Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.11.2016, Qupperneq 1

Fréttablaðið - 11.11.2016, Qupperneq 1
— M e s t l e s n a dag b l a ð á Í s l a n d i * —2 6 7 . t ö l u b l a ð 1 6 . á r g a n g u r F ö s t u d a g u r 1 1 . n ó v e M b e r 2 0 1 6 Fréttablaðið í dag skoðun Bergur Ebbi skrifar um Ameríku.13 sport Króatar munu ekki labba yfir Íslendinga í Zagreb. 18 tÍMaMót Þórey Mjallhvít H. Ómarsdóttir hefur gert sína fyrstu teiknimyndasögubók. Hún nefnist Ormhildarsaga 40 FrÍtt heilbrigðisMál Sterkar vísbend- ingar eru um að vannæring veikra aldraðra sé algengt vandamál hér á landi. Á þetta bæði við um stöðuna inni á heimilum gamla fólksins og sjúkrastofnunum. Í rannsókn sem gerð var árin 2015 og 2016 kom í ljós að tveir af hverjum þremur inniliggj- andi öldruðum á Landakotsspítala voru vannærðir eða sýndu þess sterk merki að svo væri. „Við getum óhikað sagt að meiri- hluti okkar sjúklinga sé á þessum stað,“ segir Ólöf Guðný Geirsdóttir, dósent í næringarfræði við Háskóla Íslands, og bætir við að kerfið hér á landi geri í raun ráð fyrir því að gamalt fólk fái allan nauðsynlegan stuðning frá aðstandendum sínum. „Það eru alvarlegar brotalamir innan kerfisins,“ segir Ólöf. Engar leiðbeiningar eru til á Íslandi um mataræði eða næringu fyrir þennan hóp. Einnig eru fá úrræði fyrir þá sem vilja grípa inn í lélegt næringarástand og hjálpa ein- staklingnum til að fyrirbyggja van- næringu eða til að byggja sig upp, en til dæmis er enginn næringarfræð- ingur við störf í heimaþjónustu eða á heilsugæslunni. Þá er heimsendur matur allur miðaður við þarfir gam- als fólks sem er heilbrigt – en slíkur matur getur einfaldlega hentað þeim sem er veikur illa eða alls ekki. „Þegar matur er sendur heim til fólksins er aðeins um eina máltíð eða hádegismat að ræða, og það er ekki nema 30-40 prósent þeirrar orku sem aldraður einstaklingur þarf yfir daginn. Annars staðar í heiminum myndi þetta einfaldlega flokkast undir svelti,“ segir Ólöf. Viðmið Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) miðast ekki við alþjóðlega viður- kennda staðla um líkamsþyngd eða þyngdartap aldraðra. Þeir eiga því ekki rétt á niðurgreiðslu á næringar- drykkjum, sem myndu henta afar vel til að koma til móts við vanda margra. Skilyrði Sjúkratrygginga Íslands eru reyndar þannig í dag að þeir sem fullnægja skilyrðum um aðstoð eru orðnir það vannærðir að erfitt er að hjálpa þeim. „Þetta þýðir í raun að litlar eða engar líkur eru á því að hægt sé að næra viðkomandi einstakling upp, svo að hann nái sér,“ segir Ólöf. – shá / sjá síðu 8 Gamalt og veikt fólk sveltur Sterkar vísbendingar eru um að algengt sé að gamalt veikt fólk sé alvarlega vannært. Vannæring brýtur fólk niður og dregur til dauða fyrr en ella. Viðmið SÍ leyfa ekki niðurgreiðslu á mat fyrr en það er of seint. Þetta er spurning um að sýna þessu fólki lágmarksvirðingu Ólöf Guðný Geirs- dóttir, dósent í næringarfræði við Háskóla Íslands. Sjómenn héldu til hafnar í gær þótt enn væri haldið í vonina um að samningar tækjust í kjaradeilu þeirra og SFS. Samningafundur stóð fram á kvöld en fulltrúar sjómanna slitu viðræðunum á tíunda tímanum. Verkfall sjómanna hófst því klukkan 23 í gærkvöld. Þetta er í fyrsta sinn í fimmtán ár sem sjómenn leggja niður störf. Fréttablaðið/Gísli lÍFið Emmsjé Gauti er í aðal- hlutverki í tölvuleik sem hann hefur sent frá sér til kynningar á nýjustu plötunni sinni. Í leiknum er miðbær Reykja- víkur settur í átta bita tölvugrafík. 50 plús 2 sérblöð l Fólk l  rúM- og sængurFöt *Samkvæmt prentmiðlakönnun Gallup apríl-júní 2015 1 1 -1 1 -2 0 1 6 0 4 :3 3 F B 0 5 6 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 B 4 1 -6 0 8 4 1 B 4 1 -5 F 4 8 1 B 4 1 -5 E 0 C 1 B 4 1 -5 C D 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 5 6 s _ 1 0 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.