Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.07.2016, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.07.2016, Blaðsíða 35
býr það Íslendinginn ekki undir sandöldur Namib-eyðimerkurinnar í nágrenni við Walvis Bay, rétt við strendur Atlantshafsins. Þar bylgj- ast örfínn gullsandurinn um undir safírbláum himni og myndar lands- lag sem er einfalt og margbrotið í senn. Franski rithöfundurinn og flugkappinn Antoine de Saint- Exupéry reit meðal annars þannig í metsölubók sinni, Litla prinsinum, um eyðimörkina í Sahara: „Ça c’est, Öðru máli gegndi um blettatíg- urinn, sem er að mati undirritaðs með tignarlegri dýrum sem hann hefur augum litið. Það er einhver reisn og fágun yfir þessu fótfráasta landdýri veraldar og kraftarnir ber- sýnilega sparaðir uns tími er kominn til að taka á rás við veiðar. Á meðan pardusinn var slægur og fautalegur til augnanna skein viska aldanna úr andliti blettatígurins og svipurinn sat um hríð í blaðamanni. Síðdegis tók degi að halla býsna skjótt og um hálfsjö var tekið að skyggja. Þá var haldið í kvöldverð og þaðan í fyrsta gististaðinn, fallegt hús úti á gresjunni þar sem óbyggð víðáttan blasti við út um stofuglugg- ann. Aðbúnaður allur til fyr- irmyndar og á veggnum var árituð mynd af Brad og Angelinu, þar sem þau þakka Schultz-fjölskyldunni fyr- ir afnotin af slotinu. Um kvöldið sát- um við ferðafélagarnir um stund úti á pallinum sem sneri út í óbyggð- irnar, eins og stofuglugginn, og þar truflaði ekkert villta þögnina, nema einstaka dýrahljóð. Sum töldum við okkur þekkja – önnur ekki. Af hæðum, steinum og stokkum Í Namibgrens er gaman að koma, hvort heldur fólk er áhugasamt um tjaldgistingu í óbyggðum ellegar torfæruakstur; hvort tveggja fékk undirritaður að reyna og það var á allan hátt ógleymanleg reynsla. Um- hverfið þar er grýtt með slíkum til- þrifum að Ísland gæti þar lært sitt- hvað. Á leiðinni þangað, nánar tiltekið við borgina Rehoboth sem liggur rúma 90 kílómetra beint suð- ur af Windhoek, gafst ferðalöngum kostur á að fara yfir Hvarfbaug syðri (e. Tropic of Capricorn) og þar er vinsælt að smella af mynd. Bíltúr þessa dags reyndist fullur af ótrú- legum augnablikum – allt frá áningu á útsýnisstað þar sem sást nánast til eilífðar og hæðirnar á sléttunni runnu hver af annarri inn í mistrið uns þær sem fjærst voru runnu inn í sjóndeildarhringinn – til nánast ófærra troðninga sem Toyota Hilux- jeppum var gert að klöngrast yfir, með góðu eða illu. Það var svangur mannskapur sem lagði leið sína á tjaldsvæðið í Namibgrens að kvöldið og þáði þar eldgrillað kjöt af teini og aðra hressingu. Eftir matinn var tekið sæti í kringum varðeld og að ævintýralegum degi loknum var eins og fólk vildi helst bara tengjast al- heiminum með því að stara í logana, mitt úti í óravíddum urðar, grjóts og sanda. Einhver fékk þá grillu að kveikja á tónlist frá heimahögunum en hann var snarlega kveðinn í kút- inn af vöskum ferðafélaga; var það vel. Stundum þarf maður ekkert – og vill ekkert – nema þögnina og hvísl- andi viðinn í eldinum. Hafið bláa hafið og himinninn Þó að stórgrýti og stórskorið lands- lag sé tilkomumikið út af fyrir sig þá pour moi, le plus beau et le plus triste paysage du monde.“ Þetta er, í mínum augum, fallegasta og sorg- legasta landslag í öllum heimi. Þetta má að vissu leyti heimfæra á sand- auðnina í suðvesturhluta Namibíu; það er einhver angurvær fegurð í fíngerðum og lífvana sandinum. Landslag þetta er alltént Íslend- ingnum svo framandi að hann á auð- velt með að gleyma sér við að stara á öldur, hæðir, dali og önnur tilbrigði sem vindi og veðrum hefur þóknast að móta í það og það skiptið. Á morgun verður eyðimörkin mótuð í annað mynstur; hún er alltaf og aldrei eins. Þar eyddi blaðamaður lunga af degi en var rétt að ná að kynnast eyðimerkursandinum þegar mál var til komið að halda til Swakopmund, hafnarborgarinnar norður af Walvis Bay. Þennan stað vildi ég gjarnan fá að sjá aftur, einhvern tímann á lífs- leiðinni. Hin þýsku kynni gleymast ei Eins og við er að búast eru þýsk áhrif mjög varanleg í þessari þýsku nýlendu til forna, og nafnið Swakop- mund er beinlínis þýskt. Götuheiti og önnur örnefni í borginni og ná- grenni eru þýsk eða í það minnsta þýskættuð, og byggingarstíllinn auðsjáanlega evrópskur. Fyrir áhugasama er rétt að benda á Strand Hotel sem öruggan og indæl- an gististað, með góðum veit- ingastað og prýðilegum hótelbar. Flest herbergin hafa magnað útsýni til sjávar og frískandi hafgolan er vel þegin, kvölds, morgna og þar á milli. Það er gaman að spóka sig um bæ- inn og ýmislegt að skoða, en við ágenga minjagripasala er best að segjast hafa gleymt veskinu heima; að öðrum kosti láta þeir vart segjast. Fyrir Íslending sem ekki hafði séð til hafs í nokkra daga var þó eft- irminnilegast að ganga meðfram strandlengjunni og hlusta á öldu- gjálfrið; það er ekkert minna en un- aðsleg tónlist í eyrum mörlandans. Sökkvandi sólin í blóðrautt Atlants- hafið var þá með því fegursta sem ég leit í þessari ferð minni til Afríkurík- isins Namibíu. Hefði einhver heimamanna, tal- andi á afrikaans, spurt mig hvernig mér líkaði landið hefði ég sjálfsagt svarað að þeirra hætti um það sem fallið hefur í kramið og rúmlega það: „Lekker, man!“ Landslagið í Namib-eyðimörkinni er engu líkt og fagurmótaðar sandöld- urnar dáleiddu Íslendinginn sem aldr- ei hafði séð annað eins umhverfi. Tegund smáfugla gerir sér hóphreiður í trjám sem þessum og hættir stundum ekki viðbyggingu fyrr en þyngdin ber tréð ofurliði, eins og hér sést. Leið- sögumenn vara fólk við að ganga undir slík hreiður til að skoða þau því oft eru snákar inni í eggjaleit og geta fallið út þegar minnst varir og í fang forvitinna. Ljónið Clarence gerðist heldur uppivöðslusamt þegar menn nálguðust og greinarhöfundi varð ekki um sel þegar konungur dýranna sýndi stökkkraftinn. Fljótlega var þó kastað til hans vænum bita af hrossakjöti og hann róaðist. Það er kyrrð, reisn og yfirvegun yfir blettatígrinum – uns hann tekur á rás enda fótfráasta landdýr veraldar. Þessi rauðklæddi hirðir vakti eftirtekt greinarhöfundar enda fötin litríkari en almennt sást í upp- sveitum Namibíu. Hann veifaði glaðlega er bíllinn rann framhjá, sáttur með sitt. Horft að Strand Hotel í Swakopmund. Eins og sjá má stóð sandstormur af landi og á haf út, með hvössum gusti og sandi í loftinu. Swakopmund er þýskt nafn enda um gamla nýlendu að ræða. ’Í Namibgrens er gam-an að koma, hvortheldur fólk er áhugasamtum tjaldgistingu í óbyggðum ellegar tor- færuakstur; hvort tveggja fékk undirritaður að reyna og það var á allan hátt ógleymanleg reynsla. 17.7. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 35 FERÐALÖG

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.