Morgunblaðið - 22.08.2016, Side 2
2 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. ÁGÚST 2016
Íþróttir Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík, sími 5691100, netfang sport@mbl. is
Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Víðir Sigurðsson, vs@mbl. is Auglýsingar sími 5691111 netfang
augl@mbl. is Bréfsími 5691110 Prentun Landsprent ehf.
Í RÍÓ
Sindri Sverrisson
sindris@mbl.is
Þórir Hergeirsson bætti við magn-
aða afrekaskrá sína sem þjálfari
norska kvennalandsliðsins í hand-
bolta þegar hann stýrði liðinu til
bronsverðlauna á Ólympíuleikunum
í Ríó um helgina. Noregur vann
stórsigur á Hollandi í leiknum um
bronsið, 36:26, eftir naumt tap í
framlengdum undanúrslitaleik
gegn Rússum sem urðu svo ólymp-
íumeistarar með því að vinna
Frakka.
Þetta eru áttundu verðlaunin
sem Noregur vinnur til undir
stjórn Þóris, á þeim níu stórmótum
sem liðið hefur getað keppt á síðan
hann tók við sem aðalþjálfari árið
2009. Undir stjórn Þóris hefur
Noregur tvívegis orðið Evr-
ópumeistari (2010 og 2014), tvíveg-
is heimsmeistari (2011 og 2015), og
ólympíumeistari 2012. Þá fékk liðið
silfur á EM 2012. Það eru því nán-
ast vonbrigði að fá „bara“ brons
fyrir Þóri og hans lið, en hann var
ánægður með það hvernig sitt lið
hóf leikinn gegn Hollandi þar sem
aldrei var spurning hvernig færi.
En hver er galdur þjálfarans við að
ná stöðugt svona góðum árangri?
„Þetta er bara sveitamennska af
Suðurlandinu. Þetta kemur bara
frá Selfossi og fjölskyldunni þar.
Þetta snýst bara um hörkuvinnu,
og ekkert annað en það. Að vera
alltaf á tánum, alltaf að leita eftir
einhverju til að bæta og vera flink-
ur að styrkja það sem er gott,“
sagði Þórir léttur, en að sama
skapi af fullri alvöru.
„Svo er líka mikilvægt að fá með
sér teymi af góðu fólki, virkja
teymið og leikmannahópinn. Það
hefur verið aðalvopnið okkar, allan
þann tíma sem ég hef verið í
þessu, að vinna svona vel saman í
teymi og virkja leikmennina; gera
þær ábyrgar fyrir sínum ferli og
liðsins,“ bætti Þórir við. Hann er
með samning um að þjálfa norska
liðið áfram fram yfir Ólympíu-
leikana í Tókýó 2020, og því gætu
verðlaunin frá stórmótum orðið á
annan tug áður en Þórir snýr sér
að öðru:
„Eins lengi og norska sambandið
vill hafa mig og eins lengi og ég
finn að ég hef orku í þetta og
„mótíveringu“ þá held ég áfram.
Samningurinn er til fjögurra ára í
viðbót en ef að maður missir
hvatninguna, sambandið verður
óþolinmótt eða leikmennirnir þola
mann ekki lengur, þá finnur maður
bara upp á einhverju öðru,“ sagði
Þórir.
„Sveitamennska af Suðurlandi“
Þórir Hergeirsson fékk brons-
verðlaun í Ríó Hefur fengið
verðlaun á þrennum leikum í röð
Lykilatriði að virkja leikmennina
AFP
Brons Þórir Hergeirsson og Nora Mork fagna niðurstöðunni eftir sigur í leiknum um 3. sætið.
Þórir Hergeirsson
» Uppalinn á Selfossi og lék
þar handbolta. Fluttist til Nor-
egs og hefur búið þar í meira
en tvo áratugi.
» Hefur átt geysilegri vel-
gengni að fagna með norska
kvennalandsliðið í handbolta.
Undir hans stjórn hefur liðið
fimm sinnum sigrað á stórmót-
um.
» Nýjasta afrekið hjá Þóri er
bronsverðlaun á Ólympíu-
leikunum í Ríó.
Eftir að Guðmundur Þórður Guð-
mundsson vann gullverðlaun með
danska karlalandsliðinu í hand-
knattleik, og Dagur Sigurðsson
stýrði Þjóðverjum til brons-
verðlauna, er ljóst að þrír Íslend-
ingar unnu til verðlauna á þessum
Ólympíuleikum.
Þórir Hergeirsson fékk einnig
brons, með norska kvennalandslið-
inu í handknattleik. Allir íslensku
verðlaunahafarnir eru þjálfarar og
unnu þeir allir til verðlauna í hand-
boltakeppni leikanna eins og
íþróttaáhugamenn þekkja.
Þá var Eyleifur Jóhannesson einn
þeirra sem komu að boðssundsveit
Dana sem vann til bronsverðlauna í
4x100 fjórsundi. Mie Nielsen, sem
Eyleifur þjálfar, var í sveitinni.
Nielsen keppti á Reykjavíkurleik-
unum síðasta vetur.
Saga Íslendinga á Ólympíuleikum
geymir ekki ýkja mörg verðlaun og
telst þessi frábæri árangur þeirra
til því verulegra tíðinda, jafnvel þótt
þeir keppi ekki undir merkjum Ís-
lands.
Helst mætti sennilega líkja ár-
angrinum við uppskeru Íslendinga á
leikunum í Peking árið 2008. Ís-
lenska karlalandsliðið í handbolta
vann þá til silfurverðlauna, einmitt
undir stjórn Guðmundar. Þá var
Þórir kominn inn í þjálfarateymið
hjá Noregi og fékk þá gullverðlaun.
Auk þess sigraði Gerd Kanter þá í
kringlukasti og þjálfari hans var Vé-
steinn Hafsteinsson.
Þórir endurtók leikinn í London
2012 og fékk þá gull sem þjálfari og
Kanter fékk bronsverðlaun undir
handleiðslu Vésteins.
Fá ekki peninginn
Hér er reyndar rétt að taka fram
að þjálfarar á Ólympíuleikum þurfa
að láta heiðurinn og hlýjar minn-
ingar nægja því þjálfurum er ekki
úthlutað verðlaunapeningum á Ól-
ympíuleikum heldur eingöngu
íþróttamönnunum sjálfum. Hvort
sem um hópíþrótt eða ein-
staklingsíþrótt er að ræða. Þótt sú
regla sé höfð á Ólympíuleikum þá er
engu að síður ljóst að þáttur þjálf-
ara í árangri íþróttafólks er stór.
Að öðru leyti hafa ein verðlaun
komið í hlut Íslendinga í einu á Ól-
ympíuleikum eins og í Melbourne
1956, Los Angeles 1984 og Sydney
2000 þegar Vilhjálmur Einarsson,
Bjarni Friðriksson og Vala Flosa-
dóttir unnu silfur, brons og brons.
Við þetta má bæta að Vestur-
Íslendingar voru í liði Kanada sem
varð Ólympíumeistari í íshokkíi á
Vetrarólympíuleikunum í Antwer-
pen árið 1920. kris@mbl.is
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Þjálfari Eyleifur þjálfar Mie Nielsen sem vann brons í boðsundi.
Óvenjumörg verðlaun
hjá Íslendingum
Íslenskir þjálfarar gerðu það gott á leikunum í Ríó
Dagur Sigurðsson leiddi þýska
karlalandsliðið í handknattleik til
bronsverðlauna á Ólympíu-
leikunum í gær eftir 31:25 sigur á
Póllandi.
Lærisveinar Dags fóru hægt af
stað en sóttu í sig veðrið eftir fyrsta
leikhlé og voru komnir í 17:13 for-
ystu þegar fyrri hálfleik var lokið.
Pólverjum tókst ekkert að klóra í
bakkann í seinni hálfleik og voru
lokatölur eins og áður segir 31:25.
Þjóðverjar töpuðu naumlega fyr-
ir Frökkum, 29:28, í undanúrslitum
ÓL og því voru Íslendingar rændir
möguleika á að sjá Guðmund Þórð
Guðmundsson og Dag Sigurðsson
mætast í úrslitunum. Þó fór allt á
besta veg enda vann Guðmundur
gullið í gær.
Staðið sig með prýði
Dagur Sigurðsson hefur gert frá-
bæra hluti sem þjálfari þýska lands-
liðsins síðan hann tók við þjálf-
arastarfinu árið 2014. Hann batt
enda á níu ára verðlaunaþurrð þeg-
ar hann sýrði liðinu til sigurs á Evr-
ópumótinu í handknattleik í byrjun
árs. johannes@mbl.is
AFP
Ástríðufullur Dagur fagnar bronsinu eftir 31:25 sigur á Póllandi í gær.
Dagur og félagar
unnu bronsverðlaun
Þýska landsliðið vann öruggan sigur