Morgunblaðið - 22.08.2016, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 22.08.2016, Qupperneq 7
ÍÞRÓTTIR 7 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. ÁGÚST 2016 Í FROSTASKJÓLI Kristján Jónsson kris@mbl.is Lítil breyting varð á stöðu KR og Breiðabliks í Pepsi-deild karla í gær- kvöldi. Liðin gerðu 1:1 jafntefli í Vest- urbænum og eftir sem áður munar því fjórum stigum á liðunum eftir sextán leiki. Breiðablik er með 27 stig í 5. sæti en KR með 23 stig. Blikar eru sjálfsagt svekktir því þeim gekk lengst af nokkuð vel að halda KR-ingum í skefjum. KR-ingar áttu ekki mörg markskot fyrr en dönsku nafnarnir bjuggu til laglegt jöfnunarmark á 79. mínútu. Beck- nafnið er goðsagnakennt í KR- heimilinu og þeir Morten Beck og Morten Beck Andersen lögðu sitt af mörkum í gær. Fram að því hafði KR- ingum gengið erfiðlega að opna vörn Blika en þar hafa þeir Elfar Freyr Helgason og Damir Muminovic leikið vel í sumar, rétt eins og í fyrra. Óhætt er þó að segja að Blikar hafi verið sjálfum sér verstir. Eða sjálfum sér hættulegastir öllu heldur. Þrívegis voru þeir nálægt því að skora sjálfs- mark í leiknum. Tvívegis bjargaði Gunnleifur vel og í eitt skiptið small boltinn í stönginni. En til að gæta sanngirni var aðeins eitt tilvikið áber- andi slysalegt. Í hinum tveimur tilfell- unum voru miðverðir að teygja sig í boltann þegar hættulegar fyrirgjafir komu inn á teiginn. Blikar eru að dragast aftur úr FH- ingum fyrir lokasprettinn í deildinni. Ef FH fær þrjú stig í kvöld þá munar sjö stigum á liðunum. Breiðablik hef- ur jafn mörg stig og Fjölnir og Stjarn- an sem einmitt glímir við FH í kvöld. KR-ingar halda áfram að laga stöðu sína eftir erfiða byrjun. Áhuginn í Vesturbænum virðist ekki mikill í sumar miðað við stemninguna í gær- kvöldi en liðið á þó ágæta möguleika á því að ná í Evrópusæti. Öll íslensk lið munar um þá fjármuni sem þar eru í boði. Eitt stig breytir litlu Morgunblaðið/Ófeigur  Blikar geta misst FH-inga langt frá sér  KR heldur áfram að laga sína stöðu Íslenska landsliðið í handknattleik karla, skipað leikmönnum 18 ára og yngri, vann í gærmorgun Serba, 32:30, í leik um sjöunda sæti á Evr- ópumeistaramótinu sem fer fram í Króatíu. Serbar voru marki yfir í hálf- leik, 17:16. Gísli Þorgeir Kristjánsson fór hamförum í leiknum og skoraði helming marka íslenska liðsins. Með þessum sigri hefur íslenska liðið tryggt sér sæti á heimsmeistara- mótinu sem fram fer á næsta ári og þátttöku lokakeppni EM 20 ára liða sem fram fer eftir tvö ár. Liðin skiptust á að hafa yfirhöndina í fyrri hálfleik í leiknum í morgun. Augljóslega var þreyta í báðum liðum enda löngu móti að ljúka. Það voru þó Serbar sem höfðu yfir í hálfleik, 17:16. Í síðari hálfleik sóttu íslensku strákarnir í sig veðrið og komust yfir. Þó að Serbarnir væru aldrei langt undan héldu strákarnir forystunni út leikinn og unnu góðan sigur í lokaleik mótsins. Auk sextán marka Gísla skoraði Teitur Örn Einarsson 7 mörk, Elliði Snær Viðarsson skoraði 5 og aðrir leikmenn íslenska landsliðsins skoruðu eitt mark. Andri Scheving varði 6 skot í marki Íslands. johannes@mbl.is Gísli skaut Íslandi á HM og EM Gísli Kristjánsson Björn Bergmann Sigurðarson, leikmaður Molde í Noregi, skoraði tvö mörk í 4:2 sigri liðsins á Odds Ballklubb í norsku úrvalsdeild- inni í knattspyrnu í gær. Björn, sem er fæddur árið 1991, gekk til liðs við Molde í sumar eftir að hafa verið á mála hjá Wolverhampton Wanderers á Englandi. Þetta var þriðji leikur Björns á tímabilinu fyrir Molde í dag en hann gerði fyrstu tvö mörk liðsins. Hann lék þá allan leikinn fyrir liðið. Lærisveinar Ole Gunnar Solskjær í Molde eru með í 7. sæti norsku deildarinnar eftir 21 leik, 16 stigum frá Rosenborg sem trónir á toppnum. Þó skilja aðeins fjögur stig Molde og Odds Ballklubb að, en Odd er í öðru sæti. Níu leikir eru eftir af tímabilinu. johannes@mbl.is Björn skoraði tvennu Björn Bergmann Sigurðarson Alvogen-völlur, Pepsi-deild karla, 16. umferð, sunnudaginn 21. ágúst 2016. Skilyrði: Smárigning, hægviðri. Völl- urinn blautur. Skot: KR 8 (5) – Breiðablik 10 (4). Horn: KR 5 – Breiðablik 3. KR: (4-4-2) Mark: Stefán Logi Magn- ússon. Vörn: Morten Beck, Indriði Sig- urðsson, Aron Bjarki Jósepsson, Gunnar Þór Gunnarsson. Miðja: Denis Fazlagic, Finnur Orri Margeirsson, Pálmi Rafn Pálmason, Óskar Örn Hauksson. Sókn: Jeppe Hansen (Guð- mundur Andri Tryggvason 67), Morten B. Andersen. Breiðablik: (4-4-2) Mark: Gunnleifur Gunnleifsson. Vörn: Alfons Sampsted, Damir Muminovic, Elfar Freyr Helga- son, Davíð K. Ólafsson. Miðja: Arnþór Ari Atlason, Oliver Sigurjónsson, Andri Rafn Yeoman, Daniel Bamberg (Hösk- uldur Gunnlaugsson 85). Sókn: Árni Vilhjálmsson (Jonathan Glenn 78), Gísli Eyjólfsson (Ellert Hreinsson 68). Dómari: Erlendur Eiríksson – 8. Áhorfendur: 862. KR – Breiðablik 1:1 stig, jafnir Arsenal að stigum. Jafnteflið fer seint í sögubæk- urnar. Þessi lið, sem skipuðu tvö efstu sæti úrvalsdeildarinnar á síð- asta tímabili, eru ekki nema svipur hjá sjón og þá sérstaklega lið Arsen- al sem sárvantar framherja og varn- armenn. Misauðveldir sigrar stórliðanna Hin „stóru liðin“ í Englandi áttu þó betri helgi. Mourinho og félagar í Manchester United fara feikivel af stað á tímabilinu. Liðið vann 2:0 sig- ur á Southampton síðasta föstudag og komu bæði mörkin frá Ibrahimo- vic sem er eins og uppalinn í ensku úrvalsdeildinni. Manchester City sótti Stoke City heim í fyrsta leik laugardagsins og vann sannfærandi 4:1 sigur. Sergio Agüero og Nolito sáu um marka- skorunina fyrir lærisveina Guardiola með tvö mörk hvor. Agüero sýndi enn á ný að hann er einn besti fram- herji sem hefur spilað í úrvalsdeild- inni þegar hann jafnaði Didier Drogba að mörkum, í 102 færri leikjum en það tók stjörnu Chelsea. Antonio Conte brosir varla eftir 2:1 útisigur sinna manna í Chelsea á Wat- ford, en hann getur engu að síður ver- ið sáttur. Gestirnir lentu marki undir á 55. mínútu en tókst að grafa sig upp úr holunni með mörkum frá Michy Batshuayi og Diego Costa á 80. og 87. mínútu. Grannar Chelsea, Tottenham Hotspur, unnu 1:0 sigur á öðrum grönnum, Crystal Palace, með marki Wanyama á 83. mínútu. Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Swansea eru í miðri deild með þrjú stig eftir tvær umferðir. Swansea beið lægri hlut fyrir Hull á heimavelli á laugardaginn, 2:0. Öllum að óvörum er Hull meðal þeirra fjögurra liða sem eru með fullt hús stiga í úrvalsdeild- inni. johannes@mbl.isAFP 0:1 Daniel Bamberg 39. Skor-aði af öryggi úr vítaspyrnu og sendi Stefán Loga í rangt horn. 1:1 Morten Beck Andersen 79.Morten Beck sendi góða fyr- irgjöf inn á teiginn og Andersen sneiddi boltann í vinstra hornið með höfðinu. I Gul spjöld:Gísli (Breiðabliki) 12. (leik- araskapur), Beck (KR) 43. (brot), Arnþór (Breiðabliki) 45. (brot), Óskar (KR) 45. (brot), Árni (Breiðabliki) 48. (brot), Pálmi (KR) 63. (brot), Bam- berg (Breiðabliki) 74. (brot), Indriði (KR) 90. (brot). MM Morten Beck (KR) M Finnur Orri Margeirsson (KR) Morten Beck Anderson (KR) Gunnleifur Gunnleifsson (Breið.) Elfar Freyr Helgason (Breiðabliki) Gísli Eyjólfsson (Breiðabliki) Skalli Blikar sækja að marki KR-inga í Frosta- skjólinu í gær- kvöldi þar sem liðin fengu sitt hvort stigið. Frakkland Nantes – Monaco...................................... 0:1  Kolbeini Sigþórssyni var skipt út af á 71. mínútu. Belgía Lokeren – Genk ....................................... 0:3  Ari Freyr Skúlason lék allan leikinn með Lokeren en Sverrir Ingi Ingason fyrri hálf- leikinn. Sviss Basel – Lugano ........................................ 4:1  Birkir Bjarnason lék allan leikinn með Basel. Grasshoppers – Sion ............................... 2:1  Rúnar Már Sigurjónsson var á bekknum hjá Grasshoppers. Austurríki Wolfsberger – Rapid Vín ....................... 1:1  Arnór Ingvi Traustason kom inn á hjá Rapid á 61. mínútu. Rússland Spartak Moskva – Krasnodar ............... 2:0  Ragnar Sigurðsson var ekki í leikmanna- hópi Krasnodar. Danmörk AGF – Bröndby ....................................... 0:7  Theódór Elmar Bjarnason var á bekkn- um hjá AGF.  Hjörtur Hermannsson lék allan leikinn með Bröndby. Staða efst liða: Bröndby 6 4 2 0 22:5 14 Köbenhavn 6 4 2 0 16:3 14 AaB 6 3 3 0 9:6 12 Randers 6 3 2 1 7:5 11 Midtjylland 6 2 3 1 15:10 9 Lyngby 6 2 2 2 8:7 8 B-deild: Helsingör – Roskilde............................... 2:0  Frederick Schram ver mark Roskilde. Svíþjóð Hammarby – IFK Gautaborg................. 2:0  Birkir Már Sævarsson og Ögmundur Kristinsson léku allan leikinn með Hamm- arby en Arnór Smárason var ekki í leik- mannahópnum.  Hjálmar Jónsson var á bekknum hjá IFK en Elías Már Ómarsson lék í 69 mín- útur. Örebro – AIK............................................ 0:2  Hjörtur Logi Valgarðsson var ekki í leik- mannahópi Örebro vegna meiðsla.  Haukur Heiðar Hauksson var á bekkn- um hjá AIK Staða efstu liða: Norrköping 19 12 5 2 40:19 41 Malmö 18 12 3 3 36:14 39 AIK 19 10 6 3 30:20 36 Gautaborg 19 9 5 5 34:27 32 Örebro 19 9 3 7 30:28 30 Häcken 19 8 3 8 35:27 27 Östersund 19 7 6 6 23:29 27 Elfsborg 18 7 5 6 33:25 26 Noregur Stabæk – Aalesund ................................. 3:0  Aron Elís Þrándarson lék í 50 mínútur fyrir Aalesund, Daníel Leó Grétarsson og Adam Örn Arnarson voru á bekknum. Lilleström – Haugesund ......................... 1:1  Haraldur Björnsson var varamarkvörð- ur Lilleström. Rúnar Kristinsson þjálfar liðið og Sigurður Ragnar Eyjólfsson er að- stoðarþjálfari. Molde – Odd.............................................. 4:2  Björn Bergmann Sigurðarson lék allan leikinn og gerði tvö fyrstu mörk Molde. Brann – Rosenborg ................................. 1:1  Hólmar Örn Eyjólfsson og Guðmundur Þórarinsson léku allan leikinn fyrir Rosen- borg en Matthías Vilhjálmsson var tekinn af velli í hálfleik. Sarpsborg – Strömgodset ...................... 1:0  Kristinn Jónsson lék allan leikinn með Sarpsborg. Start – Sogndal ........................................ 1:1  Guðmundur Kristjánsson var á bekkn- um hjá Start. Tromsö – Viking...................................... 2:1  Aron Sigurðarson kom inn á hjá Tromsö á 75. mínútu  Björn Daníel Sverrisson fór af velli hjá Viking á 62. mínútu. Staða efstu liða: Rosenborg 21 15 5 1 47:15 50 Odd 21 11 5 5 30:22 38 Brann 21 11 4 6 29:18 37 Haugesund 21 10 5 6 35:31 35 Sarpsborg 21 10 5 6 23:22 35 Strømsgodset 21 10 4 7 33:26 34 Molde 21 10 4 7 39:35 34 Viking 21 9 4 8 23:26 31 B-deild: Sandnes Ulf – Bryne ................................1:1  Steinþór Freyr Þorsteinsson lék fyrstu 11 mínúturnar með Sandnes Ulf. A-deild kvenna: Röa – Stabæk ........................................... 2:1  Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir lék allan leikinn með Stabæk. Vålerenga – Klepp .................................. 3:3  Jón Páll Pálmason þjálfar lið Klepp. Staðan: Lilleström 41, Avaldsnes 34, Stabæk 29, Kolbotn 29, Röa 26, Sandviken 19, Klepp 19, Ama-Björnar 19, Trondsheims-Örn 16, Vålerenga 16, Medkila 5, Urædd 1. KNATTSPYRNA

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.