrst Fyrst fjármálafyrirtæki áttu þeg- ar í erfiðleikum, hvaða þýðingu hafa þá þær miklu lækkanir sem orðið hafa eftir Brexit-kosninguna? Fyrir það fyrsta eru bankar orðn- ir sá eignaflokkur sem fjárfestar selja nánast ósjálfrátt til að draga úr áhættu sinni gagnvart efnahags- legum samdrætti. „Greinilegt er að fjármálafyrirtækin, sem eru mest tengd innbyrðis þvert yfir álfuna, bera hitann og þungann af lækkun- inni eins og stendur,“ segir Kein O‘Nolan, sjóðsstjóri hjá Fidelity. Á mánudaginn voru viðskipti með hlutabréf fjölda banka stöðvuð sjálf- krafa eftir skarpa lækkun. Sumir vilja meina að lækkunin endurspegli óraunhæfa bjartsýni í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar, þegar bæði veðbankar og skoðanakannanir gáfu til kynna að meirihluti væri fyrir áframhaldandi aðild og hlutabréf hækkuðu um tveggja tölustafa prósentutölu yfir nokkurra daga tímabil. Rétt eins og bjartsýnin hafði þá mikil áhrif á gengi bankanna hef- ur bölsýnin mikil áhrif á gengi þeirra núna. Lægri vextir, minni hagnaður Í öðru lagi er það hagnaðurinn. David Lodge, markaðsgreinandi hjá Deutsche Bank, bendir á að hætta sé á frekari slökun á peningastefnu Englandsbanka, sem hefur lang- varandi áhrif á „vaxtamun“ bank- anna, þ.e.a.s. muninn á vöxtunum á því sem þeir taka að láni og því sem þeir lána. „Það sem veldur áhyggjum er að ef breskir stýrivextir lækka enn frekar dregur það úr muninum á vöxtum inn- og útlána,“ segir hann. „Bankar skila betri afkomu þegar vextir eru á uppleið.“ Á mánudag féll ávöxtunarkrafa breskra ríkisskuldabréfa til tíu ára undir 1% og hefur aldrei verið lægri, fór niður fyrir fyrra met sem sett var á föstudag. Þessir atburðir áttu sér sam- svörun í janúar og febrúar þegar hlutabréf bankanna lækkuðu mikið vegna ótta um afkomu þeirra. Áttu fáir von á örum efnahagsvexti og endurspeglaðist það í lágum og jafn- vel neikvæðum skuldabréfavöxtum víða um heim. Verðlagning á bönkum lækkar Í þriðja lagi eru langtímatölurnar meira sláandi en nýjustu hreyfingar á mörkuðum. Eitt greinilegasta merkið um áhyggjur fjárfesta er hvernig bankarnir eru verðlagðir, langt undir hreinu virði eigna í bók- unum þeirra. Var V/I hlutfall Barclays 2,4 á árinu 2006, á upp- gangsskeiði sem var drifið áfram af lántökum þegar fjárfestar gerðu ráð fyrir að virði bankans myndi halda áfram að aukast. Hlutfallið í dag gefur til kynna að vonir fjárfesta um framtíðina séu ekki mjög glæstar. Í árslok 2015 var hlutfall Barclays 0,67 og við lok fyrsta ársfjórðungs var það orðið 0,44 og er því spáð að það lækki enn meira á árinu. Í Evrópu er búist við að V/I hlutfall banka í Euro Stoxx bankavísitölunni verði að meðaltali 0,45 í lok þessa árs og yrði það lægsta hlutfallið á þessari öld. Nýtt lag af flækjum bætist við Loks hefur regluverkið – arfur frá fjármálahruninu – gert það einnig skelfilega flókið að fjárfesta í bönk- um, sem í dag bjóða upp á ýmiss konar áhættusöm skuldabréf. Svo- kölluð „coco“-skuldabréf, sem breyt- ast í hlutafé eða eru færð niður þeg- ar bankar verða fyrir tapi, lækkuðu líka eftir atkvæðagreiðsluna. „Brexit bætir nýju lagi af flækjum ofan á það að reka banka í dag. þetta er ástæðan fyrir því að bankarnir eru undir þrýstingi,“ segir Patrick George, sem stýrir markaðs- greiningarsviði HSBC fyrir Evrópu, Mið-Austurlönd og Afríku. „Bank- arnir voru þegar undir álagi vegna nýrra eiginfjárreglna og vegna alls hins sem við höfum vitað um und- anfarin þrjú til fjögur ár.“ Meira háð pólitískri óvissu Í samanburði við fjármálakrepp- una og kreppuna á evrusvæðinu haldast nýlegar sveiflur á mörk- uðum meira í hendur við pólitíska óvissu. „Þetta er frábrugðið al- þjóðlegu fjármálakreppunni eða fjárhagsvanda Evruríkjanna sem við höfum orðið vitni að þessi síðustu ár,“ segir Dyer. „Þróunin nú er mjög svo drifin áfram af pólitískum at- burðum.“ En flestir fjárfestar og markaðs- greinendur eru sammála um að lík- urnar á niðursveiflu hafi aukist, og það yrði sérstaklega skaðlegt fyrir bankana. Frekar en að skapa al- gjörlega nýtt vandamál virðist Brex- it ætla að framlengja langvarandi stöðnun sem stafar af fyrri skakka- föllum. „Það var óskhyggja hjá markaðn- um að halda að allt myndi fara vel,“ segir Patrick George um hækkun hlutabréfa í aðdraganda atkvæða- greiðslunnar. „Fólk fór að trúa því sem það vildi trúa. Þeir sem starfa á markaðinum vilja allir að við verðum áfram í ESB.“ Enn bætir í vanda bankanna með Brexit Eftir Thomas Hale og Rochelle Toplensky Fjármálafyrirtæki hafa átt undir högg að sækja allt frá síðustu fjármála- kreppu og óvissan vegna væntanlegrar útgöngu Breta úr ESB eykur enn á vanda þeirra. AFP Byggingarnar í City-fjármálahverfinu í Lundúnum blasa við frá Greenwich-garði en væntanleg útganga Breta úr Evrópusambandinu hefur skapað töluverða óvissu um framtíð þessarar helstu fjármálamiðstöðvar Evrópu. Íshella 10 • 221 Hafnarfjörður • Sími 569 2100Mynd: Slökkvistöðin við Skarhólabraut í Mosfellsbæ. Þeir semgerakröfur veljaHéðinshurðir Fáðu tilboð í hurðina Fylltu út helstu upplýsingar á hedinn.is og við sendum þér tilboð um hæl.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.