Morgunblaðið - 06.07.2016, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 06.07.2016, Blaðsíða 31
MENNING 31 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JÚLÍ 2016 Sumar 2016 Opið virka daga frá 10-18 Faxafeni 14, 108 Reykjavík | Sími 551 6646 | Laura Ashley á Íslandi Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is „Þetta er flottasta Eistnaflug sem við erum að fara að halda, það fjölbreytt- asta og ferlegasta sem sögur munu fara af,“ segir Stefán Magnússon, sem er upphafsmaður tónlistar- hátíðarinnar Eistnaflugs sem haldin er ár hvert í Neskaupstað á Austur- landi frá 6.-9. júlí, hún sem sagt byrj- ar í dag klukkan 17. Voða lítið rokk og ról „Þegar ég hóf þetta var voðalega lítið rokk og ról í gangi hér fyrir aust- an,“ segir Stefán. „Það var mikið tón- listarlíf en enginn vettvangur fyrir svona rokk eins og þeir voru með á þessum tíma í Reykjavík. Það voru djasshátíðir hérna í héraðinu og þess háttar. Mér fannst vanta smá fjör í þetta. Ég var í sambandi við hljómsveitir í Reykjavík og spurði hvort fólk væri ekki til í að koma og spila og gera gott partí ef ég gæti græjað rútu og keyrt það austur.“ Þannig að þetta var bara smá há- tíð, eiginlega bara smá hittingur til að byrja með? „Já, algjörlega. Til að byrja með voru 50 manns á hátíðinni, það var engin mæting. Svo stækkaði þetta með hverju árinu. Fyrst mættu eiginlega bara hljóm- sveitirnar og vinirnir. Í fyrra voru aftur á móti í kringum 2.000 manns á hátíðinni, en lögreglan ætlaði að það hefði verið auka þús- und manns sem voru á svæðinu.“ Hvað áttu við 2.000 en samt 3.000? „Tæplega 2.000 manns keyptu sig inn á hátíðina en hátíðargestum fylgdu þúsund í viðbót sem voru á tjaldsvæðum og í bænum en keyptu sig ekki inn.“ Af hverju varð þetta ekki bara eitt lítið partí á sínum tíma; af hverju óx þetta svona? „Í framhaldi af fyrsta dæminu var mikið spjallað saman á netsíðu sem hét Dordingull, þar voru spjallsíður þar sem rokkararnir voru saman að ræða málin. Þar kom fram að allir hefðu skemmt sér vel svo að það var ákveðið að gera þetta aftur.“ Ég minnist þess að það hafi komist í fjölmiðla í fyrra að þið hafið ekki fengið krónu í styrk fyrir hátíðina en samt gengi hún vel? Eruð þið að fá einhverja styrki á hátíðina núna? „Já, það er þessi Uppbyggingar- sjóður Austurlands, fólkið í sjóðnum vill ekkert með okkur hafa. Það eru þrjár stórar hátíðir á Austurlandi; Eistnaflug, Bræðslan og Hammondhátíðin. Engin af þess- um hátíðum fékk krónu úr sjóðnum en þær eru líklegast að draga yfir sex þúsund manns til sín. Hátíðin Lunga fær sitt úr sjóðnum eins og vanalega. Afhverju hún fær en við ekki, ég veit það ekki. Án þess að ég sé að gera lítið úr Lunga.“ Hvernig rökstyður þessi sjóður höfnun sína á styrkúthlutun til ykk- ar? „Þú færð bara þetta pólitíska svar um að þetta verkefni verði ekki styrkt, takk samt kærlega fyrir há- tíðina og haltu áfram að standa þig! Allir í héraðinu eru náttúrulega í skýjunum yfir þessari þungarokks hátíð sem við erum að halda og mannfjöldanum sem við drögum inná svæðið, það þarf ekkert að ræða það.“ En af hverju ertu að pirra þig yfir því að fá ekki peninga frá einhverjum sjóði ef þetta gengur allt svona vel á hátíðinni ? „Ég er ekki að pirra mig yfir því, ég er að furða mig á því. En kannski er viðurkenningin mest virði. Mann langar kannski í hana frá sjóðnum.“ Auðvitað erum við nördar En að hátíðinni í ár, þú sagðir í fyrra að nýrnasteinar myndu brotna á hátíðinni, verður þetta betra í ár? „Þetta verður besta árið. Við erum búnir að fá svakalega, rosalega, of- boðslega flott lið á hátíðina. Þetta hefur aldrei tekist betur.“ Árlega veitið þið þessi verðlaun sem kallast Grjótið. Verðlaun til þungarokksmanneskju, þetta eru nú ekki margir í þessum hópi? Eru þessi verðlaun eðlileg í þunnum vinahópi þungarokksins? „Þetta skiptir allt máli. Það er bara eins og við erum að segja að það er svo gott að fá klapp á bakið. Við erum jaðarhópur og erum að þakka þeim fyrir sem hafa barist fyrir þessu í mörg ár.“ Nú hefur enginn krakki komist á hátíðina ykkar, mér skilst að enginn undir 18 ára hafi fengið leyfi til að komast inn, ekki einu sinni í fylgd með fullorðnum, hvað er það? „Nú er ég einmitt að bíða eftir svari frá sýslumanni. Það er hann sem gefur leyfið. Ég hef fengið álit frá lögmönnum og skilst að sýslumaðurinn sé sam- mála að það sé ekkert hægt að banna þetta, þetta sé bara í lögum. Nei, heyrðu. Svarið er komið. Ég er að skoða inboxið hjá mér í tölvunni á meðan við erum að tala saman. Svarið er komið og allir mega mæta á hátíðina. Loksins. Börn, ung- lingar, gamalmenni, það eru allir vel- komnir.“ En eruð þið þessir heitu aðdá- endur þungarokksins ekki eitthvað skrítið fólk? „Jú, jú, þessi hátíð er einhver stærsta nördasamkoma fyrir utan EVE Online-hittinginn. Þú kemur í þínum fötum og þínum bol og öllum er skítsama. Það er eng- inn að vanda sig við að dansa þarna, bara ekki vera fáviti og þá er þetta í góðu lagi.“ Án ofbeldis og eiturlyfja Þið hafið sloppið við ofbeldis- og vitleysisuppákomur eða hafa tilvik komið upp á? „Nei, það hefur gengið mjög vel. Við höfum gengið hart fram í því að passa upp á það. Ef eitthvað fer að leysast upp í vitleysu er það bara stoppað af gestunum sjálfum. Þetta eru svoddan nördar að þeir eru yfirleitt auðstoppanlegir og gott að tala við þá.“ En hvað með eiturlyf, hafa slíkar uppákomur verið? „Það er alveg með minnsta lagi. Auðvitað slæðist alltaf eitthvað með, það fylgir öllum þessum tónlistar- hátíðum.“ Hvaða hljómsveit hlakkar þú mest til að heyra í? „Það eru svo margar, þetta er súp- er prógramm. En ég hlakka meðal annars til að heyra í Meshuggah, þar ertu með skriðdreka, algjör sleggja sú hljóm- sveit. Að hlusta á hana er eins og að fá átján hjóla trukk keyrandi í gegn- um eldhúsið hjá þér, algjör valtari,“ segir Stefán. Skriðdreki í Neskaupstað  Tónlistarhátíðin Eistnaflug hefst með völturum í Neskaupstað í dag Grjótharðir Meshuggah er ein af fjölmörgum eitilhörðum hljómsveitum sem koma í Neskaupstað til að þenja sig. Morgunblaðið/Þorkell Gleði Að hafa fallegt hár getur verið kostur fyrir þungarokkara. Eftir aðeins sex þætti hefur Chris Evans sagt starfi sínu sem stjórn- andi sjónvarps- þáttanna Top Gear á BBC lausu. Evans tók við stjórn þátt- anna þegar Jer- emy Clarkson var rekinn 2015 eftir að hafa beitt samstarfsfélaga sinn bæði andlegu og líkamlegu ofbeldi. Í mótmælaskyni sögðu með- þáttastjórnendur hans, James May og Richard Hammond, upp, en þeir þremenningar vinna nú að nýjum sjónvarpsþætti fyrir Amazon sem hefja á göngu sína með haustinu. Evans hafði fjóra meðþátta- stjórnendur sér til aðstoðar, þau Matt LeBlanc, Rory Reid, Chris Harris og Sabine Schmitz. Óljóst er hvort þau munu halda áfram að stýra þáttunum, en áhorfið á þætt- ina hefur mælst í sögulegu lág- marki að undanförnu skv. BBC. Yfirgefur Top Gear eftir sex þætti Chris Evans

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.