Morgunblaðið - 15.11.2016, Page 13

Morgunblaðið - 15.11.2016, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ | 13 19 tommu Inscription felgurnar eru glæsilegar á að líta en það hefði gjarnan mátt lita keramikið í öðrum lit til að draga það eilítið fram. Það getur verið kúnst að hanna fallegan bakenda á skutbíl en Volvo V90 gefur S90 sedan-bílnum ekkert eftir hvað útlitið varðar. Morgunblaðið/ RAX Skottrýmið er feikigott eins og við er að búast af veglegum skutbíl og verður vitaskuld ennþá betra er sætin eru felld niður. Hallandi afturrúðan og innfellt tvöfalt púst eru meðal helstu ástæða fyrir því hversu ferlega vel heppnaður Volvo V90 er að sjá bakatil. Hliðarsvipurinn á Volvo V90 er með þeim flottari sem sést hafa á skutbíl lengi vel. Farþegar í aft- ursæti njóta sama munaðar og þeir sem fram í sitja; ljóst leður og hnota í bland við skyggðar rúður og rými til lofts og hliða. Það er fátt hægt að finna að Volvo V90 enda framúrskarandi bíll hvert sem litið er. Inscription út- gáfan sem prófuð var kostar reyndar sitt, eða 9.690.000 krón- ur en kaupendur fá hágæðabíl fyrir peninginn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.