Morgunblaðið - 15.11.2016, Side 2

Morgunblaðið - 15.11.2016, Side 2
2 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 2016 Vináttulandsleikur karla Pólland – Slóvenía ................................... 1:1 Lukasz Teodorczyk 79. – Miha Mevlja 24. KNATTSPYRNA Olís-deild karla ÍBV – Fram........................................... 37:29 Selfoss – Valur ...................................... 29:31 Stjarnan – FH....................................... 22:22 Staðan: Afturelding 11 8 0 3 293:301 16 Valur 11 7 0 4 289:286 14 Haukar 11 6 0 5 337:317 12 Selfoss 11 6 0 5 343:318 12 FH 11 4 3 4 300:299 11 ÍBV 11 5 1 5 317:311 11 Grótta 11 4 1 6 275:283 9 Fram 11 4 1 6 320:332 9 Stjarnan 11 3 3 5 259:279 9 Akureyri 11 3 1 7 268:275 7 Ungverjaland Vaci – Veszprém.................................. 22:29  Aron Pálmarsson var ekki á meðal markaskorara Veszprém. Danmörk Randers – Ribe-Esbjerg ..................... 22:30  Viggó Kristjánsson skoraði 1 mark fyrir Randers. Arnór Freyr Stefánsson ver mark liðsins. HANDBOLTI Danmörk Bikarkeppnin, 8-liða úrslit: Svendborg – Horsens.......................... 77:83  Axel Kárason er leikmaður Svendborg. Arnar Guðjónsson þjálfar liðið. NBA-deildin Cleveland – Charlotte ........................ 100:93 OklahomaCity – Orlando ................. 117:119 Minnesota – LA Lakers..................... 125:99 Golden State – Phoenix.................... 133:120 Portland – Denver............................ 112:105 Staðan í Austurdeild: Cleveland 8/1, Atlanta 7/2, Toronto 7/2, Charlotte 6/3, Chicago 6/4, Milwaukee 5/4, Boston 5/4, Detroit 5/5, New Jersey 4/5, Orlando 4/6, Indiana 4/6, New York 3/6, Miami 2/6, Washington 2/7, Philadelphia 1/8. Staðan í Vesturdeild: LA Clippers 9/1, Golden State 8/2, San Ant- onio 7/3, Utah 7/4, Portland 7/4, Oklahoma City 6/4, Houston 5/4, LA Lakers 6/5, Memphis 4/5, Sacramento 4/7, Minnesota 3/6, Denver 3/7, Phoenix 3/8, Dallas 2/6, New Orleans 1/9. KÖRFUBOLTI HANDKNATTLEIKUR Úrvalsdeild kvenna, Olís-deildin: Framhús: Fram – Haukar................... 19.30 1. deild kvenna: Víkin: Víkingur – Valur U.................... 19.30 1. deild karla: KA-heimili: Hamrarnir – Akureyri U 19.30 Valshöllin: Valur U – Fjölnir ............... 19.30 ÍSHOKKÍ Hertz-deild karla: Akureyri: SA – Esja ............................. 19.30 Laugardalur: SR – Björninn .................... 20 Í KVÖLD! sínum mönnum þar með sigurinn. Ólafur Ægir Ólafsson kom líka mjög ferskur inn í sínum fyrsta leik í vetur. Ólafur gekk í raðir Vals í vor frá Fram en hefur ekki getað tekið þátt fyrr en nú vegna meiðsla. Hann mætti tilbúinn. Það sama má segja um Króatann unga Josip Grgic. Stór og sterkur strákur sem var óhrædd- ur að vaða á vörn Selfoss, enda var hann markahæstur Valsara með 9 mörk. Heimamenn voru aðeins á brems- unni í gærkvöldi en Elvar Örn Jóns- son, sem verið hefur jafnbesti leik- maður liðsins í vetur, átti ágætt kvöld, sem og Teitur Einarsson. Skrautlegt jöfnunarmark Kringumstæður voru allar hinar dramatískustu í þann mund er leik- tíminn rann út í viðureign Stjörn- unnar og FH í Mýrinni í gærkvöldi. Tveimur sekúndum fyrir leikslok lét Garðar Sigurjónsson, línumaður Fram, vaða á markið úr aukakasti. Skotið hafnaði í varnarmanni, breytti um stefnu og fór yfir Ágúst Elí Björgvinsson, markvörð FH, sem var sestur til að reyna að verja skotið, og þaðan í markið. Úrslitin: 22:22. FH-ingar voru hoppandi illir og töldu ekki rétt hafa verið staðið að framkvæmd aukakastsins. Höfðu þeir mikið til síns máls því brotið var á leikmanni Stjörnunnar nokkuð til hliðar við þann stað þar sem auka- kastið var tekið. Auk þess má velta fyrir sér hvort Garðar hafi stigið inn fyrir punktalínuna þegar hann skaut á markið miðað við hvernig hann sjálfur lýsti aðstæðum. „Ég veit ekki hvort samherjar HANDBOLTI Guðmundur Karl Kristján Jónsson Guðmundur Tómas Sigfússon Valsmenn lyftu sér upp í 2. sæti Olís- deildar karla í gærkvöldi með 31:29 útisigri á Selfyssingum í stór- skemmtilegum leik í Vallaskóla. Leikurinn var hraður og skemmti- legur og bæði lið virkuðu í toppformi. Leikurinn fór mjög hratt af stað og á köflum bar kappið fegurðina ofurliði. Það átti sérstaklega við um Selfyssinga sem fóru stundum fram úr sér á mikilvægum augnablikum og skotvalið var oft dapurt, sérstaklega á lokakaflanum. Framan af leiknum lentu Vals- menn á vegg og fundu engar leiðir í gegnum Selfossvörnina en eftir að Selfoss náði þriggja marka forskoti, 9:6, tóku Valsmenn leikhlé um miðj- an fyrri hálfleik og svöruðu með 5:1 áhlaupi. Gestirnir leiddu með einu marki í leikhléi, 15:16. Í síðari hálfleik hélt fjörið áfram. Frábær tilþrif á báðum endum vall- arins, hraði og spenna, og auðvitað mistök á báða bóga. Dómararnir áttu líka sínar stundir, enda línan hjá þeim Arnari og Svavari ansi mislögð í ýmsum atriðum þó að þeir hafi sloppið stóráfallalaust frá leiknum. Það sem helst gladdi augað í síðari hálfleik var frammistaða Hlyns Morthens í marki Vals. Þessi reynslumikli markmaður kom í rammann í síðari hálfleik og skellti í lás á lokakaflanum. Hlynur varði 12/1 skot, þar af fimm mikilvæga bolta á síðustu fimm mínútunum og tryggði mínir voru fyrir innan punktalínuna. Þegar ég hafði sleppt boltanum þá leit ég niður og sá að ég hafði stigið inn fyrir punktalínuna með vinstri fótinn. Hvort ég hafði verið þar þeg- ar ég skaut veit ég ekki og ætla ekki að segja til um hvort þetta hafi verið löglegt eða ekki. Ég leit á klukkuna og sá 59,58. Ég vissi að ég myndi ekki ná að koma boltanum í leik og sneri mér því bara við og skaut. Hugsunin á bak við skotið var ekki mikil en það tókst að koma boltanum í markið, blessunarlega,“ sagði Garð- ar í samtali við Morgunblaðið að leiknum loknum. FH var marki yfir að loknum fyrri hálfleik og byrjaði síðari hálfleikinn mjög vel. FH-ingar skoruðu þá fyrstu þrjú mörkin og voru yfir 14:10. Þeim tókst ekki að ganga á lagið og Stjarnan jafnaði 16:16. Eftir það var spennan til staðar. FH skor- aði úr síðustu sókn sinni þegar 20 sekúndur voru eftir en sóknin var býsna löng. Þeir galopnuðu vörn Stjörnunnar með einfaldri innleys- ingu úr horni og Óðinn Ríkharðsson skoraði örugglega. Útileikmenn Stjörnunnar gerðu þau mistök í síð- ustu sóknini að láta brjóta á sér en Garðar bjargaði þeim fyrir horn og jafnaði. Ísak Rafnsson, stórskytta FH- inga, er aftur farinn að beita sér eftir eins og hálfs árs fjarveru vegna meiðsla. Hann fór ekki í fórnar- lambsstellingarnar að leiknum lokn- um. „Síðasta markið var ólöglegt. Garðbæingar viðurkenna það sjálfir. Það er ógeðslega svekkjandi en við áttum bara að vera löngu búnir að klára dæmið. Alltaf þegar við áttum möguleika á því að ná tveggja marka forskoti þá misstum við boltann og fengum mark í bakið. Við héldum þessu spennandi,“ sagði Ísak Rafns- son þegar Morgunblaðið ræddi við hann. ÍBV beið lengi eftir sigri ÍBV vann sinn fyrsta leik síðan snemma í október þegar liðið sigraði Framara úti í Vestmannaeyjum í gær. Leiknum lauk 37:29 heima- mönnum í vil, sem voru með yfir- höndina allan leikinn. Sóknarleikur ÍBV einkenndist af miklum hraða og enduðu margar leikfléttur liðsins á því að stórskyttur liðsins fengu flugbraut að punktalín- unni til þess að taka skot. Þeir Theo- dór Sigurbjörnsson og Sigurbergur Sveinsson skoruðu samtals 23 mörk en sá fyrrnefndi gerði fjórtán þeirra. Valur í 2. sæti eft- ir sigur á Selfossi  Stig til Stjörnunnar eftir dramatískar lokasekúndur  Theodór og Sigurbergur með 23 mörk fyrir ÍBV tekur þátt í leikjum um næstu mán- aðamót. Ástæða er sú að Ester er á fullu í námi samhliða vinnu og taldi sig af þeirri ástæðu ekki hafa tíma til þess að helga landsliðinu krafta sína að þessu sinni,“ sagði Guðbjörg. Ester er sambýliskona Magnúsar Stef- ánssonar, leikmanns ÍBV, og saman eiga þau eina dóttur. „Annars held ég að Ester hafi tekið sæti í landsliðinu þegar eftir kröftum hennar hefur ver- ið leitað en ég skal viðurkenna að ég hef stundum verið undrandi á því af hverju Ester hefur ekki oftar verið 9. UMFERÐ Ívar Benediktsson iben@mbl.is „Ester varð snemma driffjöður Eyja- liðsins og hefur sinnt því hlutverki mjög vel,“ sagði hin leikreynda hand- knattleikskona Guðbjörg Guðmanns- dóttir, samherji Esterar Óskarsdóttur hjá ÍBV. Ester er leikmaður níundu umferðar Olís-deildar kenna. Hún átti einn einn stórleikinn með ÍBV þegar liðið vann Val, 28:23, í Eyjum á laug- ardaginn. Guðbjörg hefur lengi þekkt Ester og fylgst með ferli hennar sem samherji og félagi í ÍBV. „Ester leggur sig full- komlega í hvern leik og hefur alla tíð gert það. Hún er mjög góður félagi í hópnum, er bæði hvetjandi en einnig gagnrýnin. Ester er óhrædd að segja skoðun sína og lætur okkur alveg heyra, bæði það sem henni líkar og lík- ar ekki. Hún er hreinskilin, þorir að segja hlutina eins og þeir eru sem er mjög gott. Það tel ég mikinn kost á samherja,“ sagði Guðbjörg sem hefur leikið með mörgum handknatt- leikskonum, bæði hér á landi og í Dan- mörku þar sem Guðbjörg lék um árabil. „Ester góður leiðbeinandi. Hún hef- ur sigureðli og þráir mjög að vinna bikar með ÍBV-liðinu að maður vonast alltaf til þess að einn daginn takist Eyjaliðinu að vinna til sigurlauna. Hún er með sigurviljann sem vantar á stundum í leikmenn. Hún fer í alla leiki með blóðbragð í munni og þá ætl- an að vinna leikinn. Eins er á æfingum þar sem hún leggur sig fullkomlega fram, er ekkert gefin fyrir að vera á hálfri ferð,“ sagði Guðbjörg. „Það truflar Ester ekkert að bera ábyrgð. Hún vill bera hana.“ Jafnvíg á vörn sem sókn Ester, sem rótgróin Eyjakona, skoraði 11 mörk í fyrrgreindum sig- urleik á Val og er nú næstmarkahæsti leikmaður Olís-deildar kvenna með 73 mörk sem er ekki síst athyglisvert þar sem Ester tekur afar sjaldan vítaköst. Hún er ekki aðeins góður sókn- armaður heldur framúrskarandi varn- armaður að sögn Guðbjargar. „Það er einn helsti kostur Esterar að vera alls ekki síðri í vörn en sókn.“ Ester á aðeins að baki sjö A- landsleiki. Þeir eru til sem gjarnan vilja sjá meira til hennar á þeim vett- vangi. Guðbjörg segist ekki þekkja þá sögu til hlítar því að sínu mati eigi Est- er sannarlega skilið að fá fleiri tæki- færi með íslenska landsliðinu. Hún hafi mikið fram að færa á þeim vett- vangi, jafnt utan vallar sem innan. „Ég veit hinsvegar að Ester gaf landsliðs- sæti frá sér á dögunum en hún mun hafa komið til greina í landsliðið sem valin í íslenska landsliðið,“ sagði Guð- björg sem á sjálf að baki 57 A- landsleiki. Nauðsynlegur sigur Guðbjörg segir sigurinn á Val á laugardaginn hafi verið nauðsynlegur fyrir ÍBV-liðið. „Bæði vegna þess að okkur hefur á stundum vantað herslu- muninn upp á að vinna nokkra leiki í vetur og eins til þess að vera áfram í efri hluta deildarinnar. Við höfum að- eins unnið í okkar málum upp á síð- kastið og það skilað sér í leiknum við Val þar sem allir leikmenn voru ein- beittir og staðráðnir í að leggja sig fram og vinna leikinn. Það var kraftur og barátta í okkur.“ Guðbjörg hefur tekið þátt í sex af níu leikjum ÍBV í deildinni það sem af er leiktíð. Hún segir erfitt að slíta sig frá handboltanum þótt það hafi verið á dagskránni og hún hafi dregið saman seglin frá því þegar hún var á fullri ferð. „Ég er eilífðarleikmaður,“ sagði Guðbjörg og hló dátt áður en hún bætti við: „Ég var beðin um að koma inn í hópinn í vetur vegna meiðsla. Ég gat að sjálfsögðu ekki neitað þeirri ósk með líkamann er í lagi. Meðan ég hef gaman af þessu og get lagt mitt lóð á vog- arskálina þá geri ég hvað ég get til að aðstoða stelpurnar,“ sagði Guðbjörg Guðmannsdóttir, handknattleikskona með ÍBV. Óhrædd að tala hreint út  Ester er leiðtoginn í leikmannahópi ÍBV  Tók snemma mikla ábyrgð  Þráir að vinna bikar og fer í hvern leik með blóðbragð í munni  Afþakkaði landsliðssæti Leit Fjölnis- manna að aðstoðar- þjálfara fyrir karlalið sitt í knattspyrnu er lokið en félagið hefur ráðið Guðmund Steinarsson í starfið. Guð- mundur var sem leikmaður lykilmaður í Keflavík í mörg ár en hóf sinn þjálfaraferil 2014 og stýrði Njarðvík í 2. deild til loka ágúst á síðasta tímabili. Guðmundur tekur við af Ólafi Páli Snorrasyni sem verið hefur aðstoðarmaður Ágústs Gylfason- ar síðustu tvær leiktíðir. Ólafur Páll fór til FH nú í haust og tók við af Guðlaugi Baldurssyni, sem ráðinn var þjálfari Keflavíkur. Ágúst fékk til sín Guðmund Guðmundur Steinarsson H. Hanna Þrastard. Selfossi 89 Ester Óskarsdóttir, ÍBV 73 Diana Satakuskaite, Val 72 Thea I. Sturludóttir, Fylki 57 Maria Ines, Haukum 56 Sandra Erlingsdóttir, ÍBV 56 Ragnheiður Júlíusd., Fram 54 Lovísa Thompson, Gróttu 51 Steinunn Björnsdóttir, Fram 45 Helena Rut Örvarsd., Stjörn. 44 Þórey Anna Ásgeirsd. Gróttu 44 Hrafnhildur Hanna efst ÞESSAR SKORA MEST

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.