Morgunblaðið - 18.11.2016, Blaðsíða 38
38 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 2016
Inga Rún Sigurðardóttir
ingarun@mbl.is
Listahátíðin Sequences fagnar 10
ára afmæli hátíðarinnar á morgun,
laugardag, og býður alla velkomna
til hátíðarhalda af því tilefni.
„Sequences er tvíæringur haldinn
á oddatöluárum en var haldinn ár-
lega til að byrja
með. Okkur
fannst ómögulegt
annað en að
fagna tíu ára af-
mæli. Sequences
hefur orðið til
með sam-
takamætti ótrú-
lega margra
listamanna,
stofnana og lista-
mannarekinna
rýma og hefur þess vegna náð að
lifa svona lengi. Því ber að fagna,“
segir Edda Kristín Sigurjónsdóttir,
einn skipuleggjenda.
„Það er svo mikið sem hefur
gerst í listasenunni hér á þessum
árum og Sequences hefur átt drjúg-
an þátt í því, með því að vera vett-
vangur til þess að draga fram og
sýna það sem er í gangi. Töluverð-
ur fjöldi af listamönnum erlendis
frá hefur komið hingað í tengslum
við Sequences. Það er fólk sem hef-
ur gjarnan komið aftur eða tengst
ákveðnum listamönnum. Þegar
maður er á svona afskekktri eyju
norður í hafi þarf maður að vera
vakandi og opinn fyrir alþjóðlegum
straumum. Það er mikilvægt að
vera í góðum tengslum við senuna í
öðrum löndum. Sequences hefur
verið mikilvægur hlekkur í því og
við viljum passa upp á það og leggj-
um áherslu á að þetta er alþjóðleg
hátíð, ekki bara norræn eða íslensk.
Þessi alþjóðlegi vinkill stækkar sen-
una hér og maður sér að þessir
angar leiða víða til útlanda,“ segir
hún en Sequences er vettvangur
fyrir framsækna og tilraunakennda
myndlist.
„Alþjóðlega listasenan er mjög
stór og það er möguleiki á því að
hingað komi sífellt fleira áhugafólk
og fagfólk í myndlist,“ segir hún að-
spurð hvort hátíðin trekki að.
Liður í þessari tengingu við út-
lönd er að sýningarstjóri síðustu
hátíðar og þeirrar næstu eru er-
lendir. Margot Norton verður sýn-
ingarstjóri Sequences VIII, sem fer
fram á tíu dögum í október 2017.
„Hún er sýningarstjóri í New
Museum í New York sem er eitt af
framsæknari söfnunum. Hún er bú-
in að vera að gera frábæra hluti
þar og hefur unnið víða, meðal ann-
ars við Whitney-tvíæringinn,“ segir
Edda.
Hún segir Sequences vera stað
sem sýningarstjórarnir geti gert
aðra hluti en á sínum föstu vinnu-
stöðum.
Keppt í myndlist
„Þetta er öðruvísi vettvangur.
Þetta er hátíð sem hefur skýrt hlut-
verk og er vel skilgreind en rýmin
eru ekki föst og dagskráin er ekki
heldur. Hún er ekki alveg búin að
fullmóta þann lista listamanna sem
hún ætlar að bjóða en þessir sem
kynntir eru til leiks nú eru nokkrir
af þeim sem hún er nú þegar búin
að bjóða.“
Opin skúlptúrkeppni í Mengi er á
meðal þess sem fram fer á laug-
ardaginn. „Þetta verður útslátt-
arkeppni. Hún verður opin, það get-
ur hver sem er tekið þátt en það er
takmarkaður fjöldi þátttakenda.
Það verður efniviður á staðnum,
stjórnendur og dómarar. Myndlist
er venjulega ekki bein keppn-
isíþrótt en það var ákveðið að taka
keppnisvinkil á þetta og hafa út-
sláttarkeppni sem endar með ein-
hverskonar einvígi. Ég held það
verði mjög skemmtilegt,“ segir hún.
Áhugavert bjölluverk eftir David
Horvitz verður í Listasafni Íslands.
„Sólin er hæst á lofti kl. 13.13
þennan dag. Það er reglan sem
listamaðurinn hefur búið til við
þetta ákveðna verk að það sé virkj-
að þegar sólin sé hæst á lofti.
Hann setti þetta verk meðal ann-
ars upp í New Museum fyrir
nokkru og okkur þótti tilvalið að
setja það upp núna í tilefni af þessu
afmæli,“ segir hún en listamaðurinn
verður viðstaddur.
Samhljómur og tónn ein-
staklingsins
„Þetta verk fjallar líka um sam-
hljóminn og tón hvers og eins.
Gjörningurinn byrjar þannig að all-
ir þeir sem taka þátt í honum
hringja bjöllunum og finna sam-
hljóm og ganga svo hver sína leið
út úr safninu og hringja sinni bjöllu
þangað til þeir heyra bara í sinni
bjöllu því þá hefur fólk dreifst um
borgina. Þetta er ofboðslega fallegt
verk,“ segir hún en það sam-
anstendur af tæplega fimmtíu bjöll-
um.
Edda segir Sequences vera hátíð
sem líðist að vera flæðandi og
breytast. „Hún var síðast haldin í
apríl 2015 en verður næst haldin í
október. Þetta lýsir dálítið eðli
hennar. Það er verið að næra ein-
hvern frumkraft sem við viljum
passa dálítið upp á,“ segir hún.
Hátíðahöldin nú eru því nokkurs
konar brú yfir í næstu hátíð og for-
spil að stóru hátíðinni næsta haust.
Samtakamætti
listamanna fagnað
Listahátíðin Sequences heldur upp á 10 ára afmæli
Edda Kristín
Sigurjónsdóttir
Á dögunum fór fram árviss samkeppni Sinfóníuhljóm-
sveitar Íslands og Listaháskólans þar sem valdir eru ung-
ir tónlistarmenn sem fá að koma fram með hljómsveit-
inni. Að þessu sinni kepptu tólf um heiðurinn, en allir
stunda þeir söng- eða hljóðfæranám á bakkalárstigi.
Fyrir valinu urðu þær Auður Edda Erlendsdóttir
klarínettuleikari, Herdís Mjöll Guðmundsdóttir fiðluleik-
ari, Hrafnhildur Marta Guðmundsdóttir sellóleikari og
Jóna G. Kolbrúnardóttir söngkona. Sigurvegararnir
munu koma fram á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar
Íslands í Eldborgarsal Hörpu 12. janúar næstkomandi.
Petri Sakari stjórnar.
Fjórar valdar til að koma fram með SÍ
Ungir einleikarar
Haldið verður upp á tíu ára afmæli Sequences á morg-
un, laugardag. Hátíðarhöldin hefjast kl. 12.45 í Lista-
safni Íslands. Margot Norton, sýningarstjóri næstu há-
tíðar, kynnir áherslur næstu hátíðar og
heiðurslistamann. Hún segir einnig frá verki Davids
Horvitz, „Let Us Keep Our Own Noon“ sem verður til
sýnis í Listasafni Íslands fram að vetrarsólstöðum 21.
desember. Verkið samanstendur af 47 bjöllum sem
steyptar voru upp úr franskri bronskirkjuklukku frá
1742. Þegar sólin er hæst á lofti, sem verður kl. 13.13
þennan dag, býðst áhorfendum að taka sér bjöllu, hringja henni og taka
hana með sér á göngu út úr safninu og hringja inn sitt eigið hádegi áður
en þeir skila bjöllunum aftur á sinn stað.
Þaðan verður haldið í Mengi þar sem boðið verður upp á afmælistertu
og fram fer opin skúlptúrkeppni. Rebecca Moran sýnir nýlegt verk og DJ
Tilfinninganæmur (Ragnar Kjartansson) leikur létta stemningsmúsík.
GIF-hreyfimyndir eftir hóp listamanna sem Hildigunnur Birgisdóttir hef-
ur valið koma við sögu og dagskránni lýkur með opnun hljóðinnsetning-
arinnar Dagrenning að eilífu eftir Ragnar Helga Ólafsson, sem standa
mun fram að næstu hátíð. Upplýst verður um staðsetninguna á afmæl-
isdaginn.
Bjöllur, skúlptúr og tónlist
HÁTÍÐARHÖLD Á LAUGARDAG
Margot Norton
Ráðgjöf og þjálfun
nolta.is
Þú sérð betur
með sér framleiddum
glerjum eftir þínum
þörfum
LAUGAVEGI 24 - 101 REYKJAVÍK
SÍMI: 552 0800
ALLT
Í FÓKUS
NÆR OG
FJÆR
SKIPAGÖTU 7 - 600 AKUREYRI
SÍMI: 462 4646
Helstu kostir kerranna eru:
• 7 blaða blaðfjaðrir tryggja góða fjöðrun.
• Stórar legur í hjólnáum og 6,50 x 16“ dekk.
• Plast á fjaðraendum dregur úr hávaða.
• Hraðlæsing á afturhlera.
• Öryggislæsing á dráttarkúlu.
• Hluti framhlera opnanlegur sem auðveldar
upprekstur gripa á kerruna.
• Heilsoðinn botnplata við hliðar einfaldar þrif
og eykur styrk kerrana.
Kr.1.390.000
Einnig sturtukerrur,
flatvagnar og vélakerrur!
+
vs
k
Kr. 1.723.600 með vsk.
Gripakerrur
Höfum hafið innflutning á vönduðum breskum
gripakerrum frá framleiðandanum Indespension.
Austurvegur 69 - 800 Selfoss Lónsbakki - 601 Akureyri Sólvangi 5 - 700 Egilsstaðir
Sími 480 0400 jotunn@jotunn.is www.jotunn.is
Ve
rð
og
bú
na
ðu
rb
irt
ur
m
eð
fy
rir
va
ra
um
pr
en
tv
ill
ur
og
/e
ða
m
yn
da
br
en
gl
.
Ljósmyndir/New Museum-Benoit Pailley
Gjörningur Bjölluverk Davids Horvitz var sett upp í New Museum í New York fyrir nokkru.