Morgunblaðið - 18.11.2016, Blaðsíða 32
32 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 2016
✝ Björn HelgiBjörnsson fædd-
ist í Reykjavík 9.
október 1932. Hann
lést á líknardeild
Landspítalans 10.
nóvember 2016.
Foreldrar hans
voru Ágústa H.
Hjartar, f. 8. ágúst
1898 að Dröngum
við Dýrafjörð, d. 21.
ágúst 1981, og
Björn M. Björnsson, f. 9. febr-
úar 1900 á Akranesi, d. 14.
júní 1976. Björn var yngstur
sjö systkina en þau eru: Áróra
Svava, f. 1922, d. 2009, Ást-
ráður Ingimar, f. 1923, Jónína,
f. 1925, d. 2014, Birna Ágústa,
f. 1927, Margrét, f. 1930, d.
1993, og Oddný Þóra, f. 1931,
d. 2006.
Hinn 10. nóvember 1956
kvæntist Björn Jóhönnu Sig-
fúsdóttur frá Hafnarfirði, f. 6.
maí 1937. Foreldrar hennar
eru Sigfús S. Magnússon, f.
1905, d. 1990, og Sigurást Ás-
björnsdóttir, f. 1910, d. 1997.
börn þeirra eru Agnes Lára,
Kristófer Helgi og Snæbjörn
Atli. Barnabarnabörn Björns
og Jóhönnu eru sjö.
Björn Helgi ólst upp í
Reykjavík. Hann og Jóhanna
hófu búskap í Reykjavík en
fluttu til Hafnarfjarðar árið
1969 þar sem hann bjó til ævi-
loka, lengst af á Arnarhrauni
25 en síðustu 10 árin að
Skipalóni 22.
Árið 1955 tók Björn sveins-
próf í prentiðn og vann næstu
25 árin í Ísafoldarprentsmiðju
og prentsmiðjunni Setbergi.
Árið 1980 var hann einn af
þremur sem stofnuðu prent-
smiðjuna Prentberg í Kópa-
vogi og starfaði hann þar
þangað til hann lét af störfum.
Björn var mikill tónlistar-
maður og spilaði hann á ýmis
hljóðfæri, þó aðallega á saxó-
fón í hljómsveitum og lúðra-
sveitum frá unga aldri. Hann
hafði alla tíð brennandi áhuga
á þeirri iðju og stundaði nám í
Tónlistarskóla FÍH ásamt því
að sækja einkatíma hjá tónlist-
arkennurum. Hann spilaði síð-
ast opinberlega í Hörpu með
Stórsveit öðlinga í apríl á
þessu ári.
Útför Björns Helga fer fram
frá Víðistaðakirkju í dag, 18.
nóvember 2016, klukkan 13.
Björn og Jó-
hanna eignuðust
fjögur börn, þau
eru: 1) Ásta
Björk, f. 12.
mars 1957, hún
er gift Rúnari
Björnssyni. Börn
þeirra eru Orri
Freyr og Jó-
hanna Rún. Fyr-
ir átti Ásta
Björk dótturina
Evu Lind og Rúnar átti fyrir
soninn Björn Kristin. 2) Hjört-
ur Geir Björnsson, f. 27. mars
1960, hann er kvæntur Hrönn
Ljótsdóttur og dætur þeirra
eru Ágústa Hjartar og Klara,
3) Björn Freyr Björnsson, f.
18. september 1963, hann er
kvæntur Katrínu Eddu Svans-
dóttur og sonur þeirra er
Björn Kári. Fyrir átti Björn
Freyr börnin Andreu Björk og
Arnór Inga og Katrín átti fyr-
ir soninn Kristján Hermann. 4)
Sverrir Örn Björnsson, f. 27.
júní 1971, hann er kvæntur
Kristínu Höskuldsdóttur og
Ástkær faðir minn er fallinn
frá eftir erfiða baráttu við
sjúkdóm sem skerti þrótt hans
og lífsgæði nú síðustu mánuði.
Í gegnum tíðina hef ég
ósjaldan heyrt: „Pabbi þinn er
góður drengur,“ Þessi orð
„góður drengur“ lýsa þér vel,
pabbi. Þú ólst upp við þröngan
kost en þeim mun meiri ást,
umhyggju og gleði. Amma
Ágústa lagði alltaf áherslu á
að þið systkinin væruð góð
hvert við annað og huguðuð að
náunganum. Það einkenndi þig
alla tíð. Þú varst jákvæður og
heiðarlegur í hugsun og um-
fram allt greiðvikinn, sam-
viskusamur og ræktarsamur í
garð vina þinna og ættingja.
Orðið tónlist er ofarlega í
huga þegar þín er minnst.
Tónlistin átti allan þinn hug
svo lengi sem ég man. Í minn-
ingunni varst þú ýmist inni í
herbergi spilandi á saxófóninn,
sitjandi í stofunni með nótna-
blöð að banka eða raula tóna
eða skrifandi nótur og takta.
Saxófónninn fór með í allar
veislur og samkomur hjá stór-
fjölskyldunni. Það var okkur
systkinunum eðlilegt að heyra
hann óma hvar sem við vorum.
Fyrir fáum árum þegar ég fór
að læra á píanó varst þú him-
inlifandi yfir þessum ráðahag
mínum. Ávallt þegar ég kom í
heimsókn til þín lenti ég í
„óvæntum“ tónfræðitíma og
uppljóstra ég því hér, pabbi
minn, að þeir voru oftast á
heldur hærra plani en ég réði
við.
Elsku pabbi, þín er sárt
saknað. Þeir sem fengu að
kynnast þér og þinni persónu
standa ríkari eftir og langar
mig að kveðja þig með eftir-
farandi ljóði:
Svo viðkvæmt er lífið sem vordags-
ins blóm
er verður að hlíta þeim lögum
að beygja sig undir þann allsherjar-
dóm
sem ævina telur í dögum.
Við áttum hér saman svo indæla
stund
sem aldrei mér hverfur úr minni.
Og nú ertu genginn á guðanna fund
það geislar af minningu þinni.
(Friðrik Steingrímsson)
Hvíl þú í friði elsku, pabbi
minn.
Ásta Björk.
Að skrifa minningargrein
um einhvern nákominn er svo-
lítið eins og að reyna að ná ut-
an um manneskjuna, tengslin,
persónuleikann og væntum-
þykjuna í örfáum orðum,
þannig líður mér þegar ég sest
við skriftir til að minnast
tengdapabba míns hans Bidda
sem lést 10. nóvember á sextíu
ára brúðkaupsafmæli sínu og
Jóu tengdamömmu. Þessi dag-
ur er kannski táknrænn fyrir
þá röð og reglu sem einkenndi
hann svo mikið, nákvæmlega
sextíu ár. Okkar leið hefur leg-
ið saman í 40 ár sem er langur
tími og þó, hann hefur allavega
liðið mjög hratt eins og flest
sem er ánægjulegt og
skemmtilegt.
Ég man Bidda sem for-
dómalausan mann, mikinn
mannvin, sem átti einstaklega
auðvelt með að kynnast fólki,
spjalla við alla, nálgast alla
með virðingu og áhuga.
Ég man sögustundirnar,
„Hrönn, manstu eftir Sigga
sem bjó á Njarðargötunni þeg-
ar ég var krakki.“ „Nei, Biddi,
ég er fædd 1962 í Hafnarfirði.“
„Já, karlinn hefur þá verið lát-
inn í 20 ár þegar þú fæddist,“
svo skellihlógum við. Ég held
að Bidda hafi oft fundist að við
hefðum verið með honum alla
tíð.
Ég man hvernig hann um-
vafði barnabörnin, lá með þeim
á gólfinu og raðaði upp kubb-
um, sýndi þeim umhverfið,
spilaði fyrir þau og trallaði,
allt á þeirra forsendum, það
var ekki skrýtið hvað þau
hændust að honum og svo
barnabarnabörnin, teygðu
hendurnar í átt að Bidda afa
um leið og þau gátu.
Ég man þegar heimur int-
ernetsins opnaðist fyrir honum
að verða áttræður, ég sé hann
fyrir mér sitjandi við tölvuna
með heyrnartólin hlustandi á
gömlu djassmeistarana á You-
tube, bankandi með fingrunum
á borðið í takt við músíkina
næstum fram á síðasta dag.
Ég man hann spilandi á
saxófóninn, teinréttur, fitt, svo
myndarlegur og glaður.
Ég kem til með að muna þig
alla mína ævi, takk fyrir sam-
fylgdina, elsku Biddi.
Þín tengdadóttir,
Hrönn Ljótsdóttir.
Svo viðkvæmt er lífið sem vordags-
ins blóm
er verður að hlíta þeim lögum
að beygja sig undir þann allsherjar-
dóm
sem ævina telur í dögum.
Við áttum hér saman svo indæla
stund
sem aldrei mér hverfur úr minni.
Og nú ertu genginn á guðanna fund
það geislar af minningu þinni.
(Friðrik Steingrímsson)
Minningar um fallegar sam-
verustundir með elsku Bidda
tengdapabba okkar ylja.
Hafðu þakkir fyrir allt sem
þú hefur gert fyrir okkur.
Katrín Edda Svansdóttir,
Kristín Höskuldsdóttir.
Mér er ljúft og skylt að
minnast vinar míns, Björns
Helga Björnssonar, prentara
og hljóðfæraleikara. Leiðir
okkar lágu fyrst saman 1958
þegar við störfuðum sitt hvor-
um megin Þingholtsstrætis;
Björn í Ísafold, ég í Guten-
berg. Þar var þó ekki svartlist-
in að verki heldur tónlist. Það
var vegna viðmóts Björns og
framkomu að ég dróst að þess-
um hægláta og traustvekjandi
prentara og saxófónleikara.
Ég vissi að hann væri frábær
fagmaður og ekki spillti áliti
mínu að einmitt á þessum ár-
um hafði hann mikið að gera í
tónlistinni. Kunningsskapurinn
varð síðan órofa vinátta sem
entist til þessa dags. Við
stunduðum báðir hljóðfæraleik
en stefndum ekki á atvinnu-
mennsku; báðir sáttir við val á
ævistarfi. Hitt er jafnvíst að
hugur okkar stóð til þess að
hafa nokkra atvinnu af því að
leika á dansleikjum. Það tókst
Birni sannarlega og lék mikið
á yngri árum.
Björn kastaði aldrei höndum
til neins svo það lá beint við að
afla sér tónmenntunar. Kenn-
ari Björns á altósaxófón var
Vilhjálmur Guðjónsson eldri,
landsins besti altóleikari.
Faðir Björns, Björn Marinó
Björnsson (1900-1976), var
meðal stofnenda Lúðrasveitar
Reykjavíkur. Þó lá leið Björns
ekki í Hljómskálann að sinni,
en seinna á ævinni kom hann í
lúðrasveitina. Hann lék með
LR árum saman og nú eru
honum færðar þakkir fyrir
gott starf með sveitinni.
Við Björn lékum fyrst sam-
an um 1960. Síðan hafa leiðir
legið saman aftur og aftur í ár-
anna rás, með Karli Jónatans-
syni, í LR, prentaraböndum,
Dixieland-hljómsveit Árna Ís-
leifssonar og Stórsveit öðlinga.
Með henni lék Björn síðast 30.
apríl sl.
Björn hafði mikla tónlistar-
hæfileika, mikinn áhuga á tón-
list og metnað til að ná árangri
í hljóðfæraleik. Hann virkjaði
lengi til framfara það sem Vil-
hjálmur kenndi honum, og not-
Björn Helgi
Björnsson
✝ Hulda Þór-arinsdóttir
fæddist 26. októ-
ber 1926 í Árnesi
í Trékyllisvík í
Strandasýslu.
Hún lést 3. nóv-
ember 2016 á
hjúkrunarheim-
ilinu Hlíð á Ak-
ureyri.
Foreldrar
hennar voru Guð-
björg Jónsdóttir, f. 27. maí
1888, d. 11. september 1959,
bústýra á Munaðarnesi í Ár-
neshreppi, og Þórarinn Guð-
mundsson, f. 21. ágúst 1903,
d. 24. desember 1989, bú-
fræðingur, bústjóri í Gunn-
arsholti á Rangárvöllum,
bóndi í Sólvangi á Eyr-
arbakka. Hálfbræður hennar
sammæðra voru Þorgeir Eng-
ilbert Benjamínsson, f. 1904,
d. 1952, og Guðbjörn Guð-
mundsson, f. og d. 1916.
Hulda var fóstruð af föður-
maí 1971. Fósturforeldrar
Halldórs voru Gunnlaugur
Gíslason og Rósa Þorgils-
dóttir á Sökku. Börn Huldu
og Halldórs eru: 1) Ari, f. 2.
september 1954. Synir hans
eru: a) Halldór, f 1981. b) Al-
exander, f. 1991. c) Max-
imilian August, f. 1992. Hall-
dór er kvæntur Elínu
Karlsdóttur. Börn þeirra eru
Örn og Ólöf Embla. 2) Gyða
Þuríður, f. 23. júní 1959, gift
Jóni Ragnarssyni, f. 27. febr-
úar 1953. Börn: a) Hulda, f.
24. ágúst 1991. b) Ragnar, f.
9. febrúar 1994. Hulda starf-
aði í Stjörnuapóteki á Ak-
ureyri, á Hótel KEA, við að-
albókhald KEA og vann í 25
ár á Amtsbókasafninu á Ak-
ureyri. Hulda tók mikinn þátt
í skátastarfi á Akureyri, var
félagsforingi Kvenskáta-
félagsins „Valkyrjan“ og
starfaði með St. Georgs-
gildinu. Hún sat í stjórn Tón-
listarfélagsins á Akureyri og
var fulltrúi félagsins í skóla-
nefnd Tónlistarskólans.
Hulda verður jarðsungin
frá Akureyrarkirkju í dag,
18. nóvember 2016, klukkan
13.30 og jarðsett í kirkju-
garðinum á Naustahöfða.
foreldrum sínum
Þuríði Eiríks-
dóttur og Guð-
mundi Guðmunds-
syni oddvita og
ólst upp á
Finnbogastöðum
þar sem föð-
ursystir hennar
Guðfinna „Gyða“
Guðmundsdóttir
gekk henni í móð-
ur stað.
Hulda gekk í barnaskólann
á Finnbogastöðum, Mennta-
skólann á Akureyri og lýðhá-
skóla danska kvenskáta-
sambandsins í Korinth á
Fjóni. Hulda giftist 25. októ-
ber 1952 Halldóri Arasyni
bifvélavirkja, f. 27. júlí 1925
á Sökku í Svarfaðardal, d. 1.
febrúar 2004 á Akureyri.
Foreldrar hans voru Halldóra
Gísladóttir, f. 9. mars 1896, d.
4. ágúst 1925, frá Hofi í Svar-
vaðardal og Ari Þorgilsson á
Sökku, f. 21. apríl 1893, d. 6.
Hinsta kveðja frá Bandalagi
íslenskra skáta
Hulda Þórarinsdóttir er farin
heim eins og við skátar segjum
gjarnan. Hún gekk ung til liðs við
skátahreyfinguna og starfaði þar
ötullega um áratuga skeið. Lengst
af var hún félagsforingi Kven-
skátafélagsins Valkyrjunnar á
Akureyri. Fyrir hönd íslenskra
skáta vil ég þakka liðveisluna og
góðan hug. Aðstandendum sendi
ég samúðarkveðjur.
Þú ert skáti horfinn heim,
himinn, jörð, ber sorgarkeim.
Vinar saknar vinafjöld,
varðar þökkin ævikvöld.
Sérhver hefur minning mál,
við munum tjöld og varðeldsbál,
bjartan hug og brosin þín,
þau bera ljósið inn til mín.
Kveðjustundin helg og hlý,
hugum okkar ríkir í.
Skátaminning, skátaspor,
skilja eftir sól og vor.
(Hörður Zóphaníasson.)
Bragi Björnsson
skátahöfðingi.
Hulda
Þórarinsdóttir
Elsku besti Dóri,
tengdapabbi minn,
er látinn. Hann
varð bráðkvaddur
14. október.
Ég er varla enn búin að átta
mig á því og örugglega fæstir í
fjölskyldunni að þú sért farinn í
ferðina löngu svo snöggt og
alltof snemma.
Ég kom inn í fjölskylduna
þína í einu stökki, ástin greip
mig og Ísak þinn og ég segi oft
frá því hversu ótrúleg þið Kaja
og öll fjölskyldan voruð, svo
yndislega hlý og góð við mig og
börnin mín tvö, Begga sem þá
var 12 ára og Kötu sem var 16
ára. Það var eins og að við
hefðum alltaf verið í ykkar fjöl-
skyldu.
Halldór Georg
Magnússon
✝ Halldór GeorgMagnússon
(Dóri) fæddist 30.
desember 1947.
Hann lést 14. októ-
ber 2016. Útförin
fór fram 27. októ-
ber 2016.
Kata gerði okk-
ur Ísak að ömmu
og afa á fyrsta
árinu okkar Ísaks
saman og allir
voru svo spenntir
og yfir sig hrifnir
af litla manninum.
Það að getað
kíkt í spjall og
kaffi var yndislegt
og þið Kaja alltaf
til í að gefa góð
ráð og hjálp.
Þegar við Ísak eignuðumst
dóttur okkar, hana Kaju litlu,
var bara hreinlega eins og að
hún væri fyrsta barnabarnið,
svo mikið tilstand og gleði yfir
fæðingu hennar.
Seinna sá ég að það er bara
svona sem þið Kaja og börnin
ykkar fagnið nýjum fjölskyldu-
meðlimi.
Fjölskyldan þín, Dóri minn,
er frábær og þið Kaja eigið svo
marga flotta afkomendur til að
vera stolt af.
Og þegar presturinn talaði í
útförinni um hversu fallegt
samband þú áttir við barna-
börnin áttaði ég mig á hversu
einstakt þetta er: steinalabb
með einu, fótbolti með öðru,
matarmenningin prófuð með
þriðja, göngutúrar, hlustað á
rokkmúsík og svona gæti ég
talið upp lengi.
Þessi 15 ár sem ég fékk að
kynnast þér, Dóri minn, voru
mér mjög dýrmæt og margar
minningar svo dásamlegar,
sumar fyndnar og ég ætla að
gera mitt til þess að minning
þín lifi. Ég mun styðja og
hugga Ísak okkar og Kaju litlu,
Hansínu mömmu þína, Kaju
þína, Hönnu Dóru, Sirrý, dætur
þínar, Fannar, Köru, Svövu,
Karen og Halldór Annel, afa-
yndin þín, ég veit að þú munt
fylgjast með okkur öllum þaðan
sem þú ert nú.
Hjartans þakkir, elsku Dóri
minn, fyrir allt sem þú gafst
okkur, við munum sakna þín á
hverjum degi þangað til við
hittumst aftur.
Kveðja frá Öllu
Hver alda sem sofnar að sandi,
er sjómannsins vitni um makt.
Þótt hverfi þeir sjónum,
„við Guði nú þjónum,
í sortanum úti og á okkar vakt“.
(Ingi Reyndal.)
Aðalheiður Sigurjónsdóttir.
Þann 9. október
sl. lést í Reykjavík
Rafn I. Jensson
verkfræðingur sem
fæddist 2. september 1927 í
Hafnarfirði. Hann útskrifaðist
sem verkfræðingur frá Háskóla
Íslands og stundaði síðan fram-
Rafn Ingólfur
Jensson
✝ Rafn IngólfurJensson fædd-
ist 2. september
1927. Hann lést 9.
október 2016.
Útför Rafns fór
fram 19. október
2016.
haldsnám í Kaup-
mannahöfn. Eftir
það rak hann sína
eigin verkfræði-
stofu í Reykjavík.
Ég tengdist Rafni í
gegnum frændfólk
mitt fyrir mörgum
árum. Það var svo
ekki fyrr en við
vorum bæði búin
að missa maka okk-
ar að við kynnt-
umst. Við spiluðum saman golf
ásamt fleiri vinum Golfklúbbn-
um Oddi í Urriðakotslandi.
Rafn var góður spilafélagi og
sýndi okkur stelpunum mikla
þolinmæði, enda var hann í eðli
sínu ljúfur, geðgóður og ein-
staklega kurteis. Þetta eru eig-
inleikar sem gott er að hafa
þegar spilað er golf. Síðan voru
farnar folfferðir til Spánar og
þegar kallið kom var hann ein-
mitt að skipuleggja slíka ferð
ásamt dætrum sínum og
tengdasonum. Oft voru pottarn-
ir dregnir fram á Sunnuflötinni.
Rafni fórst matreiðslan vel úr
hendi og hafði gaman af því að
elda og bjóða til sín fólki. Það
er auðvelt að láta sér þykja
vænt um mann eins og hann og
söknuður að sjá á eftir þessum
góða félaga og vini.
Ég sendi ættingjum hans
mínar innilegustu samúðar-
kveðjur og óska þeim alls góðs í
framtíðinni. Í Guðs friði.
Hafdís Einarsdóttir.