Morgunblaðið - 15.11.2016, Síða 4
4 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 2016
6. UMFERÐ
Guðmundur Hilmarsson
gummih@mbl.is
Stjörnumenn, með landsliðsfyrirlið-
ann Hlyn Bæringsson í broddi fylk-
ingar, hafa byrjað leiktíðina í Dom-
inos-deildinni í körfuknattleik með
látum, en eftir sex umferðir er
Garðabæjarliðið í toppsæti deildar-
innar, hefur unnið alla leiki sína.
Hlynur ákvað að snúa heim í sumar
eftir sex ára dvöl í atvinnumennsku í
Svíþjóð og valdi að ganga í raðir
Stjörnunnar.
,,Já, við getum ekki kvartað yfir
byrjun okkar í deildinni. Það var
hundfúlt að detta út úr bikarnum en
þá getum við bara einbeitt okkur að
deildinni. Fyrsta markmiðið er að
vinna deildarmeistaratititilinn en
það er langur vegur að honum. Nú
verðum við bara að halda áfram á
sömu braut,“ sagði Hlynur í samtali
við Morgunblaðið.
Hlynur og félagar hans unnu góð-
an útisigur á Þór Þorlákshöfn um
nýliðna helgi og líkt og í öðrum leikj-
um Stjörnuliðsins á tímabilinu var
miðherjinn atkvæðamikill. Hann
skoraði 24 stig, tók 10 fráköst og gaf
8 stoðsendingar. Hlynur, sem er 34
ára, hefur skorað að meðaltali 16,8
stig á tímabilinu, tekið 11,7 fráköst
og hefur átt 4,8 stoðsendingar og
koma hans til Stjörnunnar og í Dom-
inos-deildina var mikill hvalreki.
Verðum við toppinn
,,Við erum ánægðir með spila-
mennsku okkar í deildinni og þetta
hefur bara verið virkilega gaman.
Ég er nokkuð viss um að við verðum
við toppinn og það verða ekki mörg
lið, ef nokkurt, fyrir ofan okkur.
Fram undan eru erfiðir leikir á móti
Tindastóli og KR og eftir þá sjáum
við kannski meira í hvað stefnir hjá
okkur. Það eru mörg góð lið í deild-
inni og fyrir utan KR, Tindastól og
okkur get ég nefnt Keflavík, Grinda-
vík og Þór Þorlákshöfn. KR-liðið er
rosalega vel mannað og þegar Jón
Arnór verður mættur til leiks verður
það enn sterkara,“ sagði Hlynur,
sem finnst sárt að sjá gamla liðið
sitt, Snæfell, í þeirri stöðu sem það
er í. ,,Það er eins og partíið sé búið í
Hólminum karlamegin en kvennalið-
ið er enn frábært. Það er ekki
skemmtilegt að sjá Snæfell í þessari
stöðu. Þetta kemur kannski ekkert á
óvart en það er ekki gott að sjá liðið
tapa leik eftir leik með miklum
mun,“ segir Hlynur.
Stemningin og umgjörðin
breyst til batnaðar
Hlynur yfirgaf Snæfell sem Ís-
lands- og bikarmeistari árið 2010 og
var útnefndur leikmaður ársins af
leikmönnum úrvalsdeildarinnar.
Spurður hvernig endurkoman í
deildina hafi virkað á hann segir
Hlynur:
,,Þetta hefur verið mjög ánægju-
legt. Deildin er skemmtileg en auð-
vitað eru þetta talsverð viðbrigði.
Umhverfið hér heima er allt öðru
vísi en að vera í atvinnumennsku en
heilt yfir er ég mjög glaður að vera
kominn heim. Það skiptir miklu máli
að vera nálægt fjölskyldunni fyrir
sálartetrið og það er gott að geta tal-
að íslensku við liðsfélaganna fyrir
utan Justin og Kanann. Mér finnst
íslensku leikmennirnir betri nú en
þegar ég spilaði í deildinni síðast.
Vissulega veikir það hins vegar
deildina að það eru færri útlend-
ingar. Það eru kostir og gallar við
það. Það vantar kannski aðeins upp
á gæðin en stemningin og umgjörðin
hefur breyst til batnaðar. Körfubolt-
inn á Íslandi hefur mikinn meðbyr
og það er virkilega ánægjulegt. Ár-
angur landsliðsins á stóran þátt í
því,“ segir Hlynur, en íslenska
landsliðið tryggði sér á árinu farseðil
í úrslitakeppni Evrópumótsins,
Eurobasket, annað skipti í röð.
Sænska deildin á niðurleið en
sú íslenska á uppleið
Um samanburðinn á íslensku og
sænsku deildinni segir Hlynur:
,,Sænska deildin hefur að mínu
mati verið á niðurleið síðustu árin en
eins og hún var er töluverður munur
á deildunum. Betri liðin eru hundrað
prósent atvinnumannalið og það seg-
ir sig sjálft að ef þú getur æft tvisvar
sinnum á dag og einbeitt þér alfarið
að körfuboltanum verður þú betri.
Þessar deildir eru núna á ólíkri átt.
Sú sænska er á niðurleið en sú ís-
lenska er á uppleið,“ segir Hlynur.
,,Mér finnst mjög ólíklegt að ég
fari aftur út í atvinnumennskuna en
maður á kannski að segja aldrei að
segja aldrei. Ég kann vel við mig í
Stjörnunni og eins og ég sagði áður
er gott að vera kominn aftur heim.
Ég er bara ánægður með eigin
frammistöðu en ég get vonandi bætt
mig þegar líður á tímabilið. Maður
má ekkert slaka á enda er stórt ár
fram undan með landsliðinu. Það
verður geggjað að taka þátt í Euro-
basket aftur. Maður átti ekki beint
von á því en það verður gaman.“
Finn fyrir miklum meðbyr
Hlynur Bæringsson og samherjar hans í Stjörnunni ósigraðir eftir sex um-
ferðir í Dominos-deildinni Íslensku leikmennirnir orðnir betri, segir Hlynur
Hlynur Bæringsson
» Hann er 34 ára, fæddur 6.
júlí 1982, og lék með Skalla-
grími 1997 til 2002 en með
Snæfelli 2002 til 2010.
» Þá fór hann til Sundsvall
Dragons í Svíþjóð, var þar í sex
ár en kom til liðs við Stjörnuna
í sumar.
» Hlynur varð Íslandsmeistari
með Snæfelli og sænskur
meistari með Sundsvall.
» Hann á 103 landsleiki að
baki fyrir Íslands hönd.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Garðabær Hlynur Bæringsson á fullri ferð gegn Þór á Akureyri. Stjarnan hefur unnið alla sex leiki sína.
Hversu mikla þýðingu hefur
ósigurinn gegn Króötum í Zagreb
varðandi möguleika karlalands-
liðsins í fótbolta á að láta draum-
inn um þátttöku á HM 2018 í
Rússlandi rætast?
Því verður sennilega ekki
hægt að svara fyrr en langt verð-
ur liðið á næsta ár. Það fer eftir
því hvernig riðillinn þróast.
Verða Króatar sér á báti og
vinna þeir riðilinn með yfirburð-
um? Þeir gætu það hæglega. Þá
yrðu Ísland, Úkraína og Tyrkland
væntanlega í hörðum slag um
annað sætið sem gefur þátt-
tökurétt í umspili. Með þeirri
undantekningu að liðið með fæst
stig í öðru sæti kemst ekki í um-
spil.
Eða munu Króatar tapa stig-
um í næstu leikjum sínum, gegn
Úkraínu og Íslandi? Þá yrði bar-
áttan um efsta sætið heldur bet-
ur galopin og hvert einasta stig
og mark gæti haft úrslitaáhrif.
Næsta umferð í riðlinum,
sem er ekki leikin fyrr en 24.
mars, mun gefa aðeins betri
mynd af stöðunni, en eftir hana
er riðlakeppnin hálfnuð.
Þá leikur Ísland við Kósóvó á
útivelli, Króatía tekur á móti
Úkraínu og Tyrkir fá Finna í heim-
sókn.
Íslenskur sigur, jafntefli í
Króatíu og tyrkneskur sigur: Kró-
atía væri þá með 11 stig, Ísland
10, Úkraína 9 og Tyrkland 8.
Fyrsti leikur í seinni umferð er
svo Ísland – Króatía á Laugar-
dalsvellinum í júní. Annar topp-
slagur!
Lykillinn að framhaldinu er
samt alltaf næsti leikur og ís-
lensku leikmennirnir mega ekki
misstíga sig gegn Kósóvó. En
það eru fjórir og hálfur mánuður
til stefnu.
BAKVÖRÐUR
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Stigahæstir, meðaltal:
Amin K. Stevens, Keflavík 29,67
Tobin Carberry, Þór Þ. 26,33
Flen Whitfield, Skallagrími 26,33
Lewis Clinch, Grindavík 24,50
Brynjar Þór Björnsson, KR 22,50
Mamadou Samb, Tindastóli 22,00
Matthew Hunter, ÍR 21,17
Sefton Barrett, Snæfelli 19,67
Stoðsendingar, meðaltal:
Pétur R. Birgisson, Tindastóli 7,17
Lewis Clinch, Grindavík 6,33
Emil Barja, Haukum 5,60
Justin Shouse, Stjörnunni 5,17
Hlynur Bæringsson, Stjörn. 4,83
Matthew Hunter, ÍR 4,83
Pavel Ermolinskij, KR 4,67
Sigtryggur Björnss., Skallag. 4,50
Tobin Carberry, Þór Þ. 4,50
Fráköst, meðaltal:
Amin K. Stevens, Keflavík 15,83
Flen Whitfield, Skallagr. 14,33
Hlynur Bæringsson, Stjörn. 11,67
Sefton Barrett, Snæfelli 9,83
Mamadou Samb, Tindastóli 9,50
Ómar Örn Sævarsson, Grind. 9,33
Ólafur Ólafsson, Grindavík 9,17
Finnur A. Magnússon, Hauk. 8,83
Tobin Carberry, Þór Þ 8,33
Stevens og Pétur Rúnar efstir
FREMSTIR Í HELSTU TÖLFRÆÐIÞÁTTUM Í DOMINOS-DEILD KA.