Morgunblaðið - 06.07.2016, Blaðsíða 33
MENNING 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JÚLÍ 2016
» Jón Stefánsson organisti hefði orðið sjötugur ígær hefði hann lifað. Í tilefni þessara tímamóta
efndu vinir hans til söngstundar í gærkvöldi sam-
tímis bæði í félagsheimilinu Skjólbrekku í Mývatns-
sveit og Langholtskirkju þar sem Jón starfaði sem
organisti og kórstjóri í rúma hálfa öld. Góður hópur
fólks kom saman í Langholtskirkju þar sem ættjarð-
arlög voru sungin í fjórum röddum Jóni til heiðurs.
Minningarstund í Langholtskirkju
Notaleg stund Það var bjart og fallegt inni í kirkjunni hans Jóns þar sem fólk söng við undirleik orgelspils.
Innlifun Þessar tvær drógu ekkert af sér í íslensku ættjarðarlögunum.
Spjall Fólki gafst að sjálfsögðu líka tími til að spjalla á milli laga. Nótur Þær notuðu eitt hefti saman þessar konur og nutu þess að syngja.
Tekið á því Fólk gaf misjafnlega mikið í sönginn, sumir létu hljóma vel.
Morgunblaðið/Eggert
Þrír fyrrverandi stjórnendur hjá danska uppboðshúsinu Bruun Rasmussen
voru sl. mánudag sýknaðir í undirrétti í Kaupmannahöfn af ákæru þess
efnis að hafa reynt að selja falsaða gerð af styttunni „Hugsuðinum“ eftir
Auguste Rodin. Þeim Claus Poulsen, Thomasi Høiland og Per Rix var gefið
að sök að hafa 2013 beðið breska uppboðshúsið Christie’s að selja 37 sm
háa bronsstyttuna fyrir 4-6 milljónir danskra kr. (74-110 millj. ísl. kr.) þrátt
fyrir að nefnd fremstu Rodin-sérfræðinga heims hefðu þegar rannsakað
styttuna og upplýst þá um að um fölsun væri að ræða. Ákæruvaldið fór
fram á þriggja ára fangelsisrefsingu fyrir athæfið.
Sakborningarnir þrír byggðu málsvörn sína á því að þeir hefðu aðeins
beðið starfsmenn Christie’s að meta fyrir sig styttuna, en ekki selja. Sögð-
ust þeir hafa viljað fá álit sérfræðinga Christie’s í ljósi þess að Høiland
keypti styttuna sem ekta fyrir þáverandi umbjóðanda sinn, Peer Lor-
entzen, á uppboði Christie’s í New York árið 1996. Á þessi rök féllst rétt-
urinn og taldi að þremenningunum hefði ekki borið skylda til að upplýsa
starfsmenn Christie’s um mat Rodin-sérfræðinganna, en sakborningarnir
báru fyrir rétti að ekkert vandað uppboðshús myndi selja hugsanlega Rod-
in-styttu án þess að leita til sérfræðinganefndarinnar. Málareksturinn fyrir
dómi snerist aðeins um það eitt að sanna að
þremenningarnir hefðu haft í hyggju að
biðja Christie’s að selja fyrir sig styttuna
og féllust allir þrír dómararnir á þá túlkun
verjenda að orðfærið „to consign“ fæli að-
eins í sér ósk um mat en ekki sölu.
Samkvæmt frétt danska dagblaðsins
Politiken reyndu þremenningarnir að kúga 6
millj. dk. kr. út úr Christie’s þegar uppboðs-
húsið neitaði að selja fyrir þá styttuna. Í bréfi
þeirra til Christie’s hótuðu þeir málsókn og
neikvæðri fjölmiðlaumræðu féllist
Christie’s ekki á fjárkröfu þeirra, en nefndu
það ekki einu orði að þeir hefðu sjálfir vitað
að styttan væri fölsuð þegar þeir keyptu hana
2012 af Jane Begtrup sem erft hafði stytt-
una eftir stjúpa sinn, Lorentzen. Saksókn-
ari hefur hálfan mánuð til að ákveða hvort
málinu verði áfrýjað. silja@mbl.is
Fyrrverandi stjórnendur
Bruun Rasmussen sýknaðir
Hugsuður-
inn eftir
Rodin.
Laugavegi 29 | sími 552 4320 | www.brynja.is | verslun@brynja.is
Opið
virka
daga
frá 9
-18
lau f
rá 10
-16
Orf úr áli 25.980
Orf úr tré 17.400
Ljár 7.950
Heyhrífa 4.320
Orf og ljár
verz
lunin
bryn
ja
MIKE AND DAVE 5:50, 8, 10:10
INDEPENDENCE DAY 2 5, 8, 10:30
LEITIN AÐ DÓRU ÍSL.TAL 3:50, 5:50
CENTRAL INTELLIGENCE 10:30
WARCRAFT 2D 8
ANGRY BIRDS ÍSL.TAL 3:50
LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar
Miðasala og nánari upplýsingar