Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.2015, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.2015, Qupperneq 8
Vikublað 8.–9. apríl 20158 Fréttir Xprent ehf - Sundaborg 1 - 104 Reykjavík - Sími 777-2700 - email:xprent@xprent.is Ísaksskóli Í sérflokki n skólar í reykjavík koma afar misjafnlega út úr samræmdum prófum n sviðsstjóri segir samanburð varasaman B örn í fjórða bekk í Ísaksskóla standa jafnöldrum sínum í öðrum skólum Reykjavík- ur mun framar þegar kemur að færni í íslensku og stærð- fræði. Þetta leiða niðurstöður úr sam- ræmdum prófum í ljós. Ártúnsskóli og Barnaskóli Hjallastefnunnar eru í næstu sætum en enginn þessara þriggja skóla kennir börnum á ung- lingastigi. Skólinn sem kennir börn- um á öllum stigum grunnskóla og skorar hæst í Reykjavík er Háteigs- skóli, sem er yfir landsmeðaltali á öll- um sjö prófunum. DV ræðir í dag við marga skóla- stjórnendur í þeirri viðleitni að kom- ast að því hver sé lykillinn að góð- um námsárangri. Á heildina litið má segja að við því sé ekkert eitt svar. All- ir skýra árangurinn með því að þeir hafi á að skipa góðum kennurum, metnaðarfullum nemendum og góð- um hópi foreldra. Allir virðast sam- mála um að samspil margra þátta sé undirstaða góðs námsárangurs. En hvaða máli skiptir árangur á samræmdum prófum? Ragnar Þor- steinsson, sviðsstjóri Skóla- og frí- stundasviðs í Reykjavík, segir í sam- tali við DV að góð staða nemanda í fjórða bekk hafi mikið forspárgildi um stöðu hans í 10. bekk. Þeir sem geti lesið sér til gagns í 10. bekk og séu vel undirbúnir fyrir framhaldsskóla séu miklu líklegri til að ljúka þar námi. „Ef ég man rétt þá kostar hver nem- andi sem fellur úr námi í framhalds- skóla samfélagið 14 til 15 milljón- ir króna – vegna lækkandi ævitekna og meiri þjónustu frá hinu opinbera.“ Ragnar bendir á að fjórðungur nem- enda sem hefji nám í framhaldsskóla hætti námi og aðeins 44 prósent ljúki náminu á fjórum árum, eins og ráð er fyrir gert. Markmið stjórnvalda sé að hækka þetta hlutfall. Kópavogur bestur á heildina litið DV hefur rýnt í niðurstöður sam- ræmdra prófa að undanförnu og greindi meðal annars frá því á dögun- um að þegar horft væri til níu stærstu sveitarfélaga landsins væri Kópavog- ur með bestu niðurstöðuna. Kópa- vogur er með meðaltalið 31,6 í þeim sjö samræmdu prófum sem lögð eru fyrir grunnskólanemendur. Einkunn- um er dreift á skalann 0–60 þar sem meðaltalseinkunnin er 30. Þetta er gert til þess að þyngd prófa á milli ára hafi ekki áhrif á niðurstöðuna. Sam- ræmdu prófin eru lögð fyrir nemend- ur í fjórða, sjöunda og tíunda bekk. Fjórði og sjöundi bekkur þreyta próf í íslensku og stærðfræði en tíundi bekkur í ensku að auki. Reykjavík er langstærsta sveitar- félag landsins. Meðaltal Reykjavíkur reyndist 31,0 í haust, sem er að jafn- aði einum heilum yfir landsmeð- altalinu. DV hefur nú rýnt í gengi einstakra skóla innan Reykjavíkur, en einkunnir eru mjög breytilegar á milli hverfa og skóla. Skóli í sérflokki Skóli Ísaks Jónssonar, Ísaksskóli, er einkarekin sjálfseignarstofnun sem innheimtir skólagjöld fyrir hvern nemanda. Veturinn kostar 180 þús- und krónur, auk kostnaðar vegna fæðis og frístunda. Þar eru börn í grunnskóla til níu ára aldurs. Til að gera langa sögu stutta er Ísaksskóli sá grunnskóli sem skilar af sér nem- endum í fjórða bekk með mesta færni í íslensku og stærðfræði. Meðaltal þessara tveggja prófa í Ísaksskóla er 42,7, sem er næstum því fjórum hærri en hjá næsta skóla þar á eftir. Skólinn virðist því vera í algjörum sérflokki þegar kemur að færni nemenda í ís- lensku og stærðfræði, en það er það sem samræmdu prófin mæla. Vel gert við kennara En hver er lykillinn að árangri Ísaks- skóla? Um er að ræða skóla sem Ísak Jónsson, einn af höfundum Gagn og gaman- bókanna, stofnaði árið 1926 eftir að hafa stundað kennslufræði í Svíþjóð. Sigríður Anna Guðjónsdótt- ir er skólastjóri Ísaksskóla. Hún seg- ist ekki hafa einhlíta skýringu á því hvers vegna skólinn skorar svo hátt en nefnir þó nokkur atriði sem kunna að hafa áhrif. „Við erum með frábæra kennara og starfsfólk sem við gerum vel við. Við erum líka með jákvæða og flotta foreldra og saman vinnum við að því að styrkja nám barnanna,“ segir hún í samtali við DV. Í skólanum eru börn frá fimm til níu ára aldurs en fimm ára börnin eru undirbúin fyrir fyrsta bekk. „Það hjálpar til. Nám í ís- lensku, stærðfræði og ensku hefst við fimm ára aldur. Við sex ára aldur bæt- ist spænska við,“ segir hún en nám í kínversku og frönsku stendur nem- endum einnig til boða eftir að skóla lýkur. Í Ísaksskóla eru 242 börn, alls staðar að af höfuðborgarsvæðinu og nágrenni, að sögn Sigríðar Önnu. Sungið á hverjum morgni Sigríður Anna segir að sérstaklega fljótt og vel sé gripið inn í þegar vart verður við námsörðugleika. Utanum- hald sé með besta móti. Hún nefnir einnig að hver einasti bekkur í skól- anum hefji hvern morgun á söng. Þannig læri börnin íslensk lög og texta sem hjálpi til við eflingu málvit- undar og skilnings. Þá séu færri í bekk en gengur og gerist í öðrum skólum auk þess sem próf og skimanir séu notaðar með reglubundnum hætti til að fylgjast með framvindu námsins. Hún segir aðspurð að öll börnin í Ís- aksskóla taki samræmd próf. „Við notum aðferðir sem við vit- um að virka vel, t.d. hljóðaðferðina, og erum óhrædd við að skoða það sem betur má fara.“ Hljóðaðferð eða hljóð- lestraraðferð byggir á því að nem- endur læra að tengja saman hljóð og staf. Sigríður segir að þrátt fyrir að skólinn haldi þannig tryggð við gaml- ar kennsluaðferðir farar kennarar sín- ar eigin leiðir. Reyndur skólamað- ur sagði í samtali við DV á dögunum að allir skólastjórnendur ættu að læra af því starfi sem fram fer í skólanum. „Það ættu auðvitað að vera rútuferð- ir fyrir skólastjórnendur í Ísaksskóla,“ sagði hann. Skólinn ætti að vera öðr- um fyrirmynd í hvívetna. Sigríður Anna viðurkennir að aðrir skólastjórn- endur sýni skólanum og þeim árangri sem þar er náð mikinn áhuga, en öll- um slíkum erindum er að hennar sögn vel tekið. Ríkur vilji sé innan veggja skólans til að miðla þeirri þekkingu sem þar hefur byggst upp. Þakklát og hamingjusöm Ártúnsskóli er sá skóli sem næst kemst Ísaksskóla hvað námsárangur varð- ar, með meðaleinkunn upp á 38,9. Ártúnsskóli er samrekinn leikskóli, grunnskóli og frístundaheimili. Í skól- anum eru nemendur í 1.–7. bekk en eftir það fara börnin í Árbæjarskóla. Námsárangur í Ártúnsskóla er til fyrirmyndar, bæði í fjórða og sjöunda bekk og er skólinn sá hæsti á vegum borgarinnar, en Barnaskóli Hjalla- stefnunnar, annar einkarekinn skóli, er í þriðja sæti. Ellen Gísladóttir, að- stoðarskólastjóri í Ártúnsskóla, segir að skólinn sé ekkert mjög upptekinn af samræmdum prófum. Í skólan- um sé aðallega lögð áhersla á góða kennslu. „Við höfum á að skipa fram- úrskarandi kennurum,“ segir hún og bætir við að Ártúnsskóli sé heilsu- eflandi skóli og leggi áherslu á um- hverfismál og lífsleikni. Ártúnsskóli sé „skóli margbreytileikans“ og þar leggi starfsfólk, nánast eingöngu konur, sig fram um að koma til móts við þarfir barnanna. Ellen segir að í ljósi þess að um sé að ræða samrekinn leik- og grunn- skóla komi mörg börnin alvön inn í umhverfi sem þau þekkja, inn í fyrsta bekk grunnskólans. „Við erum þakk- lát og hamingjusöm yfir þessu og leggjum okkur eins mikið fram og við getum,“ segir hún við DV um ár- angurinn. Háteigsskóli framúrskarandi Þegar horft er til þeirra skóla sem eru með í öllum samræmdu prófun- um sjö hefur Háteigsskóli vinninginn innan Reykjavíkur. Meðaleinkunn- in þar er 34,2 og skólinn er vel yfir landsmeðaltali á öllum póstum. Þórður Óskarsson er aðstoðarskóla- stjóri í Háteigsskóla. Spurður hver lykillinn sé að góðum námsárangri segir hann að því sé ekki auðvelt að svara. Í skólanum sé framúrskar- andi starfsfólk, góðir nemendur og Skólastjórinn Anna Sigríður Guðjónsdóttir, skólastjóri Ísaksskóla, segir að vel sé gert við kennara í skólanum. Skólinn er með langhæsta meðaltalið út úr samræmdum prófum 2014 en skólinn kennir aðeins yngsta stiginu. Mynd Sigtryggur Ari yfirmaður menntamála í reykja- vík Ragnar Þorsteinsson sviðsstjóri segir menntunarstig foreldra hafa áhrif á náms- árangur barna. Mynd reyKjAVíKurborg baldur guðmundsson baldur@dv.is „Það ættu auðvitað að vera rútuferðir fyrir skóla- stjórnendur í Ísaksskóla.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.