Morgunblaðið - 30.06.2016, Page 13

Morgunblaðið - 30.06.2016, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ 2016 13SJÓNARHÓLL BÓKIN Ekki þarf að kynna Carlo Ancelotti fyrir áhugamönnum um knatt- spyrnu. Þessi eldklári Ítali þykir með bestu þjálfurum í heimi og hef- ur rakað inn hverjum meistaratitlinum á fæt- ur öðrum. Ancelotti þykir frábrugðinn mörgum kollegum sín- um að því leyti að vera yfirvegaður stjórnandi, laus við alla sýndar- mennsku og nær með sínum rólegu töktum að draga fram það besta í leikmönnum á borð við Beckham, Ibrahimovic og Ron- aldo. Nú er komin út bók þar sem kaf- að er ofan í stjórnunaraðferðir Ancelotti. Titill bókarinnar er Quiet Leadership: Winnig Hearts, Minds and Matches. Sér til halds og trausts við skrifin hafði Ancelotti þá Chris Forde, sem hefur komið víða við í ensku knattspyrnunni, og Chris Brady, sem er stjórnunargúrú. Kjarninn í stjórnspeki Ancelotti er að stýra af yfirvegun og sam- kennd, og að leikmenn standi sig betur ef þeim líður vel en ef þeim líður illa. Gagnrýnandi Financial Times er reyndar ekki svo viss um hversu mikið bókin getur gagnast stjórnanda hjá venju- legu fyrirtæki og segir þurfa að lesa milli lín- anna til að yfirfæra innsæi og visku Ance- lotti yfir á skrifstofu- umhverfið. Meðal þess sem Ancelotti getur talað um af meiri reynslu en flestir er hvernig á að fást við undirmenn sem búa yfir miklu sjálfsáliti. Fótbolta- hetjurnar eru margar lausar við alla jarðtengingu og getur verið hægara sagt en gert að fá ellefu prímadonn- ur til að vinna vel saman úti á vell- inum. Segir Ancelotti frá að það hafi þó oft verið erfiðara að fást við eig- endur liðanna, sem oft eru vellauð- ugir og vanir því að geta gert nánast takmarkalausar kröfur til þeirra sem fyrir þá starfa. ai@mbl.is Listin að glíma við prímadonnurnar Íslensk hlutafélagalög eru óskýr um ýmislegt semvarðar stjórnarmenn hlutafélaga. Ákvæðin í lögunumeru ósamræmd og á víð og dreif í löggjöfinni, sem gerir hinum almenna stjórnarmanni sem vill kynna sér réttindi sín og skyldur afar erfitt fyrir. Það gefur auga- leið að heppilegra væri ef ákvæðin yrðu samræmd og komið fyrir í sérstökum kafla í lögunum. Að því sögðu er forsenda þess að hlutafélag teljist starfhæft að ein- staklingur eða einstaklingar séu í forsvari fyrir það og fari með málefni þess. Þess vegna er eðlilegt að hluta- félagalög geri ráð fyrir að mismunandi stjórnareiningar hlutafélaga skuli skipaðar einstaklingum sem sjá um starfsemi félagsins og annast stjórnun þess. Í lögunum er á hinn bóginn hvergi að finna skilgreiningu á því nákvæmlega hvað stjórnarmaður er. Þar er einungis að finna ýmis ákvæði sem kveða á um skyldur eða réttindi stjórnarmanna. Þau ákvæði eru strjál í löggjöfinni og kunna að vera vandfundin fyrir hinn almenna stjórnarmann eða þann sem vill kynna sér réttindi og skyldur stjórnarmanna til hlítar. Til þess að gera málin enn flóknari geta stjórnarmenn að auki borið skyldur eða haft rétt- indi sem ekki er kveðið á um í lögum. Í raun er meira að segja nokkuð óljóst í lögunum gagnvart hverjum stjórn- armenn bera þessar skyldur sínar. Helst benda vísbend- ingar til þess að þeir beri skyldurnar gagnvart félaginu sjálfu. Þar ber helst að nefna skylduna til að hafa fyrst og fremst hagsmuni félagsins að leiðarljósi, þótt stjórn- armanni beri einnig að huga að hagsmunum eigenda, þ.e. hluthafa og annarra. Sá einstaklingur sem hefur verið kjörinn í stjórn eða tilnefndur samkvæmt hlutafélagalögum og uppfyllir ákveðin hæfisskilyrði er stjórnarmaður. Sums staðar hefur verið farin sú leið að lögpersónur, þ.e. önnur félög, geti verið stjórnarmenn en slíkt er ekki heimilt hér á landi. Sú staðreynd að einstaklingur sé nefndur stjórnar- maður í félagi gerir hann ekki sjálfkrafa að stjórnar- manni, og öfugt, þ.e. mögulegt er að vera stjórnarmaður án þess að bera þann titil. Þessir stjórnarmenn sem hér hafa verið nefndir hafa stundum verið kallaðir de jure stjórnarmenn. Þeir skera sig frá öðrum svonefndum de facto stjórnarmönnum. Það eru þeir einstaklingar sem hafa stöðu stjórnarmanns og sinna ýmsum störfum í krafti þeirrar stöðu. Þeir gefa sig út fyrir að vera stjórn- armenn og njóta viðurkenningar félagsins en þó án þess að vera kjörnir sem slíkir samkvæmt hlutafélagalögum. Það er mikilvægt að komast að því hvort aðili sem tengdur er félagi sé de facto stjórnarmaður vegna þess að verði hann álitinn svo gilda um hann sömu reglur um ábyrgð og skyldur eins og um de jure stjórnarmann væri að ræða. Því gæti de facto stjórnarmaður ekki komist hjá ábyrgð á þeim grundvelli ein- um að hann hefði ekki verið kos- inn til stjórnar með löglegum hætti. Enn hefur ekki reynt á þetta álitamál fyrir íslenskum dómstólum og ekki er gerður greinarmunur á þessu í hluta- félagalögum þótt vísbendingar sé vissulega þar að finna. Annað, og öllu áhugaverðara, er skuggastjórnendur hluta- félaga. Hlutafélagalög eru þögul um stöðu þeirra og hugtakið er hvergi skilgreint í ís- lenskum lögum. Þó er óhætt að segja að sá sem er skuggastjórnandi er hvorki de jure né de facto stjórn- armaður. Um er að ræða einstakling sem hefur mikil áhrif innan stjórnar félags án þess þó að vera kjörinn stjórnarmaður. Í enskum hlutafélagalögum frá 2006 seg- ir að skuggastjórnandi sé sá sem gefi út fyrirmæli eða leiðbeiningar sem stjórnendur félags fari vanalega eftir. Sú staðreynd ein og sér er þó ekki næg til þess að aðili verði talinn skuggastjórnandi, en í lögunum er þó lögð sama ábyrgð á skuggastjórnendur og hefðbundna stjórnarmenn. Vert er að athuga hvort tilefni sé til þess að taka upp slíka lagareglu hér á landi, enda hefur hug- takið nokkrum sinnum komið til kasta Hæstaréttar án þess þó að vera nefnt beinlínis þessu nafni. Nú síðast í hinu svonefnda Aurum Holding-máli sem hefur verið til meðferðar í dómskerfinu frá árinu 2012. Já, stjórnarmennskan er ekkert grín LÖGFRÆÐI Árni Grétar Finnsson Lögfræðingur og blaðamaður á Morgunblaðinu ” Í enskum hlutafélaga- lögum frá 2006 segir að skuggastjórnandi sé sá sem gefi út fyrirmæli eða leiðbeiningar sem stjórnendur félags fari vanalega eftir. Umferðarmiðstöðin BSÍ • 101 Reykjavík • 580 5400 • main@re.is • www.flugrutan.is • www.re.is BSÍ - Umferðarmiðstöðin Reykjavík Keflavíkurflugvöllur Kauptu miða núna á www.flugrutan.is *Miðast við að keyptur sé miði fram og til baka frá BSÍ eða Keflavíkurflugvelli á 4.000 kr. 2.200 kr.* FYRIR AÐEINS Alltaf laus sæti Alltaf ferðir Hagkvæmur kostur Frí þráðlaus internet- tenging í öllum bílum Ferðatími u.þ.b. 45 mínútur Umhverfisvænt VIÐ SKUTLUM ÞÉR! Áætlunarferðir Flugrútunnar eru í tengslum við allar komur & brottfarir flugvéla um Keflavíkurflugvöll.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.