Morgunblaðið - 15.11.2016, Side 10

Morgunblaðið - 15.11.2016, Side 10
10 | MORGUNBLAÐIÐ M enn hafa notað ýmsar af- sakanir í gegnum árin til þess að geta ferðast til útlanda, t.d. þurft að skreppa á fundi, árshátíð, sýningar eða annað. En það eru forréttindi að geta sagt við sína eiginkonu: „Heyrðu elskan, ég þarf að fara til Spánar í 6 daga, við strákarnir ætl- um að fara að horfa á heimsmeist- aramótið í ralli“. Frúin mín svo sem öllu vön, kippir sér ekki mikið upp vegna slíkra frétta. Og sennilega á það sama við um eiginkonur félag- anna minna, en við vorum 6 talsins sem skutust út, allt fyrrverandi keppendur í rallinu hér heima. Við strákarnir ákváðum í febrúar síðastliðnum að fara í þessa ferð, og flug og hótel var því pantað í tíma. Og kannski þess vegna duttum við niður á hótel á afar góðum stað, ein- ungis í 300 m fjarlægð frá höf- uðstöðvum rallsins í borginni Salou, um það bil 100 km frá Barcelona. Já, við vorum staðráðnir að komast í sól og blíðu á Spáni í stað þess eins og oft áður hjá okkur félögunum, í ferð- um okkar til Wales, í grenjandi rign- ingu og þoku. Einnig hlökkuðum við mikið til að sjá bílana þjóta hjá á malbikuðum vegunum. Passarnir sem breyttu öllu 321 km á 19 sérleiðum, 4 keppn- isdagar og heildarakstur upp á 1.378 km. Og við vorum ansi grobbnir með okkur þegar við fengum afhenta sér- staka aðgangspassa á fyrsta degi og við áttuðum okkur á því að við vorum sérstakir gestir VW Red Bull- keppnisliðsins. Með þessum pössum gátum við farið inn á hin ýmsu svæði keppninnar, bæði í þjónustuskála liðsins og á sérleiðum. Já, þetta leit vel út, gott að eiga góða að sem gefa út svona skírteini. Má segja að pass- ar sem þessir hafi breytt öllu fyrir okkur, annars hefðum við einfald- lega þurft að standa í röð hingað og þangað, jafnvel innan um fjölmenni áhorfenda, en nokkur hundruð þús- und eru að horfa á bílana á hinum ýmsu sérleiðum rallsins þar sem vin- sælustu svæðin til áhorfs eru oft frá- tekin af heimamönnum. Malbik og malarvegir Fyrsta sérleið var ekin í miðbæ Barcelona, við sjálft Spánartorgið! Ég man eftir gamalli umsókn Bif- reiðaíþróttaklúbbs Reykjavíkur um að nota Lækjargötuna og part af Kvosinni fyrir samskonar viðburð, en slíkt mátti alls ekki, þar mátti bara halda maraþonhlaup og tón- leika. Á Spáni (og víðar auðvitað) vilja menn fá keppnir í lönd sín og borgir. Það var stórkostlegt að sjá ökuþórana aka um þröngar göturnar innan um gosbrunna og gamlar byggingar. En því miður voru veð- urguðirnir ekki hliðhollir okkur strákunum, sem þráðum sól og hita. Nei, mesta rigning sumarsins hellt- ist yfir einmitt þennan dag! Á degi tvö var ekið um malarvegi norður af Salou, bara svipaða vegi og við þekkjum hér heima, kannski fleiri tré á stangli. Heimamaðurinn Dani Sordo náði fljótt forustu á Hy- undai-bíl sínum, ætlaði sér greini- lega að vinna á heimavelli. Við strák- arnir með passana fínu, ókum eins og greifar beint á bestu svæðin, stundum í lögreglufylgd. Lögreglan var alstaðar á ferðinni, sá til þess að rallbílar og gestir kæmust sem hrað- ast á milli staða. Okkur leið eins og í himnaríki. Heimamenn stóðu margir í litlum þorpum og veifuðu til allra sem óku hjá, meira segja okkar á fína bílaleigubílnum. Úr rallbíl í kappakstursbíl Við vorum staðráðnir að fylgjast vel með í þjónustuhléi liðanna í lok annars dags, því á þriðja degi er ekið á malbiki. Okkar menn hjá VW Red Bull voru svo sannarlega klárir í verkefnið, þrír bílar á þeirra vegum í þessari keppni. Fyrstur kom heims- meistarinn Sebastien Ogier frá Frakklandi og skömmu síðar kom Norðmaðurinn Andreas Mikkelsen, allir á sínum ofur Polo-bílum, sem sennilega eiga fátt sameiginlegt með þeim Polo sem við þekkjum hér á götum Reykjavíkur. Á örfáum mín- útum er búið að rífa allt undan bíl- unum, fjöðrun, spyrnur, bremsu- kerfi, drifbúnað og meira að segja er skipt um gírkassa. Breiðari felgur settar undir, malbiksdekk, bíllinn lækkaður og minnir fremur á kapp- akstursbíl en rallbíl. Aðrir stuðarar settir á og eftir rúman klukkutíma er bíl ekið á brott á lokað svæði keppn- isstjórnar. Við strákarnir fengum tækifæri til þess að ræða við öku- menn, undirritaður náði góðu per- sónulegu spjalli við Mikkelsen, náði meðal annars að skamma hann fyrir að hafa ekki enn komið til Íslands. Viðkunnanlegur strákur sem á eftir að gera það gott á næstu misserum. Þriðji ökumaður þeirra, Finninn Jari Matti Latvala, kom seint, hafði fallið úr leik eftir bilun í drifbúnaði, en fékk að halda áfram keppni á þriðja degi með auka refsingu á bakinu. Velta tryggir Ogier titilinn Dagur þrjú, malbik! Bílarnir eru um 3,7 sekúndur í hundraðið og ná 200 km hraða, eru einungis með 1.600 cc mótora en eru samt 318 hestöfl, alvöruhestöfl. Og það er engu líkt að sjá þessa bíla þjóta hjá, hávaðinn eins og í formúlubíl, gripið í dekkjunum hreint ótrúlegt, þröng- ir vegirnir sem hlykkjast um fjalls- hlíðarnar, oftast vegrið á aðra hönd, eins gott að nótur aðstoðaröku- manns séu réttar. Já, þessi akstur á topp ökumönnum var okkur al- gjörlega óskiljanlegur. Og við sáum það greinilega á malbikinu að Ogier ætlar að berjast um fyrsta sætið og um leið ná í sinn fjórða heimsmeist- aratitil í röð. Og í lok þessa dags var kappinn búinn að ná forustu í keppninni, heimamaðurinn Sordo gerði allt sem hægt var til að halda fyrsta sætinu án árangurs. Mikkels- en var fulldjarfur á 12. sérleið er hann velti bíl sínum og féll þannig úr keppni, en þarna var hann í mik- illi baráttu um annað sætið og sá eini utan Ogier sem gat orðið heims- meistari. Við þessa byltu varð Ogier þannig séð orðinn heimsmeistari, en kappinn vildi meira. Næsti hittingur á Íslandi Lokadagur keppninnar var ansi skemmtilegur, Latvala var í miklu stuði enda ekki mikið pressa á hon- um, náði nokkrum sérleiðarsigrum, en Ogier stóð uppi sem sigurvegari í Spánarrallinu, sigur númer 37 í heimsmeistarakeppni. Hefur unnið 30 röll af þeim 50 sem hann hefur ek- ið fyrir Volkswagen-keppnisliðið. Og það var afar eftirminnileg stund þegar hann kom í stutt viðgerð- arstopp og fagnaði með liði sínu (og okkur auðvitað líka) rétt áður en ek- ið var upp á endamarkspallinn, þar sem tvöfaldur sigur var í höfn. Hann er fjórði ökumaðurinn sem hefur náð fjórum heimsmeistaratitlum í ralli. Juha Kankkunen, Tommi Makinen og Sebastien Loeb hafa allir einnig náð þessum árangri og reyndar Lo- eb enn oftar. Við strákarnir gátum því fagnað sigri með þessu frábæra keppnisliði og sérstaklega var gam- an að kynnast Luis Moya, aðstoðar- ökumanni Carlos Sainz til marga ára, sá kappi var heldur betur áhugasamur um Ísland, en hann var sérlegur tengiliður okkar við liðið og útvegaði passana fínu. „Hvenær hittumst við næst?“ spurði hann að lokum, „á Íslandi“ var svarað um hæl. Fh strákanna, Páll Halldór Halldórsson. Þar sem nokkrir eldheitir ralláhugamenn koma saman – þar er gaman Strákaferð til Spánar á rall Það tók viðgerðarliðið einungis 3 mínútur að skipta um afturdrif. Geri aðrir betur! Jari Matti Latvala tekur hér krappa vinsti beygju á möl. Ekkert slegið af. Grip bílanna var vægast sagt ótrúlegt að sjá á malbikinu. Sebastien Ogier var fagnað með stæl er heimsmeistaratitillinn var í höfn. Páll Halldór Halldórsson, víða þekktur sem Rally Palli, brá sér ásamt félögum sínum til Spánar í síðasta mánuði á rallkeppni þar í landi, og var svo vinsamlegur að deila ferðsögunni með lesendum Bílablaðs Morgunblaðsins. Við gefum Páli þar með orðið: Ferðafélagarnir samankomnir, frá vinstri Björn Ragnarsson, Gunnar Viggósson, Pétur Pétursson, Jóhannes Jóhannesson, Gunnlaugur Einar Briem og Páll Halldór Halldórsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.