Morgunblaðið - 18.11.2016, Qupperneq 40
40 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 2016
Auður Ómarsdóttir myndlistarkona
opnar sýningu í dag, föstudag, kl.
17 í Gallery Porti að Laugavegi
32b. Sýninguna kallar hún From
the front to the beginning.
Á sýningunni eru ný verk sem
Auður hefur unnið í mismunandi
miðla og eru þau innblásin af dvöl
hennar í Þýskalandi undanfarna
mánuði. Verkin fjalla um end-
urtekningu upphafsins í ástum og
sorgum, hið stöðuga fall og endur-
uppbyggingu veraldarinnar frá
sjónarhorni tvíhyggju.
Auður segist velja sér efni að
vinna með út frá því hvað tali til
hennar hverju sinni. „Ný sýni ég
aðallega tvívíð verk, málverk og
teikningar, en þó eru líka þrívíðir
skúlptúrar á sýningunni – og ljós-
myndir hér og þar,“ segir hún.
Er sýningin meiri innsetning en
stök verk?
„Ég myndi segja það. Þetta er
mjög persónulegt, það er sjálfs-
ævisöguleg nálgun í verkunum.
Gestir sjá úrvinnslu síðustu mán-
aða, í ýmsum myndum.“
Þegar spurt er hvort myndlistin
virki vel til að takast á við sjálfa
sig og persónulega reynslu svarar
hún játandi. „Ég var í Berlín í
sumar og fylltist miklum sköp-
unarkrafti, og fór þá að takast á
við að skrásetja augnablik og upp-
lifanir í teikningum. Hjá mér
kvikna verkin mikið út frá teikn-
ingu og ég teikna líka mikið á
striga. Nú í september vann ég
síðan látlaust í tíu daga í eina 90
síðna skissubók og fyllti hana al-
veg, það er áþreifanleg skráning á
þeim tíma og allt tengist það við
tímann á undan og eftir. Þessar
teikningar eru á sýningunni og
tengja saman hin verkin sem eru á
henni.“
Auður útskrifaðist úr Listahá-
skóla Íslands árið 2013. Þetta er
þriðja einkasýning hennar eftir
nám en hún hefur einnig tekið þátt
í fjölda samsýninga.
Morgunblaðið/Ófeigur
Sköpunarkraftur Verk Auðar eru innblásin af Berlínardvöl.
Sjálfsævisöguleg
nálgun í verkunum
Auður Ómarsdóttir í Gallery Porti
Fyrir fimmtán árum keypti gítarleik-
arinn heimskunni Eric Clapton á upp-
boði þrjú rúmlega tveggja metra há
og tengd abstraktmálverk eftir Ger-
hard Richter, einn þekktasta og eftir-
sóttasta myndlistarmann Þýskalands
í dag. Clapton greiddi fyrir verkin 3,4
milljónir Bandaríkjadala, um 385
milljónir króna. Málverkin eru talin
meðal lykilverka Richters frá því um
miðjan tíunda áratuginn.
Fyrir fjórum árum seldi Clapton
síðan fyrsta verkið af þessum þremur
á uppboði fyrir 34,3 milljónir dala, ári
síðar annað verkið fyrir 20,9 milljónir
dala og nú í vikunni var þriðja verkið,
Abstraktes Bild (809-2), síðan slegið
hæstbjóðanda á uppboði hjá Sothe-
by’s, fyrir 22,1 milljón dala. Listrýnar
erlendra fjölmiðla segja ávöxtun Clap-
ton af verkunum þremur vera með
eindæmum góða, þau voru samtals
seld fyrir hátt í 8,8 milljarða króna og
er hagnaður gítarleikarans af fjárfest-
ingunni því nær 8,4 milljarðar ís-
lenskra króna, um 74 milljónir dala.
Barist um verk Davids Bowie
Clapton er ekki eini dægurtón-
listarmaðurinn sem hefur notið þess
að safna samtímamyndlist, og gert
það af ástríðu, því þegar David Bowie
lést fyrr á árinu skildi hann eftir sig
myndarlegt safn af myndlist og list-
gripum. Bowie var ekki bara safnari
því um tíma var hann einnig virkur í
ritstjórn Art Review-tímaritsins.
Fyrir viku hélt Sotheby’s fyrsta upp-
boðið af þremur á hundruðum fjöl-
breytilegra verka úr eigu Bowie og
vakti það mikla athygli – segja rýnar
það hafa hækkað verð verkanna veru-
lega að þau hafi verið í eigu tónlistar-
mannsins vinsæla.
Hart var boðið í mörg verkanna,
með þeim afleiðingum að verðmet
voru sett fyrir tólf listamannanna. Alls
voru seld verk fyrir 277 milljónir
Bandaríkjadala, 31 milljarð króna,
sem er mun meira en verðmatið upp á
217 milljónir dala.
Eitt málverk eftir Bowie sjálfan,
kallað Beautiful, Hallo, Space-boy Pa-
inting, sem hann vann með stjörnu-
listamanninum Damien Hirst, var
slegið hæstbjóðanda fyrir um 110
milljónir króna. Verðmætasta verkið á
uppboðinu var þó málverk eftir Jean-
Michel Basquiat frá 1984 sem var
metið á 3,5 milljónir breskra punda en
slegið hæstbjóðanda fyrir rúmar sjö
milljónir punda, um einn milljarð
króna. Annað verk eftir Basquiat,
mun minna, var síðan slegið fyrir um
100 milljónir króna.
Næstverðmætasta verkið var port-
rett eftir Frank Auerbach, sem Bowie
mun hafa dáð mikið, en það var selt
fyrir 3,8 milljónir punda – rúmlega
hálfan milljarð króna – hátt yfir mats-
verði. efi@mbl.is
Hagnaður Clapton
um 8,4 milljarðar
Verðmætt Abstraktes Bild (809-2)
eftir Gerhard Richter.
Ævintýri Newt Scamander í leynilegu samfélagi
norna og galdramanna í New York, sjötíu árum
áður en Harry Potter les bók hans í skólanum.
Bönnuð yngri en 9 ára.
Metacritic 72/100
IMDb 8,5/10
Laugarásbíó 18.00, 21.00
Sambíóin Álfabakka 16.00, 17.00, 19.00, 20.00,
22.00, 22.45
Sambíóin Egilshöll 17.10, 19.00, 20.00, 22.00, 22.40
Sambíóin Kringlunni 17.00, 18.00, 20.00, 21.00, 22.45
Sambíóin Akureyri 17.15, 20.00, 22.45
Sambíóin Keflavík 17.15, 20.00, 22.45
Fantastic Beasts and
Where to Find Them
Doctor Strange 12
Dr. Stephen Vincent
Strange slasast illa á
höndum. Til að leita sér
lækninga heldur hann út í
heim og hittir að lokum
„hinn forna“.
Metacritic 74/100
IMDb 8,2/10
Sambíóin Álfabakka 17.30, 20.00, 22.45
Sambíóin Egilshöll 17.30, 20.00, 22.30
Sambíóin Kringlunni 23.45
Sambíóin Akureyri 17.30
Sambíóin Keflavík 17.30
The Accountant 16
Christian Wolff er stærð-
fræðingur sem hefur
meiri áhuga á tölum en
fólki.
Metacritic 51/100
IMDb 7,7/10
Sambíóin Álfabakka
20.00, 22.40
Sambíóin Egilshöll
20.00, 22.40
Sambíóin Akureyri 22.45
Sambíóin Keflavík 22.45
The Light Between
Oceans
Vitavörður og eiginkona
hans búa við ströndina í
Vestur-Ástralíu, og ala upp
skipreka barn sem þau finna
í árabát
Metacritic 60/100
IMDb 7,2/10
Sambíóin Egilshöll 17.10
Sambíóin Kringlunni 17.20,
20.00, 22.40
Sambíóin Akureyri 20.00
Sambíóin Keflavík 20.00
Shut In
Mary er ekkja sem starfar
sem barnasálfræðingur.
Þegar stórhættulegt fárviðri
skellur á þarf hún að bjarga
ungum dreng áður en hann
hverfur að eilífu.
Metacritic 22/100
IMDb 4,9/10
Smárabíó 19.50, 22.35
Arrival 12
Metacritic 80/100
IMDb 8,5/10
Smárabíó 16.50, 17.10,
19.30, 20.00, 22.10
Háskólabíó 21.00
Borgarbíó Akureyri 20.00,
22.20, 22.30
Jack Reacher:
Never Go Back 12
Jack Reacher þarf að fletta
ofan af stóru samsæri til
þess að sanna sakleysi sitt
IMDb 7,9/10
Sambíóin Álfabakka 22.45
Grimmd 12
Morgunblaðið bbbnn
IMDb 5,8/10
Smárabíó 20.00
Hacksaw Ridge 16
Metacritic 66/100
IMDb 8,7/10
Laugarásbíó 20.00, 22.45
Háskólabíó 21.10
Borgarbíó Akureyri 20.00,
22.30
Flöskuskeyti frá P 16
IMDb 7/10
Háskólabíó 18.10, 21.10
Eiðurinn 12
Morgunblaðið bbbbb
IMDb 7,7/10
Háskólabíó 18.10
Bridget Jones’s
Baby 12
Metacritic 59/100
IMDb 7,4/10
Laugarásbíó 17.00
Borgarbíó Akureyri 17.40
The Girl on
the Train 16
Metacritic 47/100
IMDb 6,8/10
Sambíóin Álfabakka 20.00
Inferno 12
Smárabíó 22.20
Eight Days a Week -
The Touring Years
Háskólabíó 18.00
Max Steel 12
Metacritic 22/100
IMDb 4,9/10
Smárabíó 15.30, 17.50
Masterminds
Metacritic 47/100
IMDb 5,8/10
Smárabíó 20.10, 22.20
Sjöundi dvergurinn Hin illa norn Dellamorta
lagði bölvun á Rose prins-
essu nema hún verði kysst
af manni sem elskar hana af
heilum hug.
Sambíóin Álfabakka 16.00
Tröll Metacritic 45/100
IMDb 6,8/10
Laugarásbíó 16.00
Smárabíó 15.30, 17.45
Borgarbíó Akureyri 13.50,
17.50
Storkar Núna afhenda storkar pakka
fyrir alþjóðlega netfirsann
Cornerstone.com.
Metacritic 55/100
IMDb 7,2/10
Sambíóin Álfabakka 18.00
Middle School Metacritic 51/100
IMDb 5,8/100
Smárabíó 15.30, 17.45
Innsæi
Bíó Paradís 18.00
Child Eater
Helen grunar ekki hversu
hryllilegt kvöld hún á í vænd-
um
IMDb 7,8/10
Bíó Paradís 22.15
Slack Bay
Bíó Paradís 22.30
Svarta gengið
Bíó Paradís 22.00
Baskavígin
Bíó Paradís 18.00
Top Gun
Bíó Paradís 20.00
Gimme Danger
Bíó Paradís 20.00
Brotið
Bíó Paradís 18.00
Edvard Munch:
Exhibition On Screen
Bíó Paradís 20.00
Kvikmyndir
bíóhúsannambl.is/bio
Nánari upplýsingar um sýningar og sali má finna á heimasíðum kvikmyndahúsanna