Morgunblaðið - 30.06.2016, Síða 16

Morgunblaðið - 30.06.2016, Síða 16
Viðskiptablað Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100, vidskipti@mbl.is. Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Sigurður Nordal fréttastjóri, sn@mbl.is. Auglýsingar Sími 5691111, augl@mbl.is. Bréfsími 5691110 Prentun Landsprent ehf. VIÐSKIPTA VIÐSKIPTI Á MBL.IS Leigir flugvél til Frakklands Efnahagslegt sjálfsmorð Gekk ekki hjá Grétari … Græddum 360 milljónir … 140 sæti farin af 160 Mest lesið í vikunni INNHERJI RÉTTARRÍKIÐ ÞÓRODDUR BJARNASON SKOÐUN Seðlabankanum bárust 69 tilboð frá aflandskrónueigendum, að fjárhæð 11 milljarðar króna, í kjölfar þess að bankinn bauðst til að kaupa aflands- krónueignir á genginu 190 krónur á evru. Tilboðið gerði Seðlabankinn í kjölfar gjaldeyrisútboðs sem hann stóð fyrir hinn 16. júní síðastliðinn þar sem hann keypti aflandskrónu- eignir að fjárhæð 72 milljarðar króna. Því er ljóst að aðgerðin sem annars vegar fólst í gjaldeyrisútboð- inu og hins vegar tilboði til eigenda aflandskrónueigenda um að kaupa eignir þeirra á genginu 190 krónur á móti hverri evru, hefur minnkað hina svokölluðu snjóhengju um 83 milljarða króna. Seðlabankinn hafði í aðdraganda útboðsins lýst því yfir að hann væri tilbúinn til að kaupa aflandskrónu- eignir sem metnar voru á allt að 320 milljarða króna. Gengið sem við- skiptin myndu fara fram á myndi hins vegar ráðast af þátttöku í út- boðinu. Í útboðinu hafnaði bankinn tilboðum sem hljóðuðu upp á 105 milljarða króna en þau reyndust öll á lakara gengi en því sem Seðlabank- inn var tilbúinn að sætta sig við. Þar sem gengið sem Seðlabankinn kaupi aflandskrónurnar á er mun lægra en gangvirði krónunnar á markaði greiðir Seðlabankinn aðeins 54 milljarða króna fyrir þá 83 millj- arða sem buðust til kaups á genginu 190. Ríkissjóður hefur því hagnast um 29 milljarða á viðskiptunum. Már Guðmundsson seðla- bankastjóri segir að með útboðinu og nýlegum lagabreytingum hafi síð- ustu stóru hindruninni verið rutt úr vegi svo að hægt sé að stíga stór skref í átt að losun hafta. „Þótt ekki hafi verið unnt að taka tilboðum í aflandskrónueignir að andvirði 105 milljarða króna auðveldar það lausn þess vanda sem eftir stendur að eig- endum krafna hefur fækkað mjög. Þá hefur verið búið svo um hnútana að aflandskrónur sem eftir standa valdi ekki óstöðugleika á meðan los- un fjármagnshafta á innlenda aðila gengur yfir. Smitunaráhrif ættu því að vera hverfandi og hætta á óstöð- ugleika lítil.“ Morgunblaðið/Golli Seðlabankinn efndi til útboðs til þess að vinna á aflandskrónuvandanum. Höluðu inn 11 milljarða Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Seðlabankinn keypti 11 milljarða af aflandskrónum í kjölfar gjaldeyrisútboðs. Snjóhengjan minnkar um 83 milljarða króna. Sigurður Nordal sn@mbl.is Árangur íslenska landsliðsins íEvrópukeppninni í knatt- spyrnu hefur ekki einungis hrifið landsmenn alla heldur stóran hluta heimsbyggðarinnar. Fótbolti er lík- lega sú íþróttagrein sem helst má kalla „glóbal“ og er ekki auðhlaupið að finna margt sem vekur viðlíka að- dáun og virðingu víða um heim og ár- angur í tuðrusparki. Á undanförnum árum höfum viðorðið áþreifanlega vör við það hvað alþjóðleg athygli á Íslandi hefur í för með sér, jákvæð sem neikvæð. Nú þegar augun beinast að landslið- inu okkar erum við vonandi tilbúin að bregðast við þeim tækifærum sem það getur skapað, t.d. í ferðaþjón- ustu, þannig að sómi verði af. Það er engin tilviljun að oft er grip-ið til íþróttalíkinga í fyrirtækja- rekstri. Stjórnun fyrirtækis snýst að miklu leyti um að virkja hæfileika einstaklinga sem saman mynda þá einingu sem árangur fyrirtækisins byggir á. Samlíkingar við íþróttalið eru margar og skýrar. Eðlilega kemur árangur landsliðs-ins mörgum utan Íslands á óvart og freistandi er að skýra hann út frá einhverjum séríslenskum og þjóðernislegum eiginleikum. Þetta er kunnuglegt stef frá þeim tíma sem útrás íslenskra fyrirtækja og fjár- festa var hvað mest áberandi. Það er hins vegar mikilvægt að viðleggjum ekki trúnað á slíkar bá- biljur sjálf. Grundvöllur alls árangurs er fyrst og fremst mikil vinna, rétt hugarfar og gott skipulag. Það á við í viðskiptum – og það á svo sannarlega við í fótbolta. Árangur er vinnaÍ liðinni viku var upplýst að ábankaráðsfundi í Seðlabanka Ís- lands í desember síðastliðnum hefði núverandi seðlabankastjóri lýst því yfir að hann liti ekki á aðstoðar- bankastjóra sinn sem undirmann og hefði aldrei gert öll þau sjö ár sem þeir hafa setið í embættum sínum. Mun nokkurt fát hafa komið á hluta bankaráðsins við þessar fregnir enda sitja þar tveir lögmenn og einn lögfræðingur að auki. Formaður bankaráðsins er í hópi virtari lög- manna landsins og hinn lögmaður- inn er lektor í lögum við Háskólann á Bifröst. Munu ónefndir bankaráðs- menn hafa beðið þess í ofvæni að bankastjórinn segði loks hátt og snjallt „Djók“ til að taka af öll tví- mæli um að skipurit bankans, sem í gildi hefur verið frá árinu 2009, væri ekki í fullkominni upplausn. Þó varð fljótlega ljóst að ekki varum neitt djók að ræða. Í kjöl- farið var brugðið á það ráð að fá vandaðan lögfræðing, sem um langt árabil gegndi dómaraembætti við Hæstarétt Íslands, til að skrifa álits- gerð þar sem komist var að þeirri sérstæðu niðurstöðu að þar sem að- stoðarseðlabankastjórinn væri stað- gengill bankastjórans að lögum væri hann ekkert „aðstoðar“ lengur held- ur hliðsett varaskeifa sem óhætt væri talið að skella undir hinn mikla hóf bankans þegar starfskrafta seðlabankastjórans nyti ekki við. Það kæmi sömuleiðis til þar sem sömu hæfniskröfur eru gerðar til að- stoðarbankastjórans og aðalbanka- stjórans. Sá hinn fyrrnefndi er með öðrum orðum með sama halla hófs og kjúku, hæð að herðakambi mælist jöfn að stangarmáli og hóflengdin ku einnig vera sú sama. Ekki eru allir sammála þeirri full-yrðingu seðlabankastjóra að aðstoðarbankastjórinn sé ekki undirmaður hans heldur eitthvað allt annað. Yrði sú skoðun ofan á gæti enda upplausnarástand mynd- ast víða í stjórnkerfinu. Er nýskip- aður framkvæmdastjóri lækninga við Landspítala háskólasjúkrahús til dæmis ekki undirmaður forstjóra Landspítalans? Framkvæmdastjór- inn er, líkt og aðstoðarseðlabanka- stjórinn, staðgengill forstjórans, hann er skipaður af ráðherra til fimm ára og er af sömu hófstærð hvað hæfniskröfur varðar og sjálfur forstjórinn. Hvað sem verður er mjög brýnt að skýra hina óvæntu óvissu sem komin er upp. Ekki gengur að láta það hanga hvort stað- genglar og aðstoðarmenn séu sjálfs síns herrar eða heyri jafnvel beint undir ráðherrann sem þá skipar. Undir, yfir og allt um kring Dýraríkinu, sem er elsta starfandi dýra- verslun landsins, verður lokað á næst- unni. Dýraríkinu brátt lokað 1 2 3 4 5 Í nærri 70 ár hefur Danfoss framleitt breiða línu af stjórn- og gæslubúnaði. Við byggjum því á mikilli reynslu í þróun og framleiðslu á iðnaðarstýringum eins og hita- og þrýstinemum, hita- og þrýstistillum, hita- og þrýstiliðum, spólurofum, segullokum og fl. Danfoss hf. • Skútuvogi 6, • 104 Reykjavík. • Sími: 510 4100 Stjórn og gæslubúnaður til notkunar á sjó og landi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.