Fréttablaðið - 11.11.2016, Side 14

Fréttablaðið - 11.11.2016, Side 14
Ég get ekki brúkað neina tæpi-tungu, þegar demókratinn Hillary tapar í forsetakjöri Bandaríkjanna, fyrir manni, sem mér finnst ekki boðlegur. Ég get ekki heldur annað gert en krossa yfir leiðið hjá Samfylkingunni, þegar flokkurinn slefar inn rétt rúmum fimm prósentum í alþing- iskosningum. Ég get ekki farið fram á að fólk kjósi endilega það sem mér finnst að eigi að kjósa. Ég ræð ekki hvernig fólk kýs. En ég lærði það í fótboltanum í gamla daga, að tap í einum leik, er áskor- un um að gera betur í næsta leik. Það er dagur eftir þennan dag. Sumir segja að dagar jafnaðar- mannaflokka séu taldir. Ekki bara hér á landi, því sama þróun á sér stað í öðrum evrópskum löndum. Öfgarnar til hægri og vinstri takast á. Miðjan gleymist. Vissulega er baráttan um lífskjör stéttanna og hagsmuni alþýðunnar ekki í sama sviðsljósinu frá því sem áður var. Þú siglir ekki lengur lygnan sjó í miðju stjórnmálanna. Það eru öfgarnar sem ráða, stóru yfirlýs- ingarnar, peningarnir og völdin. Og miðjuflokkarnir gleymast. Jafnræði, samkennd, réttlæti og kærleiki eru ekki lengur „djúsí“ þegar kemur að kosningum eða fylgi. Sérhagsmunirnir ráð för. Ekki almannaheill, ekki minni- máttar, ekki að gæta bróður míns. Bara mín. Sannleikurinn er samt sá, að í öllum flokkum, er fólk sem skilur þá grundvallarskoðun, að þjóð- félagið er eitt stórt heimili og hver einasti einstaklingur skiptir máli og hann þarf á hjálparhönd að halda, þegar kaupið, launin og bæturnar duga ekki lengur fyrir útgjöldunum. Hann þarf að hafa kerfi, sem grípur aldraða, fatlaða, fátæka og barnmarga. Eða sjúka. Uppbygging samfélagsins verður að taka tillit til allra sem búa við slæman kost, sem dregist hafa aftur úr í kapphlaupinu um að eiga til hnífs og skeiðar. Sam- félagið á að vera skjöldurinn og björgunarhringurinn. Þegar lýðræðið varð til, þegar Frakkar gerðu uppreisn gegn kon- ungsvaldinu og yfirstéttinni í lok nítjándu aldar, þá var það í þágu almennings, alþýðunnar og allra þeirra undirsáta, sem ekki höfðu einu sinni mannréttindi. Málstaðurinn enn við lýði Jafnaðarmannaflokkar hvarvetna í Evrópu og líka Íslandi hafa það markmið og stefnu að berjast fyrir „venjulega fólkinu“, barnafólki, láglaunafólki og minnimáttar. Það er kjölfestan í starfi og stefnu jafn- aðarmanna. Að gæta náungans, að rétta hjálparhönd, að gæta jafn- réttis og jafnræðis. Kannski hefur Samfylkingin ekki staðið sig nógu vel í þeirri baráttu. Innbyrðis átök, logn- molla út á við, sofandi á verðinum, flokkurinn datt niður og hvarf, milli vinstri og hægri. Í einskis manns landi. Því fór sem fór. En ég er einlægt þeirrar skoð- unar að hér á landi sé enn hópur fólks sem trúir á jafnréttið, sam- kenndina og réttlátt samfélag en vandi þessa hóps er að hann dreif- ist á marga flokka, Betri framtíð, Viðreisn, Vinstri græna, Pírata og Samfylkingu, og annar hver fram- sóknarmaður. Líka í Sjálfstæðis- flokknum, a.m.k þegar ég var í þeim flokki. Úr því verður engin fylking, hvað þá samfylking. Og svo kemur fjöldinn allur af smá- framboðum fram á sjónarsviðið, sem draga til sín fylgi þúsunda kjósenda, án þess að fá einn eða neinn til að tala máli sínu frekar. Það tvístrast þetta lið, sem ég skilgreini sem jafnaðarmenn og við sitjum uppi með hægri flokk, talsmenn sérhagsmunanna og ríka fólksins, sem fær þó ekki nema 30% atkvæða á meðan framan- greindir flokkar eru með 70% fylgi. Samanlagt. Þetta er staðan í dag. Og við sitjum uppi, jafnaðarmenn, særðir og sorgmæddir. Leikurinn tapað- ist. En munið að það er annar og aðrir leikir fram undan og fram- tíðinni og göfugu hlutverki jafn- aðarmanna er hvergi lokið. Mál- staðurinn er enn við lýði. Og hvað svo, jafnaðarmenn? Ellert B. Schram fv. alþingismaður Verðleikamat á menntun virðist vefjast fyrir stjórn-völdum. Af stefnuskrám stjórnmálaflokka í kosningabarátt- unni nú í haust mátti þó draga þá ályktun að menntun væri sumum flokkum verulega mikilvæg. Ef sú væri raunin ætti það að endur- speglast í stefnu þessara sömu flokka í sveitarstjórnum. Svo er hins vegar ekki. Tveimur kjarasamningum grunn- skólakennara hefur verið hafnað og er enn óvíst hvenær samningar nást sem þeir sætta sig við. En það sitja ekki allir við sama borð því að sumum kennurum er ekki einu sinni gert óásættanlegt tilboð: Tón- listarkennurum. Fyrir hrun nutu grunnskólakenn- arar og tónlistarkennarar sömu launa fyrir sömu vinnu. Eftir að landið lagðist á hliðina árið 2008 tóku þeir síðarnefndu hins vegar á sig stórfellda launaskerðingu. Enn hefur sú skerðing ekki verið leið- rétt. Samband íslenskra sveitar- félaga virðist aðeins reiðubúið að bjóða tónlistarkennurum í Félagi kennara og stjórnenda í tónlistar- skólum samning sem er í takt við launakjör samkvæmt launa- samningi sambandsins við Félag íslenskra hljómlistarmanna frá því í fyrra. Sá samningur felur í sér 15% lægri laun en samningurinn sem grunnskólakennarar hafa tvisvar hafnað. Þannig hyggst SÍS viðhalda launamisréttinu sem myndaðist í hruninu og skapa viðvarandi stéttaskiptingu meðal kennara. Svo litla virðingu bera sveitarstjórnir fyrir okkar störfum. Enginn þarf að efast um mikil- vægi menningar í okkar litla landi. Maðurinn lifir ekki á brauði einu saman og er menning okkur nauð- synleg til að lifa af hér á norður- hjara. Að auki hefur hún reynst magnað segulstál á þær milljónir ferðamanna sem heimsótt hafa Ísland síðustu ár en enginn efast um hlut þeirra í að rétta af efna- hag landsins eftir hrun. Hún hefur einnig átt drjúgan þátt í að reisa við orðspor okkar Íslendinga á erlendri grund. Listkennsla er lykillinn að því að menning okkar blómstri og þar gegnir tónlistar- kennslan risavöxnu hlutverki. Íslensk tónlist hefur fangað athygli heimsbyggðarinnar ekki síður en bókmenntirnar. Menning er eins konar markaðssetning á landinu og sjái stjórnvöld ekki nauðsyn þess að við þá markaðssetningu sé stutt er augljóst að landið mun fyrr en síðar komast í þrot. Það er alvar- legur skortur á hyggjuviti. Í aðdraganda fimm vikna verk- falls tónlistarkennara haustið 2014 og eftir að því lauk sat ég marga fundi með þeim stjórnmálaflokkum sem þá sátu á Alþingi. Þeir þing- menn sem ég ræddi við voru allir á einu máli um ágæti tónlistar- menntunar. Meirihluti þeirra var á þeirri skoðun að farsælast væri að ríkið tæki að sér að fjármagna kennslukostnað tónlistarskólanna. Þeir sem skáru sig úr þessum hópi voru sjálfur mennta- og menningar- málaráðherra og því miður þing- menn Sjálfstæðisflokks. Það var því varnarsigur skólanna að raun- fjármagn til Jöfnunarsjóðs fengist sem leiddi af sér nokkra hækkun á greiðslum til tónlistarskóla. Fyrir skólana í Reykjavík sem glímt hafa við ófullnægjandi fjármögnun frá borginni var þetta og sameiginleg fjárveiting ríkis og sveitarfélaga til tónlistarskóla lífsbjörg og fyrir hana erum við þakklát. Ekki ástæða til að kyssa vöndinn Ekki teljum við tónlistarkennarar þó ástæðu til að kyssa vöndinn. Við teljum okkur sinna störfum okkar af sömu kostgæfni og gæðum og grunnskólakennarar og vitum að starf okkar skiptir máli. Við sættum okkur ekki við að vera álitnir þurfa- lingar eða sníkjudýr á íslensku samfélagi, hvað þá „annars flokks borgarar“ sem hægt er að bjóða lægri laun en öðrum. Tuttugu þúsund Íslendingar starfa við skapandi greinar og eru tónlistin og tónlistarnámið veru- legur hluti af því mengi. Tónlistar- nemar hafa náð frábærum árangri í framhaldsnámi í hvort heldur er öðrum listgreinum eða ólíkum greinum háskólanáms svo eftir því hefur verið tekið. Margsannað og viðurkennt er að tónlistarnám eykur námsgetu barna og ung- menna í öðrum námsgreinum. Því væri skynsamlegast í okkar litla samfélagi að kappkosta að bæta árangur íslenskra barna með því að bjóða öllum aðgang að tónlistar- námi fremur en að grafa undan tónlistarkennslu með því að fæla kennara frá greininni. Við viljum að kennslustörf okkar verði fullfjár- mögnuð og að við verðum metnir til jafns við aðra í launum. Afstaða fulltrúa Sambands íslenskra sveitarfélaga til tón- listarnáms er þeim til minnkunar. Lausnin gæti verið að losa þessa mikilvægu grein undan þeirri áþján sem fylgir því að glíma við þröng- sýna kothugsun og færa alla fjár- mögnun tónlistarnáms á Íslandi undir ríkissjóð. Þá verða líka þing- menn og ráðherrar að standa undir því trausti. Tónlistarkennarar – Engir annars flokks kennarar Gunnar Guðbjörnsson óperusöngvari og skólastjóri Söngskóla Sigurðar Demetz Velferðarráðuneytið kynnti í september sl. skýrsluna „Lykill að fullnýtingu tæki- færa Landspítalans – íslenska heil- brigðiskerfið á krossgötum“, sem unnin var af McKinsey & Comp- any. Var skýrslan tekin saman til að skýra hvaða breytingar þurfi að gera í íslenska heilbrigðiskerfinu til að beina þróuninni í átt að heild- stæðari þjónustu fyrir íslenska þjóð eins og segir í formála hennar. Ein af meginniðurstöðum skýrslunnar er að hlutfall klínísks starfsfólks væri lágt samanborið við erlend viðmið. Í þeim hópi eru læknar hlutfallslega fáir. Athyglisvert er að þrátt fyrir þetta kemur Ísland almennt vel út þegar gæði heilbrigðisþjónustunnar eru borin saman milli landa og enn betur þegar árangur er skoðaður í tengslum við útgjöld til heilbrigðis- þjónustu. Í skýrslunni eru sterk varnaðar- orð látin falla er lúta að mönnun lækna. Skýrsluhöfundar taka fram að Landspítalinn hefur átt erfitt með að laða að sérfræðilækna til starfa, en benda má á að það á ekki síður við um landshlutasjúkra- húsin. Fram koma áhyggjur af þeirri hættu fyrir landið í heild ef viðunandi og stöðug endurnýjun í læknahópnum á sér ekki stað. Áhersla er lögð á að tryggja verði að fjöldi lækna sé nægjanlegur til að heilbrigðiskerfinu sé ekki hætta búin ef hlutfall lækna sem snúa aftur til Íslands er ekki viðunandi. Við bendum á að skoða verði þessi varnaðarorð í víðari skilningi en fyrir Landspítalann einan. Endur- nýjun lækna á sjúkrahúsum á landsbyggðinni hefur ekki gengið sem skyldi um nokkurt skeið og má segja að starfsemi þeirra sé mikil hætta búin nú þegar. Kemur þar til m.a. að mikil samkeppni er um þá sérfræðilækna sem vilja snúa aftur heim og við þær aðstæður eiga smærri sjúkrahúsin undir högg að sækja. Heilbrigðisyfirvöld verða að tryggja að íslenskum sérfræði- læknum erlendis hugnist að snúa heim að loknu námi. Störf á lands- byggðinni og stöðum eins og Akur- eyri verða að vera samkeppnishæf, vinnuskilyrði verða að vera góð og laun að endurspegla álag og ábyrgð. Koma verður á hvata til að læknar kjósi að setjast þar að. Skýrsluhöf- undar benda á að vel sé réttlætan- legt að auka fjárveitingar til lækna- þáttar heilbrigðisútgjalda og hvetja raunar til þess að sú leið sé farin. Slíkt skili sér í auknu hagræði og framleiðni í heilbrigðiskerfinu og sé eitt af lykilatriðum til að ná fram meiri hagkvæmni í rekstri sjúkra- stofnana, stytta biðlista og fækka legudögum. Varasjúkrahús landsins Hafa ber í huga að þótt meirihluti þjóðarinnar búi á höfuðborgar- svæðinu dreifist búseta annarra á stórt svæði. Mikilvægt er að skipu- lag almanna- og öryggisþjónustu á heimaslóðum sé fullnægjandi og heilbrigðiskerfið geti sinnt hlut- verki í nærumhverfi í sem víðustum skilningi. Hitt er ekki síður mikil- vægt sjónarmið að sjúkrahúsin á landsbyggðinni, eins og Sjúkrahúsið á Akureyri sérstaklega, eru vara- sjúkrahús landsins, sem verða að vera reiðubúin að geta brugðist við ef vá steðjar að Landspítalanum og hann hættir að geta sinnt hlutverki sínu að hluta eða öllu leyti. Mönnun og verkefni sjúkrahússins verða að vera í samræmi við það. Enginn býst við slíkum ósköpum en þjóðar- öryggisáætlun verður að taka mið af slíkum óvæntum og alvarlegum atvikum. Á sama hátt má benda á að þegar samdráttur verður í þjónustu sjúkrahúsa á landsbyggðinni vegna læknaskorts vex álag á Landspítal- ann með viðhlítandi kostnaðarauka og rekstrarvanda og óþægindum fyrir þá sem um langan veg þurfa að fara til að fá heilbrigðisþjónustu, sem annars mætti veita í nær-heimbyggð. Við hvetjum til að í komandi ríkis stjórnarsáttmála verði tryggt að málefni landshlutasjúkrahúsa verði tekin til skoðunar og sett í forgrunn, með aðgerðaáætlun, fjárveitingum og sértækum hvataúrræðum sem tryggir að hægt sé ráða lækna til starfa á bráðasjúkrahúsum landsins. Hvað með landshlutasjúkrahúsin? Reynir Arngrímsson formaður lækna- ráðs Landspítala Ragnheiður Halldórsdóttir formaður lækna- ráðs Sjúkrahúss- ins á Akureyri Leikurinn tapaðist. En munið að það er annar og aðrir leikir fram undan og framtíðinni og göfugu hlutverki jafnaðarmanna er hvergi lokið. Málstaðurinn er enn við lýði. Við sættum okkur ekki við að vera álitnir þurfalingar eða sníkjudýr á íslensku samfélagi, hvað þá „annars flokks borgarar“ sem hægt er að bjóða lægri laun en öðrum. 1 1 . n ó v e m b e r 2 0 1 6 F Ö S T U D A G U r14 S k o ð U n ∙ F r É T T A b L A ð i ð 1 1 -1 1 -2 0 1 6 0 4 :3 3 F B 0 5 6 s _ P 0 5 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 4 1 -7 4 4 4 1 B 4 1 -7 3 0 8 1 B 4 1 -7 1 C C 1 B 4 1 -7 0 9 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 5 6 s _ 1 0 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.