Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.07.2016, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.07.2016, Blaðsíða 16
VIÐTAL 16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.7. 2016 B jarni Benediktsson, formaður Sjálf- stæðisflokksins og fjármála- og efnahagsmálaráðherra, hefur gegnt formennsku í flokknum frá því snemma árs 2009. Margt hefur breyst hér á landi í formannstíð Bjarna, og segja má að helsta verkefni þjóðarinnar hafi verið að vinna sig út úr því hruni sem varð hér haustið 2008. Margt hefur vel gengið og annað ekki. Bjarni ræðir í samtali við Morgunblaðið tímann frá hruni og hvað beri að leggja áherslu á í pólitíkinni til framtíðar. - Bjarni, ég ætla að hefja viðtalið úr svolítið óvæntri átt. Þú ert fjallmyndarlegur eins og Hollywoodleikari, alinn upp í allsnægtum í Garðabænum. Myndir þú lýsa sjálfum þér sem silfurskeiðarbarni? Bjarni hlær við, þegir um stund og segir svo: „Ég hef aldrei litið á mig sem silfurskeiðarbarn, en geri mér fulla grein fyrir þeirri umræðu sem hefur verið um mig. Vissulega bjó ég og hef búið við fjárhagslegt öryggi. Ég hef ekki þurft að glíma við fjárhags- lega erfiðleika á minni ævi. Fjöskylda mín hefur borið til þess gæfu að geta stutt mig, hefði þess reynst þörf. Það eru aðstæður sem ég skil vel að menn líti á sem forréttindi og geri ekki lítið úr því. Mín lífssýn felst meðal annars í því að vera þakklátur fyrir það sem lífið hefur fært mér og taka engum hlut sem sjálfsögðum. Það er einmitt á vettvangi stjórnmálanna sem mig langar til þess að láta til mín taka, við að láta gott af mér leiða, ekki síst fyrir þá sem eiga á brattann að sækja, hafa orðið fyrir áföllum, ekki fengið tækifæri í lífinu, eða hafa ekki getað fundið kröftum sínum viðnám einhverra hluta vegna. Um þetta meðal annars snúast þau stjórnmál sem ég vil stunda.“ Bjarni bendir á að það sé ekki nýtt af nálinni, að Sjálfstæðisflokkurinn og forysta hans séu sökuð um að líta einkum til þeirra sem betur megi sín í samfélaginu og vilji fyrst og fremst bera hag þeirra fyrir brjósti. Hann teygir sig í bók á skrifborði sínu, sem ber heitið Stjórnmál og gefin var út af ungum sjálfstæðismönnum fyrir um 70 árum, en þar er meðal annars að finna ræðu eftir Bjarna Bene- diktsson heitinn, afabróður hans og fyrrverandi formann Sjálfstæðisflokksins og forsætisráð- herra. Bjarni heldur áfram: „Frændi minn sagði þetta svona árið 1937: „Ágreiningurinn um það hvernig því takmarki verði náð að auka sem mest hagsæld sem flestra kemur m.a. fram í því hvort leggja beri meiri áherslu á auðjöfnunina eða auðsköpunina.“ Síðan rekur Bjarni það, að jafnaðarmenn hafi ávallt lagt áherslu á auðjöfn- unina, en sjálfstæðismenn hafi aldrei viljað fall- ast á að þetta sé höfuðatriðið, heldur auðsköp- unin, sem sé forsenda þess að hagsæld sem flestra verði tryggð og aukin. Þetta var kjarninn í stefnu Sjálfstæðisflokksins og er enn í dag. ,,Það ber einnig að hafa í huga að Sjálfstæðis- flokkurinn er flokkur allra stétta og lítur svo á að það sé hlutverk ríkisins að hlúa að þeim sem minna mega sín. Hinir geta séð um sig sjálfir. Í því sambandi má ekki gleyma, að velferðar- kerfið eins og við þekkjum það í dag varð til á vakt hans og þetta fyrrnefnda með auðsköp- unina er hin hliðin á sama peningi. Stjórnmálin snúast að verulegu leyti um það, hvernig við sköpum næg verðmæti til þess einmitt að geta haft sterkt velferðarkerfi. Án verðmætasköp- unar verður engin velferð.“ - Náðst hefur gífurlegur árangur á sviði efna- hagsmála í tíð sitjandi ríkisstjórnar. Viðvarandi hagvöxtur, aukinn kaupmáttur, minnkandi at- vinnuleysi og heimili landsins glíma við æ minnkandi skuldasúpu. Hverju má þakka þenn- an árangur? Fólkið í landinu „Það er fólkið í landinu sem náð hefur þessum árangri og á heiðurinn af honum. Það á enginn stjórnmálamaður eða flokkur heiðurinn, enginn einstaklingur, enginn banki, ekkert fyrirtæki. Þessi árangur hefur náðst vegna sameiginlegs átaks þjóðarinnar allrar. Með því að varða leiðina ákveðnum ákvörð- unum, sem voru teknar víða, margar stórar voru teknar á Alþingi, en margar og ekki síður mikilvægar ákvarðanir voru teknar úti í sam- félaginu, hefur okkur tekist að finna viðspyrn- una sem þurfti. Mér finnst oft of mikið gert úr áhrifum þess sem ákveðið er á Alþingi, þótt ég sé alls ekki að gera lítið úr störfum þingsins með þessum orðum, því Alþingi er vissulega valda- mesta stofnun þessa samfélags. Það sem ég er að fara með þessum orðum er að ef þingið fær þjóðina ekki með sér þá gerist ekki neitt. Ef þingið reynir að knýja í gegn breytingar sem eru í andstöðu við vilja eða getu fyrirtækjanna, eða heimilanna í landinu, þá keyra menn á vegg. Hinar efnahagslegu forsendur fyrir þeirri viðreisn sem orðin er voru lægra gengi krón- unnar, neyðarlögin, höftin og það hvernig við tókum á slitabúunum. Þetta voru lykilákvarð- anir sem skiptu sköpum í endurreisnarstarfi þjóðarinnar undanfarin ár og svo auðvitað það að láta ekki vaða yfir okkur í Icesave-málinu.“ - Nú fer kosningaundirbúningur Sjálfstæðis- flokksins sem og annarra flokka að hefjast. Mega kjósendur ekki treysta því að þið munið halda áfram þeim stefnumiðum ykkar að halda sköttum og gjöldum í lágmarki? „Jú, því má treysta. Hins vegar deili ég þeirri tilfinningu með stórum hluta fólksins í landinu að það sé víða pottur brotinn í opinberri þjónustu. Við verðum að gera mun betur í þessari þjónustu en við ger- um í dag. Við þær aðstæður þarf það að vera framar í forgangsröðuninni, en veruleg lækkun skatta og opinberra gjalda. “ - Útskýrðu nánar hvað þú átt við að opinber þjónusta sé færð til betri vegar, áður en farið verður í verulegar skattalækkanir. „Það sem ég á m.a. við er að 20% sjúklinga treysta sér ekki til þess að leita heilbrigðisþjón- ustu vegna bágrar fjárhagsstöðu; við erum með langa biðlista eftir lífsnauðsynlegum aðgerðum eins og hjartaþræðingum; við erum með stefnu um að 80% kostnaðar við tannlækningar eldri borgara eigi að greiðast af ríkinu, en búum hins vegar við þann raunveruleika að sjúklingarnir sjálfir bera um 80% kostnaðarins. Við höfum of mörg dæmi þess að fók er að falla á milli skips og bryggju og því finnst mér ekki annað verjandi en að segja að þetta séu málin sem við ætlum núna að setja í forgang. Það má treysta því að við munum halda sköttum og gjöldum í lágmarki, en það er okkar for- gangsmál núna, að koma samfélagsþjónustunni í betra lag. Ég lít þannig á að á meðan við höfum dæmi þess að fólk leiti sér ekki heilbrigðisþjónustu, vegna þess að það treysti sér ekki til þess að standa undir kostnaðinum sem því fylgir, þá er- um við ekki með það stéttlausa samfélag sem við viljum búa í. Ég kem aldrei til með að fallast á að það sé í lagi vegna þess að það er ekki í lagi og ég mun leggja allt í sölurnar til þess að allir hafi jafnt aðgengi að heilbrigðisþjónustu á Ís- landi án tillits til efnahags. Ég vil sjá samfélag þar sem við bjóðum jöfn tækifæri fyrir þegnana, þar sem aðgengi að grunnþjónustu, svo sem heilbrigðisþjónustu og menntun, sé óháð efnahag. Eitt skref í þá átt er að sjá til þess að sjúk- lingar finni ekki fyrir greiðsluþátttökunni sem þröskuldi, þegar kemur að aðgengi að heilbrigð- isþjónustu í landinu. Bætt samfélagsþjón- usta forgangsmál Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur látið semja lagafrumvarp sem veitir fleiri hundruð manns sem nú heyra undir úrskurði kjararáðs samningsrétt á ný. Segir ítrekuð inngrip Alþingis í störf ráðsins hafa eyðilagt kerfið. Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Bjarni og fjölskylda voru viðstödd fyrstu tvo leiki karlalandsliðs okkar í fótbolta á EM. Þriðja leikinn sá Bjarni svo með því að skella sér með lest frá London til Parísar, beint í kjölfar vinnuferðar til London, en Bjarni missti af leiknum þar sem strákarnir lögðu stórveldið England að velli en skellti sér svo til Frakklands um næstsíðustu helgi, til þess að sjá leikinn við Frakka. - Nú varst þú viðstaddur fjóra af fimm leikjum landsliðsins okkar á EM í Frakk- landi. Hvernig upplifun var þetta? „Það er erfitt að lýsa því. Þegar við kom- um akandi til Annecy þá vissi maður ekki alveg hverju maður ætti von á. Snemma fórum við að sjá íslensk flögg og svo fólk á gangi í íslenska landsliðsbúningnum og ég bara viðurkenni að ég missti mig alveg og kallaði út um gluggann: „Áfram Ísland!“ Þegar við gengum inn á leikvanginn fyllt- umst við eftirvæntingu þegar við sáum þetta íslenska mannhaf sem saman var komið þar. Gleðin og stemningin af því að syngja þjóðsönginn okkar fyrir leik og stoltið að leik loknum er eitthvað sem verður okkur öllum ógleymanlegt, sömu- leiðis mótið og þátttaka okkar liðs í fram- haldinu.“ - Hvaða veganesti telur þú að strákarnir okkar gefi okkur til framtíðar með frammi- stöðu sinni? „Þeir hafa sett alveg stórkostlegt for- dæmi, sem lýsir sér í því, að ef menn standa saman og eru tilbúnir að leggja mikið á sig, þá eru ótrúlegustu hlutir gerlegir og hægt að ná mögnuðum árangri. Þetta höfum við svo sem séð áður, kannski ekki alveg í þessari stærð, en við megum ekki gleyma því að við erum að komast í úrslit karla- og kvennalandsliða í körfubolta, handbolta og fótbolta, svo ég minnist nú ekki á árangur frjálsíþróttafólks okkar á EM í síðustu viku. Árangur landsliðs okkar í knattspyrnu á EM í Frakklandi var enn eitt stóra skrefið sem íþróttirnar hafa stigið og enn ein sönnun þess hverju lítil þjóð getur áorkað með samstöðunni. Hið óyfirstíganlega verður gerlegt með vinnu og samstöðu.“ HEILLAÐUR AF FRAMMISTÖÐUNNI Á EM Bjarni og Þóra Margrét með tveimur eldri börnum sínum, þeim Benedikt og Margréti í Frakklandi. Yngri dæturnar, þær Guðríður Lína og Helga Þóra voru einnig með í för. Missti mig alveg!

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.