Morgunblaðið - 27.09.2016, Síða 1
ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 2016
ÍÞRÓTTIR
Mist Edvardsdóttir Hún er alveg grjóthörð og gáfaður tónlistarfíkill, segir samherji. Gæti hæglega komist
aftur í landsliðið. Hristi af sér krabbameinið og er í nýju hlutverki í Valsliðinu í ár. 4
Íþróttir
mbl.is
Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar
Gunnarsson er vongóður um að ná
landsleikjunum á móti Finnum og
Tyrkjum í undankeppni HM á
Laugardalsvellinum 6. og 9. október
en Kolbeinn Sigþórsson verður að
öllu óbreyttu ekki með í þeim leikj-
um.
Aron Einar lék ekki með Cardiff
um nýliðna helgi vegna meiðsla og
verður heldur ekki með í kvöld þeg-
ar lið hans tekur á móti Derby.
„Ég er búinn að vera meiddur frá
því í leiknum á móti Leeds. Það er
tognun í vöðvafestingunni í kálf-
anum en ég byrja að hlaupa í vikunni
og er jákvæður fyrir því að ná lands-
leikjunum,“ sagði Aron Einar við
Morgunblaðið í gær.
Kolbeinn fór í aðgerð á hné í byrj-
un september og er ekki kominn af
stað eftir hana, en reiknað var með
þriggja til fjögurra vikna fjarveru.
Galatasaray hefur tilkynnt á vef
sínum að Kolbeinn fari af stað með
liðinu eftir landsleikjahléið, en hann
náði ekki að spila leik með því eftir
að hann kom þangað í láni frá
Nantes í lok ágúst.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins er fullvíst að Kolbeinn verði
ekki kallaður inn í landsliðshópinn
miðað við þessar forsendur, enda
væri óráðlegt að fara beint í lands-
leiki eftir fjarveru sem þessa, ekki
síst vegna þess að hann er ekki enn
byrjaður að spila með sínu nýja fé-
lagi.
Kolbeinn, sem var í stóru hlut-
verki með íslenska landsliðinu í
Evrópukeppninni í sumar þar sem
hann skoraði bæði gegn Englandi og
Frakklandi, missti einnig af fyrsta
leiknum í undankeppni HM, gegn
Úkraínu. Hann fór í aðgerðina í
Tyrklandi sama dag og leikurinn í
Kiev fór fram.
gummih@mbl.is/vs@mbl.is
Aron vongóður en
Kolbeinn úr leik
Stutt í leikina á móti Finnum og Tyrkj-
um Kolbeinn að jafna sig eftir aðgerð
Morgunblaðið/Skapti Hallgrimsson
Lykilmenn Aron Einar Gunnarsson og Kolbeinn Sigþórsson á blaðamannafundi á EM í Frakklandi í sumar.
Íslandsmeistarinn í höggleik,
Birgir Leifur Hafþórsson, tek-
ur þátt í afar sterku móti í
Kasakstan sem hefst á fimmtu-
daginn. Mótið er hluti af
Áskorendamótaröð Evrópu í
golfi. Verðlaunafé er það mesta
sem er í boði á einu af mótun-
um á þessari mótaröð – um 60
milljónir króna.
Birgir Leifur er skráður til
leiks á fyrsta stigi úrtökumóts-
ins Evrópumótaraðarinnar á Bogogno Golf Re-
sort á Ítalíu 4.-7. október. Hann hefur í mörg horn
að líta á næstunni. iben@mbl.is
Birgir Leifur er á
leið til Kasakstan
Birgir Leifur
Hafþórsson
Albert Guðmundsson var held-
ur betur á skotskónum í gær-
kvöldi þegar hann skoraði
þrennu fyrir varalið PSV í
sigurleik á heimavelli á móti
Fortuna Sittard í næstefstu
deild hollensku knattspyrn-
unnar. Albert hefur þar með
skorað fjögur mörk í átta leikj-
um með varaliðinu á tíma-
bilinu. Mörkin í gærkvöldi voru
hvert öðru betra, en mynd-
skeið af þeim má meðal annars sjá á mbl.is/sport.
Albert og félagar eru í toppsæti deildarinnar,
eru með þriggja stiga forskot á NAC Breda.
Albert á skotskón-
um með PSV
Albert
Guðmundsson
Eiður Smári Guðjohnsen mun
ekki ná að leika einn einasta
leik fyrir Pune City í indversku
ofurdeildinni sem hefst í byrj-
un næsta mánaðar.
Eiður meiddist á ökkla og í
gær var tilkynnt að hann
myndi ekkert geta spilað á
hinni stuttu leiktíð í deildinni af
þeim sökum, en keppni þar
lýkur í desember. Pune City
þarf einnig að spjara sig án
miðjumannsins Andre Bikey.
Gaurav Modwel, framkvæmdastjóri félagsins,
segir þetta mikið áfall. sindris@mbl.is
Eiður Smári leikur
ekki á Indlandi
Eiður Smári
Guðjohnsen
Elías Már Ómarsson heldur áfram
að raða inn mörkunum fyrir IFK
Gautaborg í sænsku úrvalsdeildinni í
knattspyrnu. Hann skoraði síðara
mark liðsins í 2:0 sigri gegn Öster-
sunds í gærkvöld. Elías hefur þar
með skorað fjögur mörk í þeim átta
leikjum sem hann hefur spilað með
liðinu. Elías var lánaður til Gauta-
borgarliðsins frá norska liðinu
Vålerenga í sumar og hefur svo
sannarlega staðið undir vonum og
vel það.
Elías var í byrjunarliðinu í sigur-
leiknum í gær en fór af velli á 83.
mínútu. Hjálmar Jónsson sat á vara-
mannabekknum allan tímann hjá
Gautaborgarliðinu.
Elías og félagar eru í 4. sæti
deildarinnar með 42 stig eftir 24
leiki. Malmö er í efsta sæti með 54
stig. Ríkjandi meistarar, Norrköp-
ing, eru einu stigi á eftir.
Íslendingaliðið Hammarby vann
2:0 útisigur á móti Falkenbergs þar
sem Ögmundur Kristinsson hélt
markinu hreinu í enn eitt skiptið á
keppnistímabilinu. Samherjar Ög-
mundar og landar, Birkir Már Sæv-
arsson og Arnór Smárason, léku
með frá upphafi til enda leiksins.
Hammarby-liðið situr í 9. sæti með
32 stig en 16 lið leika í sænsku úr-
valsdeildinni.
Kristinn Steindórsson sat á meðal
varamanna Sundsvall þegar liðið
gerði markalaust jafntefli á heima-
velli við Häcken.
Sundsvall-liðið er í erfiðri stöðu.
Það situr í 13. sæti með 25 stig og er
aðeins þremur stigum á undan Hels-
ingborg sem er í 14. sæti, en þrjú
neðstu lið deildarinnar falla í 1. deild
við lok keppnistímabilsins.
iben@mbl.is
Ljósmynd/KSÍ
Dugnaður Elías Már Ómarsson læt-
ur ekki deigan síga með IFK.
Elías skorar og skorar
Happafengur fyrir IFK Gautaborg Ögmundur hélt hreinu
Önnur umferð riðlakeppni Meist-
aradeildar Evrópu í knattspyrnu
hefst í kvöld með átta leikjum.
Flestra augu munu beinast að
viðureign Borussia Dortmund Evr-
ópumeistara Real Madrid sem eig-
ast við í Dortmund. Bæði lið hrós-
uðu sigri í fyrstu umferðinni.
Dortmund kjöldró pólska liðið
Legia Varsjá, 6:0, en Real Madrid
marði Sporting Lissabon, 3:0.
Cristiano Ronaldo gæti orðið
fyrsti leikmaðurinn til að skora 100
mörk í Meistaradeildinni en til þess
þarf Portúgalinn frábæri að skora
þrennu í kvöld gegn sterku liði
Dortmund. Menn bíða spenntir eftir
að sjá viðbrögð hans, en Ronaldo
var tekinn af velli í leiknum gegn
Las Palmas um nýliðna helgi og það
féll stórstjörnunni ekki vel í geð.
gummih@mbl.is.
Nær Ronaldo
100 mörkun-
um?
AFP
Spennandi Cristiano Ronaldo
verður í eldlínunni í kvöld.