Morgunblaðið - 15.11.2016, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 15.11.2016, Qupperneq 2
2 | MORGUNBLAÐIÐ Á atvinnubílasýningunni í Hannover í Þýskalandi í lok október frumsýndu Toyota og Arctic Trucks sameiginlega nýjan Toyota Hilux Double Cab-pallbíl með svokallaðri AT35-breytingu. Í grundvall- aratriðum felur hún í sér sömu að- gerðir og gerðar eru á öðrum bílum frá Arctic Trucks sem hannaðir eru til notkunar á heimskautasvæðum. Pallbíllinn gengur undir nafninu Toyota Hilux AT35. Hann hefur ver- ið boðinn til sölu í Rússlandi frá 2015 en er nú einnig fáanlegur hér á landi og í Noregi. Um þessar mundir er unnið að skráningu á breytingu bíls- ins fyrir Evrópumarkað sem gert er ráð fyrir að klárist fyrir árslok. Er þess að vænta að frá og með árs- byrjun 2017 verði Toyota Hilux AT35 því fáanlegur á öllum mörkuðum í Evrópu. Helstu kostir breytingarinnar á Toyota Hilux AT35 eru stærri dekk, endurhönnuð fjöðrun til að bæta aksturseiginleika og hækkun undir lægsta punkt til að auka drif- og akstursgetu við erfiðar aðstæður, svo sem í snjó og aur. Auk nýrrar ásýndar og spennandi útlits sem AT35 framkallar eru helstu kostir breytingarinnar þeir að bíllinn hentar við mun breiðari að- stæður en óbreyttur. Það á við hvort sem hann er notaður til daglegra nota innanbæjar, í atvinnurekstri eða sem þægilegur fjölskyldubíll sem nota má við margbreytilegar að- stæður á láglendi sem hálendi. Toyota og Arctic Trucks hafa í nærri tvo áratugi unnið náið saman að breytingum og markaðssetningu á breyttum Toyota Hilux og Land Cruiser jeppum. Samstarfið má rekja allt aftur til ársins 1987, þegar hugmynd um að senda tvo mikið breytta Land Cruiser 80-bíla ásamt íslenskum ökumönnum með Sænsku pólstofnuninni til Suðurskautslands- ins varð að veruleika. Þar voru bílarnir notaðir við afar erfiðar aðstæður til flutninga og vís- indarannsókna og var þetta jafn- framt í fyrsta sinn sem bílar voru notaðir á Suðurskautslandinu. Leið- angurinn sýndi fram á að mun hag- kvæmara er að notast við bíla en snjóbeltabíla og er þessi samgöngu- máti nú fyrsta val þeirra sem hyggja á erfiða leiðangra, bæði á Suð- urskautslandinu og norðurheims- skautssvæðinu þar sem bílar frá Arc- tic Trucks hafa einnig verið notaðir við hinar erfiðustu og köldustu að- stæður. Bílum Arctic Trucks hefur verið ekið á báða pólana, en á Suðurskauts- landinu er nú að finna flota bíla frá Arctic Trucks sem notaður er af vís- indamönnum á svæði þar sem ríkja einhverjar erfiðustu veðurfarslegu aðstæður í heiminum. Þess má geta að ökumenn á bílum Arctic Trucks settu heimsmet árið 2010 er þeir óku á Suðurpólinn hraðar en nokkuð far- artæki hafði áður gert. Auk Íslands starfrækir fyrirtækið starfsstöðvar í Noregi, Bretlandi, Rússlandi, Pól- landi, Finnlandi og Sameinuðu arab- ísku furstadæmunum. agas@mbl.is Breytingafyrirtækið í landvinningum sem endranær Arctic Trucks-bíll senn á alla markaði í Evrópu Vígalegur Toyota Hilux AT35 á atvinnubílasýningunni í Hannover. Tilbúinn Á Toyota Hilux AT35 eru stærri dekk, endurhönnuð fjöðrun og hækkun undir lægsta punkt til að auka drif- og akstursgetu. meðal má nefna Volvo. Hangir þetta saman við vaxandi kröfur um minnkun losunar gróðurhúsalofts frá umferðinni á svæðum eins og Kína og Kaliforníu í Bandaríkj- unum. Þá þykir ljóst, að enn munu mörg ár líða áður en hægt verður að bjóða upp á vetnisbíla í stórum stíl. Toyota telur sig ekki geta staðið lengur gegn straumnum en japanski bílrisinn hefur dregið bílsmiða lengst að skella sér í framleiðslu raf- bíla. Nú ætlar hann að ráða bót þar á og boðar rafbíl um og kringum 2020. Fyrsti batterísrafbíll Toyota á að vera tiltækur fyrir ólympíuleikina sem fram fara í Tókýó 2020 en fyr- irtækið verður aðalstyrktaraðili þeirra. Hefur það heitið því að allar samgöngur sem leikunum tengjast verði lausar við losun gróðurhúsa- lofts. Hér er um að ræða stefnubreyt- ingu af hálfu Toyota sem ætlar ekki að einskorða vistvæna bíla sína við vetnisbílinn Mirai, að sögn við- skiptablaðsins Nikkei. Með þessu má fastlega gera ráð fyrir að sviptingar verði á rafbílamarkaði þegar Toyota mætir þar til leiks. Heimildir blaðsins segja að verið sé að þróa rafhlöður er bjóða upp á verulega lengra drægi en rafbílar búa við í dag. Ætlar Toyota að gefa sér þrjú ár í að fullkomna þær. Fer þróun bílsins á fulla ferð á miðju næsta ári. Aukin áhersla á rafbíla Á stærstu bílasýningu heims, Par- ísarsýningunni í byrjun október, fókuseruðu nokkrir bílaframleið- endur afar kröftuglega á rafbílinn. Vart hafði Renault frumsýnt nýja og tvöfalt langdrægari útgáfu af Zoe, sem dregur 400 km, er Opel lét til sín taka með nýjum Ampera-e sem lofað er að dragi 500 km á fullri hleðslu. Hingað til hefur rafbílasala verið afar lítið brot af heildarbílasölu víð- ast hvar, nema í Noregi. Þetta gæti átt eftir að breytast mjög á næstu árum, meðal annars vegna hertari regla um gegn bílmengun. Tesla er eini framleiðandinn sem smíðar eingöngu rafbíla með raf- hlöðu. Af hefðbundnum bílsmiðum hefur Renault/Nissan-samsteypan framleitt hreina rafbíla, Nissan Leaf og Renault Zoe, í nokkur ár. Nýlega bættist Volkswagen við með e-Golf en það hyggur á ennfrekari rafbí- laþróun og -smíði á næstu árum. Treg vetnisbílasala Þá hafa fleiri bílaframleiðendur ýmist hafist handa um þróun rafbíla eða tilkynnt að þeir muni senn hefja rafbílasmíði í stórum stíl, en þar á Til marks um hversu stutt á veg vetnisbílavæðingin er komin, svo og þróun innviða fyrir vetnisbíla, hefur Toyota aðeins selt 782 Mirai- vetnisbíla um heim allan frá því hann kom á markað í fyrra, að sögn vefsetursins Electrec. agas@mbl.is Framtíðin er rafmögnuð hjá Toyota Flopp Vetnisbíllinn Mirai hefur selst treglega. Toyota hellir sér í rafbílasmíði A ustur í Kína kynnti Volvo í síðustu viku nýjan lúx- usbíl, S90 Excellence, í tveimur útgáfum. Hann er nokkurs konar boðberi nýrra tíma fyrir vellauðuga sem hafa efni á einkabílstjóra til að keyra sig um. Bílarnir verða framleiddir í sam- setningarsmiðjum Volvo í Daqing í Kína og fluttir þaðan til annarra markaðssvæða heims. Í raun er hér á ferðinni betrumbætt útgáfa af Volvo S90. Annars vegar er um að ræða of- urlúxusbílinn S90 Excellence og S90 L sem er með lengra hjólhaf. Lúxus í bílum þessum er ætlað að vera sá mesti og besti í flokki lúxusbíla. Nýi lúxusbíllinn er útfærður með auðuga kínverska kaupendur í huga sem vilja yfirleitt láta aka sér um heldur en sitja sjálfir undir stýri. Í stað farþegasætis í frambílnum er komin upplýsingamiðstöð, niður- fellanleg vinnuborð og stór tölvu- skjár sem gerir að verkum að meira rými er fyrir fætur aftursæt- isfarþega. Meðal annars hefur fremsta far- þegasætið verið numið á brott, en þannig gefst betra rými til að láta fara vel um sig í aftursæti og eins til að vinna í bílnum á ferð. Frágangur bílþaksins býður upp á víðfeðmt út- sýni. Sem aflgjafa í S90 L-útgáfunni má velja milli þriggja aflrása, 139kW T4, 187kW T5 og 300kW T8 tengiltvinnaflrásar. Hins vegar verður stórlúxusbíllinn S90 Excel- lence aðeins fáanlegur með T8 ten- giltvinn aflrás. Raðsmíði verður haf- in á þeim fyrrnefnda núna í nóvember en S90 Excellence mun fyrst renna af færiböndunum á næsta ári. Fylgir fregnum að hann sé væntanlegur til Evrópu á næsta ári, 2017. Smíði þessara bíla er liður í vax- andi samstarfi Volvo og dótt- urfélagsins Geely, en útlit er fyrir að sænski bílsmiðurinn verði fyrsti vestræni bílaframleiðandinn sem fjöldaframleiðir bíla í Kína til út- flutnings á aðra markaði heimsins. Volvo hóf í fyrra að selja til Banda- ríkjanna Vovlo S60 Inscription sem fjöldaframleiddur er nú í Daqing í Kína. agas@mbl.is Hvað er ríkulegra en volvo S90? Jú, Volvo S90 Excellence. Lúxus-Volvo án framsætis Skóskáp mun ekki að finna í neinum lúxusbílum öðrum en Volvo S90 Ex- cellence. Aukapar getur jú alltaf komið sér vel á viðskiptaferðalögum. Volvo S90 Excellence býður upp á aukið rými fyrir farþega og vinnuað- stöðu á ferðalögum, ef skrifa þyrfti undir eins og einn samning á ferð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.