Morgunblaðið - 18.10.2016, Síða 3
2. UMFERÐ
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Landsliðsmaðurinn Ólafur Ólafsson
var í stóru hlutverki hjá Grindavík
þegar liðið lagði Hauka að velli, 92:88,
eftir framlengingu í Dominos-
deildinni í körfuknattleik. Morgun-
blaðið tekur Ólaf til umfjöllunar að
umferðinni lokinni en hann skoraði 18
stig, tók 15 fráköst og náði boltanum
tvisvar af andstæðingunum.
„Við þiggjum alla sigra og ég lít
þannig á að allir sigrar í vetur séu
ljúfir vegna þess að við erum ekki
jafn vel mannaðir og síðustu ár. Eftir
landsliðsverkefnið vissi ég eiginlega
ekki við hverju ég átti að búast. Ég
hafði eiginlega ekkert æft með liðinu
en hafði hitt leikmennina. Ungu
strákarnir komu mér svolítið á óvart.
Ég átti ekki von á því að liðið yrði
svona gott en ungu leikmennirnir
hafa verið mjög duglegir að mæta á
aukaæfingar. Þeir ætla sér greinilega
að nýta tækifærið eins vel og þeir
geta,“ sagði Ólafur þegar Morgun-
blaðið spjallaði við hann.
Fjögur lið gætu skorið sig úr
Ólafur sneri heim í sumar eftir dvöl
í Frakklandi og honum sýnist mörg
lið í deildinni vera býsna jöfn að getu.
„Mér finnst að KR, Stjarnan og
Tindastóll gætu skorið sig úr í efri
hlutanum. Í neðri hlutanum verður
Snæfell væntanlega í fallbaráttunni,
með fullri virðingu fyrir þeim. Fyrir
utan þessi fjögur lið gæti deildin ver-
ið einn stór pakki. Allir geta unnið
alla þegar tvö þessara átta liða eigast
við,“ sagði Ólafur og tekur það fram
að hann myndi frekar vilja sjá 3+2
reglu varðandi erlenda leikmenn
heldur en 4+1 regluna sem er í gildi.
„Ég myndi frekar vilja sjá 3+2. Ef
þú ert með ungan leikmann, sem er
duglegur að æfa og tilbúinn að hafa
fyrir því að verða góður, þá fær hann
að spila í 3+2 reglunni. Ég tel að ís-
lenskir leikmenn, sem ekki leggja
eins mikið á sig, græði á 4+1 regl-
unni.“
Orðinn agaðari leikmaður
Ólafur lék með St. Clement í NM2-
deildinni í Frakklandi á síðasta tíma-
bili og skoraði 14 stig að meðaltali í
leik. Hann segist hafa lært mikið af
dvölinni erlendis. „Ég fór út fyrir
þægindarammann og fór inn í um-
hverfi sem ég hef aldrei verið í áður.
Ég gerði ekkert annað en að æfa og
vera í körfubolta. Mér fannst ég hafa
lært mikið og er orðinn agaðari leik-
maður því ég er ekki eins villtur á
vellinum. Ef ég gerði einhverja vit-
leysu þá var hent í mig einhverjum
skömmum á frönsku. Einn samherji
minn hafði spilað með franska lands-
liðinu og hann hjálpaði mér rosalega
mikið,“ útskýrði Ólafur og hann
stefnir að því að fara aftur utan að
þessu tímabili loknu. „Ég er á besta
aldri sem leikmaður og á helling
inni.“
Ólafur var í íslenska landsliðs-
hópnum í sumar, sem vann sér þátt-
tökurétt í lokakeppni EM, Euro-
basket, næsta haust. Hann er einn
þeirra leikmanna sem hafa verið á
þröskuldi þess að komast í landsliðið
síðustu árin. Ólafur er stoltur af því
að vera í landsliðinu og er tilbúinn að
leggja allt í sölurnar til að komast í
EM-hópinn eins og aðrir.
Eldmóðurinn til staðar
„Ég sætti mig við mitt hlutverk í
landsliðinu. Þótt ég hefði viljað spila
meira þá ætla ég ekki að vera eitraða
eplið í hópnum. Stór þáttur í vel-
gengni landsliðsins er liðsheildin, al-
veg frá fyrsta manni og niður í fjór-
tánda. Þetta eru heldur engir smá
karlar sem ég er að slást við um
stöðu í landsliðinu. Mér finnst ógeðs-
lega gaman að berjast fyrir mínu sæti
og ég tel mig eiga fína möguleika á
því að komast í EM-hópinn. Ég þarf
að sjálfsögðu að hafa fyrir því en ég
tel mig geta hjálpað liðinu með bar-
áttunni og því sem einkennir minn
leik. Um leið og ég er kominn með Ís-
land framan á bringuna, þá finnur þú
ekki marga sem eru jafn stoltir af því
að spila fyrir land og þjóð. Ég fann
fyrir því strax í yngri landsliðunum.
Eldmóðurinn er alltaf til staðar þótt
ég sitji á bekknum eða sé utan hóps,“
sagði baráttujaxlinn Ólafur Ólafsson
ennfremur í samtali við Morgun-
blaðið.
„Átti ekki von á því að
liðið yrði svona gott“
Morgunblaðið/Eggert
Háloftafugl Ólafur Ólafsson er þekktur fyrir kraftmiklar troðslur sem geta slökkt í andstæðingunum.
Ólafur Ólafsson átti stórleik þegar Grindavík vann sinn annan sigur Stefnir að
því að vinna sér sæti í EM-hópnum Er hrifnari af 3+2 reglunni heldur en 4+1
4+1 reglan
» Í körfuboltanum er ekki frjálst
hversu margir erlendir leikmenn
eru inni á vellinum í einu hér-
lendis. Leyfilegt er að vera með
einn slíkan á vellinum í einu.
» Í 3+2 reglu væri svigrúmið
meira, eða tveir erlendir.
ÍÞRÓTTIR 3
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 2016
Leiknir íReykjavík
hefur ráðið Krist-
ófer Sig-
urgeirsson sem
þjálfara 1. deildar
liðs félagsins í
knattspyrnu.
Kristófer, sem er
44 ára og lék
lengst af með Breiðabliki en einnig
með Fram og liðum í Grikklandi og
Svíþjóð, hefur verið aðstoðarþjálfari
Breiðabliks undanfarin tvö ár. Áður
gegndi hann sama starfi hjá Fjölni
og þjálfaði þar á undan lið Reynis í
Sandgerði. Kristófer tekur við af
Kristjáni Guðmundssyni sem var
um helgina ráðinn þjálfari ÍBV.
Miðvörðurinn Aron Ingi Andr-easson skoraði eitt af mörk-
um FC Hennef þegar liðið lagði
Rot-Weiss Essen, 3:2, í þýsku Bun-
desligunni í knattspyrnu leikmanna
17 ára og yngri um nýliðna helgi.
Aron Ingi, sem er 16 ára gamall
uppalinn FH-ingur, hefur búið
ásamt foreldrum sínum í Þýskalandi
frá árinu 2011 og er með bæði ís-
lenskt og þýskt ríkisfang. Hann hef-
ur spilað með Hennef frá árinu 2012.
Elías Már Óm-arsson,
leikmaður IFK
Gautaborgar í
Svíþjóð, lagði upp
mark í 3:3 jafn-
tefli liðsins gegn
Gefle í sænsku
úrvalsdeildinni í
knattspyrnu í
gærkvöld. Þessi fyrrverandi leik-
maður Keflavíkur hefur verið frá-
bær með sænska liðinu frá því hann
kom frá Vålerenga í Noregi en hann
hefur skorað fjögur mörk og lagt
upp eitt frá því hann kom í sumar.
Hann lagði upp annað mark liðsins í
leiknum en það var Soren Rieks
sem gerði markið í byrjun síðari
hálfleiks. Lokatölur urðu 3:3 en
Göteborg er í 4. sæti með 43 stig.
Knattspyrnudeild Fylkis samdi ígær við Hákon Inga Jónsson
en hann gerði tveggja ára samning
við félagið. Er hann uppalinn í Fylki
en lék með HK í sumar. Hákon, sem
er 21 árs gamall framherji, var
gríðarlega öflugur með HK í sumar
en hann gerði 13 mörk í 22 deildar-
leikjum. Hann var þriðji marka-
hæsti leikmaður deildarinnar og átti
stóran þátt í því að liðið hélt sér
uppi.
Hollendingurinn Maarten Steke-lenburg varð sjöundi mark-
vörðurinn í sögu ensku úrvalsdeild-
arinnar í knattspyrnu til að verja
tvær vítaspyrnur í sama leiknum.
Stekelenburg var hetja Everton í
1:1 jafntefli liðsins á móti Manchest-
er City á laugardaginn en hann
gerði sér þá lítið fyrir og varði tvær
vítaspyrnur, fyrst frá Kevin de
Bruyne og síðan frá Sergio Agüero.
Fólk folk@mbl.is
Knattspyrnufélagið Valur hefur gert Breiða-
bliki tilboð í miðvörðinn sterka, Damir Mum-
inovic, en því var hafnað. Þetta staðfesti Ey-
steinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri
Breiðabliks, við vefmiðilinn 433.is í gær. Dam-
ir, sem er 26 ára gamall, hefur þótt einn af
betri miðvörðum Pepsi-deildarinnar og verið
fastamaður í vörn Breiðabliks síðustu þrjú ár.
Í frétt 433.is segir að Damir hafi einnig verið
orðaður við Stjörnuna, sem nú hefur fengið til
sín miðvörðinn Óttar Bjarna Magnússon frá
Leikni R. eins og lesa má um á forsíðu. Ey-
steinn fullyrðir að Damir sé ekki til sölu, og hið sama segir hann
um hinn aðalmiðvörð Breiðabliks, Elfar Frey Helgason, í frétt á
Fótbolta.net í gær. Damir er með samning við Blika út tímabilið
2018 og Elfar út næsta ár. sindris@mbl.is
Miðverðir ekki til sölu
Damir
Muminovic
Íslendingaliðið Århus virðist komið á beinu
brautina í dönsku úrvalsdeildinni í hand-
bolta. Eftir að hafa tapað fyrstu fjórum leikj-
um sínum hefur liðið nú unnið tvo leiki í röð,
en liðið valtaði yfir botnlið Randers í gær-
kvöld; 36:24.
Róbert Gunnarsson og Ómar Ingi Magn-
ússon, sem báðir komu til Århus í sumar, Ró-
bert frá PSG en Ómar Ingi frá Val, skoruðu 4
mörk hvor fyrir liðið. Hornamaðurinn Sig-
valdi Björn Guðjónsson skoraði 2.
Viggó Kristjánsson var markahæstur hjá
Randers með 4 mörk en hann kom til félagsins frá Gróttu í sum-
ar, líkt og markvörðurinn Arnór Freyr Stefánsson sem kom frá
ÍR. Randers er enn án stiga í 14. og neðsta sæti en Århus er kom-
ið upp í 11. sæti. sindris@mbl.is
„Íslenskur“ botnslagur
Ómar Ingi
Magnússon
Landslið Íslands í blaki karla og kvenna, skipað leikmönnum 17 ára
og yngri, fór í gærmorgun til Danmerkur þar sem þau taka þátt í
Norður-Evrópukeppninni, Nevza, sem hefst á morgun og stendur
til fimmtudagskvölds. Flautað verður til leikja snemma í dag en
mótið fer fram í Ikast á Jótlandi.
Karlaliðið verður í riðli með finnska og sænska landsliðinu en
kvennaliðið leikur við norska og sænska landsliðið. Einnig taka
landslið Englands, Danmerkur, Færeyja þátt í mótinu. Það ræðst
svo af gengi íslensku liðanna við hvern þau leika á miðvikudag og á
fimmtudag en þau leika tvo leiki hvort á morgun í riðlakeppninni.
Mótshaldarar stefna á að streyma öllum leikjum á netinu í gegn-
um Facebook-síðu mótsins og þar geta áhugsamir fylgst með.
Eduardo Berenguer og Natalia Ravva eru þjálfarar U17 ára liðs
karla en Lorenzo Ciancio og Erla Bjarný Jónsdóttir stýra stúlkna-
liðinu. Sævar Mar Guðmundsson og Valgeir Valgeirsson dómarar
verða með flautur sínar á lofti á mótinu. iben@mbl.is
Blakfólk til Danmerkur
Lewis Clinch úr Grindavík, Pétur
Rúnar Birgisson úr Tindastóli og
Flenard Whitfield úr Skallagrími eru
efstir í þremur helstu tölfræðiþátt-
unum eftir tvær umferðir í Dominos-
deild karla í körfuknattleik.
Flest stig:
Lewis Clinch, Grindavík ................ 66
Brynjar Þór Björnsson, KR............ 60
Amin K. Stevens, Keflavík............. 55
Flenard Whitfield, Skallagrími...... 53
Tobin Carberry, Þór Þ. ................... 53
Flestar stoðsendingar:
Pétur Rúnar Birgisson, Tindastóli 14
Björn Kristjánsson, Njarðvík ......... 13
Justin Shouse, Stjörnunni............. 13
Sigtryggur A. Björnsson, Skallagr 13
Hlynur Bæringsson, Stjörnunni..... 11
Flest fráköst:
Flenard Whitfield, Skallagrími...... 33
Amin K. Stevens, Keflavík............. 33
Hlynur Bæringsson, Stjörnunni.... 28
Sefton Barrett, Snæfelli ............... 24
Finnur Atli Magnússon, Haukum .. 23
Clinch, Pétur og Whitfield efstir