Morgunblaðið - 06.07.2016, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 06.07.2016, Blaðsíða 3
Á sumrin taka skilningarvitin við sér. Fuglasöngur ómar, gras grænkar og ljúfur sumarilmur boðar komu þessarar notalegu árstíðar. Samspil landbúnaðar og ferðaþjónustu skapar verðmæti sem aldrei fyrr og hafa þessar atvinnugreinar mjög jákvæð áhrif hvor á aðra. Í tilefni þess hafa ferðaþjónustan og landbúnaðurinn tekið höndum saman og sett af stað leik sem fagnar sumarilminum í sínum ólíku myndum. Festu þína sumarstemmningu á mynd sem sýnir samspil landbúnaðar og ferðamennsku og merktu hana með #sumarilmur á Instagram eða Facebook. Myndirnar birtast á sumarilmur.is og í hverri viku verður sú mynd valin sem best þykir sýna anda sumarsins, íslensku sveitirnar og ferðalög innanlands. Sá sem á mynd vikunnar fær glæsileg verðlaun en á meðal vinninga eru gisting og afþreying innanlands og alls kyns upplifun tengd mat og öðru sumarlegu. Heildarandvirði verðlaunanna er hátt í 3 milljónir svo það er til mikils að vinna. Vinningshafar verða kynntir á Rás 2 og þeir fengnir til að segja frá sögunni á bakvið myndina. #sumarilmursumarilmur.is Fangaðu sumarilminn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.