Morgunblaðið - 18.11.2016, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 18.11.2016, Qupperneq 12
Valgerður Þ. Jónsdóttir vjon@mbl.is Rapparinn Kött Grá Pje,sem trúlega er þekkt-astur fyrir smellinaAheybaró og Brennum allt, kvaddi sér nýverið hljóðs á rit- vellinum með 166 örsögum í bókinni Perurnar í íbúðinni minni. Rappið var æskuást hans; skáldið fæddist síðar. „Á tímabili spígsporaði ég um Menntaskólann á Akureyri með stílabækur undir hönd og þóttist vera skáld,“ rifjar hann upp. „Reyndar gaf ég drauminn upp á bátinn í nokkur ár og tók BA í sagn- fræði. Um þrítugt lenti ég í krísu og fannst ég endilega þurfa að verða listamaður og fór þá í MA-nám í rit- list og bókmenntum í Háskóla Ís- lands.“ Meistaraprófinu lauk hann í hittifyrra. Síðastliðna átta mánuði hefur hann freistað þess að lifa af listinni og lætur bara vel af sér. „Ég rappa, skrifa skáldskap og tek að mér hin og þessi ritunarverk. Að minnsta kost hef ég ekkert þurft að hórast í auglýsingum og þvíumlíku,“ segir hann tæpitungulaust eins og rappara er háttur. Spurður hvað sé líkt eða ólíkt – ef því er að skipta – að skrifa rapptexta eða sögur í bók seg- ir hann orðavaðalinn miklu meiri í rappinu. „Sögurnar eru talsvert meitl- aðri. Í rappinu þarf ég ekki að hafa áhyggjur af að slípa og snurfusa, enda veitir ekki af orðahrönglinu til að textinn endist í nokkurra mínútna lagi. Maður fer í nokkurs konar transástand, svokallað vitundar- streymi, vitleysan vellur upp úr manni og maður getur verið ægileg- ur sóðakjaftur. Ólíkt sögunum, þar sem ég er mun hófstilltari.“ Fjölskrúðug yrkisefni Sumar sögurnar eru þó tæpast fyrir viðkvæm blóm. Ein stysta sag- an heitir Hið myrka man og er svona: „Það er hroðaleg tilhugsun að týnast í hyldýpi augna þinna. Fokk rómantík, ó myrka man. Verum vin- ir. Ríðum, en sýndu miskunn.“ Sú stysta nefnist Langhlaup: „Einlægt sjálfshatur er langhlaup.“ Ef gripið er af handahófi niður í bókina Perurnar í íbúðinni minni kemur í ljós að yrkisefnin eru af margvíslegu toga; örsmár maður í hænueggi, prjón, skrautskrift, fól og tröllin í fjöllunum svo fátt eitt sé tal- ið. Guð er skáldinu líka hugleikið við- fangsefni og kettir eru svo kapítuli út af fyrir sig. Leikmaður gæti lýst sögunum sem súrrealískum með íronísku ívafi. En hvað segir höfund- urinn? „Ég er mikill unnandi vísinda- skáldsagna og fæ innblásturinn að hluta til úr þeim. Því skrítnari sem skáldskapurinn er, þeim mun betri finnst mér hann. Annars grauta ég í alls konar bókum og verð stundum alveg hvumsa yfir furðulegheitunum sem ég les. Ég hef voðalega gaman af að setja furður upp sem andstæðu hversdagsleikans og gera hvers- dagsleikann fjáranum furðulegri. Boðskapurinn í sögunum er enginn, þær eru ekki dæmisögur og ég er ekki að predika eitt né neitt. Ég hugsa sögurnar ekki sem myndlík- ingar, enda sé ég þær bókstaflega fyrir mér. Flugeðla er einfaldlega flugeðla en ekki eitthvað annað. Les- endur geta svo haft sína hentisemi og lesið það sem þeim sýnist úr sög- unum. Upphaflega skrifaði ég þær til að hafa ofan af fyrir sjálfum mér en blessunarlega virðast þær líka skemmta öðrum.“ Hliðarsjálf Atla Sigþórssonar Kött Grá Pje er listamannsnafn sem Atli Sigþórsson tók sér í árdaga rapparaferilsins fyrir meira en ára- tug. Skýringar er þörf. „Okkur félögunum fannst þetta fyndið einhverju sinni þegar við vor- um að fá okkur smá í glas og spáðum í smart rapparanöfn. Kött er vísun í kött, grá er lýsingarorð í kvenkyni og pje er stytt útgáfa af eftirnafni dr. Helga Pjeturssonar, nýallssérfræð- ings, sem var afar áhugaverður kar- akter. Ég hugsaði Kött Grá Pje sem hliðarsjálf mitt, viðrini til að beina Gerir hversdagsleikann fjáranum furðulegri Kött Grá Pje er mun hófstilltari og meitlaðri í örsög- unum í bókinni Perurnar í íbúðinni minni heldur en í rapptextum sínum þar sem hann andskotast út í allt og alla. Hann viðurkennir að sumar sögurnar séu ýkt út- gáfa af honum sjálfum og á þá líklega frekar við skáld- ið en rapparann – hugsanlega þó Atla Sigþórsson. Morgunblaðið/Eggert Rapparinn Kött Grá Pje öskrar, frussar og djöflast á rapptónleikum. 12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 2016 Nýlega kom út bókin Líf og list Aðal- bjargar Jónsdóttur – Prjónað af fingrum fram eftir Kristínu Schmid- hauser Jónsdóttur. Í bókinni er fjallað um undurfína handprjónaða kjóla eft- ir Aðalbjörgu. Í tilefni af útkomu bókarinnar heldur Kristín fyrirlestur um efni hennar í húsnæði Heimilis- iðnaðarfélags Íslands í Nethyl 2e, kl. 14 á morgun, laugardaginn 19. nóvember. Kjólar eftir Aðalbjörgu verða einnig til sýnis. Aðalbjörg, sem starfaði lengst af sem kjólameistari, mun heiðra gesti með nærveru sinni. Bókin er helguð fáguðu handverki og listsköpun Aðal- bjargar og einnig tóvinnusögu Íslend- inga. Aðgangseyrir er 1.000 kr. en 500 kr. fyrir félagsmenn Heimilisiðnaðar- félagsins. Erindi um prjónabók Prjónalist Eingirniskjólar Aðal- bjargar þykja forkunnarfagrir. Prjónað af fingrum fram Í tengslum við sýninguna Vistkerfi lita eftir Hildi Bjarnadóttur í Listasafni Reykjavíkur verður haldið örnámskeið fyrir fjölskyldur kl. 13-16 á morgun, laugardaginn 19. nóvember, í Hug- myndasmiðjunni á Kjarvalsstöðum. Listamaðurinn Sirra Sigrún sýnir gest- um hvernig skautunarfilmur geta framkallað alla regnbogans liti með töfrandi hætti. Hvað eru litir og hvaða þýðingu hafa þeir fyrir okkur? Nám- skeiðið er fyrir krakka á öllum aldri í fylgd með forráðamönnum. Örnámskeið fyrir fjölskyldur Allir regnbog- ans litir Nýlega varð ég faðir. Barniðhorfir gjarnan á migheimtufrekt og biður ummat. Ég get lítið gert. Af þeim sökum var syni mínum ekkert sérstaklega vel við mig þennan fyrsta eina og hálfa mánuð ævi sinnar. Mér var hins vegar ákaflega vel við hann. Samband okkar tók stakkaskiptum dag einn þegar móðir hans fór út á galeiðuna (í bíó.) Föðurnum var nefnilega falið að næra drenginn með pela ef svo vildi til að hann vaknaði meðan á fjarveru móðurinnar stæði. Viti menn, minn maður vaknaði svo til um leið og móðir hans fór út. Og hann grét sárum tárum, baðaði út öngum og skildi ekkert í því hvers vegna móðirin fagra var ekki að sinna honum. Þess í stað var þarna komin vera sem hafði til þessa haft litlu hlut- verki að gegna í lífi hans. Það getur verið snúið að vera með barnið á bið, grátandi líkt og heimurinn sé að far- ast á meðan pelinn var í örbylgjunni. Þessar 20 sekúndur liðu eins og heil eilífð, eða í það minnsta eins og 40 sekúndur. Til allrar ham- ingju tók hann pelann. Við horfðumst í augu líkt og við værum báðir að sannfæra hvor annan um að allt yrði í lagi, eða þannig upplifði faðirinn það alla vega. Við tóku 10 fagrar mínútur sem enginn getur skilið nema sá sem hefur verið í þessum sporum. Eftir að gjöfinni og tilheyrandi ropi var lokið tók við ein- hvers konar spjall þar sem sonurinn hreyfði hvorki legg né lið heldur virt- ist vera að mæla út þessa veru sem hafði í hans huga skyndilega skipað sess í lífi hans. Og þannig vorum við í fimm, tíu, fimmtán, tuttugu mínútur, ég tapaði tímaskyninu en var frosinn í hugleiðingum um að á þessari mann- eskju myndi ég bera ábyrgð út mitt líf. Svo tók syninum að leiðast þófið og grét þar til móðirin kom heim. Hann hefur þó alla jafna tekið föð- urnum vel síðan við áttum þennan fund á stilltu október- kvöldi. »Við tóku 10 fagrarmínútur sem eng- inn getur skilið nema sá sem hefur verið í þessum sporum. Heimur Viðars Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.