Morgunblaðið - 18.10.2016, Side 1

Morgunblaðið - 18.10.2016, Side 1
FÓTBOLTI Sindri Sverrisson sindris@mbl.is „Það eru alltaf læti þegar þessi lið mætast, það er svo mikill rígur á milli þeirra,“ sagði Arnór Smárason, knattspyrnumaður hjá Hammarby, sem skoraði eitt mark í 4:2-sigri liðs- ins á Djurgården í grannaslag í Stokkhólmi í sænsku úrvalsdeildinni í gær. Gera þurfti hlé á leiknum rúmum tíu mínútum fyrir leikslok vegna óláta áhorfenda. Grímuklæddar fót- boltabullur úr röðum stuðnings- manna Djurgården ruddu sér leið að vellinum og röðuðu sér fyrir aftan mark Hammarby, sem Ögmundur Kristinsson var í. Blysum og fleiru var kastað inn á völlinn og dómarinn neyddist til að vísa leikmönnum til búningsklefa. „Djurgården hefur verið að fá völlinn lánaðan hjá okkur, sem eyk- ur bara á ríginn. Djurgården er ekki búið að vinna í þessum innbyrðis leikjum í einhver 10 ár og stuðnings- mennirnir voru bara búnir að fá nóg. Þeir reyndu að storma inn á völlinn og voru bara með almenn leiðindi. Dómarinn rak okkur leikmennina beint inn í klefa og þar biðum við bara í hálftíma og vissum svo sem ekkert hvað var í gangi uppi á vell- inum. Það voru 11 mínútur eftir, staðan 4:2 fyrir okkur og við vorum bara einbeittir í því að klára leikinn með sigri,“ sagði Arnór. Arnór lék á hægri kantinum og var öllu fjær fótboltabullunum en Ögmundur og Birkir Már Sæv- arsson, þegar bullurnar ruddust að vellinum. „Ég talaði við Ömma og hann sagði að það hefði verið svolítið „shaky“ að sjá fyrstu mennina koma. Það er ekkert gott að vera einbeittur í miðjum leik og sjá svo grímu- klædda menn koma hlaupandi á móti manni. Það er ábyggilega ekki góð tilfinning, en menn áttuðu sig fljótt og við fórum strax inn í klefa,“ sagði Arnór. Arnór skoraði sitt þriðja mark fyrir Hammarby í leiknum, en hann jafnaði metin í 2:2 skömmu fyrir leikhlé, fyrir framan fjölskyldu sína sem var í heimsókn en varð á engan hátt meint af ólátunum meðal áhorf- enda. „Ég var búinn að bíða eftir því að skora á Tele2 Arena. Þetta var fyrsta markið mitt á heimavelli svo það var ljúft, og sérstaklega á mikil- vægum tíma í svona stórum leik,“ sagði Arnór. Hammarby hefur aðeins tapað einum af síðustu 11 leikjum sínum í deildinni og er í 8. sæti með 38 stig þegar fjórar umferðir eru eftir, að- eins stigi á eftir Örebro sem er í 5. sæti. „Við Íslendingarnir erum allir fastamenn í þessu liði og það hefur gengið frábærlega síðustu mánuði. Við höfum verið að klifra upp töfluna og stefnum núna á 5. sæti. Við verð- um bara betri og ég held að á næsta ári stefnum við bara á að vera í hópi fjögurra efstu. Það eru spennandi tímar framundan hjá þessu félagi,“ sagði Arnór. Ljósmynd/hammarbyfotboll.se Sigur Arnór Smárason skoraði í sigri Hammarby í gærkvöld. Ekki gott að fá grímuklædda menn hlaupandi á móti sér FÓTBOLTI Kristján Jónsson kris@mbl.is Óttar Bjarni Guðmundsson, lykilmaður í liði Leiknis í Breiðholti undanfarin ár, gekk í gær til liðs við Stjörnuna. Óttar vakti at- hygli fyrir góða frammistöðu í Pepsi- deildinni í fyrra og mun nú aftur spreyta sig í deildinni. „Mér finnst vera kominn tími til að prófa nýja hluti og fara í nýtt umhverfi eftir öll þessi ár í Leikni. Ég fann að tími var kom- inn til að fljúga úr hreiðrinu og skoða heim- inn. Alla vega fara aðeins út fyrir póst- númer 111. Fá nýja áskorun og prófa eitthvað nýtt í fótboltanum,“ sagði Óttar Bjarni þegar Morgunblaðið sló á þráðinn til hans. Óttar segist hafa tilkynnt Leiknismönnum um það leyti sem 1. deildinni lauk að hann hygðist líta í kringum sig og sjá hvort eitt- hvað væri í boði fyrir sig í efstu deild. „Nokkur félög sem sýndu áhuga og gerðu mér tilboð. En ég ákvað að taka tilboði Stjörnunnar sem mér finnst vera frábært félag. Þar er unnið mjög metnaðarfullt starf. Þetta hljómar auðvitað eins og hefð- bundin klisja en umgjörðin í kringum Stjörnuna virðist vera frábær. Auk þess er leikmannahópurinn mjög sterkur og þjálf- ararnir mjög góðir. Ég gat því hakað við í öll boxin varðandi það sem ég var að leitast eftir,“ sagði Óttar í gær. Hittir fyrir Hilmar Árna Stjarnan hefur nú nælt í tvo af öflugustu leikmönnum Leiknisliðsins sem lék í Pepsu- deildinni í fyrra, þá Óttar og Hilmar Árna Halldórsson sem stimplaði sig hraustlega inn í Stjörnuliðið þegar á leið sumarið. Ótt- ar hefur verið í samskiptum við Hilmar og er því ágætlega kunnugt um hvernig hlut- irnir ganga fyrir sig í Garðabænum. „Það hjálpaði til að vita af honum því við erum mjög góðir vinir og ég hef verið í sam- bandi við hann reglulega. Hann bar Stjörnumönnum mjög vel söguna og auðvit- að hjálpar til að vita af vini sínum í þeirra röðum. Ég fylgdist auk þess vel með honum og Stjörnunni bæði í sumar og síðasta vet- ur.“ Óttar er miðvörður og segist eiga von á því að Stjarnan vilji nýta krafta hans í þeirri stöðu. Í sumar voru þeir Brynjar Gauti Guðjónsson og Grétar Sigurðarson oftast nær í því hlutverki auk þess sem Daníel Laxdal hefur oft spilað sem mið- vörður hjá Stjörnunni. Óttar sér því fram á samkeppni. „Já, ég fer í hörkusamkeppni og þeir eru með frábæra miðverði en í raun er allt liðið mjög gott. Þetta verður því mikil áskorun fyrir mig og ég þarf að leggja mikið á mig til að komast í liðið en mér finnst það bara vera heillandi,“ sagði Óttar Bjarni Guð- mundsson við Morgunblaðið. Floginn úr hreiðrinu  Óttar Bjarni segir tímabært að skoða sig um eftir mörg ár með Leikni í Breiðholtinu  Gerði í gær þriggja ára samning við Stjörnuna  Útlit fyrir harða samkeppni um miðvarðastöðurnar í Garðabæ Morgunblaðið/Eva Björk Samherjar Óttar Bjarni Guðmundsson og Guðjón Baldvinsson eru nú orðnir samherjar í Stjörnunni. Óttar B. Guðmundsson » Er 26 ára gamall miðvörður sem hóf knattspyrnuiðkun í Bolungarvík en hefur leikið allan sinn meistaraflokksferil með Leikni. » Á að baki 157 leiki í deild og bikar með Leikni og hefur gert 8 mörk. » Hefur af og til verið fyrirliði Leiknis síð- ustu árin. » Gerir þriggja ára samning við Stjörnuna. ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 2016 ÍÞRÓTTIR Íþróttir mbl.is Þorsteinn Gauti Hjálmarsson Ég sá strax mikla hæfileika í stráknum, segir þjálfari Fram um Framarann efnilega sem hefur leikið mjög vel með Safamýrarliðinu. Hefur rétta hugarfarið og burði til að bæta sig mikið. 4

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.