Morgunblaðið - 18.11.2016, Síða 28

Morgunblaðið - 18.11.2016, Síða 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 2016 ✝ Sigríður Hjart-ardóttir fædd- ist í Efri-Rauðsdal á Barðaströnd f. 23. júlí 1929. Hún lést á Borgarspítalanum 8. nóvember 2016. Foreldrar henn- ar voru Hjörtur Valdimar Erlends- son, f. 17. ágúst 1888, d. 11. janúar 1969, og Guðrún Pálsdóttir, f. 16. október 1889, d. 27. febrúar 1970. Sigríður var yngst 10 systkina sem eru nú öll látin, þau voru: Erlendur Magn- ús, f. 1910, d. 1997, Jónas, f. 1911, d. 1930, Helga, f. 1915, d. 1986, Svanfríður, f. 1916, d. 2004, Val- borg, f. 1918, d. 2002, Lilja, f. 1919, d. 1993, Valdimar, f. 1923, d. 2009, Gísli, f. 1924, d. 1986, Rósamunda, f. 1927, d. 2014. Sigurðsson, f. 1963. Börn henn- ar og Aðalsteins Hallgríms- sonar eru Rebekka Rún, f. 27.10. 1987, d. 6.11. 1987, Búi Bjarmar, f. 1988, eiginkona Íris Stefanía Skúladóttir, börn þeirra eru Ísafold Salka og Stígur. Rósa Rún, f. 1991, sam- býlismaður Nemanja Granic- arski, sonur þeirra er Bóas Vukan, dóttir Nemanja er Aur- ora Blanka. Sara Sólrún, f. 1998. 4) Stefán Hallbjörn Búason, f. 1968, sambýliskona Dagbjört Elsa Yngvadóttir, f. 1970, dætur þeirra eru Anna Sóley, f. 2002, og Eva Katrín, f. 2008, dóttir Elsu er Hjördís Vigfúsdóttir, synir hennar og Sigurbjörns Víkings eru Óðinn Breki og Þór Helgi. Mestan starfsaldur sinn vann Sigríður sem matráður. Fyrir 14 árum eignaðist Sig- ríður góðan vin og ferðafélaga, Þorstein Þorsteinsson, og nutu þau ævikvöldsins saman. Útför Sigríðar fer fram frá Fossvogskapellu í dag, 18. nóv- ember 2016, klukkan 13. Árið 1949 kynnt- ist Sigríður eigin- manni sínum Búa Rafni Einarssyni frá Brekkuvöllum á Barðaströnd, f. 2.2. 1928, d. 2.2. 1992. Þau höfðu sinn bú- skap á Patreksfirði, lengst af á Brunn- um 12, allt fram til ársins 1983 er þau fluttu í Kópavog. Þau eignuðust fjögur börn: 1) Guðríður Eydís Búadóttir, f. 7.9. 1952, d. 11.11. 1952, 2) Guðríður Eydís Búadóttir, f. 1954, sonur hennar f. andvana 1980, Íris Hauksdóttir, f. 1983, sambýlis- maður Finnur M. Flosason, dæt- ur þeirra eru Lea Ísey og Freyja Karitas. 3) Rúna Hjördís Búadóttir, f. 1961, sambýlismaður Kristinn Elsku mamma mín, það var mikið tóm sem umlukti mig á þeirri stundu sem þú kvaddir þessa jarðvist. Það er svo gott að hugsa til þín og ylja sér við minn- ingarnar. Ég hugsa svo hlýtt til þín og allra kosta þinna. Þú varst svo dugleg og híbýli þín voru alltaf svo hrein og fín, allt unnið svo létt og áreynslulaust. Rykkornin höfðu ekkert í þig, þú varst alltaf búin að ná þeim áður en þau lentu og óhreini þvotturinn náði varla að botna þvottakörfuna áður en þú varst búin að þvo hann, strauja og brjóta saman upp í skáp. Matur og matargerð var þér alltaf nátengd. Vannst sem ráðs- kona í vegavinnuflokkum. Vannst í fiskinum, þar sem þú flakaðir og skarst úr á túrbóhraða og varst alltaf með hæsta bónusinn. Eftir að þú fluttir suður sástu um mötu- neyti, þar sem þú útbjóst fundar- veisluföng og barst fram fallega skreytt smurbrauð eða bauðst upp á heita jólaköku við mikla ánægju starfsmanna sem áttu ekki slíku dekri að venjast. Þegar þú eldaðir heima hjá þér gerðir þú alltaf ráð fyrir margmenni í mat, aldrei komið að tómum kofanum á þeim bæ þótt nokkrir munnar bættust við. Þú varst einhvern veginn ávallt reiðubúin, það er mér alltaf minnisstætt þegar þú komst í fermingaveislu hjá mér og þér fannst að gæti orðið tæpt með eftirréttinn, þá brástu þér út í bíl og komst inn með nokkrar mar- engstertur sem þú hafðir haft með þér í skottinu svona til vonar og vara, þær kláruðust vitanlega all- ar, einfaldlega vegna þess að þú bjóst til svo ómótstæðilega góðar tertur. Þér var alltaf svo umhugað um að veita vel og að allir væru vel saddir en þú sjálf borðaðir eins og fugl, sagðist vilja hafa smá pláss fyrir eftirréttina, enda mikill sæl- keri. Þú varst algjör hamhleypa, krafturinn og dugurinn voru þínir fylgifiskar, þoldir ekki iðjuleysi og gekkst í öll erfiðisstörf, en jafn- framt varstu svo kvenleg og fín með þig. Þér var umhugað um að fylgja nýjustu tísku og áttir alltaf auðvelt með að velja flíkur á barnabörnin þín, valdir alltaf það besta. Það lék allt í höndunum á þér, elsku mamma, það lýsir best seiglunni í þér að þú hélst áfram að prjóna og gera annað handverk og lést skjálftann í höndunum ekki slá þig út af laginu. Þú kunnir líka að njóta og naust þín hvergi betur en þegar þú varst á ferðinni, hvort sem var innan- lands eða utan, svafst svo vel í fellihýsinu og dáðir að fara til sól- arlanda. Varðst alltaf brúnust allra, enda suðræn í útliti með þitt dökka hár og brúnu augu. Ég veit að þér yrði ekkert um allt þetta hól en það er samt bara þannig að ég hef aldrei kynnst eins harðri og ósérhlífinni mann- eskju eins og þér, kveinkaðir þér aldrei, enda var ekkert að þér og þannig var það fram á síðustu stundu. Ég kveð þig mamma mín með broti úr ljóði eftir Davíð Stefáns- son frá Fagraskógi: Því aðeins færð þú heiðrað og metið þína móður, að minning hennar verði þér alltaf hrein og skír, og veki hjá þér löngun til að vera öðrum góður og vaxa inn í himin þar sem kærleikur- inn býr. Hjartans kveðja. Þín Hjördís. Daginn sem fyrsta haustlægðin óð yfir landið og boðaði yfirvofandi vetrarstorm ákvað hún amma mín að kveðja. Hún var meira fyrir sól- ina. Amma var ekkert á leiðinni að leggja árar í bát. „Það gerir mann bara veikari að vera í spítalaföt- um,“ sagði hún, þessa sautján daga sem hún barðist við dauðann. Þótt amma hafi verið hálfri öld eldri en ég vorum við líkar í hugs- un og hegðun. Amma var ung í anda og það er dýrmætur eigin- leiki. Það er eigingjarnt að hafa viljað hafa hana lengur hjá mér. En staðreyndin gerir sorgina ekk- ert síðri. Ég hef undirbúið mig undir sársaukann en það gerir missirinn ekkert minni. Það er sárt að kveðja, en rétt eins og Lea segir, líður langömmu vel. Það er laukrétt og ég hlakka til að hitta hana í Sumarlandinu, seinna. Amma var eina amma mín og ól mig mikið upp. Ég var sannkölluð súkkulaðikleina og gat alltaf leitað til hennar. Amma skammaði mig ekki og rifumst við aldrei. Hún tók minn málstað og leyfði mér að drull- umalla kökur sem urðu að sameig- inlegu áhugarmáli. Ef eitthvað var víst í veröldinni var það að amma átti alltaf nýbakað bakkelsi. Enda ilmaði eldhúsið hennar, allt fram á síðasta dag. Bakstursblætið erfði ég frá henni og henni þótti vænt um það. Áhuginn leyndi sér aldrei í kökuboðum og hún grandskoðaði terturnar og handbrögðin. Henni fannst ég flink og þótti vænt um þegar ég bar okkur tvær saman. Við deildum sælkeraástinni og slepptum öllum aðalréttum í skipt- um fyrir góða eftirrétti. Það er skrítið að skrifa köku- blað og kveðja ömmu í sömu vik- unni. Amma væri spennt að fletta í gegnum blaðið. Það sýndi sig á Landakoti þegar ég mætti með fullt fang af blöðum sem hún deildi eins og demöntum. Myndin af mér var jú fremst. Nokkrir líktu okkur saman og hún ljómaði eins og sól- in. Amma var líka glysgjörn og hafði auga fyrir tísku enda slógu gjafirnar hennar alltaf í gegn. Ef- laust af því hjörtu okkar slóu í takt. Hún tók að sama skapi veik- indum sínum illa. Það var ekki hennar stíll að láta sjá sig hjálp- arvana í hjólastól. Parkinson-púkinn var gráðugur því hann tók handavinnuna og allt það sem ömmu þótti vænt um. Eft- ir veikindin minnkuðu lífsgæðin til muna og undir lokin var erfitt að halda um prjónana. Skjálfhentir fingur misstu eggin í gólfið sem áttu að rata í bökunarskálina. Það þótti henni sárt og okkur ekki síð- ur. Ég minnist ömmu sem töffara. Duglegust allra og kvartaði aldrei. Vann í grjótharðri verkamanna- vinnu þó fegurð hennar hafi lamað samstarfsmenn hennar alla. Amma mun alltaf koma upp í hugann þegar ég klæðist ullar- sokkum. Líka þegar ég borða pönnukökur eða fæ mér gular Juicy Fruit tyggjóplötur. Sömu- leiðis þegar ég les bækurnar um Rasmus klump fyrir stelpurnar mínar og þegar ég smyr á mig Nivea kremi úr bláu álboxi. Jafn- vel enn meira þegar ég nota orð eins og lummusokkur eða apafót- ur. Minning hennar kemur fram í ótal fleiru og verður alltaf á lofti Þegar ég kveiki á kerti verður það henni til heiðurs. Ég er þakklát fyrir tímann sem við áttum saman og get aldrei þakkað þessum stóra upp á himni fyrir að hafa gefið mér þessa ömmu. Hún var sú allra besta. Kahlil Gibran hitti naglann á höfuðið þegar hann sagði: „Þeg- ar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá huga þinn og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess sem var gleði þín.“ Ég ætla hafa þau orð hugföst. Hvíl í friði, elsku yndislegust allra. Þín, Íris. Elsku amma. Ég mun alltaf muna eftir hversu hlýtt það var að koma til þín, umvafin umhyggju og ást. Ég á svo margar góðar minn- ingar með þér, en þær sem eru mér dýrmætastar eru þær sem eru hvað hversdagslegastar, og áttu sér stað við eldhúsborðið þitt þar sem bökunarilmurinn fyllti eldhúsið og ást þín og kærleikur var falinn í sérhverjum munnbita af nýbökuðum kökum. Þínar hlýju sterku hendur mótaðar af lífsins prjáli en um leið svo mjúkar og góðar. Í hvert sinn sem þú tókst í hendur mínar og brostir fann ég styrk og von sem mun leiða mig áfram í þessu blessaða lífi. Elsku amma, þú sem varst svo fullkomin, þú sem kenndir mér svo margt, þú sem elskaðir mig og leyfðir mér allt, þú sem passaðir upp á mig og leiddir mig áfram með föstu og öruggu handataki. Tilveru þinnar mun ég sakna svo mikið en nær- vera þín mun alltaf fylgja mér og mínum. Þú ert ennþá hér hjá mér og munt alltaf vera, elskuð og saknað. Góða ferð, elsku Siggamma, ég bið að heilsa. Rósa. Elsku amma mín. Ég var aðeins sjö mánaða þegar ég byrjaði í pössun hjá þér. Þú kenndir mér svo margt og ég hermdi allt eftir þér. Ég tók upp sama orðaforða og var byrjuð að ganga alveg eins og þú, dró örlítið annan fótinn, hallaði mér fram og setti hendur fyrir aftan bak. Við mynduðum virkilega sterk tengsl, áttum alltaf gott samband og vorum oft meira eins og bestu vinkonur. Þegar ég var lítil gerð- um við allt saman. Mér fannst allt- af gott að koma til þín því þú varst svo góð við mig. Ég svaf sjaldan betur en í ömmuholu eftir að þú last fyrir mig Doddabókina alla vega þrisvar. Þú sást til þess að ég væri heldur betur aldrei svöng. Af- greiðslukonurnar í bakaríinu voru orðnar bestu vinkonur okkar og ég held þau séu óteljandi skorpulausu ristuðu brauðin með apríkósumar- melaði og osti sem ég fékk hjá þér. Þú bættir úr því þegar tásurnar voru kaldar, þá áttir þú alltaf nýtt par af prjónuðum ullarsokkum fyrir mig. Þú passaðir að mér leiddist aldrei. Við gátum spilað endalaust og vorum orðnar ótrú- lega góðar í kleppara. Þú kenndir mér að leggja kapal og að leysa sudoku-þrautir. Svo gátum við tal- að um allt milli himins og jarðar. Þú hlustaðir alltaf, sama hvað angraði mig, og okkur hefur aldrei fundist leiðinlegt að slúðra. Mér þykir svo óendanlega vænt um þig og allt sem þú gafst mér. Þú gafst mér svo mikla hlýju, væntumþykju og ást og það eru ómetanlegar gjafir sem ég mun alltaf geyma í hjarta mér. Ég er svo þakklát fyrir allar stundirnar sem við áttum saman. Ég er svo þakklát fyrir að eiga þig sem ömmu. En mest af öllu er ég þakklát fyrir að hafa fengið að þekkja þig því þú ert rosalega sterk og flott kona og algjör fyrirmynd. Ég mun halda áfram að líta upp til þín eins og ég hef alltaf gert og get ekki beðið eftir að segja börnunum mínum sögur af okkur og öllu því góða sem þú gerðir. Elsku amma mín, ég elska þig af öllu mínu hjarta og minningarn- ar sem ég á af okkur munu ávallt lifa í huga mér. Í öllum afmælis- og jólakortum sem ég fékk frá þér skrifaðirðu „Guð veri með þér“, en ég veit að þú sjálf munt alltaf vera með mér, geyma mig og gæta þér hjá, og það er það sem róar hug- ann minn. Þín ömmustelpa Sara Sólrún Aðalsteinsdóttir. Elsku amma. Við viljum þakka þér fyrir allar góðu stundirnar og allar góðu kök- urnar. Það var alltaf jafn gott að koma til þín. Það er óneitanlega skrítið að hugsa til þess að halda jólin í fyrsta skiptið án þín. Þú hef- ur alltaf verið svo órjúfanlegur partur af fjölskyldunni. Ég lofa þér því, elsku amma, að við mun- um kveikja á kerti og hugsa alltaf til þín. Við systur hugsum með hlýhug til daganna í fjörunni þinni þar sem við nutum með þér. Sveit- in þín er okkar Paradís á jörðu. Við elskum þig, amma. Með kærleika ert þú kvödd í dag, spil- að verður til þín lag. Eftir verður minning blíð, hjartans þakkir fyrir liðna tíð. Lifðu sæl á ljóssins friðar strönd, leiðir sjálfur Drottinn þig við hönd. Anna Sóley og Eva Katrín Stefánsdætur. Amma Sigga var eins og ömm- urnar í sögubókunum; ljúf, góð, ið- in og brosmild. Ég var einstaklega heppinn að alast upp í nágrenni við ömmu mína á grunnskólaárum mínum. Við bjuggum Reykjavík- urmegin í Fossvoginum og amma Kópavogsmegin. Þangað var ljúft að fara ef mömmu seinkaði heim úr vinnu eða ef farið var að rýrna í kexskúffuni heima. Þá var lagt af stað yfir dalinn og oftar en ekki var boðið upp á nýbakaðar pönnu- kökur, rúllutertu eða súkku- laðiköku. Síðan spiluðum við oft eða hún leyfði mér að hlaupa eftir spólu. Amma hlustaði alltaf og kvartaði aldrei. Jafnvel þegar Parkinsons-sjúkdómurinn hafði náð tökum á hreyfingum alls lík- ama hennar minnist ég þess ekki að hún hafi nokkru sinni kveinkað sér eða fundist hún þurfa á hjálp að halda. Hélt ótrauð áfram og ferðaðist bæði innanlands og utan langt fram eftir öllu og kom mér sífellt á óvart hversu þrautseig og ákveðin hún var. Ég vona að ég reynist börnum og barnabörnum mínum jafnvel og amma Sigga reyndist mér. Amma, þú varst mér einstaklega góð og ég mun aldrei gleyma stundunum sem við áttum saman. Þinn dóttursonur, Búi Bjarmar Aðalsteinsson. Nú eru að verða fimmtán ár síð- an ég kynntist Sigríði, eða Siggu eins og hún var oftast kölluð. Þá vildi svo til að við vorum bæði samtímis eina viku á „sparidög- um“ í Hveragerði. Smám saman styrktust þau kynni og við fórum að ferðast saman, bæði utanlands og innan. Það voru góðir tímar og ánægjuleg ár. Saman fórum við um mestallt landið og eignuðumst okkar uppáhalds staði og ferða- leiðir. En aldrei varð neinn lands- hluti henni þó jafn kær og Vest- firðirnir. Þar fæddist hún, ólst upp og stofnaði fjölskyldu. Rauðsdal- ur, með sínar ljósu fjörur. Pat- reksfjörður, með sinn bláa sjó og bröttu fjöll, þar var hennar Ísland. Síðast fórum við þar um í sumar leið. Mér fannst þá eins og hún væri að kveðja hvern stað. Líklega hefur hana grunað að hverju dró. Sigga var mjög viljasterk kona. Við banamein sitt – parkinson- veikina – glímdi hún í tæp tuttugu ár. Því stríði tapa flestir – og á endanum Sigga líka. En ekki bar- áttulaust. Þar sýndi hún fádæma þrek og staðfestu. Vildi helst ekki viðurkenna að neitt væri að, né heldur að batahorfurnar væru fremur litlar. Jafnvel undir það síðasta, þegar hún var að mestu bundin við hjólastól, stefndi hún ætíð að því að ná sem fyrst nægu þreki aftur til að losna úr honum og geta farið ferða sinna í göngu- grind, sem henni þótti sýnu skárri kostur. En við ráðum svo fáu. Síð- ustu vikurnar hrakaði henni mjög hratt, uns hún lést á öldrunar- lækningadeild Landspítalans þann 8. nóvember. Ég vil nota tækifærið og þakka öllu starfs- fólkinu þar fyrir hlýlega og ná- kvæma umönnun Sigríðar meðan á legu hennar þar stóð. Og nú er hún farin. Farin á undan okkur yfir móðuna miklu. Sætið hennar autt. Um leið og ég votta börnum hennar og fjölskyld- um þeirra einlæga samúð mína vil ég þakka fyrir þessi ár sem við Sigga vorum samvistum. Sá tími geymist í minningunni meðan ég lifi. Þorsteinn Þorsteinsson. Sigríður Hjartardóttir ✝ Ragnar Schev-ing Sigurjóns- son fæddist í Reykjavík, 14. júní 1947. Hann lést í Skien, Noregi, 22. október 2016. Foreldrar hans voru hjónin Pálína Stefánsdóttir, f. 1922, d. 1998, og Sigurjón Scheving, f. 1923, d. 1989. Bjuggu þau á Reyðarfirði. Systkini Ragnars eru Stefán, f. 1943, Grétar, f. Hulda Ósk, f. 1979, hennar sam- býlismaður er Alexander Sær- vold, f. 1979. Dætur Huldu eru Hekla Ýr, f. 1996, og Hera Rán, f. 2001. Ólafur Már, f. 1981, hans kona er Petra Hultberg, f. 1983, synir þeirra eru Elías Máni, f. 2008, og Isak Marel 2013. Yngst- ur af börnum Ragnars og Svölu er Bjarki Sigurpáll, f. 1987. Ragnar var mikið til sjós, fyrst á Austfjörðum og síðar við Húna- flóann. Ennfremur vann hann við akstur ýmissa farartækja. Síðustu árin bjó hann í Skien í Noregi, þar sem minning- arathöfn og bálför hefur farið fram. Ragnar verður jarðsunginn frá Hvammstangakirkju, Húna- þingi vestra, í dag, 18. nóvember 2016, kl. 14. 1944, Magnús, f. 1946, d. sama ár, Anna, f. 1949, Sigur- jóna, f. 1951, Finn- borg, f. 1952, og Að- albjörn, f. 1953, d. 2009. Eiginkona Ragn- ars er Svala Björk Ólafsdóttir, f. 1961. Foreldrar hennar María Erla Eðvalds- dóttir, f. 1928, og Ólafur Guð- mundsson, f. 1928, d. 2005. Börn Ragnars og Svölu eru: Sönn hetjusaga er á enda runn- in og hvíldin fengin. Hann Ragn- ar minn, blessaður, átti vægast sagt alltof mörg erfið ár í barátt- unni við óvæginn sjúkdóm og að- eins versnandi, þar til yfir lauk. Ragnar var nemandi minn alla sína skólagöngu heima á Reyð- arfirði, íturhress, alltaf með spaugsyrði á vör, glöggur og skýr, greinargóður vel, orðhepp- inn mjög og vinhlýr drengur, þrátt fyrir sitt oft hrjúfa yfir- bragð. Okkur varð mjög vel til vina og varði sú vinátta alla tíð, síðast dreif Jóhann Sæberg okk- ar, stórvinur hans til ótalinna ára, hann með sér til okkar inn í Selja- teig fyrir fáeinum árum og þar áttum við ágæta stund með hon- um og hans ljómandi konu, Svölu. Alltaf var jólakortið frá þeim hjónum á sínum stað, yljað fal- legum orðum sem glöddu hjarta okkar. Ragnar var af kjarnafólki kom- inn þar sem talsvert fötluð móð- irin, hún Pálína okkar, vann í raun afreksverk með sitt stóra heimili, þau Sigurjón komu börnum sínum vel til manns, þessu góða og trygga vinafólki okkar alla tíð. Ragnar reyndist hörkudugleg- ur, hvort sem var til sjós eða lands, velvirkur og hamhleypa til verka ef því var að skipta. Hann var bæði orðhagur og orðheppinn. En alltof fljótt herjaði þessi ólæknandi sjúkdómur á hann og við þann óvin tókst hann á með undraverðum hætti allt til enda- loka og ótrúlegast af öllu hvað hann virtist halda sínu andlega jafnvægi þrátt fyrir grimm örlög. En hann stóð ekki einn í barátt- unni, því hann átti líka lífsgæfu að fagna, einstaklega ágæt eigin- kona sem létti honum allar hans stundir og stóð keik við hlið hans allt til endaloka. Þau eignuðust góð börn og gjörvileg sem voru þeim sannir gleðigjafar. Ragnar minn er kvaddur hlýrri þökk okkar Hönnu og okk- ar fólks með hugann vermdan mörgum mætum minningum um vaskan og góðan dreng. Við sendum Svölu og þeirra afkomendum einlægar samúðar- kveðjur. Hann Ragnar verður kvaddur frá Hvammstanga hinztu kveðju þar sem hann átti svo bjartar og gefandi stundir, þar sem vinnusemi hans og lag- virkni komu vel fram. Veri okkar góði vinur kært kvaddur á eilífðarvegi þess óvit- aða. Helgi Seljan. Ragnar Scheving Sigurjónsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.