Morgunblaðið - 30.06.2016, Page 11

Morgunblaðið - 30.06.2016, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ 2016 11FRÉTTIR Af síðum Rudolf Diesel er persona non grata í Bandaríkjunum. Á meðan helmingur allra ökutækja í Evrópu notar eldsneytið sem kennt er við hann, þá ganga aðeins 4% ökutækja fyrir dísilolíu hinum megin Atlantsála og þar af bara fjórðungur þeirra fólksbílar, samkvæmt tölum bandaríska samgöngu- ráðuneytisins. Hafi þýski bílaframleiðandinn Volkswagen látið sig eitt sinn dreyma um að snúa Bandaríkjamönnum á sveif með dísilolíu, þá eru allir slíkir draumar löngu horfnir í dag. Áhrifa útblásturshneykslisins mun gæta í einhvern tíma í viðbót, en niðurstaðan þarf að vera heiðarlegra og skilvirkara fyrirtæki. Í fyrradag tilkynnti VW samkomulag um bótagreiðslu upp á 15,3 millj- arða bandaríkjadala, eftir að hafa viðurkennt í september að hugbúnaði hefði verið komið fyrir í bílum til að gefa villandi niðurstöðu á útblásturs- prófunum. Meira en 10 milljörðum dala verður varið í að ýmist kaupa eða lagfæra þá hálfu milljón bíla sem eru með „gallað“ dísilútblásturskerfi. Þeir sem eiga VW- dísilbíla eiga valið – og ætti fyrirtækið augljóslega að vilja frekar að fólk veldi viðgerðina. Fyrir þá bíla sem VW kaupir þarf að greiða verð sem miðast við markaðsvirði þeirra í september 2015, og gildir það allt til ársloka 2018 án nokkurra affalla af verðinu. Mætti reikna með að bíll lækk- aði um helming í verði á svo löngum tíma, sem er töluvert meira en það myndi kosta að laga útblástursbúnaðinn. Skilmálar endurkaupanna virð- ast því rausnarlegir. Þá fara 2,7 milljarðar dala til viðbótar til bandarísku umherfisverndarstofnunarinnar. Að auki verður 2 milljörðum dala varið í þróun útblásturslausra bíla. Loks renna 603 milljónir dala til 44 ríkja í Bandaríkjunum, Washington DC og Puerto Rico. Samkomulagið dregur ekki úr skömminni, en mun ekki koma mörk- uðum á óvart. Í rekstrartölum fjórða ársfjórðungs hafði VW þegar gert ráð fyrir 18 milljarða dala kostnaði af völdum útblásturshneykslisins. Það er rétt að Volkswagen stendur áfram frammi fyrir málsóknum fjárfesta úr öllum áttum, þýskra fjárfesta þar á meðal, og mætir miklum þrýstingi frá ráðamönnum í Brussel um að greiða bætur til evrópskra eigenda VW- bifreiða. Síðan er stærri spurning hvort VW muni geta breyst. Svo ekki sé minnst á áhyggjur af stjórnskipulagi og stjórnunarháttum fyrirtækisins. Á undanförnum fimm árum hefur reksturinn blásið út og orðið að mikilli flækju sem er þung í vöfum. Framleiðni, þ.e. framleiðsla á hvern starfs- mann, er um 40% á eftir samkeppnisaðilunum, 30% ef leiðrétt er fyrir þeirri staðreynd að fyrirtækið framleiðir sjálft megnið af öllum íhlutum sem það notar. Hlutfall hráefniskostnaðar af vörusölu snarhækkaði upp í 78% á síðasta ári. Að ná hlutfallinu aftur niður á sama stað og það var fyrir örfáum árum myndi spara 7 milljarða evra – sem jafngildir öllum rekstrar- hagnaði síðasta árs. VW stendur frammi fyrir langri baráttu við að byggja orðspor sitt upp á ný í augum bílakaupenda. En það að hefja hagræðingu til að auka hagnað og bæta framleiðni myndi hjálpa til að bæta orð- sporið í augum fjárfesta. LEX Volkswagen: Minni stybba, meiri kraftur Airbnb, sem gerir fólki kleift að deila heimilum sínum með öðrum, stefnir á nýja fjármögnunarlotu sem myndi verðmeta fyrirtækið á 30 milljarða dala. Kemur þessi fjármögnun fast á hæla bylgju fjárfestinga í sprotafyrirtækjum. Nýja markaðsvirðið myndi jafn- gilda 25% hækkun frá því þegar nýtt hlutafé var síðast var síðast aukið og gera fyrirtækið að þriðja verðmætasta sprota heims á eftir skutlþjónustunni Uber og kín- verska snjallsímaframleiðandanum Xiaomi. Nær til 192 landa Félagið fær tekjur sínar í gegn- um þóknanir sem notendur greiða þegar þeir bóka gistingu hjá gest- gjöfum sínum í gegnum vefsíðu Airbnb. Frá því félagið var stofnað fyrir átta árum hefur það aflað meira en 3 milljarða dala í formi hlutafjár og lána, og hefur gert mögulegt að breiða úr starfsem- inni svo að hún nær núna til 192 landa. Á undanförnum vikum hafa fjár- festar dælt milljörðum dala í sprotafyrirtæki á borð við Uber, Didi Chuxing og Snapchat en stærstu tæknisprotarnir eru um leið að safna fé í hirslur sínar til að vera betur undirbúnir fyrir al- þjóðlegt efnahagslegt óvissu- tímabil. Áhrif Brexit eru óljós Fjáröflun Airbnb, sem New York Times greindi fyrst frá, mun samt verða fyrsti stóri prófsteinn- inn á það hversu áhugasamir fjár- festar eru um óskráð tæknifyrir- tæki eftir að ákvörðun Breta að ganga úr ESB skók fjármálamark- aði. Sprotafyrirtæki í Bretlandi hafa þegar sagst hafa átt í erfiðleikum við að afla fjár vegna þeirrar óvissu sem skapaðist í aðdraganda Brexit-atkvæðagreiðslunnar, og al- þjóðlegir fjárfestar hafa leitað skjóls frá óvissunni í fjárfestingar- kostum á borð við gull og banda- rísk ríkisskuldabréf. Undanfarna mánuði hefur gætt aukinna efasemda hjá fjárfestum í Kísildal. Hefur það dempað mark- aðinn enn frekar að áberandi sprotar eins og Theranos og Zene- fits skyldu leggja upp laupana. Hrina fjármögnunarlota Ákvörðun Airbnb kemur í kjöl- far hrinu fjáröflunarlota ýmissa sprotafyrirtækja, þar á meðan 7 milljarða virði af lánafyrirgreiðsl- um og hlutafé sem kínverska skutlmiðlunin (e. car heiling) Didi Chuxing aflaði. Uber tókst að tryggja sér 3,5 milljarða dala frá fjárfestingarsjóði Sádi Arabíu fyrr í þessum mánuði, á meðan Snap- chat – appið sem er frægt fyrir að láta myndir hverfa – fékk 1,8 milljarða dala hjá fjárfestum seint í maí. Kostnaðarsamur málarekstur Um leið og þessi óskráðu félög afla meira fjármagns hafa þau líka þurft að verja meiri peningum í deilur við stjórnvöld um allan heim. Fyrr í þessari viku höfðaði Airbnb mál gegn borgaryfirvöldum í San Francisco, heimaborg fyrir- tækisins, og snýst deilan um hvort sekta megi Airbnb fyrir að birta auglýsingar frá gestgjöfum sem eiga eftir að skrá sig hjá borginni. Á sama tíma glímir Uber við málarekstur um allan heim, þar á meðal hópmálsóknir frá ökumönn- um í Kaliforníu og Massachusetts sem lauk með 100 milljóna dala bótagreiðslu fyrr á þessu ári. Minni þörf á að fara á markað Það að fjáröflun óskráðra félaga sé í sögulegu hámarki undirstrikar líka að ákveðin tilfærsla er að eiga sér stað á fjármagnsmörkuðum, þar sem fjárfestar eru orðnir vilj- ugir til að leggja æ hærri fjár- hæðir í þessi félög. Þetta koll- varpar hefðbundna módelinu þar sem sprotar sóttust eftir því að fara á hlutabréfamarkað þegar vissri stærð væri náð og þörf á að fá stórar fjárhæðir inn í rekst- urinn. Í júní síðastliðnum aflaði Airbnb 1,5 milljarða frá fjárfestum á borð við General Atlantic, Hillhouse Capital og Tiger Global, og var fyrirtækið þá metið á 24 milljarða dala. Þá fékk félagið líka fyrr í mánuðinum 1 milljarðs dala lána- línu sem tryggð er af JPMorgan, sem þýðir að samtals hefur tekist að afla 3 milljarða dala í formi hlutafjár og lána. Það fjármagn sem mun safnast í lotunni sem núna stendur yfir verður notað til að styðja við nýjar fjárfestingar og vaxtartækifæri, að sögn heimildarmanns sem þekkir vel til fyrirtækisins. Airbnb nú verðmetið á 30 milljarða dala Eftir Leslie Hook í San Francisco Vöxtur Airbnb hefur verið mikill og hraður um allan heim og í nýrri fjármögn- unarlotu er félagið metið þriðja verðmætasta sprotafyrirtæki heims. AFP Brian Chesky er forstjóri og einn þriggja stofnenda Airbnb, sem hefur tryggt sér 3 milljarða dala í formi hlutafjár og lána og er nú metið á 30 milljarða dala. Frekari upplýsingar á vefverslun okkar www.donna.is Hjartahnoð og hjartastuðtæki björguðu lífi mínu Er næsta hjartastuðtæki langt frá þér? Verð frá kr. 199.600

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.