Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.2015, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.2015, Blaðsíða 2
2 Fréttir Vikublað 8.–9. apríl 2015 Heill heimur af pylsum! Hrísateig 47 Pylsur á pönnuna en einnig úrvals skinkur og álegg á veisluborðið að ógleymdri svínasultunni, beikoninu og ýmsu öðru góðgæti. Gæðapylsur og skinkur án allra auka- og fylliefna og án MSG. Framleiddar eftir uppskriftum frá öllum heimshornum. Íslenskt kjöt – íslensk framleiðsla! PIPA R\TBW A • SÍA UPPFYLLIR SKILYRÐI NÁLARAUGANS Paleo GABS SCD Yfirdráttarlánin felldu sparisjóðinn í Eyjum n Eignir sjóðsins rýrnuðu um tæpa 1,2 milljarða n Yfirdráttarlánin ofmetin um hálfan milljarð S tjórnendur Sparisjóðs Vestmannaeyja (SV) þurftu að afskrifa yfirdráttarlán til viðskiptavina fyrir um 500 milljónir króna á seinni hluta síðasta árs. Eignir SV rýrn- uðu um alls 1.166 milljónir í fyrra sem skýrir að mestu 957 millj- óna króna tap sparisjóðsins á ár- inu 2014. Óvíst er hvenær end- anleg niðurstaða um verðmæti lánasafns sjóðsins fæst en þangað til verður því ekki svarað hvernig útlánatöp leiddu til þess að eigið fé hans var nánast uppurið í árs- lok 2014. Þetta kemur fram í ársreikn- ingi SV sem var samþykktur af stjórn sparisjóðsins 26. mars síð- astliðinn. Rannsókn á virði útlána sjóðsins, sem ráðist var í á síðasta ári, var ekki lokið við undirritun reikningsins. Þremur dögum síðar heimilaði Fjármálaeftirlitið (FME) samruna SV og Landsbankans. Hefur engar skýringar Þorbjörg Inga Jónsdóttir, fyrrver- andi stjórnarformaður SV, hefur engar skýringar á því hvernig það gat gerst að yfirdráttarlán spari- sjóðsins til viðskiptavina voru of- metin um rúman hálfan milljarð króna. „Stjórn sjóðsins óskaði eftir sér- stakri greiningu hjá endurskoð- anda þegar þessar tölur lágu fyrir og hann var einfaldlega ekki búinn að ljúka þeirri vinnu þegar við fór- um frá,“ segir Þorbjörg. Fjallað hefur verið um þátt úti- bús SV á Selfossi í falli sparisjóðs- ins. Fréttastofa RÚV greindi í síð- ustu viku frá því að útibúið hefði lánað um 100 milljónir króna til félaga sem höfðu enga raunveru- lega starfsemi. Pétri Hjaltasyni, fyrrverandi útibússtjóra SV á Sel- fossi, var sagt upp störfum í byrjun desember, eins og DV hefur greint frá. Í frétt RÚV var fullyrt að þáttur Péturs í lánveitingunum sé til skoðunar og að hann hefði einnig verið kærður til lögreglu fyrir sjö milljóna króna fjárdrátt. „Ég get ekkert sagt um það en það hefur svo sem komið fram í fréttum áður að stór hluti af þess- um afskriftum eða virðisrýrnun safnsins var vegna þess útibús,“ segir Þorbjörg, aðspurð hvort stór hluti þeirra yfirdráttarlána sem sjóðurinn þurfti að afskrifa hafi átt rætur að rekja til útibúsins á Sel- fossi. Pétur Hjaltason vildi ekki tjá sig um starfslok sín hjá SV í samtali við blaðamann DV. Hann svaraði því þó aðspurður að rannsóknin á lánasafni sjóðsins hefði átt ein- hvern þátt í starfslokunum. Lánasafnið skoðað 2011 Samkvæmt ársreikningnum námu eignir SV 12,3 milljörðum í árslok 2014. Eigið fé sparisjóðsins nam þá 98 milljónum samanborið við 1.055 milljónir á sama tíma 2013. Tæpum þremur mánuðum síð- ar heimilaði FME samruna SV og Landsbankans eftir að rannsókn stjórnar sparisjóðsins á lánasafn- inu hafði leitt í ljós að eiginfjár- hlutfall hans var undir lágmarki FME. Áhlaup á sparisjóðinn, sem nam tæpum 700 milljónum króna, átti einnig þátt í ákvörðun FME en það rýrði laust fé hans um helm- ing. „Það sem kom mér mest á óvart við þetta allt saman var að það komu ekki fram neinar upp- lýsingar um útlánatöp sjóðsins þegar reikningar hans voru gerð- ir á sex mánaða fresti síðustu ár. Sérstaklega af því að við fórum síðast í svona útlánaskoðun í lok september 2011. Þá voru engar athugasemdir gerðar en ég hef ekki þær upplýsingar hvort all- ar þessar kröfur sem við vorum að vinna úr núna eftir áramót hafi verið til þá eða ekki. Ég á því erfitt með að skilja hvernig þetta gat komið upp með þessum hætti,“ segir Þorbjörg. n Haraldur Guðmundsson haraldur@dv.is Sameinaðist Landsbankanum 73 ára sögu Sparisjóðs Vestmannaeyja lauk 29. mars þegar FME heimilaði samruna sjóðsins og Lands- bankans. Mynd Eyjafréttir Þorbjörg inga jónsdóttir Fyrrverandi stjórnarformaður SV segir FME hafa gefið stjórnendum sjóðsins of skamman frest til að skila inn tillögum að aðgerðum sem hefðu getað bætt eiginfjárgrunn hans.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.