Fréttablaðið - 11.11.2016, Qupperneq 19
fólk
kynningarblað 1 1 . n ó v e m b e r 2 0 1 6 F Ö S T U D A G U r
MYND/GVA
Draumurinn alveg að rætast
Ljósmæðurnar Hrafnhildur Halldórsdóttir og Arney Þórarinsdóttir segja starfið vera lífsstíl, það sé bæði gefandi og
krefjandi. Þær eru drifnar áfram af ástríðu fyrir ljósmæðrastarfinu og fengu fyrir nokkrum dögum starfsleyfi til að reka
fæðingarstofu en þær hafa unnið lengi að því að geta boðið verðandi foreldrum upp á fleiri valkosti í barneignarþjónustu
hér á landi. Hrafnhildur og Arney eru auk þess að vera samstarfskonur vinkonur sem eiga furðumargt sameiginlegt.
Þær Arney Þórarinsdóttir og
Hrafnhildur Halldórsdóttir, ljós
mæður hjá Björkinni, taka vel á
móti blaðamanni á notalegri fæð
ingarstofu sinni í Síðumúla. Þær
hyggjast taka á móti fyrsta barn
inu þar í janúar þegar áætlað er
að fæðingarstofan verði opnuð en
fyrir viku fengu þær starfsleyfi
frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavík
ur til að reka stofuna. „Við erum
að vinna í að senda inn tilkynningu
til landlæknis og skilum henni inn
á næstu dögum. Þegar hafinn er
rekstur í heilbrigðisþjónustu þarf
að skila inn tilkynningu um það og
uppfylla lágmarkskröfur, við erum
búnar að fara vel yfir þær kröfur
og því ætti það að ganga vel fyrir
sig,“ útskýrir Arney.
Draumur flestra ljósmæðra
Þær Hrafnhildur og Arney hafa
undanfarin sex ár sinnt heima
fæðingum og samfelldri þjónustu
við fjölskyldur þar sem þær fylgja
þeim í gegnum meðgöngu, fæð
ingu og sængurlegu. Þar sem fæð
ingarstöðum á landinu hefur verið
að fækka undanfarin ár, en nú síð
ast voru Hreiðrið og fæðingar
gangur á Landspítala sameinuð
í eina stóra fæðingardeild fyrir
allar konur, fannst þeim Hrafn
hildi og Arneyju vanta fleiri val
kosti. „Núna er bara heimafæðing
eða fæðingarvaktin á Landspít
ala í boði. Við fundum fyrir því að
það vantaði þetta millistig,“ segir
Hrafnhildur. Arney bætir við að
þær hafi sinnt foreldrum sem búa
utan höfuðborgarsvæðisins og
hafa leigt íbúðir eða verið heima
hjá ættingjum en svo hafi sumir
þeirra ekki haft neina aðstöðu
þannig að þær hafi ekki getað
sinnt þeim. „Það ýtti okkur svo
lítið út í að opna þessa fæðingar
stofu en okkur og mörgum öðrum
þótti hana vanta. Við styðjumst
við breskar leiðbeiningar í barn
eignaþjónustu sem kallast NICE
og eru unnar af fæðingarlæknum
og ljósmæðrum. Þar er mælt með
að hraustar konur í eðlilegri með
göngu, og sérstaklega þær sem
hafa fætt áður, fæði utan spítala,
annaðhvort á fæðingarheimili eða
á heimili sínu.“
„Það er draumur flestra ljós
mæðra að það sé til fæðingar
heimili þar sem hægt er að veita
persónulega þjónustu. Það hefur
verið grínast með það að hvert ein
asta ljósmæðraholl sem útskrifast
ætli að opna fæðingarheimili og
það hefur nokkrum sinnum verið
farið af stað með það en við erum
þær sem hafa komist lengst í því,“
segir Hrafnhildur.
allt er fertugum fært
Arney og Hrafnhildur hafa nokkr
um sinnum áður farið af stað með
hugmyndina um fæðingarheimili
en hún hefur ekki náð eins langt
og nú. Þær segja að eitt af því sem
ýtti við þeim að fara alla leið núna
var að þær urðu báðar fertug
ar í fyrra. „Í staðinn fyrir að
Lilja Björk
Hauksdóttir
liljabjork@365.is
Lífsstíll
1
1
-1
1
-2
0
1
6
0
4
:3
3
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
B
4
1
-9
1
E
4
1
B
4
1
-9
0
A
8
1
B
4
1
-8
F
6
C
1
B
4
1
-8
E
3
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
A
F
B
0
5
6
s
_
1
0
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K