Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.07.2016, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.07.2016, Blaðsíða 40
Pierre Coulibeuf stendur í Verksmiðjunniá Hjalteyri við Eyjafjörð og veltir fyrirsér hráu sýningarsvæðinu. Hann er franskur myndlistar- og kvikmyndagerðar- maður og hafa verk hans verið sýnd á ótal lista- og kvikmyndahátíðum um víða veröld, auk þess sem hann er beðinn að setja upp sýningar í virtustu listasöfnum heims. Nú er hann kom- inn til Íslands í fyrsta skipti og reynir að sjá fyrir sér hvar hann muni setja upp þær fjórar kvikmyndainnsetningar sem hann ætlar að sýna í Verksmiðjunni. „Sýningarsalurinn er alltaf hluti af sýning- unni,“ útskýrir Coulibeuf sem býr til leiknar en ónarratífar kvikmyndir sem byggjast á og eru innblásnar af verkum annarra listamanna. Inn- setningarnar hans eru gjarna vídeóverk unnin upp úr lengri kvikmyndum hans, sem hann skýtur á 16 eða 35 mm filmu. Þessar myndir eru listaverk þvert á hefðir listanna og á landa- mærum listanna, þar sem hann gagnrýnir við- tekin form þeirra og framsetningu sannleik- ans. Coulibeuf opnar sýninguna sína The World is an Enigma í dag kl. 14. Sýningin stendur út júlímánuð og er opin öllum alla daga kl. 14-17. Erna dansar og öskrar Coulibeuf er einnig kominn hingað til lands til að taka upp nýja mynd hérlendis með Ernu Ómarsdóttur dansara í aðalhlutverki. Couli- beuf hefur unnið með mörgum frægum lista- mönnum, þ. á m. Marinu Abramovic, og þetta er ekki í fyrsta sinn sem þau Erna vinna sam- an. Í dag, á opnunardegi sýningarinnar, verður kvikmynd hans Crossover (2009) sýnd, en hana gerði hann með Ernu og rokkbandinu PONI. Coulibeuf er þegar byrjaður að taka upp nýju myndina og hafa upptökur farið fram í Listasafni Reykjavíkur og á Eyjafjarðarsvæð- inu. „Myndin á að fjalla um hlutverk konunnar í nútímasamfélagi og mun dansarinn Lovísa Gunnarsdóttir einnig taka þátt í verkinu,“ út- skýrir Coulibeuf. Flestöll verk hans frá síðari árum eru innblásin af verkum dansara. Þegar hann vann með belgíska danshöfundinum Jan Fabre kynntist hann Ernu sem þá starfaði með Fabre. „Ég heillaðist strax af Ernu og þeim ótrú- lega krafti sem hún býr yfir,“ segir Coulibeuf. „Hún virðist hafa endalausa þörf til þess að brjóta af sér hlekki,“ sem er einmitt í anda Coulibeuf sem sífellt reynir á þanþol hinna ým- issu listforma í verkum sínum. Honum finnst íslenska landslagið upplagt til að kvikmynda Ernu, þar sem það er þekkt fyrir þann und- irliggjandi kraft sem þar býr. „Og Erna mun ekki bara dansa heldur líka öskra,“ segir Couli- beuf sem er greinilega mjög spenntur fyrir samvinnunni með Ernu. Tengsl manns og jarðar „Kvikmyndaverkið skapar sinn eigin heim. Sá heimur sem verkið kallar fram er ekki útfærsla á raunveruleikanum heldur endurvarp hans,“ útskýrir Coulibeuf verkin sín og geta gestir sýningarinnar rýnt í verkin með þetta að leið- arljósi í verkunum fjórum á sýningunni. „Hvert verk fyrir sig reynir að líkja eftir vissu hugarástandi, hvöt eða hegðun, hugsun eða til- finningu.“ Í Somewhere in between (2004/2006) er rannsóknum danshöfundarins Meg Stuart snú- ið yfir í skáldskap. Í The Warriors of Beauty (2002/2006) sækir hann í leikhúsheim Jan Fabre og leikur Erna í þeirra mynd. Í völund- arhúsi leikur kona á brúðarkjól sér að því að af- vegaleiða áhorfandann. Verkið A Magnetic Space (2008) er innblásið af veröld kanadíska danshöfundarins Benoît Lachambre, og fer verkið inn á svið hins yfir- náttúrulega, þar sem persónur myndarinnar tengjast frumefnunum. Kvikmyndaverkið Le Démon du passage (1995/2006) er hinsvegar innblásin af heimi franska listamannsins og ljósmyndarans Jean-Luc Moulène. Verk sem er leikur á milli myndar á hreyfingu og kyrr- myndar. Sjálfur er Coulibeuf doktor í nútímabók- menntum. „Það er nú kannski svolítið öf- ugsnúið að ég sem er með bókmenntabak- grunn skuli gera kvikmyndir með engum söguþræði,“ bendir Coulibeuf á. Lokaritgerðin hans fjallaði m.a. um rithöfundinn og lista- manninn Pierre Klossowski og hefur hann á listamannsferli sínum haft kenningar hans og hugmyndir að leiðarljósi. „Í gegnum þessi verk gefur sýningin það í skyn að tengsl mannsins við jörðina séu vand- kvæðum bundin og að jörðin sjálf sé óáreið- anleg, óljós og erfið að henda reiður á. Kvik- myndaverkin eru þrátt fyrir það ekki að reyna að útskýra heiminn, einungis að endurvarpa undarlegum kunnugleika,“ segir Coulibeuf að lokum og bætir svo við að nýja samvinnuverk- efnið þeirra Ernu verði sýnt í París að ári, „og vonandi á Íslandi líka“. Pierre Coulibeuf myndlista- og kvik- myndagerðarmaður við tökur í Eyjafirði. Ljósmynd/Auðunn Níelsson Endurvarp undarlegs kunnugleika Franski lista- og kvikmyndagerðarmaðurinn Pierre Coulibeuf er staddur í Eyjafirði. Þar hefur hann unnið að nýju kvikmynda- verki auk þess að opna í dag sýninguna The World is an Enigma í Verksmiðjunni á Hjalteyri. Hildur Loftsdóttir hildurl@mbl.is Úr kvikmyndum Coulibeuf: Le Démon du Passage (1995/2006), The Warriors of Beauty (2002/2006) og Somewhere in Between (2004/2006). Leikstjórinn ræðir við leikonurnar sínar, dansarana Ernu og Lovísu á tökustað. Ljósmynd/Auðunn Níelsson LESBÓK Verndarvængur er yfirskrift tónleika í Akureyrarkirkju á morgun, sunnu-dag, kl. 17. Þar flytja Björg Þórhallsdóttir sópran, Elísabet Waage hörpu-leikari og Hilmar Örn Agnarsson organisti úrval af íslenskum sönglaga- perlum ásamt þekktum verkum tónbókmenntanna. Verndarvængur í Akureyrarkirkju 40 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.7. 2016

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.