Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.2015, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.2015, Blaðsíða 14
Vikublað 8.–9. apríl 201514 Fréttir Við brúum bilið Hættu að níðast á ættingjum og vinum! Búslóðalyftan auðveldar flutninginn Allt að 50 metrar 540 manns urðu gjaldþrota 2014 a lls voru 540 einstaklingar teknir til gjaldþrotaskipta árið 2014 sem er verulega fjölg- un frá árinu 2013 þegar 369 einstaklingar fóru í þrot. Af þessum 540 gjaldþrotum fór 121 mál í gegnum umboðsmann skuldara sam- kvæmt upplýsingum frá embættinu. Önnur mál hafa farið í gegnum önn- ur fyrirtæki sem bjóða upp á aðstoð við gjaldþrotaskipti eða þá að einstak- lingar hafa verið úrskurðaðir gjald- þrota að kröfu kröfuhafa. Einnig þekk- ist það að skuldarar standi í því alfarið sjálfir að óska eftir gjaldþrotaskiptum. Fyrningarfrestur krafna tvö ár Fyrningarfrestur krafna var styttur niður í tvö ár árið 2010. Ástæðuna fyr- ir þessum aukna fjölda gjaldþrota í ár má eflaust rekja til ákvæðis um að endurskoða ætti lögin innan fjögurra ára og sá frestur átti að renna út í lok árs 2014. Því er líklegt að margir hafi ekki viljað tefla á tæpasta vað með því að bíða með að grípa til aðgerða. Í stefnuræðu forsætisráðherra í september síðastliðnum kom þó skýrt fram að fyrningarfresturinn yrði áfram tvö ár en enginn tímarammi hefur komið fram um hvenær ákvæð- ið verði afnumið. „Stefnuræða forsætisráð- herra hefur enga lagabindingu“ Gjaldþrotaskipti.is er eitt af þeim fyrirtækjum sem bjóða upp á þjónustu fyrir þá sem eru í alvarlegum fjárhags- vandræðum. Auglýsingar fyrirtækisins hafa vakið talsverða athygli en í þeim er gefið í skyn að fólk sé nánast að falla á tíma ef það ætlar að nýta sér styttingu fyrningartímans úr tíu árum í tvö ár. „Þetta ákvæði var sett í lög 2010 og það var tekið skýrt fram að þetta ákvæði yrði endurskoðað eigi síðar en fjórum árum síðar, þ.e. áramótin 2014/2015. Í orðalaginu var verið að segja það beint út að það ætti að breyta þessu fyrir árslok 2014. Við segjum bara nákvæmlega það sama og þing segir í þessum efnum. Sumir benda á stefnuræðu forsætisráðherra en hún hefur enga lagabindingu. Við tökum það skýrt fram að fyrningarfrestur- inn sé enn opinn og það sé algjör óvissa um hvenær því verði breytt,“ segir Guðmundur Ágústsson, fram- kvæmdastjóri Gjaldþrotaskipta.is. Guðmundur tekur fram að þjónusta fyrirtækisins snúist um margt annað en að sækja um gjaldþrotaskipti fyrir skjólstæðinga þess. „Við metum stöðu hvers og eins vandlega. Í mörgum til- fellum þjónar það hagsmunum skjól- stæðingsins að semja við kröfuhafa og þá bjóðumst við til þess að aðstoða við það. Svo veitum við fólki einnig fjármálaráðgjöf út frá þeirra stöðu.“ Auglýsingarnar orka tvímælis „Við urðum vör við það að aukinn fjöldi fólks hafði samband og hafði áhyggjur af því að fresturinn væri að renna út og að það væri þá mögulega að missa af lestinni. Okkur finnst orka tvímælis að auglýsingar fyrirtækisins á Facebook geri út á það að nú sé síð- asti séns til þess að verða gjaldþrota en þegar sannleikurinn er sá að stjórn- völd hafa lýst því yfir að fyrningar- frestur á kröfum verði áfram tvö ár,“ segir Svanborg Sigmarsdóttir, upplýs- ingafulltrúi umboðsmanns skuldara. Tryggingargjald niðurfellt Yfirleitt þarf að greiða 250 þúsund krónur til tryggingar fyrir skipta- kostnaði, ef ekki er ljóst hvort eignir skuldarans muni nægja fyrir greiðslu hans. Sé farið í gegnum umboðsmann skuldara er möguleiki á að embættið greiði kostnaðinn. „Ef ákveðin skilyrði eru uppfyllt þá skrifum við bréf um að við munum borga þessa tryggingu. Þeir sem fá tryggingu fyrir skipta- kostnaði fá jafnframt ókeypis öll gögn sem þurfa að fylgja gjaldþrotaskipta- beiðni og ef með þarf aðstoðum við, við að fylla út gjaldþrotaskiptabeiðn- ina. Það er ekkert því til fyrirstöðu að einstaklingar sem fari í gegnum önn- ur fyrirtæki, eins og Gjaldþrotaskipti. is, sæki um það til okkar að fá þenn- an kostnað greiddan en ég þekki ekki hvort að fyrirtækið er að benda fólki á þennan möguleika eða ekki,“ segir Svanborg. „Við höfum aldrei farið leynt með það að ef fólk stenst ákveðið mat hjá umboðsmanni skuldara þá getur það fengið tryggingargjaldið fellt niður. Við segjum fólki að leita til umboðs- manns skuldara ef að við teljum að það falli undir matið fyrir niðurfell- ingu. Við reynum ekki að selja fólki neina hugmynd um að það eigi að fara í gegnum okkur,“ segir Guð- mundur Ágústsson. n n aðeins um 20% fara í gegnum umboðsmann skuldara n auglýsingar orka tvímælis Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is Kostnaður við gjaldþrot 265.000 kr. Héraðsdómari getur krafið þann sem krefst gjaldþrotaskipta um 250.000 kr. í tryggingu fyrir skiptakostnaði, ef ekki er ljóst að eignir skuldarans muni nægja fyrir greiðslu skiptakostnaðar. Krefjist skuldari sjálfur gjaldþrotaskipta getur hann sótt um fjárhagsaðstoð vegna skiptakostnaðar hjá umboðsmanni skuldara. Að auki þarf að greiða 15.000 kr. í þinglýsingargjald. Svanborg Sigmarsdóttir Upplýsinga- fulltrúi umboðsmanns skuldara. Guðmundur Ágústsson Framkvæmdastjóri Gjaldþrotaskipti.is Fjöldi gjaldþrota frá 2001–2014 Konur Karlar Alls 2001 81 217 298 2002 115 252 367 2003 96 293 389 2004 55 220 275 2005 35 160 195 2006 26 89 115 2007 35 118 153 2008 38 163 201 2009 13 99 112 2010 18 121 139 2011 24 161 185 2012 55 236 291 2013 98 271 369 2014 152 388 540 Stefnuræða forsætisráðherra frá 9. september 2014 „Þá hefur verið ákveðið að fyrningarfrestur á kröfum, eða þeim hluta krafna sem ekki fást greiddar við gjaldþrot, muni áfram verða tvö ár. Jafnframt verður áfram unnt að óska eftir fjárhagsaðstoð til greiðslu tryggingar vegna kostnaðar við gjaldþrotaskipti.“ Fjöldi umsókna til umboðs- manns skuldara árið 2014 Alls sóttu 452 einstaklingar um gjaldþrotaskipti árið 2014 í gegnum umboðsmann skuldara. 392 mál voru afgreidd frá embættinu og 164 af þeim leiddu til þess að gjaldþrotaskipti voru samþykkt. Helsta ástæða þess að beiðni um gjaldþrotaskipti var synjað var sú að um- sækjendur hefðu ekki leitað annarra úrræða fyrst, t.d. ráðgjafar í fjármálastofnunum eða greiðsluaðlögun. Af 164 samþykktum umsóknum fór 121 einstaklingur í þrot, mismunurinn helgast af því að 43 hafi ekki enn nýtt sér samþykki til þess að óska formlega eftir skiptum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.