Morgunblaðið - 18.11.2016, Page 18

Morgunblaðið - 18.11.2016, Page 18
18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 2016 18. nóvember 2016 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 112.89 113.43 113.16 Sterlingspund 140.43 141.11 140.77 Kanadadalur 83.7 84.2 83.95 Dönsk króna 16.222 16.316 16.269 Norsk króna 13.327 13.405 13.366 Sænsk króna 12.255 12.327 12.291 Svissn. franki 112.33 112.95 112.64 Japanskt jen 1.0292 1.0352 1.0322 SDR 153.41 154.33 153.87 Evra 120.76 121.44 121.1 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 151.4983 Hrávöruverð Gull 1232.0 ($/únsa) Ál 1719.0 ($/tonn) LME Hráolía 46.88 ($/fatið) Brent Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Ríkisendur- skoðun áréttar á heimasíðu sinni að Sveinn Arason ríkis- endurskoðandi annist ekki endur- skoðun Lindarhvols ehf. sem annast fullnustu og sölu eigna ríkisins vegna stöðugleikaframlaga. Sigurður Þórð- arson, fyrrverandi ríkisendurskoðandi, var settur ríkisendurskoðandi Lind- arhvols í september. Þetta var gert í kjöl- farið á því að Sveinn Arason benti á það í bréfi til fjármála- og efnahagsráðuneyt- isins í apríl síðastliðnum að með tilnefn- ingu fjármálaráðherra á bróður sínum, Þórhalli Arasyni, í stjórn Lindarhvols hafi þau tengsl í för með sér vanhæfi Sveins til að hafa eftirlit með framkvæmd samnings Lindarhvols og fjár- málaráðherra, líkt og lög gerðu ráð fyrir. Forseti Alþingis setti því Sigurð Þórðar- son sem ríkisendurskoðanda. Sigurður annast endur- skoðun Lindarhvols Lindarhvoll Settur var endurskoðandi. STUTT BAKSVIÐ Ólafur Fáfnir Sigurgeirsson olafur@mbl.is „Við höfum verið í vissu skjóli vegna gjaldeyrishaftanna en það mun breytast um áramótin þegar heimildir til millifærslu af íslensk- um bankareikningum yfir á er- lenda verða aftur leyfilegar,“ segir Hákon L. Åkerlund, sérfræðingur í netöryggismálum hjá Lands- bankanum. Hann brýnir fyrir neytendum og fyrirtækjum að hafa öryggismálin í lagi þegar kemur að bankaviðskiptum. Afrita vefsíður bankanna Að sögn Hákons þá beita net- glæpamenn ýmsum aðferðum til að komast yfir auðkenni viðskipta- vina, í þeim tilgangi að svíkja út fé. „Algeng aðferð sem að glæpa- menn nota er að senda fórnar- lambi sínu tölvupóst sem oftast er á fölskum forsendum. Pósturinn lítur út eins og bankinn sé að senda viðskiptavini sínum skila- boð, þar sem að hann þarf að stað- festa lykilorð sitt. Oftast nær er hlekkur í póstinum sem þarf að smella á og færir hann viðkomandi á netsíðu, sem oftast nær er vistuð utan landsteinanna,“ segir Hákon. Netþrjótarnir hafa þá afritað netbankasíðu bankans og er eini tilgangur hennar að safna upplýs- ingum um lykilorð og aðrar per- sónulegar upplýsingar, sem svo eru nýttar til að komast inn á heimabanka viðkomandi, að sögn Hákons. „Á árunum 2014 til 2015 lentu 300 viðskiptavinir bankakerfisins í því að reynt var að svíkja út fé með þessum hætti. Öryggiskerfi bankanna greip þá strax inn í, sá að eitthvað óeðlilegt var í gangi og stöðvaði aðgang viðkomandi. Eng- inn viðskiptavina tapaði því nokkru fé,“ segir Hákon. Hann segir Landsbankann notast við ör- yggiskerfi frá RSA, þar sem hegð- un viðskiptavinarins er metin með tilliti til þess að greina óeðlilegar færslur eða grunsamlegan aðgang að heimabanka viðkomandi við- skiptavinar. Fyrirtæki vænleg fórnarlömb Þar sem umfang bankaviðskipta fyrirtækja er öllu jöfnu meira en hjá einstaklingum, þá eru þau vænleg skotmörk netglæpamanna að mati Hákons. „Svokölluð for- stjórasvik eru algeng en þá hafa netþrjótarnir kannað fyrirtækið og hver sé forstjóri eða fjármálastjóri sem beri ábyrgð á fjármálum fyr- irtækisins. Síðan er sendur tölvu- póstur í nafni forstjórans á þann í fyrirtækinu sem sér um greiðslu reikninga, með fyrirmælum um að greiða inn á tiltekinn reikning. Oftast nær er lögð áhersla á að þetta þurfi að gerast hratt,“ segir Hákon. „Önnur aðferð er að brjótast inn í tölvukerfi fyrirtækja og planta þar svokölluðum trójuhesti, sem safnar saman fjárhagslegum upp- lýsingum. Þannig er hægt að ná stjórn á viðkomandi tölvu og breyta millifærsluupplýsingum hjá viðskiptavinum fyrirtækisins,“ segir Hákon. „Það er því mikilvægt að fólk vinni saman og starfsfólk hiki ekki við að spyrja hvort tiltekin greiðsla eigi að eiga sér stað,“ segir Hákon að lokum. Netöryggi aldrei verið mikil- vægara en í kjölfar losunar hafta Ljósmynd/Getty images Svik Tölvuþrjótar eru farnir að beina augum sínum í auknum mæli til Íslands, að mati sérfræðings Landsbankans. Netöryggi » 270% aukning hefur verið á netsvikum í Bandaríkjunum á síðasta ári. » Fræðsla og þjálfum starfs- manna er mikilvæg til að koma í veg fyrir tjón af netsvikum. » Við losun gjaldeyrishafta verða Íslendingar berskjaldaðir fyrir netsvikum að mati sér- fræðings Landsbankans. » Mikilvægt er fyrir fólk að uppfæra öryggisuppfærslur í tölvum sínum reglulega. » Netþrjótar eru farnir að nota íslenskar IP-tölur undanfarið.  Um 300 viðskiptavinir bankakerfisins lentu í tilraunum til netsvika 2014 og 2015 Arion banki hefur fengið 1.728 millj- ónir króna á þessu ári í tenglsum við sölu á Klakka, að því er fram kemur í skriflegu svari frá Arion banka vegna fréttar í ViðskiptaMogganum í gær um óljóst verðmat við sölu á hlut bankans í Klakka. Þessar greiðslur bætast við upphaflegt sölu- verð hlutarins, sem nam um 864 milljónum króna. Arion banki gekk undir lok síðasta árs frá sölu á 31,8% hlut sínum í Klakka, sem meðal annars er eigandi alls hlutafjár í Lýsingu. Kaupandi var BLM fjárfestingar, dótturfélag vogunarsjóðsins Burlington Loan Management. Kaupsamningurinn kvað á um að andvirði tiltekinna eigna og réttinda Klakka yrði haldið utan við kaupin, en það voru eign- arhlutir í VÍS og Bakkavör auk rétt- inda tengdum Glitni. Var kveðið á um það, að við sölu þessara eigna myndu BLM fjárfestingar greiða bankanum hlutdeild hans í söluand- virði þeirra sem samsvaraði eignar- hlut bankans fyrir söluna, að því er fram kemur í svari Arion banka. Eins og fram kom í Viðskipta- Mogganum má áætla að virði um 32% hlutar í Klakka hafi verið í kringum 2,7 milljarðar króna um síð- ustu áramót, sé miðað við söluand- virði í nýlegu útboði á 17,7% hlut rík- isins í félaginu og greiðsluflæði frá Klakka til eigenda það sem af er ári. Samkvæmt svari Arion banka hef- ur bankinn fengið 1.728 milljónir króna af þeim 1.858 milljónum sem Klakki hefur greitt til BLM fjárfest- inga á þessu ári, í samræmi við kaup- samning. Þær greiðslur bætast við 864 milljóna króna upphaflegt kaup- verð hlutarins. Samkvæmt þessu hefur Arion banki fengið samtals um 2,6 millj- arða króna fyrir hlut sinn í Klakka. Allar vangaveltur um að Arion banki hafi orðið af verðmætum í þessum viðskiptum eru því ekki á rökum reistar, segir í svari bankans. jonth@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Viðskipti Arion banki varð ekki af verðmætum við sölu á Klakka. Arion banki varð ekki af verðmætum  Hefur fengið um 2,6 milljarða fyrir 32% hlut í Klakka

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.