Barnablaðið

Main publication:

Barnablaðið - 14.08.2016, Page 5

Barnablaðið - 14.08.2016, Page 5
að koma með sér. Mér leist bara vel á hugmyndina. Ég greindist með krabbamein fyrir rúmu ári og get því safnað fyrir Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna í leiðinni. Krabbameinið sem ég fékk var staðbundið og það var auðvelt að meðhöndla það og ég er alveg búinn að jafna mig. Það eru ekki nærri því allir eins heppnir og ég. Þetta var erfitt á meðan á því stóð en ég held að maður hugsi aðeins öðruvísi eftir að hafa lent í svona reynslu. Hafið þið æft ykkur eitthvað fyrir hlaupið? Bjarki: Já, fullt, við vorum að koma heim frá Frakklandi og þar æfðum við okkur mikið. Valdimar: Ég æfði töluvert úti í Frakklandi, tók spretti og nokkur lengri hlaup. Hvað á fólk að gera ef það vill heita á ykkur eða aðra hlaupara? Bjarki: Það er mjög auðvelt. Best er að fara inn á hlaupastyrkur. is og finna félagið sem maður vill styrkja. Fólk ræður alveg hversu miklum peningum það vill heita á hlauparana. Það þarf ekki að vera mikill peningur, heldur er aðalmálið að vera með. Ég kíki stundum hvað upphæðin er orðin mikil hjá mér, það er mjög skemmtilegt. Svo þegar hlaupið er búið fá samtökin allan peninginn. Eruð þið góðir vinir? Bjarki: Já, við erum mjög góðir vinir. Valdimar: Við gerum mjög margt saman. Það eru 6 ár á milli okkar en við erum samt ótrúlega góðir vinir. Hvað gerið þið saman? Valdimar: Við förum t.d. út að hjóla og núna förum við mikið út að leita að Póke- mon. Við eigum sameigin- legt áhugamál sem er fótboltinn. Við getum alltaf talað um hann og svo höldum við að sjálfsögðu báðir með Manchester. Bjarki: Stundum förum við í fótbolta úti á velli eða spilum tölvuleiki saman. BARNABLAÐIÐ 5 Hægt er að heita á strákana m eð því að fara inn á h laupstyrku r.is og finna gó ðgerðarfélö gin sem þeir h laupa fyrir og leggja félö gunum lið með því framlag i sem hver og einn kýs . Hlaupið er stærsta áheitahlaup landsins. Myndin er frá hlaupinu 2015. Valdimar og Bjarki ásamt hundinum Töru. Allir þátttakend ur í hlaupinu g eta safnað áhe itum fyrir skráð góðgerðafé lög.

x

Barnablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/1075

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.