Fréttablaðið - 11.11.2016, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 11.11.2016, Blaðsíða 50
Upphafsskjár leiksins gæti kveikt nostalgíu hjá einhverjum af gamla skólanum. Stefán þór Hjartarson stefanthor@frettabladid.is Emmsjé Gauti hefur í undirbúningi fyrir nýjustu plötuna sína 17. nóv- ember, sem kemur út eftir örfáa daga, látið búa til eftirmynd sína úr plasti, en hann lét föndra handa sér dótakall í stíl He-Man-fígúranna og nú síðast gaf hann út tölvuleik þar sem hann sjálfur fer með aðalhlut- verkið. Á vefsíðunni emmsje.is má finna tölvuleikinn og er þar bregður leik- maðurinn sér í hlutverk Gauta og markmiðið er að aðstoða hann við að komast á skemmtistaðinn Prikið þar sem hann á að halda tónleika. En hans bíða ýmsar hindranir á leiðinni – til að mynda er drukkinn lýðurinn sífellt að stoppa Gauta af og draga hann á trúnó, en það er mjög mikil- vægt annaðhvort að stökkva yfir þessa erfiðu djammara eða hrein- lega stökkva ofan á þá og losna þar með við þá út úr myndinni. Gauti villist meðal annars inn á B5 en þar þarf hann að passa sig á flösku- borðum og laganemum og lendir í ýmsum öðrum hremmingum. Leikurinn er í stíl tölvuleikja frá seinni hluta níunda áratugarins og fyrri hluta þess tíunda og hefur tónlist eftir Gauta verið sett í viðeig- andi form og spilast undir meðan á leik stendur. Hvernig kom til að þú ákvaðst að gera tölvuleik? „Í raun og veru er þetta snjóbolti sem hefur stækkað og stækkað síð- ustu vikurnar. Í september tek ég þá ákvörðun að gefa út nýja plötu hjá útgáfufyrirtæki Priksins sem heitir Sticky plötuútgáfa. Geoffrey Sky- walker kom með þá hugmynd að fá „Viktors Vintage“ sem sérhæfir sig í að gera retró-dótakalla til að gera eitt stykki Emmsjé Gautafígúru. Eftir það var tekin sú ákvörðun að vinna allt myndefni í þeim stíl sem kallinn er í. Það er svo eitt kvöldið sem ég er að skoða internetið að ég rekst á tölvuleik eftir Skúla Óskarsson sem var hannaður í Gameboy-þema. Eins og erfitt kvöld úti á lífinu Emmsjé Gauti er í aðalhlutverki í tölvuleik sem hann hefur sent frá sér til kynningar á nýjustu plötunni sinni. Í leiknum er miðbær Reykjavíkur settur í átta bita tölvugrafík og að sögn Gauta er um að ræða nokkuð nákvæma eftirlíkingu af týpísku djammi. Gauti lendir mikið í því að fólk rappar í eyrað á honum og segir honum í trúnaði eitt og annað sem hann vill ekki vita. Gauti með He-Man-kallinn sem hann lét útbúa fyrir útgáfu plötu sinnar sem von er á eftir örfáa daga. Fréttablaðið/Hanna Otas EiustquE EaREpE dOluptiOs Eatissit pRaE EvEndis alis sOllORR untEmpEd EvEni apERundunt, ut Ég hafði samband við hann og við skutum á milli okkar hugmyndum sem endaði með því að við ákváð- um að gera tölvuleik saman. Þegar leið á ferlið ákváðum við að fara alla leið og fengum með okkur í lið fólk sem sá um „cutscenes“ eða milligraf- ík og tónlist fyrir leikinn en milli- grafíkin var í höndum Örnu Beth og Ingi Már Úlfarsson, sem er partur af pródúsertíminu Reddlights, sá um hljóðvinnsluna. Útkoman er frábær og það er búið að vera mjög skemmtilegt að vinna með þessum yndislega hópi.“ Margir hafa orð á því að leikurinn sé alveg fáránlega erfiður, er það viljandi gert? „Þetta er í raun og veru bara í stíl við restina af eitís-tölvuleikjunum. Þeir litu oft út fyrir að vera auð- veldir við fyrstu sýn en voru svo ótrúlega krefjandi. Donkey Kong er mjög gott dæmi um það og þess má geta að það er uppáhalds arcade- leikurinn minn og það er hægt að spila hann á Fredda.“ Er atburðarásin í leiknum bara venjulegt kvöld úti á lífinu fyrir þig? „Það má alveg segja það. Ég fer ekki út á skemmtanalífið án þess að einhver vilji fara á trúnó við mig eða rappa í eyrað á mér. Svo held ég að það séu margir sem tengja við það að villast inn á B5 og festast á troðfullu dansgólfinu. Það getur verið fínt að detta inn á B5 en það getur líka verið algjört hell. Mér líður langbest á Prikinu þegar ég fer út að skemmta mér. Hanga hjá DJ-borðinu á neðri hæðinni og horfa á dýragarðinn meðan ljósin sveiflast í takt við tónlistina,“ segir Gauti að lokum. 1 1 . n ó v e m b e r 2 0 1 6 F Ö S T U D A G U r30 L í F i ð ∙ F r É T T A b L A ð i ð Lífið 1 1 -1 1 -2 0 1 6 0 4 :3 3 F B 0 5 6 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 B 4 1 -9 B C 4 1 B 4 1 -9 A 8 8 1 B 4 1 -9 9 4 C 1 B 4 1 -9 8 1 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 0 5 6 s _ 1 0 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.