Morgunblaðið - 22.08.2016, Side 8

Morgunblaðið - 22.08.2016, Side 8
8 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. ÁGÚST 2016 Áskrifendur Morgunblaðsins eru sjálfkrafa meðlimir í Moggaklúbbnum og njóta ýmissa fríðinda og tilboða. Hægt er að fylgjast með hvað er í boði hverju sinni á moggaklubburinn.is og fá tilboðin send í tölvupósti með því að skrá sig á póstlistann. Hafðu samband í síma 569 1100 eða askrift@mbl.is hafi Moggaklúbbskortið ekki borist þér. FYLKIR-ÍA Á FYLKISVELLI 22. ÁGÚST KL. 18:00 Fyrstu 50 áskrifendurnir fá tvo miða á leikinn. Mættu á völlinn og framvísaðu Moggaklúbbskortinu við innganginn til að fá miða. MOGGAKLÚBBURINN BÝÐUR ÁVÖLLINN! FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT Á EÐA Í SÍMA Þegar þetta birtist er ég á leið- inni löngu heim frá Ríó eftir 18 daga dvöl á fyrstu Ólympíuleikum sögunnar í Suður-Ameríku. Þrátt fyrir háværar áhyggjuraddir í að- draganda leikanna gengu þeir að langmestu leyti vel fyrir sig og að mínu mati geta Brasilíumenn ver- ið stoltir af því hvernig til tókst við þessa mestu íþróttaveislu heimsins. Það er gömul saga og ný að á Ól- ympíuleikum gegna sjálfboðaliðar ómetanlegu hlutverki við að að- stoða áhorfendur, fjölmiðla, íþróttafólk og aðra til að allt geti gengið sem best upp. Í Ríó voru þeir svo sannarlega boðnir og búnir til að aðstoða mann, með bros á vör. Stundum kom það fyr- ir að mann vantaði einhvern sem talaði betri ensku, en alltaf var leyst úr málum. Ég gæti helst kvartað yfir því litla úrvali af mat sem fjölmiðlamenn gátu keypt sér á ólympíusvæðinu á milli tarna. En fólkið sem af- greiddi mann með matinn var fullt jákvæðni sem vó ágætlega á móti svekktum maga. Eins vant- aði skrifborð á herbergið mitt á fjölmiðlahóteli, þar brotnaði spegill og heita vatnið rann ekki í tvo daga, en velvildin og brosin sem þar mættu manni hvern ein- asta morgun og kvöld kættu mann í staðinn. Þess vegna var ég svo fáránlega ánægður með það þegar Neymar, sem er hreinlega dýrkaður í Bras- ilíu, tryggði gestgjöfunum gull- verðlaun í fótbolta karla. Þetta er fótboltaóð þjóð og það var aug- ljóst hve mikil hamingjuinnspýt- ing fólst í því fyrir hana að vinna í fyrsta sinn þessa grein leikanna. Takk fyrir mig, Ríó. BAKVÖRÐUR Sindri Sverrisson sindris@mbl.is 15. UMFERÐ Benedikt Grétarsson bgretarsson@mbl.is Kristinn Freyr Sigurðsson hefur átt mikilli velgengni að fagna und- anfarnar vikur. Kristinn hefur leikið frábærlega með Val í Pepsi- deild karla í knattspyrnu og fyrir rúmri viku varð Kristinn Freyr bikarmeistari annað árið í röð þeg- ar Valur vann ÍBV í úrslitaleik á Laugardalsvelli. Kristinn fór ham- förum í 7:0 bursti Vals gegn Vík- ingi í lokaleik 15. umferðar Pepsi- deildarinnar og er sá leikmaður sem Morgunblaðið fjallar sér- staklega um að þessu sinni. Tæknilega góður og árásargjarn „Kiddi er náttúrlega bara mjög öflugur leikmaður. Hann er með góða tækni og mjög góður í þröngu svæði. Jafnvægið með bolt- ann er mjög mikið hjá honum. Það er hægt að setja boltann í fæturna á honum og hann leysir vel úr þröngum stöðum þar sem það er mjög erfitt að ná boltanum af Kidda,“ segir Sigurbjörn Hreið- arsson, aðstoðarþjálfari Vals, í samtali við Morgunblaðið. Sigurbjörn segir Kristin vera á réttri leið með sinn leikstíl og sína þróun sem knattspyrnumaður. „Hann hefur bætt sig mjög mik- ið í því að skila af sér góðri loka- afurð. Hann er orðinn hættulegri, hann skorar meira og hann leggur meira upp af mörkum. Það má kannski segja að hann sé orðinn beinskeyttari inni á vellinum. Spilamennskan er orðin töluvert árásargjarnari en hún var og það gerir Kidda að miklu betri leik- manni.“ Miðjumaðurinn marksækni hef- ur farið mikinn seinni hluta sum- ars. Kristinn Freyr hefur m.a. skorað í fjórum leikjum í röð í deildinni og þá skoraði hann einnig í seiglusigri Vals gegn Selfossi í undanúrslitum Borgunarbikarsins. Sigurbjörn segir Kristin hafa sett sér markmið á miðju sumri. „Hann var náttúrlega að ströggla með nárann framan af móti og það var greinilega eitthvað að trufla hann. Hann sagði sjálfur að hann hefði ákveðið að láta seinni hluta mótsins verða betri en þann fyrri og það hefur gengið eft- ir. Kiddi er líka mikill keppn- ismaður, hann má alveg eiga það. Hann þolir illa að tapa, leggur sig allan fram og hefur mikið keppn- isskap. Þegar hlutirnir ganga kannski ekki alveg upp, þá eru það svona týpur sem stíga fram og taka hlutina í sínar eigin hendur.“ Á erindi í atvinnumennskuna Útrás íslenskra knattspyrnu- manna í atvinnumennsku hefur verið töluverð undanfarin ár, ekki síst til Norðurlandanna. Sigur- björn segir Valsmanninn hafa það sem til þarf til að komast í sterk- ari deild en þá íslensku. „Já, það er klárt mál að hann getur farið í atvinnumennsku. Ef rétta tækifærið kemur upp hjá Kidda, þá gæti hann hæglega reynt fyrir sér erlendis. Það er engin spurning.“ Enginn knatt- spyrnumaður er fullkominn en sig- urbjörn er samt ekkert með lang- an lista yfir hluti sem Kristinn Freyr mætti bæta að hans mati. „Það er alveg ljóst að hann getur ennþá bætt sig. Þegar kemur að því að losa boltann á réttu augna- bliki, þá getur hann bætt sig enn meira og þetta segi ég þó að hann sé orðinn þrælgóður í því nú þeg- ar. Það sem hann hefur líka gert, er að leyfa sér að brosa aðeins og leyfa bara leiknum að koma til sín. Öll getan er til staðar og hann er ekki að þvinga hlutina eins og hann gerði kannski örlítið áður. Leikurinn er bara flæðandi og flottur hjá honum núna“. Það eru til ruglaðari týpur Sigurbjörn setur Kristin ekki í sprelligosa-flokkinn, þegar hann er spurður um hvaða mann hann hafi að geyma utan vallar og innan hópsins. „Kiddi er mjög fínn. Hann er með húmorinn í lagi og er bara léttur og skemmtilegur gæi. Hann er ekki alveg sama týpan innan vallar sem utan. Þetta er bara auð- mjúkur og fínn strákur sem vill virkilega ná langt í fótbolta og leggur mikinn metnað í það. Ég get nú ekki sagt að hann sé einn af þeim sem eru sífellt að trana sér fram. Hann kemur samt með sína punkta á sínum augna- blikum og er gríðarlega mikil- vægur hlekkur í okkar hópi varð- andi félagslega þáttinn. Það eru alveg til ruglaðari týpur í þessum bransa, það get ég sagt þér. Það lyndir öllum við Kidda,“ sagði Sig- urbjörn að lokum. Auðmjúkur en þolir illa að tapa  Morgunblaðið tekur Valsarann Kristin Frey út fyrir sviga að lokinni 15. umferð  Átti stóran þátt í 7:0 sigri Vals á Víkingi  Sigurbjörn Hreiðarsson segir Kristin vera efni í atvinnumann Leikmenn: Ármann Smári Björnsson, ÍA 14 Dion Acoff, Þrótti 13 Andri Rafn Yeoman, Breiðabliki 12 Elfar Freyr Helgason, Breiðabliki 12 Damir Muminovic, Breiðabliki 12 Dofri Snorrason, Víkingi R. 12 Davíð Þór Viðarsson, FH 11 Hilmar Árni Halldórsson, Stjörnunni 11 Indriði Sigurðsson, KR 10 Finnur Orri Margeirsson, KR 10 Kristinn Freyr Sigurðsson, Val 10 HeiðarÆgisson, Stjörnunni 9 Ívar Örn Jónsson,Víkingi R. 9 Tobias Salquist, Fjölni 9 Haukur Páll Sigurðsson, Val 9 Tonci Radovnikovic, Fylki 9 Sigurður Egill Lárusson, Val 9 Albert Brynjar Ingason, Fylki 9 Bergsveinn Ólafsson, FH 8 Róbert Örn Óskarsson, Víkingi R. 8 Igor Taskovic, Víkingi R. 8 Garðar B. Gunnlaugsson, ÍA 12 Hrvoje Tokic, Víkingi Ó. 8 Kristinn Freyr Sigurðsson, Val 8 Óttar Magnús Karlsson, Víkingi R. 7 Martin Lund Pedersen, Fjölni 7 Þórir Guðjónsson, Fjölni 6 Hilmar Árni Halldórsson, Stjörnunni 6 Albert Brynjar Ingason, Fylki 6 15. umferð í Pepsi-deild karla 2016 Einkunnagjöfin 2016 Þessir erumeð flest M í einkunnagjöf Morgunblaðsins. Gefið er eitt M fyrir góðan leik, tvöM fyrir mjög góðan leik og þrjú M fyrir frábæran leik. Markahæstir FH 75, Breiðablik 75, Stjarnan 72, Fjölnir 68, Fylkir 66,Valur 65,Víkingur R. 62,KR 59, ÍA 58, ÍBV54, Þróttur R. 50,Víkingur Ó. 45. Lið: Garðar B. Gunnlaugsson, ÍA 8 Gary Martin, Víkingi R. 7 Martin Lund Pedersen, Fjölni 7 Gunnar Nielsen FH Kristinn Ingi Halldórsson Val Tonci Radovnikovic Fylki Albert Brynjar Ingason Fylki Alfons Samsted Breiðabliki Arnór Snær Guðmundsson ÍA Finnur Orri Margeirsson KR Sigurður Egill Lárusson Val Þórir Guðjónsson Fjölni Jonathan Hendrickx FH 4-3-3 Lið umferðarinnar Hversu oft leikmaður hefur verið valinn í lið umferðarinnar 2 Kristinn Freyr Sigurðsson Val 5 4 3 3 2 2 2 2

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.