Morgunblaðið - 18.11.2016, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 2016
linisB
Söluaðilar: 10-11, Hagkaup, Krónan, Iceland verslanir, Kostur, Kvosin, Melabúðin,
Nettó, Pure Food Hall flugstöðinni Keflavík, Samkaup, Sunnubúðin
er komið aftur
Vegna veðurs var ekki unnið við
undirstöður mastra og reisingu á
háspennulínunum út frá Þeista-
reykjavirkjun í gær.
Verktaki sem sér um samsetn-
ingu og reisingu mastranna áætlaði
að reisa möstur í gær. Það frestast
þar til veður skánar en samkvæmt
upplýsingum Landsnets nýtti verk-
takinn daginn til að tæma gáma og
undirbúa vinnuna framundan.
Verktakar sem undirbúa og steypa
undirstöður bíða einnig á meðan
veðrið gengur yfir. Staðan verður
metin eftir helgina og vinnu haldið
áfram um leið og fært verður.
Eins og fram hefur komið hafa
framkvæmdir við Bakkalínur tafist
um vikur eða mánuði vegna galla
sem taldir voru á framkvæmdaleyf-
um sveitarfélaganna. Óttaðist
Landsnet að ekki næðist að ljúka
lágmarks undirbúningi fyrir vet-
urinn. Ný framkvæmdaleyfi voru
gefin út og nú eru slík leyfi í gildi
fyrir alla línuleiðina. helgi@mbl.is
Ekkert unnið við
Bakkalínur
„Við þurftum að
aflýsa nokkrum
ferðum vegna
veðurs, en um er
að ræða leiðir
sem að hluta til
liggja upp á há-
lendið,“ segir
Einar Bárðarson,
rekstrarstjóri
Reykjavík
Excursions, og
vísar í máli sínu til ferða fyrirtæk-
isins út á Snæfellsnes, að Reyn-
isfjöru og upp á Langjökul.
„Við leggjum mikla áherslu á ör-
yggi og því ákváðum við heldur að
aflýsa þessum vinsælu ferðum en að
halda út í einhverja óvissu með far-
þega okkar,“ segir Einar og bendir
á að þeir farþegum sem bókað
höfðu sæti í áðurnefndar ferðir hafi
m.a. verið boðið í ferðir á aðra
áfangastaði eða endurgreiðslu.
„Það gekk vel að leysa úr þessu
enda fylgjumst við grannt með
veðri og erum vel undirbúnir þegar
kemur að því að takast á við svona
lagað.“ khj@mbl.is
Urðu að aflýsa vin-
sælum rútuferðum
Rútur Veðrið hefur
áhrif á ferðamenn
Nokkuð var um að skólahald á
Norðurlandi raskaðist í áhlaupinu í
gær, svo sem í Stórutjarnaskóla í
Ljósavatnsskarði í Suður-
Þingeyjarsýslu. Sömu sögu er að
segja um Húnavallaskóla í Austur-
Húnavatnssýslu. Þá var skóla-
akstur í Fjallabyggð felldur niður
og höfðu foreldrar barna sjálfdæmi
um hvort þau sendu börnin í
skólana, sem eru í Ólafsfirði og á
Siglufirði. sbs@mbl.is
Skólahald raskaðist
vegna veðurs nyrðra
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Björgunarsveitarmenn þurftu að
aðstoða fjölda ökumanna á Norður-
og Austurlandi í gær þegar fyrsta
vetrarhretið gekk yfir. Víða á
svæðinu frá Skagafirði og austur á
land var stíf norðanátt með élja-
gangi og hvassvirði. Því fylgdi að
víða var skafrenningur og kóf svo
að ekkert ferðaveður var á hæstu
fjallvegum. Þurfti meðal annars að
hjálpa ökumönnum í Vatnsskarði í
Húnavatnssýslu og á Fjarðarheiði
milli Héraðs og Seyðisfjarðar. Þá
var vonskuveður á Möðrudals-
öræfum og Háreksstaðaleið og fáir
lögðu í ferðalög um þær slóðir.
Fólk fylgdi veðurspánni
Þorsteinn G. Gunnarsson, upp-
lýsingafulltrúi Landsbjargar, segir
að þrátt fyrir þetta hafi útköllin
verið heldur færri í gær en stund-
um hefur gerst í álíka veðri. Fólk
hafi almennt farið eftir veðurspá
og ekki lagt í langferðir.
Innanbæjar á Akureyri gekk allt
skaplega fyrir sig. Þar snjóaði
nokkuð í gær og fyrrinótt og sum-
ar götur voru mokaðar í bítið. Veð-
ur var þokkalegt í bænum og um-
ferð gekk greiðlega. Raunar náði
ruddinn í veðráttunni alveg suður á
land, svo meðal annars þurfti að
loka veginum um Skeiðarársand og
í Öræfasveit, milli Núpsstaðar og
Jökulsárlóns á Breiðamerkursandi.
Á suðvesturhorninu þurfti að loka
vegunum um Kjósarskarð, Mos-
fellsheiði og Lyngdalsheiði vegna
veðurs. Þá var hálka og snjóþekja
á vegum á Suðurlandi, svo sem í
Þrengslum og á Hellisheiðinni þar
sem skafrenningur bættist svo við.
Þá var nokkuð um rafmagns-
truflanir á Snæfellsnesi vegna
óveðursins, en slíkt vill gerast þeg-
ar krapi sest á háspennulínur. Lína
við Vegamót á sunnanveðu Nesinu
féll niður og hékk lágt yfir veg-
inum. Þá fór rafmagn af Grund-
arfirði, Stykkishólmi og á Skógar-
strönd. Það varði þó aðeins
skamma stund svo að auðvelt var
að koma varaaflsstöð í gang. Í
fyrrinótt voru einnig truflanir á
Hegraneslínu í Skagafirði
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Vetrarveður Akureyringar fengu fyrst að kenna á veðrinu í gær, en þó sköpuðust engin vandræði innanbæjar.
Ekkert ferðaveður í
fyrsta hreti vetrarins
Stíf norðanátt og fjallvegir tepptir Lokað í Öræfasveit
Að morgni 16. nóvember sýndi kvikasilfurslágmarks-
mælir í Reykjavík -0,3 stig. Það er fyrsta frostið á þessu
hausti. Þetta segir Sigurður Þór Guðjónsson veður-
sagnfræðingur á bloggi sínu í gær.
Sigurður bætir við að aldrei hafi fyrsta frost að
hausti komið jafn seint og nú. Gamla metið var 11. nóv-
ember árið 1939. „Það ár skartar þó enn flestum frost-
lausum dögum frá vori til hausts eða 202 dögum. En
næst að því leyti er einmitt okkar ár með 200 daga,“
segir Sigurður.
Meðaltal fyrsta frosts á þessari öld er 9. október en
næstu 60 árin þar á undan 5.-6. október. Lengd frostlausa tímabilsins frá
vori til hausts á okkar öld til 2015 er 149 dagar en frá 1920 til 2015 144
dagar. Á miðvikudag og fimmtudag var talin flekkótt jörð af snjó í Reykja-
vík en þar hefur enn ekki orðið allhvít jörð. sisi@mbl.is
Frostlaust var 200 daga í röð
FYRSTA FROST HAUSTSINS KOM 16. NÓVEMBER
Sigurður Þór
Guðjónsson
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Ekkert hefur þokast í samkomulags-
átt í kjaradeilu Félags kennara og
stjórnenda í tónlistarskólum (FT) og
sveitarfélaganna. Samningar þeirra
hafa nú verið lausir frá 31. október í
fyrra. Sáttafundur sem boðað var til
í fyrradag skilaði ekki árangri en
talsmenn félagsins binda þó vonir við
að meiri hreyfing komist á málið eft-
ir að ríkissáttasemjari tók deiluna að
sér. ,,Við vonumst til þess að það
verði marksvissari vinnubrögð og
betur haldið á spilunum,“ segir Dag-
rún Hjartardóttir, stjórnarmaður í
FT. Ekki hefur verið boðað til nýs
sáttafundar í deilunni.
Tónlistarkennarar benda á að þeir
hafi misst úr eina samningalotu í
tengslum við efnahagshrunið 2008
og því verði að laga það misgengi
launa sem þeir hafa mátt búa við
miðað við sambærilega hópa.
Aðalheiður Steingrímsdóttir,
varaformaður Kennarasambands Ís-
lands, segir í pistli á vefsíðu KÍ að
himinhrópandi tómlæti ríki í garð
tónlistarmenntunar þrátt fyrir fögur
orð um gildi hennar. „Stefna sveitar-
félaga er að sambærileg og jafnverð-
mæt störf eigi að launa með sama
hætti. Ekki er hægt að segja að það
háttalag sem viðsemjandinn hefur
sýnt af sér við samningaborðið svo
mánuðum skiptir sé í samræmi við
þessa stefnu,“ skrifar hún.
Spurð hvort tónlistarkennarar séu
farnir að ræða aðgerðir til að knýja á
um gerð samninga segir Dagrún að
fundir eigi sér nú stað um allt land og
trúnaðarmenn séu að gera sveitar-
stjórnum grein fyrir stöðunni.
Hún segir að ekkert nýtt hafi
komið frá sveitarfélögunum við
samningaborðið. „Við erum ekki að
fara fram á neitt í líkingu við hækk-
anir kjararáðs. Við erum bara að
biðja um að komast aftur á sama stað
og við vorum á og það verði leiðrétt
sem upp á vantar. Það eru engin
haldbær rök fyrir þeim launamun
sem er á milli sambærilegra hópa.
Við eigum mjög erfitt með að kyngja
því að við eigum að vera 15% neðar
en sambærilegir hópar.“
Engin lausn í sjónmáli
Tónlistarkennarar ræða stöðuna á fundum um allt land
„Himinhrópandi tómlæti“ í garð tónlistarmenntunar
„Viðræðurnar
þokast áfram og
við fundum
áfram,“ segir
Ólafur Loftsson,
formaður Félags
grunnskólakenn-
ara. Samninga-
nefndir félagsins
og Sambands ís-
lenskra sveitarfé-
laga sátu á
löngum fundi hjá ríkissáttasemjara í
gær, hvar farið var yfir stöðu mála í
kjaraviðræðunum. Sem kunnugt er
hafa kennarar við grunnskólana ver-
ið samningslausir í hálft ár og hafa
tvívegis fellt gerðan kjarasamning.
Kraumandi óánægja er í stéttinni
með launamál og margir kennarar
hafa sagst munu róa á ný mið fáist
ekki kjarabætur.
Ólafur Loftsson segir að launamál
og vinnutími hafi einkum og helst
verið til umræðu á fundinum í gær.
Á fyrri stigum hafi viðsemjendum
borið mikið á milli í þeim efnis-
þáttum sem aftur hafi ráðið því að
deilunni var vísað til ríkissáttasemj-
ara til úrlausnar. sbs@mbl.is
Kennara-
viðræður
þokast
Laun og vinnutími
Ólafur
Loftsson
Grunur er um að erlendur karl-
maður hafi verið að verki í fjórum
vopnuðum ránum að undanförnu.
Fyrsta ránið var framið 26. sept-
ember í Bílaapótekinu við Hæð-
arsmára í Kópavogi þar sem maður
kom þar inn vopnaður hníf og ógn-
aði starfsfólki. Hinn 5. nóvember
var sömu aðferð beitt í ráni í apó-
teki í Suðurveri í Reykjavík og
fáum dögum síðar þegar Apótek
Ólafsvíkur var rænt. Þar var par að
verki sem náðist svo á sunnanverðu
Snæfellsnesi. Tveir menn voru svo
handteknir á þriðjudagskvöld eftir
rán í Apóteki Suðurnesja í Kefla-
vík. Voru þeir enn í haldi síðast
þegar mbl.is gat fengið upplýs-
ingar. Málin eru í rannsókn
Grunaður um fjögur
rán í lyfjaverslunum
Hagar, sem reka m.a. Bónus og
Hagkaup, hafa samið við Lindar-
hvol ehf. um kaup á Lyfju. Verð-
miðinn er 6,7 milljarðar króna. Með
kaupunum fylgja dótturfélögin
Heilsa ehf. og Mengi ehf. en Lyfja
rekur samtals 39 apótek, útibú og
verslanir, auk lyfjaskömmtunar,
um land allt undir merkjum Lyfju,
Apóteksins og Heilsuhússins.
Hagar kaupa Lyfju
fyrir 6,7 milljarða