Morgunblaðið - 18.11.2016, Side 35
hið mesta listaverk, talin vera frá
1640. Hún er áheitagjöf frá hol-
lenskum sjómönnum sem stunduðu
fiskveiðar við landið á 17. öld.
Hildibrandur ólst upp við öll venju-
leg bústörf, og eins og tíðarandinn
var þá var byrjað snemma að vera
með í verkum og fór hann snemma á
sjó með föður sínum. í Bjarnarhöfn
fór hann snemma að taka á sig forsjá
heima fyrir og vann oft utan heimilis
með bústörfum og þurfti snemma að
kynnast lífsbaráttunni sem gaf hon-
um þó mikinn þroska og gleði. Hann
hefur alla tíð verið mikið náttúrubarn
og verið í miklum tengslum við bæði
náttúru og dýr.
Hildibrandur hefur lítið verið í
opinberum störfum en þess í stað hef-
ur hann lagt mikla áherslu á upp-
byggingu ferðaþjónustu á Snæfells-
nesi og Vesturlandi öllu og sinnt
nefndarstörfum sem koma að þeim
málefnum í fjölda ára. Hildibrandur
hefur unnið mikið frumkvöðlastarf á
uppbyggingu ferðaþjónustu í Bjarn-
arhöfn og var hann með þeim fyrstu
til að byggja upp ferðaþjónustu á sínu
svæði. Hildibrandur hefur haft mik-
inn áhuga á hestamennsku og hrossa-
rækt og hafa hross úr hans ræktun
mörg fengið góða dóma og til að
nefna fékk Hildibrandur árið 1997 1.
verðlaun fyrir hryssu með afkvæmi á
Fjórðungsmóti Vesturlands og var
hann gerður að heiðursfélaga í
Hestamannafélagi Snæfellings árið
2012. Í fjárbúskap vann hann
snemma að ræktunarstörfum og um
árabil fóru allir lambhrútar í
afkvæmarannsókn.
Fjölskyldan í Bjarnarhöfn heldur
afmælisveislu Hildibrandi til heiðurs
á morgun í Bjarnarhöfn kl. 14.00, og
vonast til að sjá ættingja og vini fagna
þessum tímamótum.
Fjölskylda
Eiginkona Hildibrands er Hrefna
Garðarsdóttir, f. 25.11. 1951, bóndi.
Foreldrar hennar: Garðar Guð-
jónsson, f. 7.6. 1925, símamaður í
Reykjavík, og k.h., Kristín Jóhann-
esdóttir, f. 18.9. 1928 húsmóðir.
Börn: 1) Brynjar, f. 3.11. 1959,
bóndi í Bjarnarhöfn, kvæntur Her-
borgu Sigríði Sigurðardóttur bónda
og er sonur þeirra Helgi Karl, f. 19.4.
1992, 2) Guðjón, f. 6.6. 1980, fram-
kvæmdastjóri í Bjarnarhöfn; 3)
Hulda, f. 9.3. 1984, ferðamálafræð-
ingur, bús. í Stykkishólmi, sambýlis-
maður er Hreiðar Már Jóhannesson
sjómaður og er dóttir þeirra Hrefna
María, f. 30.9. 2014; 4) Kristján, f.
11.5. 1987, safnvörður í Bjarnarhöfn.
Systkini: Aðalheiður Bjarnadóttir,
f. 26.9. 1932, bús. í Stykkishólmi, áður
húsfreyja á Ytri-Kóngsbakka; Reynir
Bjarnason, f. 11.9. 1938, d. 18.5. 1978,
kennari og námsstjóri í líffræði við
menntamálaráðuneytið; Ásta Bjarna-
dóttir, f. 30.11. 1939, húsfreyja á
Stakkhamri á Snæfellsnesi; Sesselja
Bjarnadóttir, f. 29.9. 1941, fyrrv.
rannsóknarmaður á Hvanneyri, bús.í
Reykjavík; Jón Bjarnason, f. 26.12.
1943, fv. landbúnaðar- og sjávar-
útvegsráðherra, bús. í Reykjavík;
Karl, f. 28.7. 1945, starfar nú sjálf-
stætt við sútun, bús. á Sauðárkróki;
Guðrún Bjarnadóttir, f. 4.9. 1946,
meinatæknir í Reykjavík; Signý
Bjarnadóttir, f. 9.7. 1949, líffræðingur
í Reykjavík; Valgeir Bjarnason, f.
16.6. 1954, búfræðikandidat og líf-
fræðingur, bús. á Selfossi.
Foreldrar Hildibrands: Bjarni
Jónsson, f. 2.9. 1908, d. 10.1. 1990,
bóndi í Asparvík á Ströndum og í
Bjarnarhöfn á Snæfellsnesi, og k.h.,
Laufey Valgeirsdóttir, f. 19.8. 1917, d.
6.2. 2007, húsfreyja.
Úr frændgarði Hildibrands Bjarnasonar
Hildibrandur
Bjarnason
Vilborg Jónsdóttir
húsfr. frá Ingólfsfirði
Gísli Gíslason
b. í Norðurfirði
Sesselja Gísladóttir
húsfr. í Norðurfirði
Valgeir Jónsson
b. í Norðurfirði
Laufey Valgeirsdóttir
húsfr. í Asparvík og í Bjarnarhöfn
Valgerður Gísladóttir
húsfr. á Eyri
Jón Ólafsson
b. á Eyri í Ingólfsfirði
Sigurrós Magnúsdóttir
húsfr.
Guðmundur
b. frá Kjós í Árneshreppi,
sonur Páls Jónssonar
ættföður Pálsættar
Guðrún Guðmundsdóttir
húsfr.á Svanshóli og í Asparvík
Jón Kjartansson
b. á Svanshóli og í Asparvík
Bjarni Jónsson
útvegsb. í Asparvík á Ströndum og
síðar í Bjarnarhöfn á Snæfellsnesi
Guðrún Sigfúsdóttir
húsfr. á Skarði
Kjartan Guðmundsson
b. á Skarði í Bjarnarfirði
Afmælisbarnið Hildibrandur.
ÍSLENDINGAR 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 2016
Sonja Wendel Benjamínsson deZorilla fæddist í Reykjavík18. nóvember 1916. Foreldrar
hennar voru hjónin María Emelie
Wendel, f. á Þingeyri, 18.10. 1887, d.
23.11. 1981, og Ólafur Indriði Benja-
mínsson frá Marðareyri í Veiðileysu-
firði, f. 19.9. 1876, d. 8.10. 1936, stór-
kaupmaður í Reykjavík.
Sonja ólst upp í Reykjavík þar
sem hún stundaði nám við Landa-
kotsskóla. Hún hóf nám í Mennta-
skólanum í Reykjavík en hætti þar
námi þegar hún veiktist af lömunar-
veiki 15 ára gömul. Árið 1932 fór hún
á sjúkrahús í Danmörku og náði
góðum bata.
Sonja dvaldi hjá frændfólki sínu í
Wiesbaden í Þýskalandi við listnám,
hún hélt til London og síðar til Par-
ísar þar sem hún stundaði einnig
nám í listgreinum og tungumálum.
Þegar seinni heimsstyrjöldin braust
út fór hún til Spánar og þaðan til
Bandaríkjanna og settist að í New
York. Sonja lagði stund á myndlist
og tískuteikningu, einkum málaði
hún andlitsmyndir. Verk hennar
birtust meðal annars á forsíðu
Vogue. Hún auðgaðist mjög á fjár-
festingum á Wall Street.
Sonja giftist Victoriano Alberto
Zorilla, f. í Búenos Aíres í Argentínu
6.4. 1906, d. í Flórída 23.4. 1986. Al-
berto var þjóðhetja í heimalandi sínu
eftir að hann vann gullverðlaun í 400
metra skriðsundi á Ólympíu-
leikunum 1928. Sonja og Alberto
bjuggu allan sinn búskap í New
York-borg. Þar eignuðust þau fjölda
vina sem settu svip sinn á borgina og
öldina sem leið. Þau voru barnlaus.
Sonja fór frá Íslandi árið 1932 en
kom einu sinni í heimsókn fyrir stríð.
Hún kom ekki aftur fyrr en árið 1970
og dvöldu þau Alberto hér um lengri
og skemmri tíma frá þeim tíma og
byggðu sér bústað á Þingvöllum.
Enda þótt Sonja dveldi lang-
dvölum fjarri fæðingarlandi sínu var
hún alltaf mjög stolt af íslenskum
uppruna sínum og flutti að lokum
alfarið heim til Íslands.
Sonja lést í Reykjavík 22.3. 2002.
Merkir Íslendingar
Sonja
Zorilla
90 ára
Halldór Sigurðsson
85 ára
Björn Sigurbjörnsson
Brynjar Hartmann
Skarphéðinsson
Helgi Sigfússon
Jóhannes Sigmundsson
Sigrún Kristbjörg
Árnadóttir
80 ára
Hildibrandur Bjarnason
Kristín Hjaltadóttir
Sigrún Jóhannsdóttir
75 ára
Dagný Gísladóttir
Rósa Signý Finnsdóttir
70 ára
Aðalheiður Hannesdóttir
Garðar Jóhannsson
Guðmundur Ingólfsson
Hrafnhildur Stefánsdóttir
Hrönn G. Helgadóttir
Jóhanna M. Kristjánsdóttir
Ragnheiður M.
Jóhannesdóttir
Steinar Petersen
Sæmundur Sæmundsson
Þorgerður Erla Jónsdóttir
Þóra B. Friðgeirsdóttir
Örn Ómar Ólafsson
60 ára
Gerður Pálsdóttir
Guðfinna Guðfinnsdóttir
Helmut Maier
Jónína Sæmundsdóttir
María Stefanía
Jóhannsdóttir
Sigurður Long Jakobsson
Sigurleif Guðfinnsdóttir
Sævar Þorbjörnsson
Valur Hraunfjörð
Zofia Guðbjörg Wasiewicz
Þorfinnur Jóhannes
Björnsson
Þorleifur Jóhann Guðjónss.
50 ára
Arthur Pétursson
Bertel H. Benediktsson
Einar Örn Jónsson
Guðrún Freyja Sigurjónsd.
Hrefna Guðrún Harðard.
Jóhann Guðjón Bjarnason
Kristín Linda Kristinsdóttir
Ragnheiður Skúladóttir
Sigurður G. Þorsteinsson
Sigurður Salómon Gear
Stefán Rúnar Ásgeirsson
Stefán Þorleifsson
40 ára
Arnar Snær Davíðsson
Arnór Eyþórsson
Ágúst Kristmanns
Benedikt Kjartan Magnúss.
Berglind Hrafnkelsdóttir
Birkir Þór Sigurðsson
César A. Dos Santos Ceita
Eva Linda Annette Persson
Guðni Þór Guðmundsson
Jonas Emin Björk
Kristmundur Ólafsson
Natasa Ristic
Ólafur Ingi Heimisson
Ólafur Ragnar Helgason
30 ára
Ásdís Alda Runólfsdóttir
Brynja Guðjónsdóttir
Einar Ingi Jónsson
Kristján Tryggvason
Magda Dagmara Dukacz
Magnús Þ. Sigursteinsson
Sara Rut Sigurjónsdóttir
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir
Styrgerður A. Sigmundsd.
Tomasz Luba
Til hamingju með daginn
40 ára Guðni er frá
Hvammi í Hjaltadal en býr
í Hafnarfirði. Hann er
kranastjóri hjá fyrirtækinu
Smákranar.
Börn: Ragnar Þór, f.
1996.
Foreldrar: Guðmundur
Guðmundsson, f. 1954,
sjómaður og smiður á
Húsavík, og Birna Ragn-
heiður Björg Jóhanns-
dóttir, f. 1955, bús. á
Hauganesi á Árskógs-
strönd.
Guðni Þór
Guðmundsson
40 ára Birkir er Siglfirð-
ingur en býr á Akureyri.
Hann er sölumaður hjá
Emmess ís.
Maki: Svava Ingimars-
dóttir, f. 1976, vinnur við
heimahjúkrun.
Börn: Helena Dís, f.
2000, Skúli Þór, f. 2005,
fósturbörn eru Bjarki, f.
2000, og Daníel, f. 2009.
Foreldrar: Sigurður Þór
Haraldsson, f. 1940, og
María Jóhannsdóttir, f.
1944, bús. á Siglufirði.
Birkir Þór
Sigurðsson
30 ára Sigurbjörg er frá
Neskaupstað en býr í
Kópavogi. Hún er sálfræð-
ingur og er í doktorsnámi
í stjórnmálasálfræði.
Maki: Óttar Helgi Ein-
arsson, f. 1985, tölv-
unarfræðingur.
Börn: Egill Þór, f. 2012,
og Freysteinn Páll, f.
2016.
Foreldrar: Egill H. Bjarna-
son, f. 1948, og Margrét
Ríkharðsdóttir, f. 1951.
Þau eru bús. í Kópavogi.
Sigurbjörg Erla
Egilsdóttir
Íshella 10 • 221 Hafnarfjörður • Sími 569 2100Mynd: Björgunarmiðstöð Hjálparsveitar skáta Kópavogi.
Þeir semgerakröfur
veljaHéðinshurðir
Fáðu tilboð í hurðina
Fylltu út helstu upplýsingar
á hedinshurdir.is og við
sendum þér tilboð um hæl.