Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.07.2016, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.07.2016, Blaðsíða 8
’Skapgerð Williamsþykir á hinn bóg-inn minna meira áNavratilovu. Þær eru báðar háværar á velli og geta stokkið upp á nef sér, en hvorki dettur né drýpur af hinni öguðu Graf. SERENA WILLIAMS frá Bandaríkjunum vann sinn 22. alslemmutitil í einliðaleik kvenna í tennis á Wimbledon-mótinu í Lundúnum um síðustu helgi og jafnaði þar með árangur þýsku goðsagnarinnar Steffi Graf. Aðeins ein tenniskona býr nú að fleiri alslemmutitlum, hin ástralska Margaret Co- urt, en árangur hennar er ekki að fullu sambærilegur, þar sem hún vann þrettán af 24 titlum sínum áður en atvinnumönnum var hleypt inn á stór- mótin, 1968. Tennisskýrendur velta því nú af auknum þunga fyrir sér hvort Serena Williams sé orðin besta tenniskona sögunnar. Eins og alltaf er erfitt að bera saman leikmenn milli kynslóða en áður en Williams hóf að skara fram úr þótti valið einna helst standa milli fyrrnefndrar Graf og hinnar tékk- nesk-bandarísku Martinu Navratilovu. Sú síðarnefnda vann „aðeins“ átján alslemmutitla á óhemjulöngum ferli, frá 1975 til 2006, en hún státar á hinn bóginn af flestum sigrum á öllum mótum, stórum og smáum, 167. Þar gnæfir Navratilova yfir Graf (107) og Williams (71). Alslemmumótin þykja þó almennt betri mælikvarði á getu tennisleikara. Navratilova byrjaði að keppa á mótum nítján ára, Williams fjórtán ára og Graf aðeins þrett- án ára. Williams er enn að, á 35. aldursári, en Graf settist í helgan stein aðeins þrítug að aldri, árið 1999. Enda þótt Navratilova hafi keppt á mótum til fimmtugs vann hún sinn síðasta al- slemmutitil 34 ára gömul, árið 1990. Williams og Graf þykja líkari leikmenn; ekki síst vegna krafts og hraða en hafa ber í huga að leikurinn var mun hægari meðan Navratilova var upp á sitt besta. Með nú- tímaaðbúnaði og -þjálfun er þó aldrei að vita. Graf og Willi- ams mættust í tvígang árið 1999 og unnu sinn leikinn hvor. Skapgerð Williams þykir á hinn bóginn minna meira á Navr- atilovu. Þær eru báðar háværar á velli og geta stokkið upp á nef sér ef á móti blæs, en hvorki datt né draup af hinni öguðu Graf. Hvorki í sigri né tapi. „Ég hefði haft yndi af því að glíma við Serenu,“ var einu sinni haft eftir Navratilovu. „Hefðum við mæst á hátindi ferils okkar hefði ekki mátt á milli okkar sjá. Uppgjafir Serenu eru svakalegar en með boltann í leik hefði ég alveg spjarað mig.“ orri@mbl.is Í PRÓFÍL 8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.7. 2016 Reykjavíkurvegi 64, Hfj, s. 555 1515, enjo.is • Tímasparnaður • Engin kemísk efni • Ódýrara • Umhverfisvænt • 6 x hreinna - betri þrif • Vinnuvistvænt • Minni vatnsnotkun Nýja ENJO vörulínan er komin á markað Ferskari, líflegri og enn meiri gæði Komið í verslun okkar og sjáið úrvalið Opið kl. 11-18 alla virka daga VINSÆL Serena Williams er ekki aðeins tekju- hæsta íþróttakona í heimi um þessar mundir, held- ur einnig ein sú vinsælasta. Hún er virkur þátttak- andi í samkvæmislífinu vestan hafs og er þekkt fyrir litríkan klæðnað, innan vallar sem utan. Undanfarin ár hefur hún klæðst fötum úr eigin línu „Aneres“, sem er, eins og glöggir hafa þegar áttað sig á, Se- rena stafað aftur á bak. „Aneres“ hverfist ekki bara um klæði, heldur líka skartgripi og töskur. Þá hefur Serena séð um sérstaka línu fyrir tískuhúsið HSN sem sýnd hefur verið á tískuvikunni í New York. Williams hefur setið fyrir hjá ýmsum blöðum og tímaritum og á síðasta ári varð hún fyrsta þel- dökka íþróttakonan til að prýða forsíðu hins virta tískutímarits Vogue. Undanfarin fimmtán ár hefur Williams komið fram í fjölmörgum sjónvarpsþátt- um og kvikmyndum, einkum sem hún sjálf. Þó á hún að baki „leikin“ hlutverk í þáttum eins Law & Order: Special Victims Unit, ER og Drop Dead Diva. Serena Williams mætir á frumsýningu heimildarmyndar um sjálfa sig, „Serena“, í New York í síðasta mánuði. AFP Sjónvarpsleikur og eigin tískulína FJÖLHÆF Serena Williams er ekki aðeins framúrskarandi í einliðaleik í tennis, hún er jafn- framt afar sigursæl í tvíliðaleik, ásamt systur sinni, Venus, sem er árinu eldri. Alls hafa syst- urnar farið með sigur af hólmi á fjórtán alslemmumótum. Fyrst opna franska meistaramótinu 1999 og síðast á Wimbledon um daginn. Það var fyrsti sigur systranna á stórmóti í heil fjög- ur ár – sem er langur tími á þeim bænum. Þá vann Serena tvenndarleik í tvígang á stór- móti árið 1998, ásamt Hvít- Rússanum Max Mirnyi. Ekki síðri í tvíliðaleik Serena Williams sigurreif ásamt systur sinni, Venus, að afloknum úrslita- leiknum í tvíliðaleik á Wimbledon. Þær hafa nú safnað fjórtán titlum. AFP ÆVI Serena Jameka Williams fæddist í Saginaw í Michigan þann 26. september 1981 og verður því 35 ára í haust. Hún á eina alsystur, Venus, og tvær hálfsystur, Lyndrea og Isha Price. Þriðja hálfsystirin, Yetunde Price, var myrt 2003. Williams ólst að mestu upp í Kaliforníu og Flórída og byrjaði þriggja ára gömul að æfa tennis. Foreldrar hennar, Richard Willi- ams og Oracene Price, hafa alla tíð verið aðalþjálfarar hennar en fjölmargir aðrir hafa lagt hönd á plóginn. Nú síðast Frakkinn Pat- rick Mouratoglou. Williams er ógift og barnlaus en sló sér síðast upp, svo vitað sé, með rapparanum og leikaranum Common frá 2008-10. Williams fagnar sigri á móti 2007. Reuters Ein systirin var myrt Serenaða fyrir tennisspaða Williams fagnar Wimbledon- titlinum með sínu lagi um síð- ustu helgi. AFP AFP Serena Williams tók við Wimble- don-skildinum í sjöunda sinn. Williams á fullri ferð í úr- slitaleiknum gegn hinni þýsku Angelique Kerber. Sigurinn var öruggur. AFP

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.